Tíminn - 26.03.1993, Page 3

Tíminn - 26.03.1993, Page 3
Föstudagur 26. mars 1993 Tíminn 3 Nærri 30% íslendinga sem fæddir voru á árunum 1925—1945 voru komnir með „rnublur" í efri góm fyrir 35 ára aldur: Enginn orðinn tannlaus fyrir 35 ára aldur núna Gífurleg breyting hefur orðið á tannmissi íslendinga framan af ævi, sam- kvæmt rannsókn sem gerð var 1990 á tannheilsu nær 4.400 íslendinga. Gleggstu möridn eru milli þeirra sem fæddust fyrir 1945 og hinna sem fæddust eftir 1956. í síðarnefnda hópnum (yngri en 35 ára) fannst aðeins einn einstaklingur (0,4%) sem misst hafði allar tennur í öðrum gómi, sem þannig virðist nær óþekkt orðið. Af fólki fæddu 1936—45 (þ.e. 44—55 ára) voru hins vegar nær 30% búin að missa allar tennur úr efri gómi áður en það varð 35 ára. Um helmingur þessa hóps (14%) var m.a.s. kominn með „mublur“ fyrir 25 ára afmælið og þar af þó nokkrir fyrir 18 ára aldur. Þessi „stríðsáraböm" em sá aldurshópur sem missti tennumar yngstur að ámm. Því algert tannleysi fyrir 25 ára aldur var mun fátíðara bæði meðal eldri og yngri aldurshópanna. Þessa umfangsmiklu könnun gerðu þau Guðjón Axelsson prófessor og Sig- rún Helgadóttir. Könnunin náði til allra aldurshópa frá 18 ára og eldri, sem skipt er í fimm ára eða tíu ára aldursbil. Hún sýnir mi hvar stór hluti hvers hóps er tannlaus, tenntur, með 14 tennur eða fleiri í hvorum gómi, með 10 tennur eða fleiri í hvorum gómi, með heilgóma eða með parta. Niðurstöðumar eru einnig bomar saman við eldri kannanir. Um 80% ungs fólks enn með flestar sínar tennur Þótt unga fólkið hafi ekki misst allar tennumar er ekki þar með sagt að tann- heilsa þess sé eins og best verður á kosið. í 18 ára hópnum voru allir með 10 tenn- ur eða fleiri í hvorum gómi, en aðeins 82% höfðu ennþá 14 tennur eða fleiri í hvorum gómi. í fjölda tanna reyndist ekki marktækur munur á milli kynja eða eftir búsetu. Um 57% þessa aldurshóps hafði farið til tannlæknis í fyrsta sinn fyr- ir sex ára aldur, þar af hlutfallslega tvöfalt fleiri borgarböm (62%) en sveitaböm (29%). Athygli vekur hvað mæður hafa miklu fremur farið með dætur sínar (65%) en syni (49%) til tannlæknis á svo ungum aldri. Tánnheilsa 19-24 ára fólks virðist ekki ólík 18 ára hópnum. Af 25-34 ára fólki höfðu 6% orðið færri en 10 tennur í hvomm gómi og aðeins 58% héldu ennþá eftdr 14 tönnum eða fleiri í hvomm gómi. Þegar litið er til bú- setu virðist þeim sem búa í þorpum eða kaupstöðum oft haldast nokkm verr á tönnum sínum heldur en Reykvíkingum og sveitafólki. Af þessum aldursflokki reyndist ein kona hafa misst allar tennur í öðrum gómnum, tveir til viðbótar héldu aðeins efdr 4 eða 5 tönnum. Allir aðrir (99%) héldu enn 15 tönnum eða fleiri. Margar tennur „foknar“ úr fertugum Af 35—44 ára fólki vom 6% búin að missa allar sínar tennur og tvöfalt fleiri (12%) búnir að missa allar tennur í efri gómi. Um þriðjungur þessa aldurshóps hélt ennþá 14 tönnum eða fleirum í hvomm gómi (áberandi fæstir í þorp- Stjómarþingmennimir Jó- hanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra, össur Skarphéð- insson formaður þingflokks Al- þýðuflokksins, Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráð- herra og Guömundur Hallvarðs- son alþingismaður