Tíminn - 06.02.1993, Blaðsíða 19

Tíminn - 06.02.1993, Blaðsíða 19
Laugardagur 6. febrúar 1993 Tíminn 19 Laumuspil Sneakers ★★★ 1/2 Framleiöendur: Walter F. Parkes og Lawrence Lasker. Handrít: Phil Alden Robinson, Walter F. Parkes og Lawrence Lasker. Leikstjórí: Phil Alden Robinson. Aöalhlutverk: Robert Redford, Dan Aykroyd, Ben Kingsley, Sidney Poitier, River Phoenix, David Strathaim og Mary McDonnell. Háskólabfó. Öllum leyfð. Laumuspil gengur út á þá framtíð- arsýn margra að upplýsingar og upplýsingaöflun verði ein eftirsótt- asta markaðsvaran í framtíðinni. Hægt er að tengjast öllum möguleg- um fýrirtækjum með heimilistölv- unni, t.d. til að fá upplýsingar, panta flugferðir eða stunda bankaviðskipt- in sín. En hvað ef þú getur náð þér í ólöglegar upplýsingar, fengið flug- ferðir ókeypis eða millifært peninga til þín af öðrum reikningum? í Laumuspilum er gælt við þessa hug- mynd, en bara á miklu stærri mæli- kvarða. Robert Redford leikur höfuðpaur manna, sem sérhæfa sig í innbrot- um í stórfyrirtæki. Með hjálp nú- tímatölvutækni stela þeir upplýs- ingum, peningum eða bara hverju sem er og láta svo stjórnendur fyrir- tækjanna vita um gallana á öryggis- kerfum þeirra. Redford fær heim- sókn frá tveimur mönnum Öryggis- stofnunar, sem vilja að hann steli rafeindatæki. Hann er tregur til, en þeir kúga hann til verksins með hót- unum um að upplýsa lögregluna um gamlar syndir úr fortíð hans. Hóp- urinn nær tækinu án mikilla vand- ræða, en þeir uppgötva að tækið get- ur ráðið dulmálslykla allra móður- tölva í Bandaríkjunum, meira að segja Seðlabankans þar í landi, og því er hægt að millifæra fé að vild ásamt öðrum óskunda. Þeir láta tækið af hendi til mannanna, en komast að því að þeir eru ekki frá Öryggisstofnuninni, heldur skipu- lögðum glæpasamtökum. Með tæk- inu eru glæpamennimir fljótir að koma nafni Redfords í skrár alríkis- Iögreglunnar, og bendla hann við tvö morð, og til að sanna sakleysi sitt verður hann að ná því til baka. Þótt Laumuspil fjalli um tölvur og önnur nútímatól að miklum hluta, er ástæðulaust að halda atburðarás- ina flókna. Handritshöfundarnir sneiða snyrtilega hjá því að samræð- ur verði sífellt um tölvukubba, leiðslur eða tölvuvírusa, heldur ein- beita sér frekar að spennandi sögu- þræði blönduðum skemmtilegum húmor. Leikstjórinn, Phil Alden Ro- binson, sem gerði hina ágætu Field of Dreams, gerir vel í mjög góðum spennuatriðum, sem eru oft ansi frumleg undir ljúfum saxófóntón- um Branfords Marsalis. Redford þarf einu sinni að passa að hreyfa sig löt- urhægt, svo ákveðnir mælar nemi ekki hreyfingu hans, öfugt við flest spennuatriði, þar sem persónan þarf að flýta sér, ef upp á líf og dauða er að tefla. Leikhópurinn er skemmtilegur með fræga leikara í öllum aðalhlut- verkum. Robert Redford, sem farinn er að eldast dálítið, leiðir hópinn, sem stendur sig með miklum ágæt- um. Sidney Poitier, Dan Aykroyd og River Phoenix eru réttir menn á réttum stað í sínum hlutverkum og David Strathairn er mjög góður í hlutverki Hvíslarans, sem er blindur rafeindasnillingur. Stórleikarinn og Óskarsverðlaunahafinn Ben Kingsl- ey bregst svo ekki frekar en fyrri daginn í hlutverki vinar Redfords úr fortíðinni. Laumuspil