Tíminn - 29.04.1993, Blaðsíða 5

Tíminn - 29.04.1993, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 29. apríl 1993 Tfminn 5 Þorsteinn Antonsson: T ómleiki Nútíminn er ekki bara tækni og vísindi, heldur einnig nýir lifnað- arhættir sem tekið hafa við eftir stórstyrjaldir og hrun hug- myndafræði í orði og fram- kvæmd. Ekki er lengur um að ræða ágreining um grundvallar- hugmyndir, eins og lengst af hef- ur verið. Andstæður í mannlífinu núorðið eru hvor sínum megin við lagagreinar, við sálfræðiskil- greiningar á geðheilbrigði, milli kynþátta og þjóðflokka. Jafnvel kynin draga dám hvort af öðru. Innan samfélags okkar eru til- brigðin vissulega mörg, en meiri- háttar munur manna í milli í við- brögðum og aðferðum fyrirfinnst ekki utan fangelsa eða geðveikra- hæla. Þessar staðreyndir réttlæta hóflega einstaklingshyggju. Til sjálfsvitundar þarf andstæð- ur, ritar mannfræðingurinn Claude Lévi-Strauss. Þörfm fyrir sjálfsvitund er frumlægari flest- um öðrum. Manni verður það ósjálfrátt fyrir að leita uppi and- stæður og skerpa þær ef sljóar eru, ef setur að honum aðkenn- ingu um að sjálfsvitund hans sé ógnað. Þannig verða menn geð- illir f leiðindum sínum, finna sér rifrildisefni. Á hinn bóginn er hægt að slá á leiðann með bein- um áhrifum á líkamsstarfsemina, s.s. með reykingum. Þær draga úr ósjálfráðum viðbrögðum og þar með þörfinni fyrir andstæður. Hún er líffræðileg. Þegar skilyrði eru eðlileg svala menn þörf sinni fyrir andstæður með skynsamlegu móti, en sé til- breytingaleysið um of á maður- inn sér ekki annars kostar völ en koma sér upp andstæðum, hvað sem öllum rökum og skynsemi líður. Ef rammt kveður að um til- breytingaleysi lífsskilyrðanna, eins og þau horfa við manni, get- ur tilbreytingaleysið því leitt til ofbeldisverka, eyðileggingarstarf- semi. Hér er um það að ræða að áreitin láti viðkomandi ósnort- inn, en ekki hitt að alls ekkert gerist. Hið borgaralega samfélag er gjörræði sem hefúr gert tómið að vemdargoði sínu. Tómleika að kvöð sem kallar sffellt á ending- arlítil uppfyllingarefni. Þessi tómleiki er í senn hjúpur þessar- ar samfélagsgerðar og mergur. Fræðilega skilið lifir borgarinn í tómi sem svo sneytt er mannleg- um einkennum að tíminn getur varla talist einkenna það, ekki einu sinni fjarlægðir í mannleg- um skilningi, hvað þá réttlæti eða guð. Hinar eldri samfélags- gerðir bjuggu á hinn bóginn yfir slíkum hjálægum merkingum við samfélagið sjálft, eilífðargild- um sem töldust samviskumál, óháð rannsóknartækjum eða úr- skurðum sérfræðinga. Fomum samfélagsgerðum var kirfilega komið fyrir í heimsmynd sem bjó yfir fleiri víddum en daglegt sam- neyti manna gerði. í framkvæmd voru eilífðargildin meira eða minna bundin stofnunum um túlkun og við þær stofnanir að etja um merkingar þeirra. En það var þó alltaf á meðfæri einstak- lingsins að gera upp hin andlegri málefni sín eftir eigin höfði. Samfélagsgerðir nútímans hafa að mestu útrýmt slíkum hjálpar- tækjum til sjálfsvitundar. Samfé- lagið inniheldur allt sem manns- mót er að og ekki annað að leita eftir andstæðum ef skynsemin á að fá að ráða. Slík skilyrði hljóta að henta mönnum misvel. Algert tóm veldur mörgum manninum fælni og firringu, og þó mis- sterkri, og viðbrögðin eru mis- munandi. Jafnvel við tómið glfma menn, einkum listamenn, og þá af ástríðu fremur en viti. Aðrir takast á við dauða hluti, svo sem