Tíminn - 29.04.1993, Blaðsíða 1

Tíminn - 29.04.1993, Blaðsíða 1
DBRra 29. apríl 1993 78. tbl. 77. árg. VERÐí LAUSASÖLU KR. 110.- Viðræður um heildarkjarasamninga úr sögunni. Formaður VMSÍ segir að rík- isstjómin hljóti að bregðast við atvinnuleysinu óháð gerð kjarasamninga: Rætt um að fram- lengja núver- andi samninga Tilraunir til að ná kjarasamningum á grundvelli yfirlýsingar ríkis- stjómarínnar frá síðustu viku virðast endanlega famar út um þúf- ur. Fulltrúar vinnuveitenda höfnuðu í gær að gera kjarasamning nema að öll félög ASÍ stæðu að slíkum samningi. Dagsbrún er ekki tilbúin til að gera samning á þessum grundvelli. Samflot ASÍ-félaga er þar með faríð út um þúfur og hvert félag mun freista þess að ná samningum viö sína viðsemjendur. Bjöm Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasambands íslands, sagði að að mati verkalýðshreyfing- arinnar hefði vantað ýmislegt inn í pakka ríkisstjómarinnar. Engu að síður hefðu mörg félög viljað gang- ast inn á hann með smávægilegum breytingum. Bjöm Grétar sagðist hafa metið það svo að eðlilegt væri að láta reyna á þetta fyrir hönd þess- ara félaga. Þessi leið hefði hins vegar reynst ófær vegna afstöðu vinnu- veitenda. Bjöm Grétar sagði að félögin og sambönd þeirra myndu athuga mál- in á næstu dögum. Þau myndu Netabátur fórst á Faxaflóa í fyrrakvöld; w m ■ ■■ en tveggja er enn saknað Þremur mönnum var bjargað en tveggja ungra manna er saknaö eftir að 10 tonna netabátur, Sæberg AK frá Akranesi, sökk á Faxaflóa í fyrrakvöld. væntanlega athuga þann möguleika að framlengja á einhvem hátt nú- gildandi samninga með það að markmiði að ná orlofsuppbótinni og launabótunum. Aðspurður um hvort til greina kæmi að fara út í aðgerðir til að þrýsta á um gerð samninga sagði Bjöm Grétar að það væri mat margra í verkalýðshreyfingunni að það væri rétt að athuga síðar á árinu upp á nýtt hina efnahagslegu stöðu og vígstöðu hreyfingarinnar. Bjöm Grétar sagði að það hefði þurft að þrýsta fast á ríkisstjómina til að setja á blað tillögur í atvinnu- málum. Hann sagðist hins vegar ekki líta svo á að sú niðurstaða sem nú er orðin þýddi að ekkert yrði gert til að berjast gegn atvinnuleysinu af hálfu ríkisstjómarinnar. „Það sem hefur verið fjallað hvað mest um í þessu samningaferli em atvinnumálin. Ég lít svo á að ríkis- stjómin geti ekki undanskilið sig frá því að bera ábyrgð í þessum mála- flokki burtséð frá kjarasamningum. Það væri mjög einkennileg staða ef stjórnvöld gætu einfaldlega hengt öll vandamál sem þau ættu að leysa á einhvem kjarasamning. Það er að mínu mati óábyrg afstaða," sagði Bjöm Grétar. -EÓ Óbreytt lög um stjórn fiskveiða Þeir eru stórir og fallegir fiskamir sem landað er á Höfn í Homafirði þessa dagana. Þrátt fyrír góöan afla eru erfiðleik- amir miklir í sjávarútveginum. Erfiöleikamir voru ræddir á Alþingi í gær. Ekki em horfur á að þaðan komi neytt hjálp- ræði á næstunni fiskvinnslu eða útgerð til handa. Þaö síö- asta sem er að frétta af afskiptum (afskiptaleysi) Alþingis af sjávarútvegsmálum er að stjómarflokkamir ná ekki sam- komulagi um endurskoðun laga um stjóm fiskveiða. Sjá nánar í frétt á blaðsíðu 3. Báturinn var á netaveiðum er slysiö varð norðvestur af svo- nefndum Hraunhólum á Faxa- flóa. Er verið var að draga inn net reið *tór sjófylla yfir bátinn og lagði hann á hliöina á Ör- skotsstund en talsvcrður afli var um borð. Strax í fyrrakvöld hófst feit af landi og sjó þar sem báturinn haföi ekki tilkynnt sig tíl tilkyxm- ingaskyldunnar. Jafnframt varð vart við neyðarmerítí sem erfift- iega gekk aft staðsetja en tókst þó að Jokum. Skömmu sfftar efta um kl. tvö í fyrrinótt fundu skip- verjar á Freyju björgunarbát meft þremur skipverjum innan borðs og var komift meft þá tii Njarft- víkur í gærmorgun. f gær