Tíminn - 02.03.1993, Blaðsíða 6

Tíminn - 02.03.1993, Blaðsíða 6
6 Tíminn Þriðjudagur 2. mars 1993 Margrét Frímannsdóttir alþingismaður gagnrýnir hvernig opinberri þjónustu er skipt í Rangárvallasýslu: Þarna starfa tveir læknar en sex prestar „Er það ekki alveg makalaust að á meðan starfa tveir læknar í fullri stöðu og einn í hlutastarfi í Rangárvallasýslu allri, sem eiga að sinna öllum íbú- um sýslunnar ásamt þeim fjölda sem flyst til sýslunnar um helgar og á sumrin í sumarbústaðabyggð, þá eru þar starfandi miklu fleiri prestar, ég held sex.“ Þetta sagði Margrét Frímannsdóttir alþingismaður á Alþingi í umræðum um sparaað í heilbrigðiskerfinu. Margrétsagðiþettavekjauppþáspum- tilfellum veittar með tilliti til heildar- ingu hvort stöðuheimildir væru í öllum þarfa. Margrét sagði að margoft hefði verið beðið um eina heila stöðu læknis til viðbótar en það hefði ekki fengist nema að hluta. „É g er ekki með þessu að segja að prest- ar séu ekki nauðsynlegir mannsálinni en væri ekki eðlilegt að jafna þama og færa eina stöðuheimild á milii stétta. Það gæti Ld. í þessu tilviki gerst án þess að skerða þjónustu kirkjunnar en fuílnægja þörfinni fyrir læknishjálp. Kostnaðar- auki ríkisins væri lítill sem enginn," sagði Margrét Hún sagði að það væri nauðsynlegt að horfa á ráðuneyti og stofnanir þeirra sem heild við forgangsröðun verkefna og afgreiðslu fjárlaga. Þannig mætti ná bestum árangri í stjóm ríkisljármála þegar til lengri tíma væri litið. -EÓ Þuríður Bernódusdóttir, varaþingmaður Framsóknarflokksins: LEYSA VERÐUR HERJÓLFS- DEILUNA TAFARLAUST Ófremdarástand hefur skapast í Vestmannaeyjum vegna stöðvunar Heijólfsfeijunnar. Þessi deila hefur svo sannarlega sett mark sitt á mannlíf og atvinnurekstur í Vestmannaeyjum og það er sorglegt að þetta mál skuli hafa fallið í þann jarðveg sem það nú er í. Tilefni þessarar deilu milli stjómar Herjólfs hf. og stýrimanna virðist vera óánægja með samanburð á launakjörum meðal áhafnarinnar. Stýrimenn boða til verkfalls fyrir meira en þremur vikum. Það er orðin mikil óánægja í Vest- mannaeyjum með þetta langa verk- fall. Það hefur vakið undrun að stjóm Herjólfs hefur lagt meiri áherslu á viðræður við háseta sem ekki em í verkfalli en stýrimenn. Sýnast þau viðbrögð síst hafa orðið til að leysa deiluna. Þá em margir undrandi á því að bæjarstjóm Vestmannaeyja skuli ekkert hafa látið til sín heyra um þetta mikla hagsmunamál bæjar- búa. Þessi deila sýnir glögglega hvað Vestmannaeyingar em háðir góðum samgöngum. Það hefur berlega komið í ljós að nauðsynlegt er að hafa gott og traust skip í ferðum milli lands og Eyja. Menn verða sennilega seint sáttir um það hvort skipið sé of stórt eða of dýrt. Vestmannaeyjaferjan er hins vegar komin í rekstur og svo Þuríður Bernódusdóttir, vara- þingmaður Framsóknarflokksins á Suðurlandi. mun áreiðanlega verða um nána framtíð. Við verðum að gera okkar besta til þess að rekstur þess verði viðunandi. Ég vona að stjórn Her- jólfs beri gæfu til þess að taka á þess- um málum þannig að