Tíminn - 04.06.1993, Blaðsíða 3
Föstudagur 4. júní 1993
Tíminn 3
Borgarstjóri um tveggja milljarða halla á borgarjóði:
Afleiðing verra
efnahagsástands
Á borgarstjómarfundi í gær var
m.a. rætt um niðurstöðu árs-
reikninga borgarsjóðs. Sam-
kvæmt honum versnaði pen-
ingaleg staða Reykjavíkurborg-
ar um 2.193 millj. á síðasta ári.
Gjöld ársins voru 1.915 millj kr.
umíram skatttekjur í stað 771
millj kr„ samkvæmt fjárhags-
áaetlun meirihhitans í upphafi
árs 1992 og skuldir jukust um
rúma tvo milljarða kr. í stað 400
millj kr.
Hér fara á eftir viðbrögð nokk-
urra borgarfulltrúa við þessum
halla.
Markús Öm Antonsson borgarstjóri segir að niðurstöður ársreikn-
ings borgarsjóðs beri með sér að Reykjavíkurborg verði að horfast
í augu við afleiðingar af versnandi efnahagsástandi í landinu og at-
vinnuleysi. „Það leiöirtil þess að skatttekjurtil borgarínnar eru 700
millj. kr. lægrí á síðasta árí heldur en áætlað hafði verið," segir
Markús.
í fjárhagsáætlun borgarínnar fyrír áríð 1992 var gert ráð fyrir 400
millj. kr. lántöku en í árslok höfðu um tveir milljarðar kr. verið tekn-
ir að láni. í hverju felst þessi mikli munur?
Markús segir að 400 milljónir hafi
verið teknar að láni vegna holræsa-
framkvæmda. „Það var gert til að
geta haldið áfram eðlilegum hraða í
þeim aðgerðum," segir Markús og
vísar til samstarfs sveitarfélaga á
höfuðborgarsvæðinu.
„Tekjur borgarsjóðs urðu 700 millj.
kr. lægri heldur en áætlanir gerður
ráð fyrir. Stór hluti af því voru af-
skriftir af eldri skuldum sem koma
til lækkunar tekna. Síðan bættust
við aukafjárveitingar með samþykkt
borgarráðs á ýmsum tímum. Þegar
þetta er allt lagt saman er kominn
mismunur upp á rúmar 1.100 millj.
kr. Það var til að mæta honum sem
ákveðið var að taka lán upp á 2.5
milljarða til sjö ára í stað þess að
vera með þetta sem hækkun á yfir-
drætti á hlaupareikning. Fyrri
helmingurinn 1.2. milljarðar kom
inn á síðasta ári og kemur fram í
þessum reikningi núna. Á þessu ári
koma rúmar 1.2 milljarðar til við-
bótar. Það er gert vegna atvinnu-
ástandsins. Lengri tíma skuldir eiga
því enn eftir að vaxa,“ segir Markús.
„Við töldum okkur eiga að efla at-
vinnustigið og stuðla að því að
skólafólk fengi sumarvinnu. Þess
vegna ætti það ekki að koma nein-
um á óvart að skuldir Reykjavíkur-
borgar hafi hækkað á milli ára,“ seg-
ir Markús.
Um það hvemig bregðast eigi við
þessum halla á borgarsjóði segir
Markús: „Reynslan á þessu ári sýnir
að við erum miklu nær réttum nið-
urstöðum varðandi tekjurnar held-
ur en við vomm þegar við vomm
þegar við vomm að fara inn í þetta
atvinnuleysisástand."
„Nú hefur þetta atvinnuleysisstig
haldist nokkuð óbreytt í nokkurn
tíma. Við tókum mið af reynslu síð-
asta árs þegar áætlunin var sett upp
fyrir árið í ár. Það sem af er þessu ári
sýnir reynslan að staðgreiðsla út-
svara er miklu meira í takt við það
sem áætlunin gerði ráð fyrir í árs-
byrjun heldur en í fyrra. Við emm
famir að sjá betur hver þessi raun-
verulega staða er,“ segir Markús.