stóft yfir lelt á sjó og úr lofti aft þeim tveimur sem sakn- aft er. Báftlr björgunarbátar Sæ- bergs AK fundust, svo og björg- unarhringir. Lítift brak fannst úr bátnum. Skílyrði til leitar vora erfift og gekk yfir dimmt skúra- veður með um sjö vindstigum. Leit var hætt síðdegis og á að meta í dag hvort áfram verði leit- að. -HÞ Það virðist erfitt fyrir skóla að verjast ágengni markaðsaflanna: Gert út á skólanema Skólanemendur virðast vera mjög eftirsóttur hópur markaðsafla. Ný- lega fréttist af nemendum í eldri bekk í einum af grunnskóla höfuðborgar- svæðisins sem heimsóttu gos- drykkjaverksmiðju og fengu að drekka þar gosdiykki að vild og voru ieystir út með gjöfum að lnkinni heimsókninni. Slysahætta af veitingasölu Stjóm Ungmennafélagsins Fjölnls mótmælir staðsetningu veit- ingasölu og bensínstöóvar við Gagnveg og telur að henni fylgi aukin slysahætta. Bent er á að um 500 metrar séu í næstu bensín- stöö. Eigandl veitingasölunnar er framkvæmdastjórí þingflokks Sjálfstæðisflokksins. í borgarráði í gær var lagt fram bréf Fjölnis stfiað til borgarstjóra. Þar seg- ir að aukin þjónusta sé af hinu góða en hún megi ekki skapa aukna slysa- hættu fyrir bömin í hverfinu. Þá er talað um að það hafi komið stjómarmönnum á óvart að borgarráð skyldi hafa samþykkt staðsetningu á veitingasölu ofan við Gagnveg fyrir of- an íþróttasvæði félagsins þar sem gert var ráð fyrir 75 bílastæðum fyrir íþróttamiðstöð og íþróttasvæði félags- ins. ,J>að kom einna mest á óvart að skipulagi á svæði sem tengdist íþróttasvæðinu væri breytt án sam- ráðs við stjóm félagsins og að ekki hefði farið fram grenndarkynning á fyrirhugaðri breytingu," segir í bréf- inu. Þá er vakin athygli á því að sum- arið 1992 hafi félagið óskað eftir hraðahindmn á Fjallkonuveg við gatnamótin á Fannafold til að draga úr slysahættu fyrir böm. „Með til- komu væntanlegrar veitingasölu við Gagnveg mun umferð um þessi gatna- mót aukast enn frekar," segir í bréfinu og bent er á að það leiði til aukinnar slysahættufyrirböminfhverfinu. HÞ „Það á ekki að fara bara til að fara eitthvað, „segir Unnur Halldórsdótt- ir, tormaður Samfoks sem eru sam- tök foreldra grunnskólanemenda, og vitnar til samþykktar skólamála- ráðs þar sem kveðið er á um að halda auglýsendum sem mest frá skólanemum. Hún tekur undir þá skoðun að kynnisferðir nemenda í fyrirtæki eigi að taka mið af námi þeirra og verjast verði dulbúnum auglýsing- um. „Það er skylda skólans að ýta undir hollustu og heilbrigða lifnaðar- hætti. Það eru allir sammála um að gosþambið sé of mikið,“ segir Unn- ur. Hún vitnar til samþykktar skóla- málaráðs þar sem kveðið er á um að halda auglýsendum sem mest frá skólanemum. „Það er til dæmis al- menn regla að ekki megi dreifa aug- lýsingum inn í skólastofur," segir Unnur. Hún tekur undir sjónarmið um að efla beri tengsl atvinnulífs og skóla en finnst að alltaf verði að meta þær forsendur sem búa að baki. „Við þurfum alltaf að halda vöku okkar fyrir því að slíkar kynningar séu í samhengi við nám og kennslu," seg- ir Unnur og telur að það þurfi einn- ig að vera í samhengi við kynningu á öðrum vinnustöðum. Unnur er þeirrar skoðunar að að það þurfi að fara varlega í þessum samskiptum og ýmis álitamál komi oft upp. „Við höfum t.d. ekkert sagt þó að Mjólkurdagsnefnd bjóði skól- um í heimsóknir í Mjólkursamsöl- una. Þar hefúr bömunum verið gef- in Kókómjólk og þau leidd í gegn um fyrirtækið," segir Unnur en tel- ur þó að það sé réttlætanlegt þar sem mjólkurvinnsla tengist náms- efni ákveðins aldurshóps. „Þá kom það upp að Mjólkursam- salan vildi koma af stað mjólkur- þambskeppni þar sem sigurvegarinn yrði mjólkurkóngur skólans. Þessu var hafnað í skólamálaráði," segir Unnur. -HÞ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.