Tíminn - 02.03.1993, Page 8

Tíminn - 02.03.1993, Page 8
12 Tíminn Þriðjudagur 2. mars 1993 Námskeið á Skriðuklaustri Akveðin hafa verið fyrstu fjögur námskeið á vormisseri. TÖLVUNOTKUN I, 8.-9. mars. Kennari: Þórarinn Leifsson, Bændaskólanum Hólum. BÆNDABÓKHALD 1,10.-11. mars. Kennari: Þórarinn Sólmundarson, Bændaskólanum Hólum. SKATTFRAMTALSGERÐ 12.-13. mars. Kennari: Þórhallur Hauksson, Egilsstöðum. ÖSKJUGERÐ 15.-17. mars. Kennari: Lára Vilbergsdóttir handavinnukennari. Mörg fleiri námskeið eru fyrirhuguð en ekki nákvæmlega tímasett ennþá, en verða auglýst fljótlega. Nefna má frjósemi nautgripa og júgurheilsa, tamning fjárhunda, kynbótagildismat og byggingardómar hrossa, járningar, rúning, ullarmat og -með- ferð, rafgirðingar o.fl. Nánari upplýsingar og skráning hjá Búnaöarsambandi Austuriands, slmi 11161 og 11226 á kvöldin i slma 11944. Bændaskólamir Búnaðarsamband Austurtands Eiginkona mín, mágkona, móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma Jóna Ingibjörg Ágústsdóttir Álftamýri 40, Reykjavík lést ( Landspítalanum 27. febrúar. Sverrir Meyvantsson Jóhann B. Sigurgeirsson Ingólfur Kr. Sigurgeirsson Ásthildur Fr. Sigurgeirsdóttir Erla Sigurgeirsdóttir Soffia H. Sigurgeirsdóttir Sigrföur E. Sverrisdóttir Vilhelm Sverrisson Hreggviöur Sverrisson barnaböm og barnabarnabörn Elisabet Meyvantsdóttir Sigrún Þorgeirsdóttir Geröa Pálsdóttir Eggert Andrésson Benedikt Bjarnason Gunnar Hilmarsson Hulda Jósepsdóttir "N Hjartans þakkir fyrir auösýnda vináttu og viröingu viö andlát og útför eigin- manns mins, fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa Ólafs E. Guðmundssonar frá Mosvöllum Þorbjörg Þorvaldsdóttir Guömundur Ólafsson Sigurrós Þorgrfmsdóttir Þorvaldur Ólafsson Brynja Jóhannsdóttir Kristfn Á. Ólafsdóttlr Óskar Guömundsson Eggert Ólafsson Sigrún Þorvarðardóttir Snjólfur Ólafsson Guörún S. Eyjólfsdóttlr barnabörn og bamabamabörn f------------------------------- 1Í Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma Gunnþórunn Klara Karlsdóttir Birkivöllum 13, Selfossi andaöist i Borgarspítalanum sunnudaginn 28. febrúar. Sveinn J. Sveinsson Björg Sigurðardóttir Nina S. Sveinsdóttir Amór Hannibalsson Ingibjörg S. Sveinsdóttir Freysteinn Sigurðsson Siguröur G. Sveinsson barnabörn og bamabamabörn S vikahr appur inn Man Troublc ★ 1/2 Framlei&endun Bruce Gilbert og Carole Eastman. Handrit: Caroie Eastman. LeUcstjóri: Bob Rafelson. Aöalhlutveric Jack Nicholson, EUen Baridn, Beverly D'Angelo, Harry Dean Stanton, Michael McKean og John Kapelos. Regnboginn. ÖUum leyfð. Bandaríski leikstjórinn Bob Raf- elson á gloppóttan feril að baki í kvikmyndaiðnaðinum. Hann hefur tvisvar áður gert myndir þar sem stórleikarinn Jack Nicholson leikur aðalhlutverkið en það voru Five Easy Pieces (1970) og The Postman Always Rings Twice (1981). Sú fyrr- nefnda þótti mjög góð og þykir enn í dag besta mynd Rafelsons en sú síðarnefnda fékk mjög dræmar móttökur. Svikahrappurinn er því þriðja myndin þar sem þessir lista- menn starfa saman og útkoman er frekar slakur farsi sem veldur mikl- um vonbrigðum ef mið er tekið af stóru nöfnunum sem eiga þátt í honum. Jack Nicholson leikur varðhunda- þjálfara, með skugglega fortíð og fyrirtæki, sem berst í bökkum vegna fárra viðskiptavina. Hann grípur því tækifærið þegar óperu- söngkona, sem Ellen Barkin leikur, vill fá traustan varðhund vegna morðhótana og innbrots í íbúð hennar. Barkin flytur í íbúð systur sinnar, sem er í felum vegna ætlun- ar sinnar að gefa út bók um hjóna- band sitt við vafasaman viðskipta- jöfur. Hún er því ein ásamt hundinum í stóru húsi og þar sem viðskiptajöf- urinn vill stöðva útgáfu bókarinnar og nálgast handritið að henni er Barkin í sífelldri hættu. Nicholson þarf þess vegna alltaf að vera að koma og hughreysta hana og verja fyrir glæpamönnunum. Þau verða svo náttúrulega ástfangin þótt Nic- holson „gleymi" að nefna að hann er harðgiftur maður. Það breytir því ekki að eiginmaðurinn fyrrverandi er ákveðinn í að stöðva útgáfuna og Nicholson þarf að beita öllum gráu sellunum til að bjarga þeim úr klíp- unni. Myndin Svikahrappurinn líður að- allega fyrir slakt handrit sem er alls ekki nógu fyndið. Það er vandræða- legt að horfa á sum atriði sem eiga að vera ofboðslega fyndin en engum stekkur bros á vör yfir. Ellen Barkin