Tíminn - 04.06.1993, Blaðsíða 1

Tíminn - 04.06.1993, Blaðsíða 1
HHBBB Föstudagur 4. júní 1993 103. tbl. 77. árg. VERÐ(LAUSASÖLU KR. 110.- Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi bendir á uggvænlega skuldastöðu borgarsjóðs: Skuldir á hvern borgarbúa tvöfaldast á þremur árum „Á þremur árum hafa skuldir á hvem borgarbúa tvöfaldast. Þær vom 36.000 kr. á hvem íbúa í árslok 1989 en voru orðnar 72.000 kr. árið 1992. Það ár er hallinn orðinn tæpir tveir milljarðar sem sam- svarar 20 milljarða kr. halla á ríkissjóði. Langtímalán hafa aukist um tvo milljarða kr. sem samsvarar öllum byggingaframkvæmdum m.a. i mennta-, heilbrígðis- og dagvistunarmálum," segir Sigrún Magnúsdóttur, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins. „Þessi ársreikningur sýnir glögglega þá kollsteypu sem orðið hef- ur á fjárhag borgarsjóðs á sfðustu ámm og keyrír um þverbak á ár- inu 1992,“ segir Sigrún. Sigrún bendir á að langtímalán hafi aukist um rúma tvo milljarða kr. á árinu. „Það samsvarar því að fimmta hver króna sem við ráðstöf- uðum 1992 sé tekin að láni,“ segir Sigrún. Hún bendir á að það sam- svari því að allar byggingafram- kvæmdir borgarinnar í skóla-, dag- vistunar-, öldrunar-, íþrótta-, mennta-, heilbrigðis- og umhverfis- málum hafi verið gerðar fyrir lánsfé. „Þetta er uggvænleg staða hjá okk- ar ágætu borg og hlýtur að hvetja til endurskoðunar og endurmats á störfúm okkar, sérstaklega meiri- hlutans, áður en Iengra er haldið. Hvar er nú hin trausta fjármála- stjóm Sjálfstæðismanna?“ spyr Sig- rún. Hún vill að að borgarráði verði hið fyrsta kynnt staða borgarsjóðs fyrstu fimm mánuði þessa árs. -HÞ Sjá einnig blaðsíðu 3 Samdráttur í atvinnulífinu á Norðurlandi hefur áhrif á fjárhagsafkomu verkalýðsfélagsins Einingar, sem var rekið með 600 þúsund króna halla á síðasta ári: Bótagreiðslur skornar niður Á nýafstöðnum aðalfundi verkalýðsfélagsins Einingar, sem hald- inn var á Akureyrí, var ákveðið að lækka bótagreiðslur úr sjúkra- sjóði sem var rekinn með nær þríggja milljón króna halla á síðasta árí. Ennfremur var ákveðið að taka rekstur félagsins til endurskoð- unar í Ijósi þess að félagið var rekið með 600 þúsund króna halla í fýrra. Ameriskur hafnabolti á erf- itt uppdráttar hér meðal unglinga: Körfubolt- inn vinsæl- astur Ameríski hafriaboltinn sem virt- ist ætla að nema land hér á síð- asta ári, á erfiðara uppdráttar nú að því er afgreiðslufólk í verslun- inni Byggt og búið segir. Nokkur áhugi á íþróttinni gerði vart við sig í fyrrasumar en virðist hafa dalað aftur ef marka má sölu á kylfum, gripglófum og öðmm búnaði til íþróttarinnar. Körfuboltinn er hins vegar tískuíþróttin í sumar. I verslun- inni Byggt og búið fengust þær upplýsingar að mikil sala væri á körfuboltavörum. Fólk á öllum aldri kaupir körfuboltavömr en yfirleitt em það þó stálpaðir strákar. -GKG. Samkvæmt ákvörðun aðalfundarins vom bótagreiðslur úr sjúkrasjóði lækkaðar um 45 krónur á dag miðað við 100% greiðslur og einnig var ákveðið að lækka útfarastyrk úr rúm- um 123 þúsundum í 90 þúsund krón- ur. Útfarakostnaður er talin nema um 100 þúsund krónum þar nyrðra, sam- kvæmt upplýsingum frá skrifstofu fé- lagsins. En alls námu greiðslur úr sjúkrasjóðnum 23,2 miljónum króna í fýrra. En sjúkrasjóður félagsins end- urgreiðir m.a. kostnað félagsmanna vegna sjúkraþjálfunar og vegna krabbameinsleitar. Höfuðástæðan fyrir versnandi fjár- hagsafkomu félagsins er vegna þess samdráttar sem orðið hefur í atvinnu- Iífinu á félagssvæði Einingar á undan- fömum missemm og ámm. Þegar vinnutekjur dragast saman, minnkar líka það sem félagið fær í formi félags- gjalda og einnig greiðslur atvinnurek- enda til sjúkrasjóðs, orlofssjóðs og fræðslusjóðs. Auk þess hafa félags- menn Einingar ekki farið varhluta af atvinnuleysinu og hefur atvinnuleysið mælst um og yfir 10%. Mun fleiri konur em í Verkalýðsfélag- inu Einingu eða 2427 á móti 1362 