Þá bendir hann á að borgin standi
um þessar mundir fyrir aðgerðum
til að veita fólki atvinnu og vitnar til
yfirlýsinga meirihlutans um síðustu
áramót um að framkvæmdastig yrði
svipað og verið hefur. „Þetta er sagt
og gert við allt önnur og lakari skil-
yrði heldur en áður hjá borginni,"
segir Markús og bætir við að lengri
tfma skuldir eigi enn eftir að vaxa.
„Við horfumst fullkomlega í augu
við það,“ bætir hann við. -HÞ
Kristín Á. Ólafsdóttir, borgarfulltrúi Nýs vettvangs:
Hallinn meiri
Heyrir akstur á rauðu Ijósi brátt sögunni til? * *
Liósalöaaur(( aóms ^ fyrir
\^W 1 I „Það fyrsta sem blasir viö er hvemig fjárhagsáætlun þeirra í fyrr
& hvellsprakk. Hallinn sýnir það svart á hvitu og er jafnvel enn mei
þig á rauðu Ijósi
„Það fyrsta sem blasir við er hvemig fjárhagsáætlun þeirra í fyrra
hvellsprakk. Hallinn sýnir það svart á hvítu og er jafnvel enn meiri
en ég hafðl séð fyrir,“ segir Krístín Á. Ólafsdóttir, borgarfulltrúi
Nýs vettvangs.
Ökumaður ekur yfir á rauðu Ijósi og lítur í kríng um sig skömm-
ustulegur. Honum léttir þegar hann sér að engin lögregla er nálæg.
Það er samt hætt við að þessi ökumaður þurfi brátt aö hætta þess-
um slæma ósið því aö jafnvel á þessu árí má búast við að komið
verði fyrir myndavél við flest aðalumferðargatnamót borgarinnar
sem myndar þá sem gerast sekir um að aka yfir á rauðu Ijósi.
Tillaga þessa efnis var lögð fyrir
borgarstjóm í gær. Myndavélamar
ganga undir nafninu rauðaksturs-
myndavélar eða ljósalöggur.
í minnispunktum umferðar-
nefndar Reykjavíkurborgar er vís-
að til reynslu Breta sem telja að
þessar myndavélar hafi fækkað
slysum vegna aksturs á rauðu ljósi
um þriðjung. Á sumum stöðum er
talið samkvæmt sömu heimildum
að alvarlegum umferðarslysum
hafi fækkað um rúm 60%.
Tillaga um notkun myndavélar-
innar kom fram í svonefndum
svartblettatillögum umferðar-
neftidar sem lögð var fyrir borgar-
stjóm f gær. Að sögn Margrétar
Sæmundsdóttur sem sæti á í um-
ferðamefnd geta sökudólgamir átt
von á að fá heimsendan gíróseðil
með áfastri mynd af verknaðinum.
Margrét segir ekki afráðið hvem-
ig framkvæmdin verður hér á
landi en í Noregi fær sá sem er
myndaður við að aka yfir á rauðu
ljósi, mkkun í pósti með áfestri
ljósmynd af verknaðinum. Vilji
viðkomandi ekki samþykkja að
hafa ekið yfir á rauðu ljósi er hon-
um boðið að koma niður á lög-
reglustöð og skoða myndband.
Hún segir að ekki sé ljóst hvenær
ökumenn megi búast við þessu al-
sjáandi auga við umferðarljós en á
von á að það geti orðið á þessu ári
eða f upphafi næsta árs. í fyrstu
verði keypt ein myndavél sem
komið verði fyrir á víxl við stærstu
gatnamót borgarinnar. Ökumenn
geta þó ekki áttað sig á hvar
myndavélina verði að finna því
henni er komið fyrir í lokuðum
kassa en þeir verða alls sex að tölu
við jafnmörg gatnamót borgarinn-
ar. -HÞ
Kristín rifjar upp umræður um
fjárhagsáætlun fyrir árið 1992. „Þá
lögðum við hjá Nýjum vettvangi að-
aláhersluna á það að fjárhagsáætlun
meirihlutans væri fullkomlega
óraunhæf. Þar var áætlað að inn
kæmu meiri tekjur heldur en við sá-
um fyrir í ljósi atvinnuástandsins,"
segir Kristín.
