Tíminn - 24.02.1993, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.02.1993, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 24. febrúar 1993 Tíminn 3 Guðjón A. Kristjánsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og for- maður Farmanna- og fiskimannasambandsins, er óánægður með vinnubrögð tvíhöfðanefndarinnar: Þingmenn óbundnir af áliti Tvíhöfða Guðjón A. Kristjánsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Farmanna- og fiskimannasambandsins, gagnrýnir harðlega vinnubrögð tví- höfðanefndarinnar sem vinnur að endurskoðun sjávarútvegsstefnunnar, ekki síst fyrir að hafa á engu stigi málsins reynt að skapa samstöðu um nauðsynlegar breytingar á sjávarútvegsstefnunni. Hann sagðist ekki líta svo á að í áliti nefndarinnar komi fram nein flokkslína og því hljóti þingmenn að hafa óbundnar hendur þegar þeir taka afstöðu til þess. Guðjón sagði að nefndin hafi ekk- ert samráð haft við hagsmunaaðila í sjávarútvegi, eins og henni beri þó skylda til að gera. Hann sagði að það kunni að vera að fulltrúar LÍÚ hafi eitthvað betri aðgang að nefndinni en sjómenn, a.m.k. hafi formenn nefndarinnar verið að bera LÍÚ fyrir einstökum tillögum nefndarinnar. „Ég kannast ekki við neitt einasta samráð við Farmanna- og fiski- mannasambandið síðan í apríl í fyrra,“ sagði Guðjón. Guðjón situr ásamt fulltrúum út- gerðar, fiskvinnslu, smábátasjó- manna o.fl. í svokallaðri ráðgjafa- nefnd, sem átti að starfa samhliða tvíhöfðanefridinni. Nefndin hefúr hins vegar sáralítið starfað. Hún hef- ur t.d. ekki verið kölluð saman til fundar í taept ár. Guðjón sagði að sér hafi skilist að hlutverk ráðgjafa- nefndarinnar vaeri að fjalla sérstak- lega um þau atriði sem menn vaeru ekki sammála um í sambandi við stefnuna í sjávarútvegsmálum. Þrátt fyrir miklar deilur um þróunarsjóð, kvóta á smábáta, línutvöföldun, fleiri fisktegundir inn í kvóta, fjár- festingar útlendinga í sjávarútvegi, hefur nefndin ekki verið kölluð sam- an til fúndar. „Ég held að það sé alveg Ijóst að það verða engar flokkslínur í þessu plaggi. Skýrslan er einfaldlega Iögð Rothögg fyr- ir marga Stjóra og trúnaðarmannaráð Verka- lýðsfélags Húsavíkur telur að full- vinnsla fiskafurða verði að vera for- gangsverkefni í atvinnumálum landsmanna og lýsir jafnframt yfír áhyggjum sínum vegna framkom- inna hugmynda Tvíhöfðanefndar um afnám krókaleyfa og tvöföldun línuafla. Kári A. Kárason, formaður Verka- lýðsfélags Húsavíkur og formaður Alþýðusambands Norðurlands, segir að afnám krókaleyfa og tvöföldun línuafla yrði nánast rothögg fyrir margan manninn sem gerir út á þessi veiðarfæri. Hann segir að ef þessar hugmyndir svokallaðrar Tvíhöfðanefndar ná fram að ganga, muni það hafa í för með sér umtalsverða aflaskerðingu hjá viðkomandi einstaklingum og útgerðum. Auk þess getur slík ákvörðun haft í för með sér slæmar afleiðingar fyrir sjómenn á Húsavík og víðar á landsbyggðinni og ýtt undir enn frekara atvinnuleysi. Að mati stjórnar og trúnaðar- mannaráðs Verkalýðsfélagsins á Húsavík hlýtur það að vera for- gangsverkefni í vaxandi atvinnuleysi að reyna á allan hátt að auka verð- mæti sjávarfangs og skapa jafnframt störf fyrir vinnufúsar hendur, eins og kostur er. Ennfremur leggur félagið áherslu á að allur fiskur sem veiðist innan landhelginnar, en þó einkum þorsk- ur og ýsa, verði boðinn til sölu hér- lendis. Að sama skapi skorar félagið á stjómvöld að grípa þegar til viðeig- andi aðgerða til að draga úr útflutn- ingi á óunnum fiski. -grh fram, en með henni hafa ekki verið gerðar neinar tilraunir til að ná sátt- um um það sem í henni er. Þar af leiðandi verður bara hver einstakur þingmaður með sína afstöðu til málsins. Það, sem manni finnst ámælisvert, er að menn skyldu ekki á neinu stigi málsins reyna að leita eftir einhvers konar sáttum um þessa lagasetn- ingu. Mér sýnist að þarna sé lagt af stað með atriðaröð sem engin sátt er um í þjóðfélaginu," sagði Guðjón. Sjávarútvegsnefnd Alþingis og nefndarmenn í ráðgjafanefndinni hafa nú fengið í hendur drög að áliti tvíhöfðanefndarinnar. í næstu viku verða haldnir fundir í nefndunum, þar sem tvíhöfðanefndin mun kynna sín sjónarmið og hlýða á gagnrýni á þau. í framhaldi af því mun neftidin skila formlegu áliti til ráðherra, en ekki liggur fyrir hvenær það verður. -EÓ Þetta er mitt líf Helgamámskeið fyrir konur, sem vilja losna frá því að stjómast af öðrum (foreldrum, vinum, vinnuveit- anda, bömum eða maka). Námskeiðið verður haldið í Síðumúla 33, 2. hæð, dagana 27. og 28. febrúar. Leiðbeinendur: Ásta Kristrún Ólafsdóttir, ráðgjafi, og Siguijóna Kristinsdóttir, ráðgjafi. Upplýsingar í símum 814004 og 39033. Bújörð til sölu Hof, Álftafirði, Suður-Múlasýslu, er til sölu, ef viðunandi til- boð fæst. Bústofn og vélar geta fylgt. Ýmisleg hlunnindi fylgja. Upplýsingar í síma 97-88938 eftir kl. 18.00. Fjáröfflunardagur Rauða knossins hefðbundinn fjáröflunardagur Rauða kross deildanna. Á hverju ári síðan 1925 hafa böm og unglingar um land allt aðstoðað Rauða krossinn við landssöfnun þennan dag. Fénu sem safnast, er varið til margvíslegs hjálparstarfs, utan lands sem innan, samkvæmt ákvörðun Rauða kross deildanna. Við hvetjum alla landsmenn til að taka vel á móti sölubörnunum þegar þau bjóða áletraða penna til sölu og styrkja þannig hjálparstarf Rauða krossins. VIRÐUM HVERT ANNAÐ MANNLEG RBSN ER RÉTTUR ALLRA Alþjoða Rauði krossinn vill virkja sjalfboðaliða innan vebanda SINNA TIL AÐ RÉTTA ÞURFANDI FÓLKI HJÁLPARHÖND OG MEÐ ÞVÍ STUÐLA AÐ ÞVÍ AÐ FLEIRI GETI LIFAÐ MEÐ REISN. Þess vegna hefur Rauði krossinn valið sér kjörorðið „VlRÐUM HVERT ANNAГ Á YFIRSTANDANDI ÁRI. + Rauði kross Islands Ftauðarárstíg 18,105 Reykjavík, sími 91-626722 Neyðarsími fyrir börn og unglinga. Rauðakrosshúsið. Grænt símanúmer 99 66 22. Trúnaðarsími fyrir fólk á aldrinum 18 - 30 ára. Vinalínan. Grænt símanúmer 99 64 64.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.