fjallatinda, til að koma sér upp andstæðum og þar með skerpa sjálfsvitundina. Þeir, sem eru svo heppnir að hafa efnin eða fag- þekkinguna, stunda rannsóknir og þá á sviðum sem eru óaðlað- andi og óskiljanleg flestum mönnum öðrum, — uns skilar hagnýtum árangri, ef til þess kemur á annað borð. Þema hvers samfélags er friður og eining fremur en samkeppni eða sundr- ung, þrátt fyrir markaðslögmál- in, og mjög mismunandi eftir manngerðum hverrar hógværðar er að vænta í þessum efnum. Mörgum dugar samkeppnin manna í milli til sjálfsvitundar, en sérhæfast að sama skapi. Þar umfram leggur sálarheimur vit- undariðnaðarins mönnum til glímu við andstæður og skilyrði til sjálfsvitundar. Höfundur er rtthöfundur. Umsögn um listsýningu Það er ekki oft sem undirritaður sér sýningar sem koma jafti mikið á óvart eins og sýning Gríms Mar- inós Steindórssonar í Perlunni. Málmverkin voru hreinustu perlur í Perlunni, en því miður lauk sýn- ingunni 18. apríl. Það að sýna jafn- framt upphafsverk sín í kjallaran- um sýnir bæði hreinskilni og dirfsku; þau eru auðvitað allt ann- ars eðlis en verkin á efri hæðinni. Þetta var sýning vegna 60 ára af- mælis Gríms Marinós og vildi hann hafa þetta yfirlit yfir ferilinn. Sumir voru óheppnir þegar þeir komu, sérstaklega þegar körfu- knattleikssýningin var, en þá var bara að koma aftur og sjá þegar ró og friður ríkti þama. Undirritaður hefur verið þama mörgum sinn- um, því það var ljóst að þama var ekki um venjulegan listamann að ræða. Sum verkanna höfðu mjög sterk áhrif, sem mögnuðust við frekari skoðun. Undirritaður kann vel að meta þá leikni sem Grímur Marinó sýnir með sinni sérstöku tækni á málminum og þeim ein- stöku Iitbrigðum sem hann nær, og hann teflir saman bemm málm- inum og þessum litbrigðum. Því miður þekkir undirritaður lista- manninn lítið sem ekkert. Önnur verk í efri sal vom góð. Grímur Marinó er samt fyrst og fremst málmlistamaður. Til hamingju, Grímur Marinó, bæði með sýningu og afmæli. Von- andi kemur aldrei til þess að verk þín verði negld öfug á veggi, eins látið myndina snúa fram, þá var al- veg sama hvar hún var á vegg, eða hvort hún var í 30,60 eða 90 gráðu og hin ágæta mynd Sveins Bjöms- horn. sonar í íslandsbanka. En það er svo Svavar Guðni Svavarsson sterk mynd að bara ef þeir hefðu Islensk máttarorð Því var spáð, árið 1990, bæði í gegnum enskan miðil, Roy Logan, og amerískan vakningarpredikara, að áhrifa íslands mundi fara mjög að gæta. Við sögðum Litháen — og Lithá- en losnaði. Við sögðum Slóvenía — og Slóv- enía slapp að mestu. Við sögðum Króatía — helst til seint — en eftir miklar hörmungar linnti þar að mestu. Við sinntum ekki Bosníu nógsam- lega, og því fór sem fór. Maðurinn Milosjevitsj verður að hníga. Sá, sem ekki lætur það til sín taka, er fylginn helstefnunni. Þorsteinn Guðjónsson varnarráðstafanir gegn „nýju“ berklaveikinni í New York í New Srientist 20. mars 1993 sagði: „Yfirvöld heilbrigðis- m&la í New York birtu í sfðustu vðm tðskipun, sem heimilar, að berídasjúklíngum sé haidið f (sóttkví) í allt að tvö ár, til að undirganglst að fullu lyfjameðferð sér Starfsmenn ustunnar telja, að setja þurfi þá f sóttkví tð að hemja vaxandi útbreiðslu berkla í New sem borgarinnar. — í tilstdpuninni eru réttindi sjúklinga tilgreind, m.a. réttur til áfrýjunar innan fimm daga frá úrskurði um flutning í sóttkvf og til lög- fræðilegrar