körlum, eða samtals 3789 virkir fé- lagsmenn. Til viðbótar em 896 aukafé- lagar og því em félagsmenn alls 4685. Aðalfélagar skiptast þannig á milli deilda félagsins að í Akureyrardeild em 2846, 401 í Dalvíkurdeild, 255 í Ólafsfirði, 121 í Grenivíkurdeild, 105 í Hrísey og í Bflstjóradeild em alls 61 félagi. Félagið fagnaði 30 ára afmæli í febrú- ar sl. og í tilefni þeirra tímamóta var ákveðið að ráða Þorstein Jónatansson til að rita sögu félagsins og þeirra fé- laga, sem vom fyrirrennarar þess eða hafa sameinast því í tímans rás. En alls er hér um að ræða 18 stéttarfélög sem hafa starfað þar nyrðra f lengri eða skemmri tíma. Á aðalfundinum var stjóm félagsins endurkjörin en for- maður þess er Bjöm Snæbjömsson. -grh Forsætisráðherra kynnti stjómarandstöðunni tillögu sína um nefndarskipan: Davíð kallar stjórnar- andstöðuna á sinn fund Davíð Oddsson forsætisráðherra kallaði forystumenn stjómarand- stöðunnar til sín í gær til að kynna þeim með formlegum hætti tll- lögu sína um sklpan nefndar sem komi með tillögur um viðbrögð við vanda sjávarútvegsins. Fulltrúar stjómarandstöðunnar lýstu sig tilbúna til samráðs viö ríkisstjómina, en lögðu til að henni yrði fundinn annar farvegur en Davíð hefur lagt fram. Halldór Ásgrímsson, varaformað- ur Framsóknarflokksins, sagði að engin niðurstaða hefði orðið á fund- inum. Forsætisráðherra hefði kynnt þá tillögu sem hann hefur þegar kynnt í fjölmiðlum. Halldór sagði að næsta skref í málinu yrði væntan- lega tekið á ríkisstjórnarfundi næsta þriðjudag, en þá er gert ráð fyrir að stjórnin afgreiddi formlega tillögu forsætisráðherra. „Við erum tilbúnir til samráðs við Gunnlaugur Stefánsson, varaforseti Alþingis, segir hafa verið óþarft að kalla Al- þingi saman vegna bráðabirgðalaganna: Enginn ágreinmgur um málið Gunnlaugur Stefánsson, varaforseti Alþingis, telur ekki að þörf hefði veríð á því að kalla saman Alþingi til að afgreiða lög um efna- hagsaðgerðir vegna kjarasamninga, en lögin voru sett með bráða- birgðalögum. Gunnlaugur tekur því ekki undir með Salome Þorkelsdóttur, forseta Alþingis, sem sagði við Tímann í gær að rétt hefði verið að kanna hvort stjómarandstaðan væri til viðræðu um að afgreiða lögin á Al- þingi á skömmum tfma. Gunnlaugur sagði að þau efnisat- riði sem bráðabirgðalögin fjalla um hafi verið rædd nokkuð ítarlega á Alþingi áður en þingmenn fóru í sumarfrí. „Ég hef ekki orðið var við að það hafi komið fram neinn ágreiningur frá stjómarandstöð- unni eða innan stjórnarliðsins um efni bráðabirgðalaganna. Þannig að mér virðist að það ríki góð sam- staða um bráðabirgðalögin sem slík. Hefði aftur á móti verið um viðkvæm ágreiningsmál að ræða milli stjómar og stjómarandstöðu, að ég tali nú ekki um innan stjóm- arliðsins, hefði legið beint við að kalla saman þing,“ sagði Gunnlaug- ur. -EÓ ríkisstjórnina á pólitískum vett- vangi og sá pólitíski vettvangur er að sjálfsögðu Alþingi og nefndir þingsins, en jafnframt emm við til- búnir til að eiga samtöl við ríkis- stjómina um þessi alvarlegu mál. Við höfum hins vegar verið heldur neikvæðir gagnvart því að taka þátt í sameiginlegri nefnd fulltrúa ráðu- neytanna og stjórnarandstöðuflokk- anna,“ sagði Halldór. Halldór sagðist ekkert geta spáð um það hvort forsætisráðherra breyti tillögu sinni þegar hún kem- ur til umfjöllunar á ríkisstjómar- fundi næstkomandi þriðjudag. „Það er greinilegt að þessi tillaga hefur komið ýmsum ráðherrum ríkis- stjómarinnar á óvart og við munum að sjálfsögðu bíða eftir afgreiðslu ríkisstjómarinnar á henni," sagði Halldór. Afstaða Alþýðubandalagsins og Kvennalista er svipuð til málsins. Flokkamir gagnrýna hvemig málið ber að og gagnrýna hvemig nefndin á að vera skipuð, þ.e. að í nefndinni skuli ekki eiga sæti pólitískir full- trúar stjómarflokkanna. Hins vegar hafa flokkamir allir lýst sig tilbúna til samráðs við ríkisstjómina. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.