Tíminn - 24.02.1993, Blaðsíða 12

Tíminn - 24.02.1993, Blaðsíða 12
1 7 J4I . Jl.J.T.T.T.1 1 & 686300 Áskriftarsími Tímans er 686300 NÝTTOG V FERSKT DAGLEGA 88 reiðholtsbakarí VÖLVUFELL113 - SÍMI73655 I HÖGG- * DEYFAR Verslið hjá fagmönnum 0S varahlutir H, lamarsholoa 1 - s. 67-67-44 ] Iíniinn MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 1993 Atvinnukönnun Þjóðhagsstofnunar í janúar bendir til að atvinnuástand verði erfitt áfram: Vinnuveitendur töldu æskilegt að fækka starfsmönnum um 900 Atvinnukönnun Þjóðhags-stofnunar, í janúar leiddi í ljós að at- vinnurekendur töldu æskilegt að fækka starfsfólki um 900 manns, þar af 600 á höfuðborgarsvæðinu, eða sem svarar 1,1% af áætluð- um mannafla í þeim greinum sem könnunin nær til. Slík fækkun hefði enn aukið á atvinnuleysið. En í janúar svaraði skráð atvinnu- leysi til 6.300 manns án vinnu allan mánuðinn. Þessa vilja til fækkunar stárfsfólks varð vart í öllum atvinnugreinum nema rekstri sjúkrahúsa. Iðnrekendur vildu fækka mest, eða um 2,7%. í byggingariðnaði töldu menn ofmann- að um 2% og í verslun og veitinga- rekstri vildu menn fækka um 1,7% starfsmanna. „Niðurstöður þessarar könnunar og framvindan í efnahags- og atvinnu- málum undanfarið, benda til að at- vinnuástand verði áfram erfitt á næstu misserum," segir m.a. um helstu nið- urstöður atvinnukönnunar Þjóðhags- stofhunar. En þær þykja ekki gefa til- efni til að draga úr fyrri spám stofnun- arinnar um 5% atvinnuleysi á þessu ári að meðaltali. Vilja til að fækka um 900 manns nú má bera saman við 580 manns í samsvarandi könnun í janúar í fyrra. Þar sem vinnuafl hafi jafnan verið minnst í janúar telur Þjóðhagsstofn- un það þó athyglivert að minni vilji mældist nú til fækkunar fólks heldur en í september s.l., þegar vinnuveit- endur töldu 1.200 starfsmönnum sín- um ofaukið. En ástæðan kunni að vera, að sú fækkunarþörf hafi þegar komið fram í vaxandi atvinnuleysi undanfarna mánuði. Auk spuminga um það hvort ein- hverjar breytingar á starfsmannahaldi hafi verið æskilegar í janúar voru vinnuveitendur beðnir um að áætla starfsmannafjölda í apríl í vor, í sum- arafleysingum og í september n.k. Af þeim svörum ræður Þjóðhags- stofnun m.a. að betur virðist horfa um vinnu skólafólks í sumar heldur en al- mennt atvinnuástand gefi til kynna. Niðurstaðan sé um 12.100 afleysinga- störf og það sé nokkru fleiri störf held- ur en mælst hafi í janúar í fyrra. Þó sé rétt að hafa í huga að vegna aukins at- vinnuleysis verði líklega meiri sam- keppni um þessi störf en áður. Jafn- framt kemur fram að á höfuðborgar- svæðinu hafi aðeins komið fram áætl- anir um 7.900 sumarafleysingastörf, sem sé heldur færra í fyrra. Öll aukn- ingin, og meira til, kom því fram hjá atvinurekendum á landsbyggðinni. Iðnrekendur vildu fækka starfs- mönnum um 310 manns (2,7% af mannafla í iðnaði) þar af 190 á höfuð- borgarsvæðinu og 120 á landsbyggð- inni, sem svarar til 3,4% starfa í iðnaði utan höfuðborgarsvæðisins. Þetta er nokkru fleira en fyrir ári. Og öll sú fjölgun og meira til, er á landsbyggð- inni. í byggingarstarfsemi segir Þjóð- hagsstofnun ríkja mikið óvissuástand, einkum meðal verktaka. Vilji reyndist fyrir að fækka um 170 manns (1,9%) þar af 110 á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er mikil breyting frá janúar í fyrra, þegar atvinnurekendur í bygg- ingarstarfsemi höfðu aðeins hug á að fækka hjá sér um 10 manns. í verslunar og veitingastarfsemi kom fram miklu meiri vilji til fækkunar en fyrir ári. Þessar greinar vildu nú fækka starfsmönnum um 280 manns (1,7%), ar af um 160 á höfuðborgarsvæðinu. janúar í fyrra vildu þessar greinar fækka starfsfólki um 130 manns þar af 110 manns á höfuðborgarsvæðinu. Þarna er einnig um fjölgun að ræða frá atvinnukönnun í september s.l. í samgöngum var fremur lítill vilji til