Tíminn - 06.03.1993, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.03.1993, Blaðsíða 2
10 Tfminn Laugardagur 6. mars 1993 Þorbergur Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari í handknattleik: ENGIN SVÍAGRÝLATIL Heimsmeistarakeppnin í handbolta hefst í Svíþjóð í næstu viku og að þessu sinni verður fyrsti leikur íslenska liðsins gegn sjálfum heimsmeisturum Svía þriðjudaginn 9. mars og er leikurinn jafnframt opnunarleikur mótsins. í keppnum sem þessum eru að jafnaði gerðar miklar kröfur til íslenska liðsins og miklar vonir bundnar við árangur þess. Viðbúið er að liðið muni þurfa að leika nánast með „þjóðina á bakinu“ í beinni útsendingu. Þrátt fyrir bága Qárhagsstöðu HSÍ er engan bilbug að fínna á forráðamönnum sambandsins, sem gera sér góðar vonir um að landinn verði rausnarlegur í áheitum og í öðrum fjárhagslegum stuðningi sín- um þegar á hólminn er komið. Bæði forystu- menn HSÍ og leikmenn telja samskiptin þeirra á milli vera í góðu lagi og vísa því algjörlega á bug að einhveijar misfellur sé þar að fínna og þaðan af síður að deilur séu þeirra á milli um greiðslur vegna vinnutaps leik- manna. Til að forvitnast um undirbúning liðsins, markmið þess, andstæð- ingana, sálfræðina og hina marg- frægu Svíagrýlu, og hvernig mótið almennt leggst í Þorberg Aðalsteinsson landsliðsþjálfara, var Þorbergur tekinn tali eftir að hann hafði tilkynnt val sitt á þeim 16 leikmönnum sem leggja í ‘ann til Svíþjóðar á sunnudag- inn. Á blaðamannafundinum sagði Þorbergur að stefnan væri tekin á að vera meðal Jæirra átta bestu. Besti árangur Islendinga á HM var sjötta sætið í Sviss árið 1986, sællar minningar, að ógleymdu 4. sætinu á sfðustu ólympíuleik- um. Hinsvegar telur Geir Sveins- son landsliðsfyrirliði að 5.-6. sætið sé ekki óraunhæft mark- mið. „Það er nokkuð raunhæft að stefna að því að verða meðal þeirra átta bestu. Það sem ég hef fyrir mér í því er einfaldlega ár- angur liðsins í undanförnum leikjum.“ Þorbergur segist vera nokkuð ánægður með undirbúning liðs- ins og telur hann hafa verið góð- an, sem og stuðning HSÍ við landsliðið: „Við hefðum kannski þurft að hafa einhverjar vikur til viðbótar, en það er alltaf hægt að þrasa um eitthvað smávegis. Við lékum átta leiki á ellefu dögum og stóð- umst þá raun mjög vel. Þá hefur ekkert staðið á HSI hvað viðkem- ur undirbúningi liðsins og við höfum fengið þann tíma og ann- að sem við höfum þurft.“ Svíar rúlla okkur ekki upp Á sínum tíma lék Þorbergur með sænsku liði, auk þess sem hann var þjálfari þar ytra og sótti þangað sína þjálfaramenntun áð- ur en hann var ráðinn landsliðs- þjálfari. Hann þekkir því vel til þeirra sænsku og einnig er viðbúið að töluverður metn- aður sé hjá þjálf- aranum að sýna sig og sanna þegar á h ó 1 m i n n er komið í Svíþjóð. „Svíarnir rúlla okk- ur ekkert upp. Það eru alveg h r e i n a r 1 í n u r . Hins veg- ar býst ég við að þetta verði jafn leikur. Að sama skapi er þó ekki hægt að líta framhjá því að Svíarnir hafa geysimikla reynslu og það þarf helvíti mikið til að koma þeim úr jafnvægi." En hvað um hina margfrægu Svíagrýlu? Þú óttast hana ekk- ert, eða hvað? „Það er engin Svíagrýla til og þar af leiðandi óttast ég ekki þessa margnefndu grýlu. Eg veit hvernig Svíar hugsa og hvernig þeir eru. Eins og er eru þeir betri en við, en því þurfum við að fara að breyta." Hefur liðið fengið einhverja sálfræöiaðstoð í sínum undir- búningi? „Nei, ekki neina beina og ég tel enga þörf á því.“ Fyrir utan Svíana eru íslend- ingar í riðli með Ungverjum og Bandaríkjamönnum. Hvað með þessi lið? „Ungverjana unnum við á ólympíuleikunum og okkur gekk þá mjög vel gegn þeim. Ég ætla að þeir séu búnir að bæta einum til tveimur leikmönnum við þann hóp frá því við lékum síðast við þá. Það höfum við einnig gert, þannig að ég á von á mjög jöfnum leik, sem verður kannski okkur lykilleikur í riðlinum. Bandaríkjamennina eigum við að klára og í þeim leik verður það aðeins spurning um einbeitingu. Við höfum að vísu oft tapað fyrir þeim í æfinga- og vináttuleikj- um, en aldrei í keppni sem þess- ari sem framundan er.“ Hvað með milliriðilinn, Rússa, Þjóðverja og Dani? „Ég býst við því að Rússarnir verði mjög sterkir, en þeir eru í sama gæðaflokki og Svíar. Hvað hina andstæðingana varðar, Þjóðverja og Dani, þá verða þeir leikir mjög jafnir.“ Treystirðu þér til að spá fyrir um úrslit í þeim viðureignum? „Nei, það er mjög erfitt. Það fer mikið eftir því hvernig þetta þró- ast allt saman.“ Kemur það ekki íslenska liðinu til góða að það verða líklega margir landar í höllinni í Gauta- borg, sem munu væntanlega styðja við bakið á liðinu? „Jú, ég á von á því að þarna verði fullt af íslendingum. En einhverjir tvö til þrjú hundruð íslendingar sjást nú illa í ellefu þúsund manna hóp.“ Alltaf sama spennan En verður ekki erfitt að taka þátt í HM-keppninni með nán- ast alla þjóðina á bakinu? „Þetta er líklega níunda skipt- ið sem ég er að fara út í keppni sem þessa, þannig að þetta kemst upp í vana og er nánast alltaf eins; alltaf er sami að- dragandinn, alltaf sama spenn- an og alltaf sama eftirvænting- in. Þannig að persónulega hef ég bara gaman af þessu. Það verður enginn endir á mínu lffi, þótt við bíðum eitthvert skip- brot.“ Verður þér kannski sparkað, ef illa gengur? „Það gæti alveg eins orðið og einhverjar skiptingar í þeim efnum, en lífið heldur áfram. Það er alveg ljóst.“ En eru einhver ákvæði í þín- um ráðningarsamningi, sem taka mið af árangri liðsins á HM? „Nei, það er ekkert svoleiðis, en samningurinn gildir til 1995.“ Hverjir eru helstu kostir ís- lenska liðsins? „Það er fyrst og fremst varnar- leikurinn, sterkur mórall og gott sjálfstraust. Þá er jafnframt meiri léttleiki yfir liðinu en oft áður og svo hefur verið frá því ég tók við liðinu. Þessi léttleiki hefur síðan verið að þróast meira og meira og þeir, sem fylgdust með ólympíuleikunum, sáu hversu mikill léttleiki var yfir liðinu. Við erum félagsverur og erum að þroskast sem hóp- ur.“ Hver er veikleiki liðsins? „Það er kannski sóknarleikur- inn, ef ég á að benda á einhvern einn þátt. En á móti kemur að hinar þjóðirnar hafa á að skipa geysisterkum vörnum og því er þetta oft erfitt." Hvað með dómara? Vita menn hverjir koma til með að dæma? „Já, það vissum við fyrir mörg- um mánuðum." Hverjir dæma fyrsta leikinn? „Það vitum við ekki og kemur ekki í ljós fyrr en í keppnina er komið." En hvað með þessar sveiflur, sem einatt hafa einkennt leiki íslenska liðsins: gott í dag, lé- legt á morgun? „Það er aldrei hægt að koma í veg fyrir þetta. Það eru mann- eskjur sem eiga í hlut og það er alveg sama hvernig unnið er: það er aldrei hægt að koma í veg fyrir svona lagað.“ grh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.