Tíminn - 06.02.1993, Blaðsíða 17
Laugardagur 6. febrúar 1993
Tíminn 17
MÁNUDAGURINN 25. febrúar 1991 byrjaði
á hefðbundinn máta hjá Fred og Betty
Elmore. Hann hófst á heimili þeirra í lítilli
íbúð, sem skar sig að engu leyti úr öðrum
íbúðum í fjölbýlishverfi í Forest Gate. Elmore-
hjónin höfði innréttað heimili sitt jafn huggu-
lega og ellilífeyrisstyrkurinn þeirra leyfði. Þau
voru bæði hátt á sjötugsaldri og óskuðu einsk-
is fremur en fá að eyða ellinni í friði og spekt.
Þau voru varkárt og rólegt fólk og höfðu
styrktar læsingar á útidyrahurðinni. Forest
Gate er mikið glæpahverfi.
Þau hjónin höfðu ákveðið að skreppa í búðir
og kaupa inn til vikunnar, eins og alltaf á
mánudögum.
„Farðu í kápuna þína. Það virðist vera hrás-
lagalegt úti,“ sagði Fred við eiginkonu sína,
þegar klukkan sló 11.
Þegar út var komið reyndist það rétt að svalt
væri í veðri. „Það er nístandi kuldi,“ sagði
Betty og var á báðum áttum um það hvort hún
ætti að búa sig enn betur. „Við styttum okkur
Ieið,“ sagði Fred.
Það var örlagarík ákvörðun. Þau ákváðu að
ganga í gegnum dimma hliðargötu framhjá
bflskúrahverfi hvar bfleigendur í nágrenninu
geymdu bifreiðir sínar.
Elmorehjónin náðu aldrei að ljúka innkaupa-
ferðinni. Þau höfðu aðeins gengið örfá skref
inn hliðargötuna, þegar Betty heyrði undarleg
hljóð, eins og urr bærist úr einum bflskúr-
anna, hálfkæft þó. „Hvað var þetta?" spurði
hún skelfd, en maðurinn hennar hafði ekki
heyrt neitt. Þá heyrðist hljóðið aftur og nú fór
það ekki fram hjá Fred. Hann hélt að helst
væri um að ræða einhvers konar dýrahljóð og
setti fram þá tilgátu að einhver hefði óafvit-
andi lokað gæludýr inni í einum skúranna.
„Sennilega er þetta hundur, sem hefur lagst til
svefns án þess að eigandinn vissi af því. Síðan
hefur eigandinn læst skúmum og hundurinn
vaknað einn í myrkrinu og er sennilega í losti
af hræðslu," sagði Fred. „Við verðum að reyna
að hleypa dýrinu út,“ bætti hann við. Það var
ekki erfitt fyrir þau að staðsetja bflskúrinn
sem hljóðið barst úr. En það yrði erfitt að opna
hann. Hurðin var boltuð aíftur með ramm-
gerðum læsingum og auk þess hékk á henni
tröllaukinn hengilás. Skyndilega sagði Betty
manni sínum að þegja. Henni hafði nefnilega
heyrst að einhver kallaði á hjálp, en röddin var
málmkennd og næstum ómennsk. Fred Iagði
eyrað upp að hurðinni og heyrði þá fyrst ein-
hvers konar hóstakjöltur en síðar greinilega:
„Vfll einhver hjálpa mér?“
Þau litu ráðvillt hvort á annað, en síðan urðu
þau ásátt um að eitthvað yrðu þau að gera og
það sem fyrst Það varð úr að Fred sneri til
blokkarinnar, sem þau bjuggu í, og bankaði
upp á hjá Herbie Johnson, nágranna sem var
vanur lásasmiður en hættur störfum. Augna-
bliki seinna voru þeir báðir komnir aftur til
bflageymslunnar. Herbie vó 140 kg og það
vafðist ekki fyrir honum að brjóta læsingamar
með tröllauknum handleggjum sínum og þar
til gerðum verkfærum. Síðan stakk hann
pinna í hengilásinn og lítill smellur gaf til
kynna að nú væri hægt að ráðast til inngöngu.
Herbie ýtti á hana af þó nokkru afli og skyndi-
lega þeyttist hurðin inn og dymar opnuðust
Hræðileg aðkoma
Sólskinið flæddi inn og lýsti upp skúrinn.
Betty, Fred og Herbie störðu inn og gripu and-
ann á lofti. Betty beygði sig niður og greip um
magann. Fred og Herbie stóðu stjarfir með
stirðnaðan skelfingarsvip.
