Tíminn - 02.03.1993, Síða 2

Tíminn - 02.03.1993, Síða 2
2 Tíminn Þriðjudagur 2. mars 1993 Vígahnöttur sást á austanverðu landinu um helgina Drunur og lýsti sem af tungli Drunur heyrðust og himinn leiftraöi að sögn sjónarvotta á austanverðu landinu sl. laugardagskvöld. Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræöingur telur að hér hafi verið á ferðinni stór loftsteinn sem líklega hafí lent í sjón- um en sést feikna vel á leið sinni í gegnum gufuhvolfið. „Úr þessu verður hnöttur sem gefur frá sér svipaða birtu og tunglið," segir Ari. Hann telur að svona fyrirbrigði séu sjaldgæf hér á landi. Ari telur að miðað við lýsingar sé greinilegt að loftsteinninn hafi komið yfir landið austanvert. „Það voru langflestir sem sáu hann þar og þar heyrðust einnig drunur," segir Ari. Það finnst honum benda til að lofsteinninn hafi verið kominn lágt þegar hann kom yfir landið. Hann segir að drunumar séu af sama toga og þær sem heyrast í kjöl- far þotu eða eldingar. „Þetta eru hljóðbylgjur sem myndast vegna þess að loftið hitnar næst steinin- um. Sama gerist þegar elding hitar upp loftið og úr verður þruma. Fólk sem heyrir þetta er næst steinin- um,“bætirAri við. Almenningur á vestanverðu land- inu sá bjarmann en heyrði ekki þrumumar. Ara finnst þetta benda til þess að lofsteinninn hafi verið talsvert stór þótt ógerningur sé að giska á hversu stór. „Þetta hefur ekki verið neinn risalofsteinn því þá hefðu menn orðið varir við þegar hann lenti," segir Ari. Hann bætir við að vel megi ímynda sér að steinninn hafi alla vega vegið nokkra tugi eða hundruð kílóa. Ari segir að það sé þumalputtaregla að séu loftsteinar á stærð við mannshnefa þegar þeir koma inn í gufuhvolfið sé möguleiki á að þeir nái að lenda. „Mikið af þessu er agn- ir á stærð við eldspýtnahaus eða baunir sem gufa upp í gufúhvolfinu. Yfirborð steinsins glóir þar sem hann sýður á leið sinni. Það gufar af honum allt efnið og það er það sem við sjáum sem lýsandi hnött,“ segir Ari. Hann bætir við að loftsteinar séu nokkra tugi sekúndna á leið sinni í gegn um gufuhvolfið. Ari telur að leikmaður myndi lík- legast flokka fundinn loftstein sem venjulegt grjót eða málm. Um stærri loftsteina segir Ari: „Stundum springa þeir vegna við- náms og hitunarinnar í nokkra mola. Þeir sem vega hundruð kfióa eða mörg tonn geta lent með heljar- innar harki." Þar á hann m.a. við gíga sem finnast á nokkrum stöðum í heiminum og eru eftir loftsteina. Ari bendir á að þar sem tveir þriðju hlutar yfirborðs jarðar séu haf falli eðlilega mest af lofsteinum þar. Af- leiðingar þessa geta að sögn Ara ver- ið gufustrókur en í versta falli flóð- bylgjur ef um feiknastóra steina er að ræða. „Hefði risabjarg verið á ferðinni hefðu menn orðið þess var- ir. Þeir hefðu annað hvort heyrt geysilega sprengingu þegar bjargið lenti í sjónum eða tekið eftir flóð- bylgjum sem hefðu átt að fylgja í Ágústa Magnúsdóttir og Ingibjörg Magnúsdóttir, eigendur Blómakistunnar í Mosfellsbæ. Ný verslun í Mosfellsbæ: Blómakistan Nýlega var opnuð ný blóma- og gjafavöruverslun að Þverholti 11 í Mosfellsbæ, Blómakistan. Eig- endur eru Ágústa Magnúsdóttir og Ingibjörg