farsæl lausn fínnist nú þegar og allir sem tök hafa á leggi því lið. Ég vona líka að þessi kjaradeila og rekstrarstöðvun ferjunnar leiði ekki til varanlegrar röskunar á þeirri þjónustu sem þetta fyrirtæki hefur veitt eða að dregið verði úr þjónust- unni. Það má aldrei verða. Það er krafa okkar Vestmannaeyinga að þessi deila verði Ieyst tafarlaust. Ræöa þessi var flutt viö utandagskrár- umræöu um Herjólfsdeiluna f síðustu vlku. Hringvegurinn styttist um tæpa átta kílómetra: Framkvæmdir hafnar viö Kúðafljótsbrú Nú eru hafnar fyrstu fram- kvæmdir við nýja brú yfir Kúða- fijót. Verið er að setja niður svo- kallaða niðurrekstrarstaura en á þeim munu stólpar brúarinnar hvíla. Þegar brúin verður tilbú- in til umferðar, sem verður í lok þessa árs, mun hringvegurinn styttast um 7,6 km. og þess ut- an losna vegfarendur við veginn um Hrífunesheiði sem þykir miður skemmtilegur og er þess utan snjóakista á vetrum. Vegagerð ríkisins hefur auglýst útboð á smíði brúarinnar og samkvæmt þeim skilmálum sem þar eru settir fram um smíði brúarinnar á smíði hennar að vera lokið þann 15. október á næsta ári. Þarna er um að ræða smíði tveggja landstöpla með sjö metra millibili, uppsetningu og frágang stálbita á 302 metra brú ásamt „byggingu sjö metra breiðrar akbrautar á stálbitana" eins og segir í útboðslýsingu. Gert er ráð fyrir að í þessa fram- kvæmd fari 800 rúmmetrar af steypu og rúm 100 tonn af bindi- jámi. Jafnframt þessari brúarsmíði eru fyrirhugaðar umfangsmiklar vegabætur á þessu svæði. Lagð- ur verður ýmist nýr eða byggður upp garnall vegur á 38 km. kafla frá ánni Skálm á Mýrdalssandi að Kirkjubæjarklaustri. Nýlagn- ingin á þessum kafla verður alls 16 km. eða frá núverandi vegi að nýju brúnni og aftur á núverandi veg. Þá verður Iagt bundið slitlag á sex km. kafla frá því þar sem Eldhraunið endar og að Kirkju- bæjarklaustri. SBS, Selfossi. Tilraun með danskennslu í tveimur grunnskólum borgar- innar á vegum fræðsluskrifstofu og heilbrigðisráðuneytis: Dans sem vörn gegn vímuefnum Á vegum fræðsluskrífstofu Reykja- víkurumdæmis og heilbrigðisráðu- neytisins er að hefjast tilraun með danskennslu sem tengd verður íþrótta-, tónmennta- og almennri bekkjakennslu. Kennt verður í 4. og 5. bekk Laugaraesskóla og 6. og 7. bekk Selásskóla í samkvæmisdöns- um, gömlu dönsum og þjóðdönsum. Tilraunin mun standa yfir í mars og lýkur í bytjun apríL Matthildur Guðmundsdóttir kennslufulltrúi segir að þessi tilraun sé liður í fyrirbyggjandi starfi til að styrkja nemendur gegn neyslu vímu- efría jafnframt sem þeim er gefið tæki- færi til hefðbundinnar líkamsþjálfun- ar. Hún segir að markmiðið með kennslunni sé m.a. að vekja áhuga á dansi sem vöm gegn vímu þannig að seinna meir þurfi nemendumir ekki að drekka í sig kjark eða neyta annarra vímuefna til að geta dansað. Þar fyrir utan er talið að dansinn komi til með að efla sjálfsvitund og muni auka eðli- leg samskipti og samvinnu kynjanna, stuðli að frjálsari fiamkomu í um- gengni við aðra og jafnframt verður kannað hvort