er gæðaafþreying, sem státar af góðu handriti og markvissri leikstjórn. Öll tækniatriði eru unnin af fagmennsku, sem er óneitanlega nauðsynlegt í þessari mynd. Efnið er nokkuð frumlegt og húmorinn góð- ur, sem góðir leikarar eiga ekki í vandræðum með að koma frá sér. Öm Markússon Davíð - Davíð Oddsson hefir sagt á fundum og í fjölmiðlum að þeir, sem vilja er- lenda lántöku núna, tali ekki af heil- indum. Þetta lýsir fáfræði og um leið óskammfeilni. Það er vissulega glapræði að taka er- lent lán í verðbólgu, en jafn mikið glapræði að hafna slíku láni í atvinnu- leysi og kreppu. Forsætisráðherrann er sá sem ekki talar af heilindum. Jóhannes Nordal lét svo um mælt í Ekki kjós- endur heldur Alþýöu- flokkurinn Þegar útvarpsumræða var um EES- samninginn varð Birni Bjamasyni það á að segja að kjósendur hefðu ýtt ráðherrum fyrrverandi ríkis- stjómar úr stólunum. Sannleikurinn er sá að kjósendur gerðu það alls ekki. Þeir veittu ríkis- stjóm Steingríms Hermannssonar nóg kjörfylgi til að halda áfram. Þeir létu flokka hennar fá 32 þingmenn. Það er meirihluti þings, -stjómhæf- ur meirihluti þegar þingið er ein málstofa, svo sem orðið var. Það voru því ekki kjósendur sem ýttu ráðhermm Framsóknarflokks og Alþýðubandalags úr stólum. Það gerði Alþýðuflokkurinn, jafnaðar- mannaflokkur íslands. Undarlegt ef Björn Bjarnason man þetta ekki þegar hann fer að hugsa sig um. Það skiptir verulegu máli að rétt sé farið með söguna að þessu leyti. Eft- ir kosningar notaði Alþýðuflokkur- inn það kjörfylgi sem hann hlaut til þess að skipta um ríkisstjórn. Síðar mun sjást hversu kjósendur hans meta það við hann. Það var engan veginn yfirlýst stefna flokksins í kosningabaráttunni að skipta skyldi um stjórn. Ábyrgðin er hans, hversu sem metið verður. H.Kr. Nordal sjónvarpi 3. febrúar, að lágvaxtaskeið- ið á 8. áratugnum væri orsök efna- hagsvandans í dag. Þá átti að hækka vexti, sagði hann. En það er rangt. Lækka átti verðbólgu með því að stöðva erlendar lántökur og draga úr seðlaprentun. Jóhannes fékk vaxtahækkuninni til leiðar komið á 9. áratugnum með lánskjaravísitölu sinni. Hvað gerðist? Vextir mku upp úr öllu valdi. Verð- bótaþáttur vaxta að viðbættum raun- vöxtum sveifluðust frá rúmlega 20% og upp í tæplega 80% á ári. Skuldir Lesendur skrifa fyrirtækja og heimila hlóðust upp og gjaldþrot urðu daglegir viðburðir. Undirstöðuatvinnuvegimir em vart - Valur lengur starfhæfir og sjálft bankakerfið riðar til falls vegna tapaðra lána, Þama er rót vandans. Með nýju frumvarpi á að afnema verðtryggingu fjárskuldbindinga, seg- ir viðskiptaráðherra. Þetta er þó blekking ein, því að ætlunin er að gera verðtrygginguna „frjálsa", en hún er nú óheimil á skammtímalán (allt að 3ja ára). Valur Valsson bankastjóri staðfestir þetta í Mbl. 29. janúar: „Verði tak- markanir á notkun verðtryggingar af- numdar munu fyrstu viðbrögðin af þessum sökum verða þau að verð- trygging á útlánum eyksL“ Að verðtryggja skuldir en ekki kaup- gjald þeirra, sem greiða eiga skuldim- ar, fær ekki staðist. Það er siðleysi sem launþegasamtökin verða að hafna skilyrðislaust Á.S. ÚTBOÐ Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. byggingadeildar borg- arverkfræðings, óskar eftirtilboðum í viðhald loftræstikerfa í ýmsum fasteignum Reykjavíkurborgar. Útboðsgögn verða af- hent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 2. mars 1993, kl. 14,00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 ÚTBOB Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Malbikunarstöðvar Reykjavikurborgar, óskar eftir tilboðum í 15.000-19.400 tonn af asfalti. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3, Reykjavik. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 17. mars 1993 kl. 11,00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 KENWOOD SEGULBANDSTÆKI fæst fyrir lítið. Upplýsingar í síma 17778. Með sínu nefl í þættinum í dag verða gefin upp tvö lög og ljóð, sem bæði em af erlend- um uppruna, en hafa í sinni íslensku mynd öðlast miklar vinsældir hér- lendis. Fyrra lagið er „Laugardagskveld" eftir H. Lambert við ljóð Fröd- ings í þýðingu Magnúsar Asgeirssonar. Seinna lagið er skoskt, en eftir því sem næst verður komist er höfundur ljóðsins óþekktur. LAUGARDAGSKVELD C G7 C Það var kátt hérna ‘um laugardagskveldið á Gili, Am D7 G það kvað við öll sveitin af dansi og spili, Am D7 G það var hó, það var hopp, það var hæ! G7 C Hann Hofs-Láki, æringi austan af Iandi, Dm G7 C þar úti í túnfæti dragspilið þandi, G7 C hæ dúdelí dúdelí dæ! 2. Þar var Dóra á Grund, hún er forkunnar fögur og fín, en af efnunum ganga ekki sögur, hún er glettin og spaugsöm og spræk. Þar var einþykka duttlungastelpan, hún Stína, og hún stórlynda Sigga og Ása og Lína og hún María litla á Læk. 3. Þar var Pétur á Gili og Gústi á Bakka, tveir góðir, sem þora að láta það flakka og að stíga við stúlkurnar spor. Þar var Dóri í Tungu og Bjössi á Barði og bílstjóri’ úr Nesinu’ og strákur frá Skarði og hann Laugi, sem var þar í vor. 4. Og þau dönsuðu þarna í dynjandi galsa, og þau dönsuðu polka og ræla og valsa, svo í steinum og stígvélum small, og flétturnar skiptust og síðpilsin sviptust og svunturnar kipptust og faldarnir lyftust og danslagið dunaði’ og svall. 5. Inni í döggvotu kjarri var hvíslað og hvískrað og hlegið og beðið og ískrað og pískrað, meðan hálfgagnsætt húmið féll á, þar var hlaupið og velst yfir stokka og steina og stunið og hjúfrað í laufskjóli greina „Sértu’ að hugsa’ um mig, hafðu mig þá!“ 6. Yfir byggðinni stjörnunótt blikaði fögur, yfir blátæm vatni með laufskógakögur lá gullið og vaggandi glit, og frá birki og smára og blikandi töðu, frá brekkum og grundum og túni og hlöðu lagði áfengan ilm fyrir vit. D7 X 0 0 2 1 3 E7 < > < > 4 t < > 0 2 3 14 0 Dm Am 4 > 4 > ( > X 0 2 3 1 0 G7 X 3 2 O 1 O 7. Og refur með gaggi tók undir við óminn, og andvaka kmmmi að brýna tók róminn, en þau hjúin, þau heyrðu það ei. En „kmnk“ heyrðist bergmál í Selfjalli segja og sem svar við hans Hofs-Láka dúdelfdeija! kom dúdelí! dúdelí deil KOMDUKISAMÍN Am Komdu kisa mín, kló er falleg þín Dm E7 Am og grátt þitt gamla trýn. Am Mikið malar þú, mér það líkar nú, Am E7 Am víst ert þú vænsta hjú. C G Banar margri mús, mitt þú friðar hús, Am E7 Ekki’ er í þér lús, oft þú spilar brús. Am Undrasniðug, létt og liðug leikur bæði snör og fús. Am Dm E7 Am Við skulum drekka dús. 2 10 0 0 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.