Sjónin, sem við þeim blasti, var hræðilega af-
skræmdur kvenlíkami sem nokkrar fatatætlur
héngu utan á og höfðu einhvern tíma verið fal-
legur kjóll. Kjöttægjur héngu neðan úr hand-
leggjum og fótum konunnar. Ailt hold var
horfið af vinstri upphandlegg og við þeim
blasti beinið bert. Höfuðið hékk út á hlið og
dinglaði hálflaust þegar konan tók nokkur
skref í átt til dyranna. Reikulir fætur hennar
vom að miklu leyti berir inn að beini. Fyrir ut-
an örfáar hárlufsur var konan sköllótt. Höfuð-
leðrið var alsett þúsundum af brunablöðrum
sem vessaði úr yfir gráhvítt andlit hennar.
Það var í fyrstu ofvaxið skilningi Herbies að
þetta væri að eiga sér stað. „Guð minn almátt-
ugur,“ snökti hann. Það var þá sem konan
heyrði rödd hans og hún lyfti höfðinu lítils
háttar og við sjónarvottunum blasti sýn sem
gat aldrei liðið þeim úr minni.
Það fyrsta sem sló þau var að konan virtist
hafa gríðarstórar tennur. Eftir augnablik sáu
þau hvers vegna. Konan var með engar varir.
Einungis var skörðótt brún þar sem neðri vör-
in hefði átt að vera og ekki var snefill eftir af
efri vörinni. Nefið var einnig afskræmt. Það
vottaði kvorki fyrir nasavængjum né nef-
broddinum sjálfum. En það sem hræðilegast
var, voru augun. Augasteinamir voru horfnir.
Hvítan var það eina sem sást.
„Hjálpiði mér,“ tókst konunni að stynja upp.
Það var nóg til þess að Herbie þoldi ekki leng-
Sögum bar ekki saman um hver heföi varp-
að Dassa Jackson ofan í sýruna.
ur við. Hann reikaði út úr bflskúmum og
sagðist ætla að hlaupa heim og kalla á Iögreglu
og sjúkrabfl. Hann sneri þó aftur eftir að hann
hafði hringt og í sama mund heyrðist í síren-
um lögreglunnar og neyðarbflsins. Tveir
sjúkraflutningamenn stukku út og lutu yfir
konuna, sem Betty sat með í fanginu á gólfinu
og sýndi með því mikinn styrk. Tveir lögreglu-
menn komu á vettvang. Annar aðstoðaði við
að lyfta því, sem eftir var af líkama konunnar,
á sjúkrabörur. Hinn fór að yfirheyra Herbie og
Fred. Hann tók niður stutta frásögn um það
sem gerst hafði síðustu tuttugu mínúturnar,
en bersýnilegt var að hann átti í vandræðum
með að einbeita sér að því sem hann var að
gera. Svo mikil áhrif hafði hræðilegt útlit kon-
unnar haft á hann. „í hverju getur konan hafa
lent?“ spurði hann annan sjúkraliðann.
„Sýru,“ svaraði sjúkraliðinn að bragði. „Hún
hefur verið brennd með sýru.“
„Maðurinn minn“
Á meðan sjúkraliðamir vom að undirbúa
flutning konunnar á sjúkrahúsið gerði annar
lögreglumannanna nákvæma vettvangsrann-
sókn inni í bflskúrnum. í einu horninu fann
hann stórt ker fleytifullt af baneitraðri,
óþynntri sýru. „Hún hlýtur að hafa dottið ofan
í,“ sagði hann. „Eða þá að einhver hefur ýtt
henni,“ bætti hann við.
í sjúkrabflnum virtist líf konunnar vera að
fjara út. „Ég held að hún muni ekki lifa þetta
af,“ sagði annar sjúkraliðanna. Konan virtist
heyra hvað hann sagði og sneri sér veiklulega
að honum og bærði varirnar. „Hvað sagði
hún?“ spurði hinn sjúkraliðinn. „Mér heyrðist
hún segja: „Maðurinn minn“,“ sagði sjúkralið-
inn. Annar lögreglumannanna hafði staðið
rétt hjá, þegar þetta átti sér stað, og samsinnti
að honum hefði einnig heyrst hún segja það.
Þeim tókst að halda í henni lífinu á leiðinni á
spítalann. En skömmu eftir komuna þangað
varð Ijóst að ekkert yrði henni til bjargar úr
þessu. 45 mínútum eftir að hún var lögð inn
gaf hún upp öndina.
Gagnkvæmar ásakanir
Á vettvangi atburðanna höfðu menn hraðar
hendur. Búið var að kalla til rannsóknarlög-
reglumenn og fagfólk sem sérhæfir sig í mál-
um sem þessum. Búið var að nafngreina kon-
una og reyndist hún vera Dassa Jackson, þrí-
tug heimavinnandi húsmóðir, búsett í sama
fjölbýlishúsi og Fred og Betty. Hún hafði búið
þar með Cecil, 37 ára gömlum eiginmanni sín-
um sem var ekki heima þegar lögreglan hugð-
ist færa honum fréttir af andláti konu hans.