og Jack Nicholson, sem bæði eru góðir leikarar, gátu ekki einu sinni bjargað sumum atriðunum fyrir horn. Handritið hefur vissulega að geyma nokkra góða punkta en alls ekki nógu marga til að halda uppi heilli mynd. Það eru helst atriðin með hundinum sem ná að vekja upp almennan hlátur. Einnig eru bráð- skemmtileg atriði þar sem Nichol- son og kona hans sækja tíma hjá ráðvilltum hjónabandsráðgjafa. Jack Nicholson og Ellen Barkin leika í sjálfu sér ágætlega, þótt bæði hafi þau sýnt mun meiri tilþrif. Það er helst Beverly D’Angelo sem kem- ur á óvart, fyrir utan Schaeffer- hundinn sem er besti leikarinn í myndinni. Bob Rafelson var hampað mjög eft- ir að Five Easy Pieces var frumsýnd en ég er nú farinn að hallast að því að um einhvers konar byrjenda- heppni hafi verið að ræða því fátt markvert hefur komið frá honum þessi rúmlega 20 ár sem liðin eru síðan. Svikahrappurinn er nokkuð skondin gamanmynd á köflum, en allir þeir sem standa að þessari mynd hafa þó gert betur annars staðar. Ég mæli með við fastagesti kvikmyndahúsanna að þeir láti þessa mynd bíða þangað til hún kemur út á myndbandi. Þeir eru ekki að missa af neinu. Öra Markússon „Genova-92“ Á síðastliðnu ári var haldin mikil frímerkjasýning á „Fiera di Geno- va“, undir nafninu „Genova-92“. Þetta var fyrst og fremst heimssýn- ing á tegundasöfnum, undir vernd Alþjóðasamtakanna F.I.P. Varðandi hin ýmsu þemu, sem sýningin beindi kastljósi sínu að, má nefna þemað „Sæfarar", og þá voru það aðeins þeir mestu, eins og til dæm- is Kristófer Kólumbus. Á þessari sýningu var hinsvegar litið svo á, að hann hafi verið merkur maður, sem vissi hvað hann var að gera og hvert hann var að fara. Hann vissi að landið, sem hann ætlaði að finna og athuga nánar, var til og að aðrir höfðu verið þar á undan honum. Þetta viðurkennir ítalska póst- stjórnin og gaf því út frímerki með korti af fýrri ferðum hans, þar á meðal til íslands. ítalir vissu líka um samband páfastólsins við ís- lensku nýlenduna á Grænlandi og að hinn kristni bóndi og sæfari, Leifur Eiríksson, var talinn hafa fundið land þarna, þegar í kringum árið 1000. Þetta vissi páfastóllinn um, allar götur frá Adrian IV að minnsta kosti, en hann hafði verið í Noregi um 1153. Þá hafði hann skipað erkibiskup yfir kirkjuna í m.a. Grænlandi, en þar var þá þegar biskup og landafundasaga þessa fólks þekkt og skráð. Þannig vissi einnig Alexander III um þetta og að það tók 12 daga að sigla niður til Evrópu. Gregorius páfi skrifar einn- ig bréf vegna Grænlands og um málefni kristna fólksins þar, árið 1237. Þá eru til bréf frá Jóhannesi XXI frá 1276 og frá Nikulási III frá árinu 1279. Síðasta bréfið varðandi Grænland er svo bréf Nikulásar V til biskupanna á íslandi árið 1448. En allra síðasta páfabréfið varðandi málefni Grænlands er frá 1492, sama árinu sem Kólumbus siglir og finnur land, einmitt þar sem hann vænti þess. Þannig var hann heiðr- aður af ítölum í fyrrahaust, sem annar hinna tveggja miklu land- könnuða Evrópu. Annað þema á sýningunni var hið sígilda safn og efni. Þar voru þekkt- ustu söfn ítalskra ríkja og konung- dæma allt aftur á 18. öld. Þriðja þemað var svo að „Roll of Distinguished Philatelists" var sýnd þarna og ekki aðeins var þessi skrá, sem aðeins frægustu safnarar fá að undirrita, sýnd, heldur einnig dýr- mætustu gripirnir úr söfnum núlif- andi undirritenda. Þessi skrá hefir verið í gangi frá 1921. Genova-92 var sjötta heimssýning- in þar sem sýnd voru tegunda- og mótífsöfn. ísland tók þátt í henni og var Frímerkjasalan til staðar og seldi vel af frímerkjum sínum með mynd skipa Leifs Eiríkssonar og Kristófers Kólumbusar. Þá heiðraði einnig póst- og símamálastjóri ís- lands, Olafur Tómasson, sýninguna með nærveru sinni. Það er samdóma álit þeirra, sem ég hefi rætt við, að þarna hafi tekist eindæma vel til. Sigurður H. Þorsteinsson Sölubás Islensku Póstmálastofnunarinnar á Genova-92. Framan viö básinn standa: Ólafur Tómasson póst- og símamálastjóri, Ragna Karls- dóttir sölumaöur, og póstmálastjóri Ítalíu Enrico Veschi. Inni á básnum eru forstööumaöur Frímerkjasölunnar, Sigurþór Ellertsson, og dóttir Rögnu, sem einnig vann á sölubásnum. ítölsku frímerkin, sem sýna siglingarleiöir Kristófers Kólumbusai, meö- al annars til íslands.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.