Tíminn - 06.03.1993, Blaðsíða 7

Tíminn - 06.03.1993, Blaðsíða 7
Laugardagur 6. mars 1993 Tíminn 15 Jóhann Ingi Gunnarsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari í handknattleik og þjálfari Hauka, spáir í spilin fyrir HM í handknattleik: 5) 5.-6.sæti raunhæff Jóhann Ingi Gunnarsson, fyrrver- andi landsliðsþjálfari og núverandi þjálfari 1. deildarliðs Hauka, spáir Islenska landsliðinu 5-6. sæti á HM í Svíþjóð. Jóhann segði þann árangur vera mjög svo ásættanlegan. „Þrátt fyrir að hópurinn segist fara afslappaður í mótið þá vita þeir innst inni að þá Iangar ekki að koma heim, eins og laxveiðimennimir segja, með öngulinn í rassagatinu. Það er það hrikalegasta sem til er að fara í svona mót ef gengið er ekki nógu gott. Þá er mjög erfitt að lifa. Pressan er gífurleg. Ég vona inni- lega að þetta gangi upp því það hef- ur svo mikið að segja upp á fram- haldið, upp á áhugann, íjármögnun- ina og fleira, og því er pressan á lið- ið alltaf til staðar. Slök útkoma myndi gera framhaldið erfiðara." sagði Jóhann Ingi Gunnarsson þjálf- ari. Við báðum Jóhann Inga að fjalla lít- ilega um hvern leik og meta líkum- ar í á sigri okkar Ísland-Svíþjóð Líkur: 30- 70 „Það er ljóst að sigur í þessum leik yrði stóri vinningurinn hjá íslenska landsliðinu. Sænska liðið er gífur- lega öflugt og mesti styrkur þess felst í andlegu hliðinni. Sjálfstraust þeirra allra, þjálfara og leikmanna er 100%. Fyrir síðustu heimsmeistara- keppni, þar sem líkur þeirra á sigri voru 1 á móti 25, sagði landsliðs- þjálfari þeirra við mig að þeir yrðu heimsmeistarar sem og varð. Þjálf- arinn stendur á því í dag að þeir verði heimsmeistarar á ný og þeir hugsa ávallt sem sigurvegarar. Þess utan eru þeir góðir í hand- knattleik og hafa byggt upp sinn handbolta með því að fara eigin leið- ir. Þetta hafa þeir gert áratugum saman og því er það engin tilviljun að þeir standa framarlega í hand- knattleik. Þá hafa þeirra bestu menn farið að Ieika með liðum erlendis og þá koma ákveðnir straumar frá Spáni og þýskalandi sem gera þá enn öflugri. Sænska liðið er annað af tveim bestu liðum í heiminum í dag. Hins vegar felast möguleikar okkar í leiknum, þótt ótrúlegt megi virðast, í því að þetta er fyrsti leikur mótsins. Fyrsti dagurinn er alltaf erfiðastur því þá er taugaspennan mikil, jafn- vel hjá mönnum með mikla leik- reynslu. Menn vita ekki nákvæm- lega hvar þeir standa, auk þess sem 10-11 þúsund áhorfendur sem ætl- ast til að lið þeirra sigri skapa gífur- lega pressu, þrátt fyrir hvatninguna. Ef við mætum með afslöppuðu hug- arfari þá getum við verulega velgt þeim undir uggum. Það er hins veg- ar spuming um, ef íslenska liðið er komið yfir og það getur unnið leik- inn, hvort liðið trúir því að það geti unnið leikinn og nái að klára hann í stað þess að brotna niður.“ Ísland-Ungverjaland Líkur: 60-40 „Þessar líkur byggi ég á þeirri upp- lausn sem ríkir í allri austurblokk- inni. Það er ekki sett fjármagn í íþróttirnar þar eins og áður var gert en þeir fjármunir notaðir í eitthvað annað. Ungverjar eru því famir að æfa minna, jafnvel minna en gert er á íslandi. Okkur hefur gengið vel með Ungverja síðustu ár og þá vita menn það innst inni að þessi Ieikur verður að vinnast. Auðvitað setur það ákveðna pressu á okkur en ég hef nú þá trú að leikmennirnir standi undir því. Það verður samt mjótt á mununum og við verðum að passa okkur á hraðaupphlaupum þeirra. Ungverjar hafa alltaf verið seigir.“ Ísland-Bandaríkin Líkur: 80-20 „Þetta er vinnusigur; það er svona skyldan sem þar kallar. Það er úti- lokað að sá leikur fari nema á einn veg. Allt annað er náttúrlega afhroð; það vita menn. En svona leikir geta hins vegar verið snúnir því leik- menn vita að sigurinn að afgreiðast með 5-10 mörkum og þá ætla þeir að gera of mikið. Þetta er eitt skylduverkefnum keppninnar. Menn eiga fyrst og fremst að hugsa um að einbeitingin sé í lagi. Það á að hamra á því að vanmeta ekki and- stæðingana, ganga hreint til verks og klára það.