aðstoðar á borgar- innar kostnað, cf þeir þurfa þessmeð. Heilbrigðisyfirvöldum er skyK að sýna fram á, að önnur með- ferð hafi verið reynd og ekki borið árangur og að einungis berklatilfelli eru þrisvar sinn- um fieiri en í nokkurri annarri borg f Bandarikjunum. Sjúk- lingar, sem neita að undirgang- ast að fuliu lyfjamcðferð, stuðla að útbreiðslu afbrigðis af beridum, sem læknast ekki við venjulega (standard) iyQa- meöferð. Vandinn er verri en ella, sakir „hörmulegra félags- Íegn vandamála" í borginni, að sögn Stevens Matthews, tals- manns heilbrigðismáladeildar með þeim í sóttkvf verði heilsa al- mennings varin. Kveður Matthews embættls- menn vsnta þess, að sjúklingar verði samvinnuþýðari en áður, eftir að þeir eiga flutning f sótt- kvf á hættu. Læknar og félags- ráðgjafar vænta þess líka, að þeir geti betur áttað sig á, hvers vegna sjúklingar hafa skirrst við lyfjatöku, eftir að þeir eru f sóttkví komnir, favort sem vald- ið hefur geðveila, neysla fíkni- efna eða heimiUsieysi. 200. aftakan í Ef verður af aftöku Garys Graham í Texas í dag, 29. apríl, verður það tvöhundruðasta af- takan sem framkvæmd er í Bandaríkjunum frá því að dauða- refsing var endurinnleidd þar í landi á áttunda áratugnum. Mannréttindasamtökin Am- nesty Intemational segja þetta harðan dóm um ástand mann- réttindamála í Bandaríkjunum. Samtökin fara fram á náðun af mannúðarástæðum í máli Garys Graham. Hann var fundinn sekur og dæmdur til dauða í nóvember 1981 fyrir morðið á hvítum manni, Bobby Lambert, þegar Gary var aðeins 17 ára. „Dauða- refsing er brot á helsta grund- vallarrétti mannsins — rétti til Iífs,“ segir í yfirlýsingu Amnesty International af þessu tilefni. „Hún er grimmileg, ómannúðleg og niðurlægjandi refsing sem verður að afiiema." Gary Graham fór í hungurverk- fall í byrjun þessa mánaðar og ætlaði sér að halda því áfram þar til kæmi að aftökunni. Sam- kvæmt upplýsingum Amnesty er ýmislegt sem bendir til vafa- samrar málsmeðferðar í máli hans. Sannanir um að Gary Bandaríkjunum í dag Graham hafi myrt Bobby Lam-bert voru byggðar á mjög veikum grunni og framburði aðeins eins vitnis. Eftir sakfell- inguna hafa fjórar manneskjur haldið því fram að Gary hafi ver- ið með þeim þegar morðið var framið, en dómsyfirvöld hafa neitað að taka mark á þessum vitnisburði. Sjö af átta ungum mönnum, sem bíða aftöku í Texas, eru blökkumenn eða af spænskum uppruna. Allir, utan einn, í kvið- dómnum sem dæmdi Gary voru hvítir. í blaðagreinum í Texas hefur mál Garys Graham verið borið saman við nýlegt mál 18 ára hvíts manns, sem fékk skilorðs- bundinn dóm af hvítum kvið- dómendum eftir að hafa verið ásakaður um morð á blökku- manni. Aftaka unglinga, sem voru und- ir 18 ára aldri þegar glæpurinn var framinn, er bönnuð sam- kvæmt alþjóðlegum mannrétt- indasáttmálum og samþykktum. Bandaríkin eru eitt af aðeins sjö löndum sem vitað er að hafi tek- ið unglinga af Iffi á síðasta ára- tug. Hin eru Barbados, íran, ír- ak, Nígería, Pakistan og Bangla- dess. Amnesty Intemational lýsir andstöðu sinni við notkun dauðarefsingar í öllum tilvikum og álítur hana brot á rétti hvers manns til lífs og réttinum til að þurfa ekki að þola grimmilega, ómannúðlega og niðurlægjandi meðferð eða refsingu, eins og lýst er í Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. (Fréttatilkynmng)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.