Tíminn - 06.03.1993, Blaðsíða 4

Tíminn - 06.03.1993, Blaðsíða 4
12 Tíminn Laugardagur 6. mars 1993 Samvinnuháskólinn — rekstrarfræði Rekstrarfræðadeild Samvinnuháskólapróf i rekstrarfræðum miðar að því að rekstrarfræöingar séu undirbúnir til forystu-, ábyrgðar- og stjórnunarstarfa í atvinnulífinu. Inntökuskilyrði: Stúdentspróf af hagfræði- eða viðskipta- brautum eða lokapróf í frumgreinum við Samvinnuháskól- ann eða annað sambærilegt nám. Viðfangsefni: Öll helstu svið rekstrar, viðskipta og stjórn- unar, s.s. markaðsfræði, fjármálastjórn, starfsmannastjórn, stefnumótun, lögfræði, félagsmál, samvinnumál o.fl. Námstími: Tveir vetur, frá september til maí. Námið er lánshæft hjá LÍN. Frumgreinadeild til undirbúnings rekstrarfræðanámi. Inntökuskilyrði: Þriggja ára nám á framhaldsskólastigi án tillits til námsbrautar. Viðfangsefni: Bókfærsla, hagfræði, tölvugreinar, enska, ís- lenska, stærðfræði, lögfræði og félagsmálafræði. Einn vet- ur. Aðstaða: Nemendavist og Ijölskyldubústaðir á Bifröst í Borgarfiröi ásamt vinnustofum, bókasafni, tölvubúnaði o.fl. Barnaheimili og grunnskóli nærri. Kostnaður: Fæði, húsnæði og fræðsla áætluö um 38.000 kr. á mánuði fyrir einstakling næsta vetur. Umsóknir: Með bréfi til rektors Samvinnuháskólans á Bif- röst. Umsókn á að sýna persónuupplýsingar, upplýsingar um fyrri skólagöngu með afriti skírteina og um fyrri störf. Tvenn skrifleg meðmæli fylgi. Veitt er innganga umsækj- endum af öllu landinu. Þeir umsækjendur ganga fyrir, sem orðnir eru eldri en 20 ára og hafa öðlast starfsreynslu í at- vinnulifinu. Námið hentar jafnt konum sem körlum. Umsóknir verða afgreiddar 25. apríl og síðan eftir því sem skólarými leyfir. Samvinnuháskólinn á Bifröst, 311 Borgarnesi — sími 93-50000. A Kópavogsbær Sumarstörf 1993 Eftirfarandi sumarstörf hjá Kópavogskaupstað fyrir sumar- ið 1993 eru laus til umsóknar: Almenn störf: 1 Verkamenn i almenn störf garöyrkju, malbikun, gangstéttar- gerö, almenna jarðvinnu, hreinsun, ýmis viöhaldsstörf og á íþróttavelli. 2. Vinnuvélastjórnendur til afleysinga (réttindi áskilin). 3. Flokksstjórar við garöyrkjustörf og á iþróttavelli. 4. Forstööumaöur og leiöbeinendur í skólagarða og á starfs- velli. 5. Aöstoðarmenn á leikvelli (hlutastarf). 6. Afleysingamenn viö Sundlaug Kópavogs. 7. Önnur afleysingastörf. Vinnuskólinn: Ráöningartimi júni-júli. 1. Yfirflokksstjórar. 2. Flokksstjórar. Væntanlegur ráöningarsamningur viö lausráðna sumarstarfs- menn í almennum störfum mun miöast viö 8 stunda dagvinnu, eftirvinna veröur tilfallandi. Umsóknareyöublöö liggja frammi i afgreiöslu Félagsmálastofn- unar i Fannborg 4, sími 45700. Umsóknum skal skila á sama staö fyrir 22. mars 1993. Starfsmannastjóri. Þeir eru kampakátir í HM-myndveri enda á leið til Svíþjóðar þar sem þeir ætla aö flytja þjóöinni fréttir og fróðleik um HM í handknattleik. Amar Bjömsson t.v. sér um hljóðvarpið en Samúel Óm Eriingsson um sjónvarpsútsendingar. Tímamynd Árni BJama íþróttadeild Ríkisútvarpsins: Dagskrá sjónvarpsins hef- ur aldrei veriö viðameiri íþróttadeild Ríkissútvarpsins mun næsta hálfan mánuð standa fyrir viðamikilli dagskrá vegna Heims- meistaramótsins í handknattleik og mun sjónvarpið sýna alla leiki ís- lenska liðsins beint, auk þess sem upptökur á tveimur öðrum leikjum annarra liða verður sýnd. Enn fremur verður lýst beint í útvarp- inu. Ingólfur Hannesson, deildar- stjóri íþróttadeildar, sagði í samtaU við Tímann að dagskrá deildarinnar hefði aldrei verið viðameiri. Það verða þeir Samúel Örn Er- lingsson og Arnar Björnsson sem sjá um að skila leikjunum til þjóðarinn- ar, Samúel í sjónvarpinu og Amar í útvarpinu. Fyrsta útsending er á þriðjudag þegar sýndur verður opn- unarleikur. Útsendingar hefjast stundaríjórðungi fyrir leik. Munu fréttamenn í myndveri fá góða gesti sem munu spá í spilin og verða þá rifjaðir upp gamlir leikir milli ís- lendinga og þeirra þjóða sem þeir leika við hverju sinni. „Ég held að ég geti lofað því að það verði viðameiri umfjöllun um þetta mót og meira í kringum það hvað okkur varðar heldur en nokkurn tímann áður. Það á að verða mikið líf í kringum þetta nú,“ sagði Ingólf- ur Hannesson. Þeir sjónvarpsmenn hafa sett upp sérstakt HM-myndver í æfingamyndveri í kjallara sjónvarps- hússins og verður það einungis not- að undir HM-útsendingar. I kvöld- fréttum Sjónvarps verður ávallt skipt niður í myndver þegar sagðar verða fréttir af keppninni. Eins og áður sagði verða allir leikir íslenska liðsins í undankeppni og milliriðlum sýndir beint. Að auki, ef ísland leikur um eitt af sjö efstu sæt- unum, verður sýnt beint frá úrslita- leik, það er að segja ef ísland leikur ekki úrslitaleikinn. Eins og áður sagði verður öllum leikjum íslenska liðsins lýst á Rás 2 í umsjón Amars Bjömssonar, sem fær gesti með sér í útsendingu. Að auki sér Amar um HM-homið, sem verður sent út kl. 10.30 á morgnana, þar sem daglega verða fluttar fréttir af liðinu, af umfiöllun í fjölmiðlum erlendis og fleira. -PS HM-dagskrá sjónvarpsins 9. mars Ísland-Svlþjóö kl. 17.45 (bein útsending) 10. mars Danmörk-Þýskaland kl. 23.10 (upptaka) 11. mars Ísland-Ungverjaland kl. 16.45 (bein útsending) 13. mars Ísland-Bandaríkin kl. 12.45 (bein útsending) 15. mars Milliriöill kl. 16.45 (líklegast) 16. mars Milliriöill ki. 16.45 (liklegast) 17. mars Milliriöill kl. 16.45 (líklegast) 20. mars Úrslitaleikur (bein útsending) 20. mars Ef ísland kemst ekki (úrslit veröur einnig sýndur leikur ís- lands um sæti. 7-8.sæti kl. 10.45 5-6.sæti kl. 12.45 3-4.sæti kl. 14.45 |J| ÚTBOÐ Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Skólaskrifstofu Reykjavikur, óskar eftir tilboðum i klæðningu, viöhald og viðgeröir á ca. 600 stál- skólastólum fyrir skóla borgarinnar. Útboösgögn veröa afhent á skrifstofu vom, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboöin veröa opnuö á sama staö þriðjudaginn 23. mars 1993, kl. 11,00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 ÚUMFERÐAR RÁÐ Endurskins merki á alla!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.