danskennsla höfði frek- ar til eins aldurskeiðs en annars. Einnig verður vakin athygli á að dans- kennslan styrkir ýmsar námsgreinar svo sem stærðfræði, móðurmál, tón- mennt, fþróttir og samfélagsgreinar. Hver bekkjardeild fær fjórar kennslu- stundir í samkvæmisdönsum og aðrar fjórar í gömlu dönsum og þjóðdöns- um. Kennslan fer þannig fram að danskennarar koma inn í tíma hjá íþróttakennurum og tónmennta- kennurum og auk áðumefndra dansa verða kenndir leikdansar og þeir sem efst eru á baugi hverju sinni. -grh Auðvelt fyrir forsætisráðherra að benda á aðra en hinsvegar er ekk- ert auðveldara en að hækka launin á Herjólfi og senda reikninginn til ríkisins. Forseti bæjarstjórnar í Eyjum: Inngrip bæjaryfir- valda ekki á dagskrá „Hvorki forsætisráðherra né aðrir hafa sagt hvernig leysa eigi þessa deilu. Það er voða einfalt að benda á einhvera annan. Skipið er rekið af sjálfstæðu félagi og ríkisvaldið hefur borgað halla- reksturinn, sem hefur verið tölu- verður. Það er ekkert auðveldara en að hækka bara kaupið og senda síð- an reikninginn til ríksins. Þá mundi skipið sigla strax,“ segir Sigurður Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Vestmannaeyjum. í utandagskráumræðu á Alþingi í síðustu viku um verkfall stýrimanna á Herjólfi sagði Davíð Oddsson for- sætisráðherra að mikilvægt væri að heimamenn og bæjaryfirvöld legðu sig alla fram til að fá aðila til að láta af verkfalli. Jafnframt hafnaði hann „ÞRUSK"I LEYNILEIKHÚSI Þrír ungir leikarar hafa sett á stofn leikhús sem þeir nefna Leynileikhúsið og frumsýndu á sunnudag sýninguna Þrusk á Café Sólon íslandus. I frétt frá hópnum kemur fram að sýníngin byggi á tveimur ein- ræðum og atriðum úr Galdm-Lofti eftir Jóhann Siguijónsson. Þá segir að markmið Leynileikhúss- ins sé fyrst og fremst að þróa og vinna að nýsköpun í íslensku leik- húsi og að gefa ungum listamönn- um tækifæri til að móta og fram- kvæma hugmyndir sínar um lif- andi Hst í leikhúsi. Aðstandendur Ieikhússins hafa allír numið leiklist eríendis og heita Jóhanna Jónas, Vilhjálmur Hjálmarsson og Ásdís Þórhalls- dóttir. -HÞ setningu bráðabirgðalaga sem lausn. Þá mætti eitthvað um þúsund manns á borgarafund um verkfallið í Eyjum í síðustu viku þar sem skorað var á deiluaðila að koma Herjólfi í rekstur á ný. Sigurður Einarsson, forseti bæjar- stjórnar í Vestmannaeyjum, segir að deiluaðilar í Herjólfsdeilunni hafi ekki óskað eftir aðstoð bæjarins til lausnar deilunni. Hann segir jafn- framt að inngrip bæjaryfirvalda í deiluna hafi ekki verið rædd enda vandséð með hvaða hætti það ætti að gerast þar sem málið er í höndum sáttasemjara. Aftur á móti hefðu bæjaryfirvöld fylgst grannt með framvindu mála frá upphafi en verkfall stýrimanna hefur staðið yfir í rúmar þrjár vikur. Þá hélt ríkissáttasemjari sáttafund í gær, 1. mars, en þá urðu kjarasamn- ingar undirmanna og yfirmanna á Herjólfi Iausir. Til fundarins voru boðaðir fulltrúar stéttarfélaga áhafnarinnar sem eru fimm talsins. -grh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.