“ Ísland-Þýskaland Líkur: : 55-45 „Vandinn er sá að við mætum þama þýsku liði sem við þekkjum ekkert voðalega vel. Þeir mæta með ungt lið í keppnina og eru ekki með sína reyndustu menn eins og Schwalb og Fratz sem væru leik- menn sem gætu hreinlega klárað keppnina fyrir Þjóðverja. Þeir eru með ungt og hungrað lið og það má ekki gleyma því að þeir urðu heims- meistarar með lið sem hafði 23 ára meðalaldur. Það er engin pressa á þeim og þeirra möguleikar felast f því. Þá er þjálfari þeirra einungis til bráðabirgða, þangað til Arno Ehret þjálfari Svisslendinga tekur við eftir keppnina. Það er líklegt að ungu mennirnir í liðinu reyni að sanna sig fyrir nýjum þjálfara og undir þeim kringumstæðum eru þeir oft bestir. Það er hins vegar engin pressa frá fjölmiðlum í Þýskalandi á liðið og í því felast þeirra möguleik- ar og þeir gætu því orðið hættulegir andstæðingar. Þeirra styrkur felst í góðri markvörslu og góðum varnar- leik. Það ber hins vegar að taka það í reikninginn að nokkrir okkar leik- manna leika í Þýskalandi og hafa því sérstakan metnað. Ísland-Danmörk Líkur: 55-45 „Frammistaða Dana í þessum leik fer alveg eftir því hvernig þeim hef- ur gengið fram að þeim leik. Þeir geta leikið frábæran handknattleik og þeir geta dottið niður á lægra plan. Þetta er spuming um dags- formið; ef það verður mjög gott þá em líkurnar 50-50 en ef þeir leika ekki eins vel þá geta líkurnar orðið 60-40, okkur í hag. Liðin þekkja hvort annað mjög vel en ég held að við tökum þá á líkamlegum styrk- Ieika og höfum meiri breidd. Við það að þjálfarinn var rekinn á dögunum þá eykst líklega pressan á leikmenn- ina því ef illa gengur þá geta þeir ekki skellt skuldinni á nýráðinn þjálfara. Danir koma alltaf mjög af- slappaðir til svona keppni. Ástæðan fyrir því er hugarfar Dana almennt og hvemig danskur hugsanagangur er. Þeir vilja stundum taka á en þess á milli vilja þeir drekka bjór og borða „smörrebröd“.“ Ísland-Rússland Líkur: 50-50 „Þessi leikur getur farið hvemig sem er og það mun mikið ráðast af því hvemig hefur gengið fram að því og um hvað menn eru að spila. Mað- ur áttar sig ekki alveg á því hvaða lið Rússarnir eru með en leikurinn get- ur farið á báða vegu. Þeir eru að Ieika þennan sovétbolta eins og hann var upp á sitt besta. Þeir geta leikið vel en það er bara spurning um samsetningu liðsins. Mér finnst ég eiga erfiðast með að ráða í þenn- an leik.“ Látum bíla ekki^NI ' vera í gangi að óþörfu!' Utblástur bitnar verst á börnunum FUNDIR OG FÉLAGSSTÖRF Reykjavík — Létt spjall á laugardegi Laugardaginn 6. mars n.k. kl. 10.30-12.00 að Hafnar- stræti 20, 3. hæö, mætir Finnur Ingólfsson alþingismaður og ræðir stjómmálaviöhorfið og svarar fyrirspumum. FulltrúarióiO Flnnur iseoooi & HEIMSMEISTARAKEPPNIN í Svíþjóð 9.-21. mars 1993 ÁFRAM ÍSLAND ílBR Mjólkurbú Flóamanna y—k HOFN-ÞRIHYRNINGUR hf. SELFOSSI nms- Mjólkursamsalan SIL.D & FISKUR Olíuffélagið hf Hvernig menntastefnu vilt þú? Fundur um þetta málefni verður haldinn I Veitingastaðnum Mðmmu Rósu, Hamraborg Kópavogi, þriðjudaginn 16. mars kl. 19.30. Frummælendur verða: Sigriður Anna Þórðardóttir alþingismájþr, fonnaður nefndar menntamálaráöherra um mótun menntastefnu; Hafstpinn Karlsson skólastjóri, fomiaður Samtaka fámennra skóla; Valgerður Svorrisdóttir alþingis- maður, formaöur málefnahóps Framsóknarflokksins um merlfttamál; Ingvi Þor- kelsson kennari, fulltrúi Framsóknarflokksins I skólanefnd Kópavogs. Fundurinn er öllum opinn. Súpa og brauð á vægu veröi. Landssamband framsóknarkvenna og Freyja, félag framsóknarkvenna I Kópavogl Aðalfundur Félags framsóknarkvenna I Reykjavik, verður haidinn á fli Lækjartorgi miðvikudaginn 10. mars kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf: Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi talar um borgamiálin og itofunni framundan Stjómln. Aðalfundur Finnur Jóhannes Geir Fundur um kosningalöggjöfina verður haldinn miðvikudaginn 10. mars n.k. á Fógetanum (Aðalstræti 10) kl. 20.30. Frummælendur verða Finnur Ingólfsson og Jóhannes Geir Sigurgeirsson alþingismenn. ÞJóðmálanefnd SUF

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.