Nágrannar hans sögðu að hann væri líklega í
Cecil Jackson héttþví fram aö um slys væri
aö ræöa.
vinnunni. Þegar lögreglan færði honum tíð-
indin á vinnustaðinn, virtist Cecil verða undr-
andi og harmi sleginn yfir tíðindunum.
„Hefurðu nokkra hugmynd um hvernig kon-
an þín læstist inni í skúrnum?" spurði rann-
sóknarlögreglumaður Cecil. Hann sagðist ekki
skilja það, þótt hann viðurkenndi að aðeins
væri til einn lykill sem gengi að bflskúmum
og hann væri yfirleitt með hann. En þennan
dag sagðist hann hafa skilið lyklana eftir hjá
konunni, þar sem hún hafði talað um að hún
myndi e.t.v. vilja nálgast dót sem þau hjónin
geymdu í skúmum.
Cecil Jackson útskýrði að þau notuðu skúr-
inn að miklu Ieyti sem geymslu. í honum væri
hreinlætislögur sem Jackson gat keypt í stóru
upplagi hjá efnaverksmiðjunni, sem hann
vann hjá, með góðum afslætti. Einnig vom
önnur kemísk efni í skúrnum, en hann kann-
aðist ekkert við það að hafa átt sýru af neinu
tagi og heldur ekki kerið sem lýst var fyrir
honum að hefði fundist í skúrnum. En eftir
því sem leið á yfirheyrsluna, kom á daginn
hugsanleg ástæða fyrir líklegu morði á Dassa.
Einnig kom upp nafn hugsanlegs morðingja.
Vince Dmry.
Jackson sagði að Dmry hefði verið góður vin-
ur þeirra hjóna. Reyndar hefðu málin þróast
þannig að hann hefði farið að eiga full náin
samskipti við Dassa og einn góðan veðurdag,
er Jackson kom óvenjulega snemma heim úr
vinnunni, hafði hann komið að þeim í rúm-
inu. Hann hafði eðlilega orðið viti sínu fjær, en
gekk þó ekki lengra en svo að hann henti
Dmry á dyr og sagði honum að láta aldrei sjá
sig aftur.
Jackson sagði að þau hjónin hefðu rætt mál-
in ítarlega í kjölfar þessa atviks. Dassa hafði
viðurkennt að hafa átt í ástarsambandi við
Dmry um sex mánaða skeið, en síðustu fjórir
mánuðirnir höfðu verið gegn hennar vilja.
Hún hafði áttað sig á að hún væri að gera mis-
tök og ætlaði að slíta sambandinu við Drury,
en hann hafði þá hótað henni að hann myndi
segja manninum hennar frá sambandinu og
kúgaði hana þannig til að halda áfram ástarf-
undunum.
Hún sagðist sjá mjög eftir þessu og Cecil
sagðist hafa ákveðið að fyrirgefa henni. Dmry
hélt áfram að ofsækja Dassa, að sögn Cecil, eft-
ir þetta atvik og hótaði henni ýmsu í gegnum
síma.
Lögreglumenn, sem fóru og heimsóttu
Sjónin, sem við þeim
blasti, var hræðiiega af-
skræmdur kveniíkami,
sem nokkrar fatatætlur
héngu utan á og höfðu
einhvern tíma verið fal-
legur kjóll.
Dmry, vom fljótir að komast að þeirri niður-
stöðu að hann væri ekki líklegur morðingi,
þrátt fyrir vitnisburð Cecils. Dmry virtist
feiminn og veikgeðja maður, ekki líklegur til
að hafa dýft hendinni í kalt vatn hvað þá meira.
Hann neitaði staðfastlega öllum ásökunum.
„Þið ættuð að einbeita ykkur að Cecil," sagði
hann. „Hann er mun Iíklegri til að hafa fram-
kvæmt þennan voðaverknað," bææti hann við.
Lögreglan var því sammála.
Slys eða morð?
Það tók sérþjálfaða rannsóknarlögreglumenn
morðdeildarinnar ekki langan tíma að sjá
ýmsar brotalamir á málstað Cecils. Þeir trúðu
ekki ásökunum hans í garð Drurys. Hvers
vegna ætti hann að vera að ljúga upp á hann? í
öðm lagi var hann á sakaskrá og í þriðja lagi
hafði hann verið svo ótrúlega gmnnhygginn
að hafa líftryggt konuna sína aðeins viku áður
en hún lést.
Hann hafði setið í fangelsi í tvö ár fyrir Iík-
amsárás á fyrmm kæmstu sína, sem kom til
sögunnar áður en hann kynntist Dassa. Hún
hafði ætlað að slíta sambandinu, en hann hafði
lokað hana inni og gengið í skrokk á henni til
að reyna að fá hana til að skipta um skoðun.