Magnúsdóttir. Blómakistan selur ýmsar gjafa- vörur fyrir börn og fullorðna auk mikil úrvals af blómum og þurr- skreytingum. Þá eru þær Ingi- björg og Ágústa sérhæfðar í að búa til blómaskreytingar fyrir öll tækifæri. Versiunin er opin frá kl 10-21, mánudaga til fimmtudaga, en frá 10- 22 föstudaga til sunnudaga. KEA á Akureyri: Nýir yfirmenn Nýlega var Jón Þór Gunnarsson ráðinn forstöðumaður sjávarútvegs- sviðs KEA á Akureyri og mun hann hafa yfirumsjón með fiskvinnslu og kjölfarið," segir Ari. Hann útilokar samt ekki að steinninn hafi getað lent á landi en telur það samt ólík- legra. Ari segir að á hverjum sólarhring falli þúsundir loftsteina í átt til jarð- ar, flestir litlar örður sem brenna upp í gufuhvolfinu. „Það lenda samt alltaf einhverjir á jörðinni. Það er þó tiltölulega sjaldgæft að fólk sjái svona stóra loftsteina hér á landi þó ekki væri nema vegna smæðar landsins og stærðar jarðar,“ segir Ari. Það er ekki sjaldgæft að fólk verði vart við ferðir loftsteina. Þannig minnist Ari fregna frá Reyðarfirði í fyrra þar sem ljós sást á himni. Árið áður sást Iofsteinn af Suðurnesjum að sögn Ara. „Ég gæti ugglaust nefnt eitt dæmi frá hverju ári,“ segir Ari. Hann bætir við að í Öldinni okkar séu að finna margar frásagnir af svipuðum toga. „Skjalfesta lendingu og brot af lofsteinum hafa menn samt ekki hér á landi,“ bætti hann við. Erlendis segir Ari að dæmi séu um að loftsteinar hafi fallið í gegnum húsþök og lent á fólki en þó án þess að dauði hafi hlotist af. Hann segir að þúsundir lofsteina séu á söfnum víða um heim og þeir stærstu vegi mörg tonn. Þar á meðal bendir hann á einn sem fólk geti skoðað í nátt- úrugripasafninu í Kaupmannahöfn en hann fannst á Grænlandi. Að sögn Ara er sá steinn mjög fallegur og vegur tugi tonna. -HÞ unar fiskverðs á Evrópumörkuðum á þjóð- artekjur og ávinning af EES-samningi: „Verðlag sjávarafurða hefur þróast á heldur verrí veg en viö reiknuðum með í forsendum okkar þegar við endurskoðuð- um þjóðhagsspána síðast,“ seg- ir Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar um lækkun fiskverðs á Evrópumarkaði. Þá telur hann að það sé erfitt að meta áhrif þessa á áætlaðan ávinning þjóðarinnar ef EES- samningurinn tekur gildi 1. Hann segir að ekld sé farið að meta áhrif lækkandi fískverðs á Evrópumörkuðum á þjóöartekj- ur. „Við erum ekki famir að gera það dæmi upp í heild sinni. Hins vegar sjáum við að verð- þróun að undanfömu bendir til að verðlag sjávarafurða verði lægra á þessu ári en í fyrri áætl- unum,“ segir Þórður. Um áhrif fískverðslækkana á avinning okkar af EES-samn- ingnum segir Þórðun „Maður er nú tregari við að tala mikið um það þegar svona mikið um- rót er á þessum fiskmörkuðum. Það ætti ljóslega að styrkja okk- ur eitthvað einkum á saltfísk- mörkuðum ef tollar féllu níð- ur.