fækkunar, eða um 20 manns á landinu öllu. Fiskverkendur á höfuðborgar- svæðinu höfðu engan vilja til að fækka fólki en fiskverkendur á landsbyggð- inni töldu sig hafa 30 mönnum fleira en þörf var fyrir í janúar. í janúar í fyrra vildu þeir fækka hjá sér um 80 manns. - HEI Oskudagurer í dag og þá bregða krakkará leik og slá köttinn úrtunnunni, klædd- ir furðufötum, enda er frí í skólum í dag að venju. Öskudagsskemmtanir fyrir böm verða víða um land í dag, þar af nokkrar á Reykjavíkursvæðinu. Til hægri á myndinni er Elín með son sinn, hann Villa, sem er fimm ára, í versluninni Leikbæ við Laugaveginn að kaupa ýmsan „öskudagsútbún- að.“ Tímamynd Áml Bjama ...ERLENDAR FRÉTTIR... BRUSSEL Neyöaraöstoö úr lofti Bandaríkjamenn hafa skýrt NATO frá því að þelr hyggist hefja sendingar neyöarvamings með fallhlifum til tug- þúsunda Bosnlumanna sem engin hjálp hefur borist innan nokkurra daga, e.t.v. með aðstoð Evrópuríkja, að þvi er heimildir innan NATO skýrðu frá I gær. GENF Áætlun um neyöarhjálp Sú stofnun S.þ. sem annast neyðarað- stoð viö fynum Júgóslavlu fagnaöi í gær áætlun Clintons Bandarikjaforseta um að varpa hjálparvörum úr lofti. I ANKARA sagði Suleyman Demirel for- sætisráðherra aö land hans myndi taka þátt I hvaða aðgerð sem er undir stjóm Bandarikjanna til að varpa neyöarhjálp meö fallhlífum á stríðssvæði. En I SARAJEVO vöruöu Bosniu-Serbar Bandarikjamenn viö þvl að áætlunin myndi kynda undir borgarastríðinu I Bo- sníu. SARAJEVO — Fyririiöi hjálparflutninga- lestar S.þ. sem komst til umsetna mús- limaþorpsins Zepa i Bosniu sagði aö fólkiö hefði fagnaö vöruflutningabílunum af hrifningu. MOSKVA Ásakar liösforingja Pavel Gratsév vamarmálaráðherra sak- aöi I gær þjóðemissinnaöa andófsliðs foringja um að reyna að grafa undan rússneska hemum og ná völdum I land- inu. MOGADISHU Stríösherrar berjast enn Talsmaður S.þ. sagðist I gær hafa vls- bendingar um að vopnaðir menn, tryggir sómalska striðsherTanum Mohamed Said Hersi sem þekktur er undir nafninu Morgan heföu náð hafnarborginni Kismayu frá keppinautnum Omer Jess. DUBLIN — Irar sögðust ætla aö senda sérstakan sendimann til Bandaríkjanna til að leita eftir stuðningi Bandarikjanna og S.þ. viö að afvopna striðandi fýlking- ar I Sómaliu eftir að irskur hjálparstarfs- maöur var skotinn þar til bana. LONDON Dollarinn enn í hættu Stórhækkun á japanska jeninu sem aldrei fyrr stöðvaöist í morgunviöskipt- unum I gær og gaf þar meö dollaranum nauðsynlega hvíld, en bandariski gjald- miðillinn lækkaöi samt gagnvart sterku þýsku marki. LISSABON Friöarsamningar ræddir Fulltrúar Portúgal, Rússlands og Bandarlkjanna, sem höfðu eftiriit með friöarsamningum i Angóla 1991, hittust I gær I Lissabon til að ræða um leiðir til að binda enda á endumýjað borgara- strlö I fyrrum portúgölsku nýlendunni. LONDON Erkibiskupinn af Kantara- borg talar Erkibiskupinn af Kantaraborg sagði I gær aö andstyggilega morðið á smá- bami vekti upp spuminguna um sið- feröilegan veikleika i kjama bresks þjóðfélags og sagði viö þjóöina: ,Við verðum að breyta þessari dýrkun á of- beldi og reiði." MARJ AZ-ZOHOUR, Llbanon Christopher í erfiðleikum Palestinskir útlagar sögðu I gær aö til- boð Israela um aö flytja þá heim i áföngum væri ekki viöunandi jafnvel þó að bandariski utanrikisráðherrann Wam- en Christopher segði svo vera. JERÚSALEM — Christopher, sem er á siðasta og erfiðasta áfanga fyrstu ferðar sinnar I Mið-Austuriöndum, reyndi að rjúfa þrátefliö vegna brottrekstrar (sraela á Palestinumönnum. KINSHASA Hermenn skjóta konur og börn Hemenn stjómar Zaire skutu í gær til bana a.m.k. fimm manns, þ.á m. konur og böm I hefndaræöi eftir aö félagi þeirra var dæpinn I taugaóstyrkri höfuö- borginni Kinshasa aö sögn vitna og rik- isútvarps. DENNI DÆMALAUSI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.