Eðlilega hafði henni ekki snúist hugur.
Þegar þrengt var að Cecil, breyttist framburð-
ur hans. Hann sagði að aðfaranótt mánudags-
ins hefðu þau hjónin lent í rifrildi. Dassa hafði
slegið hann og hann svaraði í sömu mynt. Eitt
leiddi af öðm og loks greip hann hana kverka-
taki í stundaræði og við það missti hún með-
vitund. Hann sagðist hafa farið með hana inn í
bflskúrinn, meðvitundarlausa, og læst hana
þar inni. í þeim tilgangi einum að hræða hana
þegar hún rankaði við sér, sagði Cecil. Hann
leit inn í bflskúrinn morguninn eftir og þá
hafði hún ennþá legið á gólfinu meðvitundar-
laus. Nú viðurkenndi hann að hafa átt sýmna í
kerinu, án þess að geta sagt hvað hann hefði
ætlað að gera við hana, en hann neitaði stað-
fastlega að hafa sjálfur sett Dassa ofan í kerið.
„Hún hlýtur að hafa komist til meðvitundar og
dottið ofan í kerið,“ sagði hann.
Hann viðurkenndi að það, sem hann gerði,
hefði verið slæmt og vanhugsað og sagðist
reiðubúinn til að hlíta ásökunum um mann-
dráp af gáleysi en ekki morð að yfirlögðu ráði.
Cecil vissi að ef vonir hans gengju eftir, gæti
hann sloppið með 2 til 5 ár í steininum. Starfs-
mönnum morðdeildarinnar þótti saga hans út
í hött og ákærðu hann fyrir morð af yfirlögðu
ráði.
í febrúar 1992 hófust réttarhöld yfir Cecil
Jackson. Honum lynti ekki við skipaða verj-
endur sína og eftir að þrír höfðu gefist upp,
ákvað hann að verja sig sjálfur.
Saksóknarinn, John Bevan, hóf málflutning
sinn á að lýsa hversu dauðdagi fórnarlambsins
hefði verið kvalafullur og einstaklega viðbjóðs-
legur. Þrátt fyrir ástand hennar eftir að henni
hafði verið skellt ofan í sýmkerið, hafði Dassa
sýnt fádæma hugrekki og baráttu. Limlestri,
blindri, með eigið hold hangandi í tætlum,
hafði henni tekist að stynja upp hver morðingi
hennar væri. Þessu til staðfestingar vitnuðu
annar sjúkraliðinn og lögreglumaðurinn, sem
var viðstaddur þegar Dassa stundi upp sínum
hinstu orðum: „Maðurinn minn.“
Til að sanna það að glæpurinn hefði verið
skipulagður vom færðar sönnur á að Cecil
hafði mánuðum saman viðað að sér 50 gallón-
um af sým úr efnaverksmiðjunni og það hefði
nægt til að leysa líkama hennar upp. En hann
hafði gert þau mistök að setja hana lifandi í
kerið. Dassa hafði komist upp úr kerinu af
sjálfsdáðum og eftirleikurinn er kunnur. Þá
þótti það með eindæmum harðsvírað að hann
hefði líftryggt eiginkonuna fyrir 100.000 doll-
ara aðeins viku áður en hann lét til skarar
skríða.
Saksóknari sagði að undrun Cecils hefði ekki
verið nein uppgerð, þegar honum vom fyrst
flutt tíðindin af dauða eiginkonunnar. „En
það, sem undruninni olli, var að yfirleitt hefði
fundist lík og að Dassa var á lífi þegar að henni
var komið.“
Cecil viðurkenndi ekkert og hélt sig við sömu
söguna og áður, en vörn hans bar engan ár-
angur.
20. febrúar var Cecil Jackson fundinn sekur
um morð að yfirlögðu ráði. Dómarinn sagði
meðal annars við þann dæmda: „Þú ert hættu-
legur maður sem býr yfir ótrúlegri illsku."
Hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi og skilyrt
að 18 ár yrðu að líða án þess að möguleiki yrði
á náðun.
Lífið gengur sinn vanagang í Forest Gate.
Klukkan ellefu fara Fred og Betty í búðir eins
og áður. Þau munu aldrei stytta sér leið aftur.
Samt sem áður er óljóst hvort morðið á Dassa
Jackson hefði nokkurn tímann verið upplýst ef
ekki hefði verið kalt í veðri mánudagsmorgun-
inn 25. febrúar, þegar þau veittu síðustu orð-
um Dassa Jackson athygli. Líf þeirra verður
aldrei sem áður.
Búðarferö sem
aldrei lauk