Tíminn - 24.02.1993, Blaðsíða 8

Tíminn - 24.02.1993, Blaðsíða 8
8 Tíminn Miðvikudagur 24. febrúar 1993 Jóhanna Benediktsdóttir Eyri í Mjóafirði Fædd 22. ágúst 1892 Dáin 16. febrúar 1993 í dag er jarðsungin frá Mjóafjarðar- kirkju Jóhanna Benediktsdóttir frá Borgareyri, húsfreyja á Eyri á sömu lóð. Hundrað ára afmælis Jóhönnu var minnst hér í blaðinu 23. október s.l. Hér verða aðeins rifjuð upp örfá at- riði. — Foreldrar hennar voru hjón- in Benedikt Sveinsson útvegsbóndi á Borgareyri og María Hjálmarsdótt- it r Maöurinn minn, faðir okkar, sonur og bróðir Jón Agnar Eggertsson formaður Verkalýösfélags Borgamess verður jarðsunginn frá Borgameskirkju fimmtudag- inn 25. febrúar kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á krabba- meinsfélögin. Sætaferð veröur frá húsi Alþýðusambands Islands við Grensásveg. Ragnheiöur Jóhannsdóttir Eggert Sólberg Jónsson Magnús Elvar Jónsson Aðalheiður Lllja Jónsdóttir Krístin Eggertsdóttir Guðmundur Eggertsson Jóna Eggertsdóttir Guörún Eggertsdóttir it Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóöir, amma og langamma Þorbjörg Björnsdóttir Bollakoti, Fljótshlíö slðast til heimilis að Dvalarheimilinu Kirkjuhvoli, Hvolsvelli verður jarösungin frá Hlíöarendakirkju, Fljótshliö, laugardaginn 27. febrn- ar kl. 14.00. V. r RagnarJónsson Vilmunda Guöbjartsdóttir Ólafur Þorri Gunnarsson Ragnar Björn Egllsson og barnabarnabörn Árni Ólafsson Sigrún Þórarinsdóttir it Þökkum auðsýnda samúö og vinarhug við andlát og útför elskulegrar móöur okkar, tengdamóöur og ömmu Vilborgar Árnadóttur frá Bergsstööum Alúöarþakkir flytjum við starfsfólki Sjúkrahússins á Hvammstanga. Páll V. Danlelsson Ingibjörg Daníelsdóttlr Ólöf H. Pétursdóttir Danlel B. Pétursson Vilborg Pétursdóttir Guörún Jónsdóttir Pálmi Jónsson Sigríöur Eövaldsdóttir Guðni Stelngrímsson Pétur B. Ólafsson Svava Guöjónsdóttir ir frá Brekku. Jóhanna var næst yngst þrettán systkina, sem öll kom- ust til þroska. Hún átti heima á Mjóafirði alla ævi, að undanskildu einu ári er hún dvaldi norður í Eyja- firði við störf og nám. Þar kynntist hún eiginmanni sínum, Jóhanni Stefánssyni frá Brattavöllum. Þau gengu í hjónaband 1915. Byggðu sér hús á Eyri 1920 og sóttu bjargræði til lands og sjávar að hætti sveitung- anna. Jóhann lést 16. maí 1973. Einkasonur þeirra, Davíð, var fædd- ur 20. október 1920, dáinn 3. mars 1936. Einkadóttirin Ólöf fæddist 2. febrúar 1928 og býr á Eyri ásamt manni sínum, Agli Stefánssyni. Jóhanna Benediktsdóttir var heilsuhraust alla ævi og Iiðu svo hundrað árin að hún leitaði aldrei á læknisfund svo vitað sé. Nokkrum mánuðum eftir aldarafmælið, við vetrarsólhvörfín, varð hún fyrir lítils háttar óhappi og var flutt á sjúkra- hús í Neskaupstað. Meiðsl hennar greru, en hún dvaldi á sjúkrahúsinu enn um sinn. Að kvöldi 15. febrúar lagðist hún til svefns á venjulegum tíma, hafði raunar kennt lasleika síðustu daga. Og þá var langt og far- sælt æviskeið á enda runnið. — Kallið kom næsta dag. Við fráfall Jóhönnu Benediktsdótt- ur kveðja Mjófirðingar mæta konu, sem átt hefur samleið með þeim svo lengi sem þeir hafa dvalið í byggðar- laginu. Hún var heimakær í hæsta máta, en á heimili þeirra Jóhanns mættum við öll hlýju og glaðværð sem gott