Tíminn - 26.03.1993, Page 4

Tíminn - 26.03.1993, Page 4
Föstudagur 26. mars 1993 4 Tíminn Tíminn MALSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Timinn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aöstoöarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrlmsson Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason Skrífstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavlk Stml: 686300. Auglýsingasfmi: 680001. Kvöldsimar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1200,- , verö i lausasölu kr. 110,- Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Sameining sveitarfélaga Nefnd, sem vinnur á vegum félagsmálaráðuneytisins að tillögum um sameiningu sveitarfélaga, er nú að ljúka störfum. Nefndin gaf út áfangaskýrslu í nóvem- ber, þar sem ýmsar hugmyndir voru lagðar til umræðu á vettvangi sveitarstjóma um stækkun sveitarfélaga, verkaskiptingu og tekjustofna. Ljóst er af því, sem heyrst hefur af niðurstöðum nefndarinnar, að hún hef- ur tekið tillit til þeirra umræðna sem farið hafa fram, ekki síst ályktun fulltrúaráðsfundar Sambands ís- lenskra sveitarfélaga um málið. Eitt grundvallaratriðið í tillögum, sem nú eru kynnt- ar, er að lagt er til að kosið verði um sameiningarmál- in í hverju sveitarfélagi og um þær kosningar gildi þær reglur að meirihluti atkvæðisbærra manna verði að samþykkja sameininguna, ef hún á að fara fram. Tillög- ur um stærð sveitarfélaga verði unnar af umdæmis- nefndum sem skipaðar verði af landshlutasamtökum í einstökum landshlutum. Það ber að fagna því að þessi leið hefur verið valin. Með því er tryggt að íbúar sveitarfélaga stórra og smárra fá að segja sitt álit um sameiningarmálin í at- kvæðagreiðslu sem fylgir venjulegum kosningareglum og tillögugerðin um stærð sveitarfélaganna er sett í hendur heimamanna. Þessi leið er mun farsælli heldur en lögþvingun af einhverju tagi. Nefndin leggur ekki til að ákvarðanir verði teknar nú þegar um verkaskiptingu sveitarfélaga. Tillögurnar eru þess efhis að sett sé á fót nefnd, félagsmálaráðuneytis, menntamálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfé- laga og Kennarasambands íslands, sem kanni með hverjum hætti allur rekstur grunnskóla geti farið yfir til sveitarfélaganna. Frekari verkaskipting yrði reynd í svokölluðum tilraunasveitarfélögum, sem er nýjung sem nefndin leggur til að reynd verði. Umræður um stærð sveitarfélaga og verkefni þeirra hafa nú staðið með nokkrum krcifti um tveggja ára skeið. Nú er kominn tími til þess að úr því verði skorið hver afstaða hins almenna kjósanda í sveitarfélögun- um er til þessara mála. Sveitarstjórnarmenn og full- trúar ríkisins í þessum málaflokki hafa verið mest áberandi í umræðunum hingað til. Breyttar samgöngur, stórfelldir tilflutningar á fólki, stækkuð atvinnusvæði og auknar kröfur um þjónustu kalla á sameiningu kraftanna og stækkun sveitarfélaga. Hitt er svo annað mál að það er háskalegt að knýja fram aðgerðir í þessum efnum, sem gætu kostað ófrið og sár sem lengi yrðu að gróa. Sveitarfélag, þótt smátt sé, er samfélag fólks og starfsvettvangur. Fólkið í dreifðum byggðum landsins hefur tilfinningu fyrir sínu umhverfi og vill ekki láta eitthvert miðstýringar- vald skipa sér að breyta því. Allt öðru máli gegnir ef kosið er um málið á lýðræðislegan hátt. Þá er valið hjá kjósandanum, og í landi þar sem lýðræðisskipulag rík- ir á meirihlutinn að ráða. Það er þvf ljóst að þær umræður, sem verið hafa um sveitarstjórnarmálin undanfarna mánuði, hafa leitt þau inn á farsælli brautir en þær að beita þrýstingi með afbrigðilegum kosningareglum eða á einhvern annan hátt. Fólkið í sveitarfélögunum, sem tillögur verða gerðar um að sameina, fær að segja sitt álit, og það ræður framgangi