-HÞ
Charles Egill Hirt ófundinn:
Víðtæk leit á
Snæfellsnesi
Mikil en árangurslaus leit hefur staðið yfir undanfama sólar-
hringa á Snæfellsnesi að Charíes Agli Hirt, 29 ára gömlum
Kópavogsbúa.
Deilt um túlkun laga um hópuppsagnir. Bankamenn:
Snertir réttarstöðu
alls launafólks
„Þaö er mjög brýnt og nauðsynlegt fyrír allt launafólk aö fá úr
því skoríö hvað felst í lögum um hópuppsagnir. Þegar lögin
voru sett var það samdóma álit stjómmálamanna að með lög-
unum værí veríð að bæta réttarstöðu hins hins almenna launa-
manns,“ segir Baldur Óskarsson, framkvæmdastjórí Sam-
bands íslenskra bankamanna.
Bankamenn eru þessa dagana
að velta fyrir sér með hvaða hætti
staðið verði að málshöfðun gegn
Landsbankanum vegna meintra
brota hans á lögum um hópupp-
sagnir þegar 76 starfsmönnum
Landsbankans var sagt upp á dög-
unum. Verði farið í mál verður
það að öllum líkindum próftnál en
ekki liggur fyrir hvort það verður
sótt fyrir Félagsdómi eða almenn-
um dómstólum.
Bankamenn telja að Landsbank-
inn hafi brotið lög um hópupp-
sagnir með því að tilkynna ekki
vinnumiðlun um uppsagnir
starfsmanna bankans 30 dögum
áður en viðkomandi starfsmenn
fengu tilkynningu þar um. Þessi
túlkun bankamanna á lögunum er
m.a. studd lögfræðiáliti Sveins
Sveinssonar hdl. sem send var
Landsbankanum. Af þeim sökum
kröfðust bankamenn þess að
Landsbankinn afturkallaði upp-
sagnir 76 starfsmanna en því
hafnaði bankinn.
Landsbankamenn halda því hins
vegar fram að þeir hafi staðið lög-
lega að uppsögnunum og bera
m.a. fyrir sér túlkun vinnumála-
skrifstofu félagsmálaráðuneytis-
ins þar um. Samkvæmt túlkun
bankans og vinnumálaskrifstof-
unnnar nægir að tilkynna vinnu-
miðlun um hópuppsagnir tveim-
ur mánuðum áður en viðkomandi
uppsagnir taka gildi. Jafnframt
vísa þeir til þess að uppsagnar-
frestur starfsmannanna sé frá
þremur og upp í sex mánuði.
-grh
Um 70 björgunarsveitarmenn úr
sex björgunarsveitum með leitar-
hunda ásamt þyrlu Landhelgis-
gæslunnar hafa leitað í nágrenni
Olafsvíkur þar sem síðast sást til
mannsins að því talið er.
Charles Egill Hirt fór að heiman
frá sér snemma á þriðjudag. Fólk
víða um land telur sig hafa séð til
ferða hans og eru allar vísbending-
ar kannaðar rækilega.
Charles Egill er 185 cm á hæð,
grannur, dökkhærður með þykkt,
frekar sítt hár. Hann er trúlega í
ljósum frakka, ljósum buxum,
ljósum bol, grárri vestispeysu og
strigaskóm.
Miðstjóm ASÍ lýsir yfir furðu á starfsháttum Lands-
y bankans:
ASI styður
bankamenn
Miöstjóm Alþýðusambands íslands lýsir einróma yfir stuðningi
við baráttu Sambands íslenskra bankamanna fyrír réttindum fé-
laga slnna og fyrir því að leysa vandamál bankans á farsælan hátt
í ályktun miðstjómarinnar er lýst
yfir furðu á starfsháttum stjórnenda
Landsbankans gagnvart starfsfólki
sfnu og SÍB. Miðstjómin átelur
stjómendur bankans fyrir að hafna
samstarfi við stéttarfélag banka-
manna við að reyna að ná árangri
við hagræðingu í bankanum og tel-
ur það reyndar með öllu óskiljan-
legt. Jafnframt telur miðstjómin að
ekki verði séð að skyndiuppsögn
fjölda starfsmanna Landsbankans
bæti rekstrarstöðu bankans í bráð.
-grh