Tíminn - 06.03.1993, Blaðsíða 1

Tíminn - 06.03.1993, Blaðsíða 1
Laugardagur 6. mars 1993 Tíminn 9 Jf HM-HANDBÓK TÍMANS Tfmamynd Arnl BJarna ‘ZELANDfi'í* Þorbergur Aöal- steinson er hvergi banginn viö Sví- ana og blæs á svokallaöa Svía- grýlu. Hann segir frá væntingum sínum í viötali hér í Tímanum. Blaösíða 10 Kyrtning á landsliðs mönnunum Blaðsíöa 14 Þeir Stefán Amaldsson og Rögnvald Erlingsson dæma í A-riðli Heimsmeistarakeppninnar í Svíþjóð: Komnir í fremstu röð Þeir félagar, Stefán Arnaldsson og Rögnvald Eriingsson, sem eru al- þjóðlegir dómarar, dæma í Heims- meistarakeppninni í Svíþjóð sem er hreint frábær árangur hjá þessu besta dómarapari á íslandi í dag. Þeir nálgast nú tindinn á ferii sínum og í samtali við Rögnvald Erlingsson kom fram að það er farið að sjá fyrir endann á dómaraferlinum, í það minnsta hvað hann varðar. Þeir kæmust vart lengra áfram enda á toppnum og sagðist Rögnvaldur bú- ast við að hætta eftir HM'95 hér á landi. Þeir Stefán og Rögnvald dæma í A- riðli sem fram fer í Umeá sem er Norðarlega í Svíþjóð. í riðlinum leika Spánverjar, Tékkar, Austurríkismenn og Egyptar. Rögnvald sagði í samtali við Tímann að þetta væri toppurinn á þeirra dómaraferli. „Þetta er viður- kenning á því að við séum komnir í fremstu röð. Það er ekki hægt að neita því að maður er orðinn dálítið spenntur, en það er bara gott að vera dálítið spenntur," sagði Rögnvaid. Stefán Arnaldsson Rögnvald bjóst við að allir leikirnir í riðlinum yrðu erfiðir. Það er mikilvægt fyrir þá félaga að standa sig í fyrstu leikjum sínum, en þeir dæma tvo leiki í riðlinum og ef þeir standa sig vel dæma þeir áfram í milliriðli og jafnvel í úrslitaleikjun- um. Rögnvald Erlingsson Ef ekki dæma þeir leiki um botn- sætin en Rögnvald bjóst við að þeir myndu dæma fjóra til fimm leiki. Næsta verkefni þeirra er leikur í undanúrslitum í Evrópukeppninni í apríl og líklegt er að þeir dæmi úr- slitaleik í sömu keppni í vor. Þá eiga þeir að dæma leik í Evrópukeppni landsliða, Spán og Pólland í júní. Jóhann Ingi metur mögu- leikana Tfminn baö Jóhann Inga Qunnarsson, fyrrverandi landsliösþjálfara, aö meta möguleika ís- lenska landsliösins á HM f Sviþjóö. Hann tek- ur andstœöingana hverja fyrir sig og spáir um útkomuna. Blaösíöa 15 Fylgist vel meö HM ’93 í handbókinni eru tofiur og listi yfir alla leikina þar sem lesendur geta fyllt inn úrslit og faart stööur og á þann hátt fylgst vei meö keppn- inni, ekki aöeíns ís- lenska liöinu heldur öll- um liöum. Blaösíöa 16

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.