er að minnast þegar leiðir skilja. — Við Margrét sendum Ólöfú og öðrum afkomendum og ástvin- um Jóhönnu á Eyri alúðar kveðjur og biðjum þeim góðs. VUhjálmur á Brekku ELSKHUGINN The Lover ** Handrít: Jean-Jacques Annaud og Ger- ard Brach. Byggð á samnefndri bók Margueríte Duras. Leikstjóri: Jean-Jacques Annaud. Aðalhíutverk: Jane March, Tony Leung og Frédérique Meininger. Háskólabió. Bönnuð innan 16 ára. Það er orðið æ algengara í kvik- myndum að í þeim séu kynlífsatriði sem ganga það langt að harla lítið er eftir handa ímyndunarafli áhorfand- ans. Skemmst er að minnast Ógnar- eðlis sem gerði Sharon Stone fræga. Elskhuginn er sú mynd sem gengið hefur hvað lengst í þessum efnum og er því að sjálfsögðu umdeild en í henni eru mjög djörf atriði. Hefur því verið haldið fram að aðalleikar- arnir, Tony Leung og Jane March, hafi í alvöru gert hitt fyrir framan myndavélamar. Slíkt hefur heyrst áður um atriði úr öðrum myndum og sumir segja þetta vera gert í aug- lýsingaskyni. Satt eða ekki satt, það bjargar ekki þessari miðlungsmynd en söguþráðurinn í henni er veik- burða og lítt áhugaverður. Jane March leikur stúlku á sex- tánda ári sem gengur í skóla í Sæg- on, en myndin gerist á fyrri hluta aldarinnar í Víetnam þegar landið var enn frönsk nýlenda. Hún hittir Leung um borð í ferju en hann er þrítugur Kínverji og erfingi auðæfa föður síns. Hann heillast óstjórnlega af henni en án þess að vera ástfang- inn af honum gerir hún hann að elskhuga sínum og notar hann til að kynnast holdsins lystisemdum Þau hittast á hverjum degi í íbúð sem og njótast þar. Það kemst fljótlega upp um sambandið sem þykir hneyksl- anlegt vegna ólíks kynþáttar þeirra. Á heimili March ríkir vandræða- ástand vegna ópíumneyslu bróður hennar og ekkjan móðir hennar býr við bágan fjárhag. Þau eru óánægð með samband hennar við Leung, en hann er þó mjög höfðinglegur við þau. Sambandið virðist dauðadæmt frá upphafi til enda en Leung er allt- af jafn ástfanginn. Handrit Elskhugans er byggt á bók Marguerite Duras en rithöfundur- inn samdi hana út frá eigin reynslu. í myndinni er þulur, sem Jeanne Moreau ljáir rödd sína, og greinilegt er að það á að vera Duras að segja frá eigin reynslu. Þetta er þroskasaga stúlku sem fer ótroðnar slóðir og lendir í vandræðum vegna ákvarð- ana, sem hún þó tekur sjálf, meðvit- uð um afleiðingamar. Höfúðverkur myndarinnar er að hún er stundum langdregin og sagan ekki nógu áhugaverð. Of mikið er einblínt á kynlífið sem hefur í raun fjarska lít- ið með framvindu sögunnar að gera. Myndin er mjög vel tekin og tónlist Gabriel Yared er góð að venju. Það verður að viðurkennast að að- alleikararnir eiga hrós skilið fyrir hugrekki, en sumar senur í þessari mynd eru vægast sagt krefjandi. Tony Leung kemur sinni persónu vel til skila og Jane March er einnig góð, en þetta er fyrsta myndin sem hún leikur í. Frédérique Meininger skyggir hins vegar á alla leikarana í góðri túlkun á móður March. Elskhuginn er frekar ómerkileg ástarsaga með mjög djörfum kyn- lífsatriðum sem hneyksla e.t.v. ein- hverja. Leikararnir standa sig ágæt- lega og kvikmyndatakan er unnin af listfengi í þessari miðlungsmynd sem vakið hefur frekar óverðskuldað umtal. Öm Markússon Magnþrunginn konsert og barnaböm Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúö og vinarhug viö and- lát og útför eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóöur og ömmu Sigríðar Guðmundsdóttur Hlfö 1, Isafiröi Samúel Jóhann Elíasson Guöjón Andersen Sigrún Þórey Ágústsdóttir Ragnheiöur Samúelsdóttlr Sigmundur Freyr Garöarsson Sigurvin Samúelsson Gunnhildur Gunnarsdóttir Magnús Samúelsson og barnabörn ________________________________________________________/ Sinfóníuhljómsveit íslands „málaði Háskólabíó rautt“ á rauðum tónleik- um sínum 18. febrúar, ekki síst fyrir tilstilli einleikarans Rivku Golani og stjórnandans Edwards Serov. Á efn- isskrá voru þrjú verk: Saltan kon- ungur eftir Rimskíj-Korsakov, Konsert fyrir lágfiðlu eftir Alfred Schnittke, og Skoska sinfónía Mendelssohns. Stjórnandinn Serov er Rússi og hefur víða gert garðinn frægan þar eystra, enda stjórnaði hann með virðulegu fasi og miklu öryggi, kunnáttu og valdi. Því var líkast sem hann hefði alla þræði í höndum sér, og hljómsveitin fylgdi hverri bendingu til hins ýtrasta. Þó ólmaðist hann ekki, heldur voru all- ar hreyfingar hans hnitmiðaðar og fremur smáar, því betur vinnur vit en strit. Svítan „Saltan konungur" er byggð á óperunni Tsar Zaltan, sem frum- flutt var í Moskvu árið 1900. Þetta er glæsileg tónlist og var fagurlega spiluð af hljómsveitinni. Sérstakt lof hlaut hinn íðilsnjalli fyrsti trompet Ásgeir Steingrímsson fyrir geislandi hornablástur, m.a. í upphafi hvers hinna þriggja þátta. Alfred Schnittke (f. 1934) er rúss- neskt merkistónskáld, sem innvígð- ir Vesturlandabúar hafa vitað af síð- TÓNLIST V__________I_____________/ an um 1970. Lágfiðlukonsertinn samdi hann árið 1985, og tíu dögum eftir að hann lauk verkinu fékk hann hjartaslag, en hjarði þó. Honum þykir verkið þó bera með sér hugboð um það sem í vændum var: „Fyrsti þátturinn (Largo) er dapurleg og kvíðafull hugleiðing þar sem megin- efni verksins er kynnt; í öðrum þættinum (Allegro molto) má segja að tónlistin túlki baráttuvilja og lífs- löngun, en lokaþátturinn (Largo) er yfirsýn dauðvona manns yfir farinn veg,“ er haft eftir tónskáldinu í skránni. í stuttu máli var konsertinn, í flutningi Sinfóníuhljómsveitarinnar og hinnar óumræðilegu Rivku Gol- ani lágfiðluleikara, ógurlega áhrifa- mikill, svo hárin risu á höfði áheyr- enda. Rivka, sem er frá ísrael en býr nú í Kanada, spilaði eins og hún væri haldin illum anda (sama var sagt um Paganini á sinni tíð) og var líkust seiðskratta í töktum sínum, svo sem vel hæfði tónlistinni sem öll er á heldur dökkum nótum. Hin bjartróma fiðlusveit var öll send útaf í þessu stykki. Síðust á efnisskrá var 3. sinfónía Mendelssohns, sem hann kallaði sjálfur hina skosku, því hún var samin undir áhrifum af ferðalagi tónskáldsins á slóðir sekkjapípunn- ar. Sumir fagurkerar telja þessa sin- fóníu vera hina fegurstu í heimi, og víst er að hún er falleg og róman- tísk, og ágætavel var hún flutt á fimmtudaginn. Þessir tónleikar verða að teljast til hápunkta hjá Sinfóníuhljómsveit vorri, sem í seinni tíð nálgast það að minna á Himalaya-fjallgarðinn, þar sem hver tindurinn er öðrum hærri, þótt einn sé að sönnu hæstur. Sig.SL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.