“ áhrifín af samningi af þessu tagi. „Það er auðveldara að tala um áhrifin til langs tíma og rætt hefur verið um að þau kæmu fram á fjórum til átta ár- um. Það sem hefur verið í um- ræðunni um áhrifín til skamms tíma hafa einkum vertð tolla- lækkanir af sjávarafurðum. Þær skipta auövitað miklu máli og hafa strax einhver áhrif,“ segir Þórður. „Við höfum reyndar metið þessí áhrif rniðað við heilt ár og með öllum fyrirvörum gætu þessar tollalækkanir falið í sér einn til einn og hálfan milljarð króna í ábata. Komi samningurinn á miðju ári er verið að tala um helming- inn af þeirri fjárhæð, 500 tíl 750 millj. króna,“ segir Þórður. Hann ítrekar samt að áhrifín sé mjög vandmetín. Um það hvort búast megi við nákvæmari spám á næstunni segir Þórður: „Samkvæmt venju gefum við út nýja þjóð- hagsspá í aprfl og við tökum þessi mál öll til skoðunar aftur fyrir þann tíma. Það er hins vegar alveg ijóst að verðlag á sjávarafurðum um þessar mundir er lægra en við gerðum ráð fyrir í síðustu spám. Við vit- um hins vegar ekki nákvæmlega hvemig það muni þróast út ár- Vel heppnuð íslandskynning í Færeyjum. Tolli: Færeyingar eiga eftir að rísa tvíefldir upp .Jfíaður bæði fann það og heyrði að íslandskynningin mæltist mjög vel fyrir og var einnig mjög vel heppn- uð. En það var alveg greinilegt að liðið er að fara niður brekkuna á fullri ferð og lágt á því risið. En í Ijósi menningar þeirra og sögu er maður nokkuð klár á því að þeir eiga eftir að rísa tvíefldir upp úr þessu og þá reynslunni ríkari. I sparnaðarskyni kveikja þeir ekki ljós íýrr en það er orðið koldimmt og því var það ekki óalgengt að aka framhjá myrkviðum bæjum,“ segir Þorlákur (Tolli) Kristinsson mynd- listarmaður. Fyrir skömmu lauk nokkurra daga íslandskynningu í Færeyjum í boði Norðurlandahússins í Þórshöfn en veg og vanda að skipulagningu ferð- arinnar hafði Listasafn ASÍ. Ætlunin er að Færeyingar verði með svipaða kynningu hérlendis að ári. Með í förinni til Færeyja voru auk Tolla, sem hélt þar málverkasýn- ingu, m.a. rithöfundarnir Thor Vil- hjálmsson og Einar Már Guðmunds- son sem lásu upp úr verkum sínum. Einnig voru haldnir þar tónleikar með Bubba Morthens og kvikmynd- in Ingaló sýnd frændum vorum. Ennfremur messaði þar biskup ís- lands hr. Ólafur Skúlason. Ferðalagið til Færeyja byrjaði þó ekki gæfulega því þegar til kom var ekki lendandi í Færeyjum og varð flugvélin að snúa við. Sýnu betur gekk daginn eftir og var framhaldið eftir því. -grh útgerð félagsins. Þá hefur Gylfi Kristinsson verið ráðinn vöruhús- stjóri KEA. Garðar Jóhannsson, forstöðu- maður stórflutninga bjá Eim- skipi, segir að það verði engar breytingar á starfsmannahaldi þrátt fyrir að Crundarfoss hverfl úr fíotanum. í staðinn verði tekið sldp á þorrieigu og verður áhöfn- in íslensk. Eimskip hefur gengið fiá sölu á Grundarfossi til skipafélags í Sameinuðu arabísku furstadæm- unum og er söluverð skipsins um 29 miljónir króna eða sem nemur 450 þúsund dolhirum. Kaupandi sldpsins er Eimskipi ekki með öllu ókunnur því sömu aðiiar keyptu Ljósafoss í fyrra. Grundarfoss er 22 ára gamall, smíðaður í Danmörku, og er minnsta skip Eimskips. Skipið verður afhent hinum nýju eigend- um í seinnihluta marsmánaðar. Um þetta leytí árs er mesti anna- tíminn í strandflutningum Eim- skips og helgast það m.a. af flutn- Ingum með loðnuafurðir. Þá hef- ur verkfall stýrimanna á Hetjólfl orðið tíl þess að talsvert mehl fiutningar eru til og fra Eyjum en venjulega. -grh

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.