og formaður Sjómannafélags Reykjavíkur voru fjarstaddir þegar atkvæða- greiðsla um „HeijólfslÖgin" fór fram á dögunum. um/kaupstöðum), um 80% héldu 20 tönnum eða fleiri í báðum gómum, en rúmlega 10. hver var með færri en tíu tennur í munni. Aðeins 8% þessa aldurs- hóps fór til tannlæknis fyrir 6 ára aldur og þriðjungurinn var orðinn 11 ára eða þaðan af meira áður en hann settist fyrst í tannlæknastól. Þetta á m.a. við meiri- hluta sveitafólks á þessum aldri. Um 65% kvenna og 50% karla sögðust fara árlega eða oftar til tannlæknis. Hinir sögðust fara af og til, þegar þöif krefur. Um 40% fimmtugra tannlaus í efri gómi Meira en fjórðungur var orðinn alveg tannlaus af 45-54 ára hópnum og 40% þeirra höfðu enga tönn í efri gómi. Stór hluti þessa fólks missti tennur sínar um og fyrir tvítugt, eins og áður er lýst Tánnleysi var áberandi fatíðast meðal Reykvfídnga og algengast meðal sveita- fólks, sem þó var yfirleitt orðið eldra þeg- ar síðasta tönnin ,fauk“ heldur en borg- arbúamir. Um 42% þessa hóps héldu enn 10 tönnum eða fleirum í hvorum gómi og af þeim var nærri þriðjungur með 14 tennur eða fleiri í hvorum gómi. Partar voru lang algengastir hjá þessum aldurshópi, og þar af langflestir í munn- um Reykvíkinga. Heilgómar voru lang- flestir í munni sveitafólks. Aðeins fjórðungur ,Jcreppubama“ með yfir 20 tennur Nærri helmingur (46%) landsmanna sem fæddust 1926-35 var búinn að missa allar sínar tennur og ennþá fleiri, eða 59%, eru búnir að missa allar tennur úr efri gómi (þ.a. 64% kvenna). Hjá fólki á þessum aldri var langalgengast að síð- asta tönnin hafi verið dregin úr á aldrin- um 25- 45 ára. Innan við íjórðungur þessa aldurshóps heldur ennþá eftir 10 tönnum í hvorum gómi og einungis 3% voru enn með 14 tennur eða fleiri í hvor- um gómi. Þótt tannleysi væri sjaldgæf- ara meðal Reykvíkinga en annarra lands- manna, þá höfðu tannlausir boigarbúar yfirleitt misst sínar tennur fyrr en sveita- fólkið. Yfir 80% aldraðra með „stell“ Af öllum fæddum 1925 og fyrr voru 72% búin að missa allar tennur og yfir 80% voru tannlaus í efri gómi. Hlutfall tannlausra var áberandi hæst í kaupstöð- um/þorpum. í þessum aldurshópi höfðu samt faerri misst allar tennur sínar fyrir þrítugsaldur en meðal þeirra sem eru 10-30 árum yngri. í þessum hópi er að- eins tæplega tíundi hver sem ennþá hélt meira en 10 tönnum í hvorum gómi og þar af sárafair 14 tönnum í góm. Aðeins ein kona fannst í þessum hópi sem farið hafði til tannlæknis yngri en 6 ára og einungis 11% höfðu komið til tann- læknis yngri en 11 áia. Helmingur þessa hóps var orðinn 20 ára fyrir fyrstu heim- sókn til tannlæknis. Af sveitafólki komu 13% fyrst til tannlæknis eftir 50 ára og 6% höfðu aldrei séð neinn slíkan. Tánnlausum körlum lítíð fækkað í 30 ár Könnun sem gerð var þrem áratugum áður (1962) leiddi í ljós að af öllum landsmönnum á aldrinum 18-79 ára voru 25% karla og 49% kvenna alveg tannlaus. í könnuninni árið 1990 hafði hlutfall tannlausra á sama aldri sáialftið lækkað meðal kaila, eða í 22%, en miklu meira meðal kvenna, eða í 28%. Þama munar hvað mestu, að nú hafa aðeins 5% kvenna 35-44 áia misst allar tenn- umar, borið saman við 37% kvenna á þeim aldri fyrir þrem áratugum. Enda segja skýrsluhöfundar fyrst og fremst tvær ástæður fyrir feekkun tannlausra þessa þijá áratugi: Verulega fækkun tannlausra í yngri aldurshópum og fækkun tannlausra kvenna í öllum ald- urshópum. Gómamir allt of gamlir Langsamlega flestir þess fjórðungs 18- 79 ára íslendinga sem misst hefur allar tennumar, er með falskar tennur, heil- góma (um 36 þúsund manns). Þar er hins vegar sá ljóður á að margir þeirra góma eru orðnir allt of gamlir. Hálf- fimmtugt fólk og eldra er með 12-14 ára gamla góma að meðaltali. Ótrúlega margir reyndust m.a.s. með 20—40 ára góma. Skýrsluhöfúndar vísa til erlendra rannsókna á heilgómum sem sýndu að ástands meira en helmings þeirra var orðið ábótavant strax hálfu til tveim ár- um eftir afhengingu. ,Af þessu má ráða að árið 1990 hafi mikill meirihluti tann- lausra íslendinga notað of gamla heil- góma sem annað hvort þörfnuðust við- halds eða endursmíði,'1 segja skýrsluhöf- undar, og síðar. „Svo virðist sem fólk leit- ist við að nota heilgómana eins lengi og það mögulega getur þrátt fyrir óþægindi og skaða sem það kann að valda. Hér er því þörf stóraukinnar fræðslu, sérstak- lega hjá elstu aldurshópunum." - HEI Jörð til sölu Til sölu er Merkigil í Eyjafjarðarsveit. A jörðinni er íbúðarhús, fjós byggt 1974 með 58 básum, auk lausagöngurýmis og 2 hlöður. Ræktað land er um 47 ha. auk beiti- og upprekstrarlands. Jörðin er án kvóta. Upplýsingar gefur Eignakjör, sími 96-26441. Aðalfundur Gigtarfélags Islands Málþing um framtíðarstefnu Gigtarfélagsins Aöalfundur Gigtarfélags Isiands veröur haldinn f Borgartúni 6, laugar- daginn 27. mars n.k. Venjuleg aðalfundarstörf. Fundarstjóri: Tómas Ámason bankastjórí. Á undan fundinum verður haldið málþing sem öll- um er opið um framtiðarstefnu Gigtarfélagsins og hefst þaö kl. 14.00. Aöalfundurinn verður haldinn að þvi loknu. Eftirtaldir aðilar verða frummælendur og ætla að segja álit sitt á þvi hver meginstefna og verkefni Gigtarfélagsins eigi að vera á komandi árum, m.a. varðandi eftirfarandi málaflokka: 1. Júlfus Valsson gigtarsérfræðingur: Gigtlækningar— innan og utan sjúkra- húsa. 2. Kristján Steinsson gigtarsérfræöingur: Gigtarrannsóknir. 3. Sigoin Baldursdóttir sjúkraþjálfari: Sjúkraþjálfun — einstaklingsmeð- ferð/hópþjálfun. 4. Gauti Grétarsson sjúkraþjálfari: Rekstur endurhæfingarstööva á vegum líknarfélaga (Ijósi þeirrar uppbyggingar sem átt hefur sér stað I sjúkraþjálfun — hugsanleg samvinna. 5. Jóhanna Ingólfsdóttir iöjúþjálfi: Iðjuþjálfun. 6. Þóra Ámadóttir hjúkrunarfræðingur: Ráðgjöf og fræðslustarfsemi. 7. Ingibjörg Sveinsdóttir/Þórarinn Sigurjónsson, formenn landsbyggöar- deilda: Hlutverk G( á landsbyggöinni. 8. Svavar Kristinsson framkvæmdastjóri: Markaðssetning —fjármögnun líkn- arfélaga, fjölgun félaga, samskipti við þá. Aðstoðarmaöur heilbrígöisráðherra, Þorkell Helgason, mun sitja mál- þingið og fjalla um hlutverk og gildi áhugamannafélaga varðandi heil- brígðisþjónustu. AUGLYSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ *) Á KR. 10.000,00 1980-1 .fl. 15.04.93-15.04.94 kr. 332.215.70 *)lnnlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, mars 1993. SEÐLABANKI ÍSLANDS

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.