mála. Eímskipafélagiö er eins og menn vita mikílvægasti hlutl kolkrabb- ans í íslensku viöskipta- og efna- hagslíii. Kolkrabbinn teigir anga sína víöa og hefur krækt þeim tryggilegá um sviö eins og flug- rekstttr, flutningastarfsemi og fyggingstarfsemi, svo eitthvað sé nefnt. Ahtilin eru víötæk og í stjórnmálum gengur stærsti stjómmáiaflokkur tandsins leynt og Ijóst erinda kolkrabbans cf svo ber undir. Þaö er því í raun bamaskapur að láta þaö koma sér á óvart að Eim- skipafélagiö héfur nú látiö tíl sfn taka á enn einu sviöi viöskiptanna, því ef hagnaðarvon er eihhvers staöar þá er kolkrabbinn þar. Samkvæmt blaöafréttum er Óskabam þjóðarinnar nö lagst í umfangsmikla ólögtega kjötversl- un, og flytur inn ódýrt hormóna- kjöt á sérstakan frilager sem fyrir- tækið hefur komiö sér upp í Sundaböfn. Eimskipafélagió seg- ist eingöngu selja þetta bjöt um borð í erlend sldp sem hingað koma tíl aö kaupa kost. Félagið getur eÖIilega undirboöið þá sem ero að reyna aö selja þessum sömu erlendu skipum íslenskar kjötvörur sem framleiddar eru meö þehn aðferðum sem leyfileg- ar em hér á landi. Samkvæmt frétt f DV í gaer telja Eimskips- menn þessa versiunarstarfscmi sfna af hinu góöa og segjast vera framsæknir fram- kvæmdamenn sem séu að að koma á fót þjónustumiöstöö í Atl- antshafí. í samkeppni við ísl. Frystur skrokkur SfóVi.*1 hiónr;-"*nin kjöt und- ú- sseng samkeppnl viö íslenskt kjöt sem ekki stenst verösamkeppnina. Þar af leiöandi gengur minna á kjötbirgóimar hér heima, geymslukostnaöur hleöst upp og aukinn niðurskurður hjá bændum fyigir í kjölfarið. Óskabam þjóöarinnar hefur þannig aukið á birgðavandamál ís- lenskrar kjötframleiðslu, sem var talsvert fýrir. Kjöt er geymt í ftystígeymslum vfða um land og er nú svo komið að hvers kyns undirheimafólk, sem vflar ekki fyrir sér innbrot og aðra slíka glæpastarfsemi, er farið að lfta landsins meö ólöglegum hætti, lentí á einhveiju sliku flakki um höfuðborgina eða sveitir landsins, jafnvel þótt veishthöldin yrðu ekki eins mikil á þvf ferðalagi og hjá hjónarúmskjötskrokkinum þrrr í vikunni. Búpemngi landsins alls stafaði stórfelid sjúkdómahætta af slíkum ferðalögum enda ekki ástæðulaust að innflutningur á l er bannaöur. Eimskipafélagið segir kjötmark- að slnn í Sundahöfh ekíd tengjast innalandsmarkaði heldur ein- skorða sig við viðskiptí viö erlend skip. Engu að síður er Ijóst að til- vist fdötmarkaðarins er f beinni kjötbirgðir í frystiklefum hýru auga. Hvort tveggja er að almennt vantar fleiri íslendinga mat en hefðbundnara þýfl s.s. vídeótæki eða bílaútvörp og því auðvclt að koma stolnu kjöti í verð. Svo er hitt að nú virðast þjófar, einkum dmkknir þjófar, teíja kjötskrokka heppilega til félagsskapar, jafnvei svona til skrafs og ráðagerða áður en þeir líða út af í hjónarúmum sínum á kvöldin eins og nýlegt dæml bendir tíl. Þaö væri hlns vegar hreint ekkert gamanmál ef það kjöt sem Eim- sldpafélag fslands er að flytja tll Fær Eimskip útflutn- ingsbætur? Sú staðreynd að talsmenn Eim- skipafélagsins virðast láta sér það f léttu rúmi liggja þótt kjötmark- aöur þcirra í Sundahöfn sé óiög- legur, undirstrikar að fyrirtældð lítur ekld á landslög sem eitthvað sem brýnt er að virða. Garra kæmi það etód á óvart þótt það næsta sem fréttíst af kjöt- markaði Eimskips, væri að vegna þess að þar fari fram einhver um- fangsmesta útflutningsstarfsem- in á kjötí frá landlnu, eigi Óska- bamið rétt á útflutningsbótum með því. Það væri ekki í fyrsta sinn sem kolkrabbinn beittí tfl- þrifamiklum sjónhverfmgum, sem leiddu til þess að fjármagn al- mennings streymdi til hans í stríðum straumum. Er þjóðfélagið reiðubúið? Eigendur íslands „Sú spuming hlýtur að vakna, hvort þjóðfélagið í heild sé reiðubúið að