Tíminn - 04.06.1993, Blaðsíða 7

Tíminn - 04.06.1993, Blaðsíða 7
Föstudagur 4. júní 1993 Tíminn 7 Tlmamynd Aml Bjama Slgfrfð Þórísdóttir aö störfum í fyrírtæklnu. Sigfríð Þórisdóttir kryddsölukona efnir til kryddátaks: Boðskapurum breytt hugarfar Kryddátaki fyrirtækisins Pottagaldra var hleypt af stokkunum í dag og stendur það í þrjá daga. Átakið felst í því að íslenskt lambakjöt verður kryddað meö kryddi og jurtablöndum frá Pottagöldrum í kjötborðum helstu verslana í Reykjavík. Sigfríð Þórisdóttir er stofnandi sem og eigandi fyrirtækisins. Fyrir fjórum árum síðan var hún at- vinnulaus og tók þá upp á því að búa til krydd í eldhúsinu sínu og selja í Kolaportinu. Umsvifin jukust stöðugt og í febrúar sl. stofnaði hún Pottagaldra. „Ég hef alltaf haft áhuga á mat og man eftir mér pínulítilli uppi á stól inni í eldhúsi hjá mömmu að hræra sósulitnum út í sósuna," segir Sig- fríð. Hún hefur jafnan haft mörg jám í eldinum. Hún hefúr til dæmis unn- ið sem dýrahjúkrunarkona í 8 ár og ekki er langt síðan hún útskrifaðist sem iðnrekstrarfræðingur. Þá rak hún matsölustaðinn Krákuna, sem var til húsa á Laugavegi 22. Sigfríð lætur atvinnumál lands- manna sig miklu varða og hefur ný- lega sótt um styrk til atvinnumála- nefndar til að fá laun greidd til starfskrafts í hálfu starfi, þangað til fyrirtækið verður stöndugra. „Meirihluti atvinnulausra em konur og þær hafa verið að fórna sér fyrir karla í tugþúsundir ára. Þær eru meiri vitsmunaverur en þeir og hafa áunnið sér meira inn- sæi í gegnum fórnina. Konur ættu að líta á hana sem tækifæri til enn meiri þroska," segir Sigfríð. „Ég vil líka koma á framfæri boðskap um breytt hugarfar, því hugarfarið skiptir miklu máli þegar matur er annars vegar. Ég hvet því fólk til að gera hvem matmálstíma að nota- legri stund, þar sem heimilisfólkið spjallar jákvætt saman um leið og það borðar góðan mat.“ Eins og er selja Pottagaldrar ein- ungis krydd í verslanir, en Sigfríð hyggst færa út kvíamar og selja kryddjurtaolíu, sem og ýmsa gjafa- vöm sem tengist mat. Síðasta vetur hlaut hún svo viður- kenningar úr minningarsjóði dr. Halldórs Pálssonar búnaðarmála- stjóra fyrir tilbúna rétti úr lamba- kjöti. „Ég held mikið upp á íslenska lambakjötið vegna hreinleika þess. Viðurkenningarnar, sem ég hlaut, vom skilaboð til mín um að halda áfram með þá starfsemi sem ég hafði þegar hafið. Ég afréð því að færa mig úr eldhúsinu heima hjá mér í eigið fyrirtæki. Ég líki matar- gerð gjaman við það að mála mál- verk. Maturinn er einsog striginn, litimir em kryddin og penslamir em hugur og hönd. íslendingar em að fara að nota aðra liti en aðeins sauðalitina," segir Sigfríð að lok- um. -GKG. Ný kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar á næsta leiti: Japani í aðalhlutverki Fríðrik Þór Fríðríksson kvikmyndagerðarmaður hyggur á töku nýrrar kvikmyndar í haust í samvinnu við bandarískan framleið- anda. Myndin á að heita „Cold fever“ og fjallar um Japana, sem kemur til íslands til að votta drukknuöum ættingjum sínum virð- ingu. Fríðrík er nýlega kominn frá kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi, en þar var sérstök bamasýning á mynd hans „Böm náttúmnnar". Friðrik segir að nýja myndin verði tekin hér á landi og í Japan og auk Japana í aðalhlutverki fara um 30 ís- lenskir leikarar með hlutverk í myndinni. Hann býst við að kostnaður við gerð hennar verði um 80 millj. kr., sem telst ekki há upphæð á mæli- kvarða kvikmyndagerðar. „Við ætl- um að reyna að gera hana án styrkja héðan," segir Friðrik og telur sig vera búinn að tryggja fé til kvik- myndagerðarinnar. Friðrik er nýlega kominn frá kvik- myndahátíðinni í Cannes, þar sem hann leitaði m.a. eftir fjármögnun- araðilum. „Þar var ekki skrifað und- ir samninga, en það vom allir mjög ánægðir. Ég ætla að skrifa undir samning áður en ég hef tökur á „Bíódögum", segir Friðrik og vísar til kvikmyndar sem hann hyggst hefja tökur á á næstunni. