Tíminn - 06.03.1993, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.03.1993, Blaðsíða 3
Laugardagur 6. mars 1993 Tíminn 11 FRÁ EINANGRUN TIL DOKTORSNAFN BÓTAR TÍMAMÓVAFRÁSÖGN feíNHVERFRAR KONU TEMPLE Grandin OG MARGARET M. SCAHíANO Saga einhverfrar konu Út er komin bókin Dymar opnast — frá einhverfu til doktorsnafnbótar eftir dr. Temple Grandin. Þetta er fyrsta bókin þar sem einhverfu er lýst frá sjónarhomi einhverfrar manneskju. Fáir hafa verið til frásagnar um þá sérstæðu fötlun sem einhverfa er, enda er eitt af einkennum hennar erfiðleikar í tjáskiptum. Ýmsar kenningar hafa verið á kreiki um orsakir einhverfunn- ar, margar byggðar á vanþekkingu og sveipaðar dulúð. Á undanfömum ár- um hafa miklar framfarir átt sér stað í skilningi á einhverfu og er hin banda- ríska Temple Grandin ein þeirra sem hafa lagt drýgstan skerf á þær vogar- skálar. Hún var greind einhverf sem bam, en tókst að yfirvinna helstu sam- skiptatálma þessarar fötlunar og er nú doktor í dýrasálfræði og mikils metin á því sviði. Henni hefur tekist að koma til skila reynslu sinni af ein- hverfu, bæði í formi fyrirlestra og í bók sinni Dymar opnast — frá ein- hverfu til doktorsnafnbótar, sem Um- sjónarfélag einhverfra hefur nú gefið út. Þetta er fyrsta bókin þar sem þess- ari reynslu er lýst. Bókin hefur vakið mikla athygli víða um lönd og er talin lykilbók að skilningi manna á þessari fötlun. Fyrir þá íslendinga, sem tengjast ein- hverfu á einn eða annan hátt, markar þessi bók einnig tímamót fyrir þá sök að þetta er fyrsta bókin sem kemur út á íslensku og fjallar um þessa fötlun. Eins og titillinn ber með sér lýsir bók- in leið Temple Grandin frá einangrun einhverfunnar til doktorsnafnbótar. Skringileg uppátæki, furðuleg fram- koma, misskilningur og rangtúlkanir, þrá eftir ást, innri barátta í flóknum og yfirþyrmandi heimi. Bókin lýsir því er undarleg áhugamál og þráhyggja breytast í þrautseigju er knýr fram sig- ur. Þessi bók er ekki aðeins einstök fýrir þá sök að þar er einhverfu 1 fyrsta sinn lýst ítarlega frá sjónarhomi einhverfr- 'ar manneskju, heldur má einnig segja að hún varpi nýju Ijósi á styrk mann- eskjunnar frammi fyrir erfiðleikum sínum. Ragnheiður Óladóttir þýddi og Hvíta húsið auglýsingastofa stýrkti útgáfu bókarinnar og gaf m.a. vinnu við hönnun bókarkápu. Dreifingu annast Óm og Örlygur. Bókin er 160 bls. og kostar 1.980 kr. Umsjónarfélag ein- hverfra gefur bókina út og tileinkar þessa íslensku útgáfu öllum þeim ís- lendingum sem hafa trú á manneskj- unni og möguleikum hennar. Heimur í hnotskum Út i hönd nefnist skáldsaga sem út- gáfufyrirtækið Fróði hf. hefur nú gef- ið út. Bókin er eftir dönsku skáldkon- una Synnöve Söe og er í íslenskri þýðingu Steinars J. Lúðvíkssonar. Þetta er önnur bók Söe, sem kemur út á íslensku, en í fyrra gaf Fróði hf. út bókina í tætlum. Synnöve Söe er tæplega þrítug. Þeg- ar fyrsta bók hennar kom út í Dan- mörku fyrir nokkrum árum, vakti hún gífurlega athygli og seldist í stærra upplagi en títt er um bækur þarlendis. Bókin Út í hönd, sem heit- ir á frummálinu „No Credit", varð einnig metsölubók og hefur verið þýdd á mörg tungumál. Sögusvið Ut í hönd er lítið veitinga- hús í New York þar sem lífið gengirr sinn vanagang, en eigi að síður er veitingahúsið heimurinn í hnotskum. Aðalsöguhetjan er gengilbeinan Coco, sem dreymir um að verða leik- kona. Út í hönd er 152 blaðsíður. Bókin er prentunnin i Prentsmiðjunni Odda hf. Kápuhönmm annaðist Helgi Sig- urðsson. Verð bókarinnar er kr. 1.890. Fríða og Dýrið í tveim bókum Sagan um Fríðu og Dýrið er þekkt sí- gilt ævintýri, sem Walt Disney-fyrir- tækið hefur fært í ógleymanlegan búrúng og kemur nú út hjá Vöku- Helgafelli. Kvikmyndin eftir sögunni hefur farið sigurför um heiminn, m.a. hlotið Óskarsverðlaunin og er nú sýnd hér á landi. Ævintýrið um Fríðu og Dýrið kem- ur út í tveim útgáfum: í innbundinrú bók í stóru broti og einnig f styttri út- gáfu í ódýru kiljuformi. Stærri bókina þýðir Þrándur Thoroddsen, en hina minni Sigrún Ámadóttir. Sagan segir frá ungum, spilltum og ofdekmðum prins, sem neitar að hjálpa betlarakerlingu er knýr dyra hjá honum. Þessi kona er í raun töfra- dís og til að hefna sín breytir hún prinsinum í ófreskju — E)ýrið. Hún leggur svo á prinsinn að hann losni ekki úr álögrnn fyrr en hann sýni ein- hverjum ástúð og fái hana endur- goldna. Öðrum íbúum kastalans breytir hún í mismunandi húsbúnað! Verð innbundin bók kr. 1.280. Kilju- útgáfa kr. 395. Ævintýri í páskafríi Háskaleikur er ný spennusaga eftir verðlaunahöfundinn Heiði Baldurs- dóttur, sem Vaka-Helgafell gefur út. Sagan segir frá fjórum krökkum úr Reykjavflc, sem fara í sumarbústað um páska. í fyrstu er allt með felldu, ekkert bendir til þess að ævintýri sé í vænd- um, en þá fara hlutímir að gerast. Þau lenda í æsispennandi atburðarás þar sem ekki er allt sem sýnist. Þau rekast á kynlega náunga, sem eru æði grunsam- legir. En það eru fleiri á ferli. Hver var konan í svarta kjólnum? Hvað var á seyði á eyðibýlinu? Forvitnin rekur þau áfram þeu til ekki verður aftur snúið. Og þá ríður á að fara ekki á taugum! A bókarkápu segir: „Háskaleikur er mögnuð íslensk spennusaga úr sam- tímanum fyrir böm og unglinga þar sem fjórir krakkar takast á við dular- fullt mál. Heiður Baldursdóttir hefur í fyrri bókum sínum sýnt að hún kann að skrifa spennandi sögu fyrir böm og unglinga. — Háskaleikur er tvímæla- laust hennar besta bók." Heiður hlaut íslensku bamabókaverð- launin árið 1989 fyrir sögu sína Álaga- dalinn. Halldór Baldursson gerði kápuna, en Prentstofa G. Ben. annaðist prent- vinnslu. Háskaleikur er 149 blaðsíður að lengd. Spennandinótt Ken Follett, sem nefndur hefur verið konungur spennusagnanna, er nú á ferð með nýja skáldsögu, sem farið hefur sigurför um heiminn, Nótt yfir hafi. Útgefandi er Vaka-Helgafell. Nótt yfír hafi segir frá farþegum um borð í flugskipi Póm American flugfélagsins í siðustu ferð þess yfir Atlantshafið áður en heimsstyrjöldin síðari skellur á. Hver og einn hefur ríka ástæðu til fararinnar: sumir em að flýja fortíð sína til að hefja nýtt líf í Ameríku, aðrir verða að hafa hraðan á tíl að bjarga eigin skinrú. Og einnig eru þeir með í för sem einskis svífast tíl að ná fram vafasömum markmið- um sínum. Meðal fyrri metsölubóka Kens Fol- lett má nefna Lykilinn að Rebekku og Nálarauga. Geir Svansson og Þór- bergur Þórsson þýddu á íslensku. Nótt yfir hafi er 411 blaðsíður að lengd. Hún er prentuð í Prentbæ hf. og bundin í Félagsbókbandinu-Bók- felli hf. Verð kr. 1.990. Fullhugar Útgáfufyrirtækið Fróði hf. hefur sent frá sér bókina Fullhugar á fímbul- slóðum — Þættir úr Grænlandsflug- inu ef tir Svein Sæmundsson. Bókin hefur að geyma frásagnir af merkum þættí íslenskrar flugsögu. Um langt árabil hafa íslendingar stundað flug til Grænlands og áttu þar með ríkan þátt f að rjúfa einangr- un þessa granna okkar í vestri. Oft voru aðstæður í Grænlandsfluginu ótrúlega erfiðar, ekki síst í sjúkraflug- inu þegar teflt var á tæpasta vað, enda oft líf að veði. FuIIhugar á fimbulslóðum skiptist í fimm meginkafla. í fyrsta kaflanum er fjallað um þá miklu einangrun sem Grænlendingar bjuggu við í aldir og þá miklu breytingu sem varð þegar farið var að fljúga þangað. í öðrum kaflanum er m.a. sagt frá upphafi Grænlandsflugs íslendinga og hvem- ig það þróaðist smátt og smátt. í þriðja kaflanum er síðan fjallað um aukningu Grænlandsflugsins frá ís- landi og hvernig það varð stór þáttur f flugmálum íslendinga. Þar er sagt frá ævintýraferðum, m.a. alla leið tíl Pearylands. Fjórði kaflinn fjallar um skíðaflugið, en yfir því hvfldi mikill ævintýraljómi, og fimmtí kaflinn fjallar sfðan um mjög sögulegar flug- ferðir, m.a. þegar flogið var upp á líf og dauða til þess að bjarga sjúkum og særðum. Margar frásagnanna í bók- inrú taka öllum spennusögum fram, enda má með sanni segja að íslensku flugmennimir hafi verið fullhugar, sem létu sér það ekki fyrir brjóstí brenna að fljúga á fimbulslóðir, jafn- vel í niðamyrkri heimskautanætur- innar. Oft hékk lff þeirra á bláþræði, en auðna réði að alltaf komu þeir heilir heim. Sveinn Sæmundsson hefur ritað margar bækur. Hann er þrautkunn- ugur því efni, sem hann fjallar um í bókinni, enda var hann um langt ára- bil blaðafulltrúi Flugfélags íslands og sfðar Flugleiða. Bókin Fullhugar á fímbulslóðum er 212 blaðsíður. Hún er í allstóru broti og prýdd fjölda ljósmynda. Bókin er prentunnin hjá G. Ben. Prentstofu. Kápuhönnim annaðist Helgi Sigurðs- son. Verð bókarinnar er kr. 2.980. Strákur sem stækk- ar og stækkar Útgáfufyrirtækið Fróði hf., hefur nú gefið út bókina Lalli ljósastaur eftir Þorgrím Þráinsson. Er þetta fyrsta bamabók höfundar, sem er kunnur fyrir unglingabækur sínar. Aðalsöguhetja bókarinnar, Lalli ljósastaur, er ellefu ára, ósköp venju- legur strákur, sem tekur þátt í prakk- arastrikum með félögum sínum og vinum. Veröld hans breytist síðan allt f einu þegar hann tekur að stækka og verður rúmir þrír metrar á hæð. Það er hreint ekki svo auðvelt, m.a. vegna þess að það er ekkert auðvelt að fá skó númer 48 og föt á slikan risa eru tæpast tíl. Þorgrímur Þráinsson hefur áður sent frá sér þrjár unglingabækur, sem hlotið hafa mjög góðar viðtökur. Hlaut Þorgrímur bama- og imglinga- bókaverðlaun Reykjavíkurborgar ár- ið 1990 fyrir bók sína, Tár, bros og takkaskór, og nú f haust hlaut hann menningarverðlaim VISA. Stefán Kjartansson teiknaði mynd- imar í bókinni Lalli Ijósastaur og myndskreytti einrúg kápu hennar. Bókin er prentunnin hjá G. Ben. Prentstofu hf. Hún er 118 bls. Verð bókarinnar er kr. 1.190. Dularfullt næturflug Fróði hf. hefur gefið út bókina Furðu- flug eftir bandaríska rithöfundinn Stephen King. Bókina, sem nefnist „The Langoliers" á frummálinu, þýddu þeir Karl Birgisson og Guðni Jóhannesson. Þetta er áttimda bókin eftir Stephen King, sem út kemur á íslensku. Stephen King er tvímælalaust einn vinsælasti spennusagnahöfundur f heimi um þessar mundir og bækur hans seljast jafnan í risavöxnum upp- lögum og em á metsölulistum viku eftír viku þegar þær koma út. Kvik- myndir hafa verið gerðar eftir mörg- um sagna hans og má minna á sem dæmi myndina Duld, sem nýlega var sýnd á Stöð 2, og Óskarsverðlauna- myndina Eymd sem sýnd var hér- lendis eigi alls fyrir löngu. Söguþráður bókarinnar Furðuflug er í örstuttu máli á þá Ieið að stór far- þegaþota hefur sig tíl flugs af flug- vellinum f Los Angeles og framund- an er næturflug til Boston. Meðal far- þega í flugvélinni er Brian Engle flugstjóri, sem er nýkominn úr erfiðu flugi frá Tókýó. Flugvélin er naumast komin í loftíð, þegar hann sofnar og hann veit ekki hversu lengi hann hef- ur sofið þegar hann vaknar við neyð- aróp. Hann áttar sig fljótt á þvf að ástandið um borð í flugvélinrú er í senn furðulegt og ógnvænlegt. Við tekur barátta upp á líf og dauða. Les- endur bókariruiar taka þátt í þvf að leysa óráðnar gátur og kynnast sálar- llfi og viðhorfum söguhetjanna. Og að venju kann Stephen King þá list, öðrum höfundum fremirr, að halda lesendum í mikilli spennu og óvissu og koma þeim f sffellu á óvart. Bókin Furðuflug er 247 blaðsíður. Bókin er prentunnin í Prentsmiðjunni Odda hf. Kápu hannaði Stefán Kjart- ansson. Verð bókarinnar er kr. 1.980. Saga EM-keppn- innar í knattspyrnu Útgáfufyrirtækið Fróði hf. hefur sent frá sér bókina EM — Saga Evrópu- keppni landsliða í knattspymu 1958-1992 eftir Sigmund O. Steinars- son blaðamann. Evrópukepprú landsliða í knatt- spymu hefur nú farið fram alls níu sinnum. Kepprún hófst árið 1958 og fyrsta úrslitakeppnin fór fram f Frakklandi árið 1960. Síðast fór úr- slitakeppnin fram í Svíþjóð á liðnu sumri og lyktaði þá með óvæntum og eftirminnilegum sigri Dana, sem komust „bakdyramegin" inn í úr- slitakeppnina. í bókinirú fjallar Sigmundur Ó. Steinarsson ítarlega um sögu þessar- ar keppni, en margt sögulégt hefur borið við frá því að hún hófst. Sig- mundur rekur sérstaklega gang mála f úrslitakeppninni hverju sinni, en greinir frá úrslitum leikja og minnis- verðum atburðum í undankeppninni og fjallar þá sérstaklega um aðal- stjömur hverrar keppni. Bókin EM — Saga Evrópukeppni landsliða í knattspymu 1958-1992 er 160 blaðsíður og er mikill fjöldi Ijós- mynda í bókinrú. Bókin er prentunn- in f Prentsmiðjunni Odda hf., en höf- undur annaðist uppsetrúngu hennar, svo og kápuhönnun. Verð bókarinnar er kr. 1.980. Af frændum okkar Út er komin hjá Æskunni Bókin um simpansana eftir Jane Goodall. Guðni Kolbeinsson íslenskaði. Bókin hlaut fyrstu verðlaun alþjóð- legs verðlaunasjóðs bamabóka 1989. Hún er í flokki bóka sem fjalla um fjölskyldur dýra, einkiun tengsl móð- ur og afkvæmis. Konrad Lorenz, sem hlaut Nóbels- verðlaun 1973 fyrir rannsókrúr sínar á einstaklings- og hópatferli dýra, segir um bókina: „Til þess að geta boðið bömum bók um dýr og mælt skilyrðislaust með henni verður maður að vera fullviss um að höfundurinn hafi til að bera staðgóða og trausta þekkingu á efn- inu. Enginn í heiminum skilur simp- ansa betur en Jane Goodall. Þar við bætist að hún lýsir þeim með hlýju og gamansemi, svo að umfjöllun vfs- indamannsins verður bæði bömum og fullorðmun sannur skemmtileshu’. Myndir bókarinnar tala lfka skýru máli og sýna glöggt að enginn hefur kynnst hópi villtra dýra betur en Jane Goodall simpönsunum sfnum." Bókin er 68 blaðsíður. Myndir eru á hverri síðu. Flestar þeirra tók Micha- el Neugebauer. Offsetþjónustan hf. annaðist filmu- vinnu texta. Bókin er prentuð í Slóv- eníu á vegum rétthafa, Neugebauer- útgáfunnar í Aushuríki, jafnframt prenhm fyrir fjölda annarra landa. Ný spurningabók Hörpuútgáfan hefur gefið út nýja ís- lenska spumingabók, Gettu nú. Ragnheiður Erla Bjamadóttir tók saman. f þessari nýju bók em um 700 spumingar, framsettar og flokkaðar með s vipuðum hætti og í spuminga- þáttum framhaldsskólanna. Þær em í þremur þyngdarflokkum og henta því öllum, bömum og fullorðnum. Á bókarkápu segir: „Ert þú búinn að læra allar spumingamar f Trivial Pursuit utanað? Finnst þér gaman að sjá virú þína engjast af óþolinmæði í spumingaleikjum? Eða hefur þú bara einfaldlega svo gaman af spuming- um að þú þreytíst aldrei á þeim? Ef svo er, á þessi bók erindi við þig." Höfundurinn, Ragnheiður Erla Bjamadóttir, er Iöngu landskunn úr hinni sívinsælu spumingakeppni. Bókin Gettu nú er 133 bls., prentuð og bundin f Odda hf. Káputeikningu gerði Brian Pilkington. Afbrotamaður í hefndarhug Útgáfufyrirtækið Fróði hf. hefur sent frá sér bókina Taugastríðið eftir breska rithöfrmdinn Ruth Rendell í fslenskrí þýðingu Jónfnu Leósdóttur. Þetta er önnur skáldsagan eftir Ruth Rendell, sem kemur út á íslensku, en Fróði hf. gaf út bókina Dauðadúkkan í fyrra. Ruth Rendell er einn kunnastí spennusagnahöfundur Breta og hefur henni verið lfkt við hinn fræga höf- und Agöthu Christíe. Fjölmargar kvikmyndir og sjónvarpsmyndir hafa verið gerðar eftir sögum hennar og hafa m.a. verið sýndar í íslensku sjónvarpsstöðvunum. Bókin Taugastríðið fjallar um af- brotamanninn Victor Jenner, sem er nýsloppinn úr langri fangelsisvist sem hann er dæmdur f fyrir að skjóta lögreglumann og slasa hann svo al- Vculega að hann verður lamaður fyrir Ufstíð. Jenner kennir lögreglumann- inum um ófarir sfnar og það verður að þráhyggju hjá honum að ná kynn- um hans og vinna traust hans. Hon- um tekst það ætlunarverk sitt, en til sögunnar kemur einnig unnusta Iög- reglumannsins sem Jenner verður ástfanginn af og ákveður að hún verði sín. Spenna milli söguhetjanna magnast stöðugt, tekur óvænta stefnu og sögulok munu koma les- endum verulega á óvart. Bókin Taugastríðið er 253 blaðsfður. Bókin er prentunrún í Prentsmiðjunni Odda hf., en kápuhönnun annaðist Helgi Sigurðsson. Verð bókarinnar er kr. 1.980.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.