ráð- ast í þann uppskurð á lífeyriskerfum fortíðarinnar sem löngu er orðinn tímabær." Þetta eru niðurlagsorð greinargerðar sem Sigurður Markús- son, stjómarformaður Sambands ísl. samvinnufélaga lét frá sér fara vegna uppjóstrana og umræðna um ríflegan lífeyri framámanna Sambandsins. Meðal þess sem fram kom í greinar- gerð Sigurðar er, að lífeyrissamningar Sambandsmanna eiga sér fyrirmyndir á fjölmörgum sviðum þjóðlífsins, svo sem í stjómsýslu hins opinbera, í bankakerfinu og íviðskiptalífinu. Það em sem sagt leikreglur þeirra sem skammta sjálflum sér laun, fríð- indi og lífeyri að taka mið hver af öðr- um til þess að búa við allt önnur og betri kjör en gengur og gerist í þjóðfé- laginu. Nomenklatúran þarf skemmri tíma til að vinna fyrir hámarkseftirlaunum og fær mun hærri prósentu af laun- um en aðrir og auk þess af margfallt hærri tekjum en annað vinnandi fólk í þjóðfélaginu nýtur. Opinberir embættismenn og for- stöðumenn ríkisstofnana, svo sem banka, þurfa hvorki að gera grein fyr- ir kaupi sínu né hlunnindum og bregðast ókvæða við þegar spurt er um kjör þeirra og telja sín einkamál. Leyndin yfir tekjum og hlunnindum opinberra starfsmanna er ekki aðeins einkamál heldur siðleysi sem ekki á að líðast í opnu þjóðfélagi. En af því að ísland með gögnum og gæðum er eign nomenklatúru sem tekið hefur sér sjálfdæmi um að skammta sér lífskjör, kemst hún upp með að leyna feng sínum. Til þessa hefur alltaf tekist að kæfa alla umræðu um lífeyri nomenklatúr- unnar og hvemig hið opinbera hyglar sér og sínum á kostnað annarra lands- manna. Það er því borin von að eigendur ís- lands séu reiðubúir að ráðast í þann uppskurð á lífeyriskerfum fortíðar- innar sem Sigurður Markússon telur að sé löngu tímabær. í greinargerð sinni segir hann, varfæmislega að vísu, hvemig hátekjufólkið dregur dám hvert af öðru þegar það skammt- ar sér lífeyri og fær þannig hagstæðan samanburð til að auðgast á kostnað annarra og þarf ekki að spyrja sjálft sig neinna samviskuspuminga. Meginþorri eigenda lífeyrissjóða verður að sætta sig við lífeyris- greiðslur u n d i r mörkum tekjutrygg- ingar, sem þýðir að þeir hafa greitt 10% af launum sínum til einskis og njóta ekki góðs af. Vextir af al- mennum 1 í f e y r i s - sjóðsiánum eru heldur ekki nein bú- bót fyrir sjóðafélaga. Uppskurður á kerfunum er óhjá- kvæmilegur sama hve þeir sem betur mega spyma fótum fast við. Auðveld leið Yfirstandandi kjarasamningar eru í strandi þar sem enginn veit um hvað hægt er að semja nema að senda ríkis- sjóði reikninga. Kannski væri tæki- færi að semja um uppskurð á lífeyris- sjóðakerfum og reyna að koma á ein- hvers konar réttlæti í þeim efhum. Aðilar vinnumarkaðarins ráða yfir miklum lífeyrissjóðum og löggjafinn og ríkisstjóm hefur þegar tekið mikl- ar skuldbindingar á ríkissjóð til að standa undir eigin líf- eyri. Vel mætti útfæra það kerfi allt nánar til hagsbóta fyrir almenna laun- þega. Það þarf ekki að kosta ríkissjóð nein ósköp núna í kreppunni að lagfæra líf- eyrissjóðskerfi framtíðarinnar. Og sjóðafiirstar launþegasamtakanna geta sem best liðkað til og reynt að leggja sitt af mörkum til að jafna kjör- in með endurskipulagningu lífeyris- sjóðakerfisins. Ef þjóðarsátt á að takast um eitt eða annað, verður yfirstéttin að láta sér skiljast að hún getur ekki haldið áfram að ræna fyrirtæki og stofnanir með gjörsamlega siðlausum samn- ingum við sjálfa sig um tekjur sínar og kjör og neitað almúganum um neinar kjarabætur í skjóli kreppu og fatæktar þjóðfélagsins. Uppskurður á lífeyrissjóðakerfinu er ekki aðeins löngu tímabær heldur for- senda þess að samfélagið leysist ekki upp þegar kjaramismunurinn keyrir úr hófi fram. OÓ

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.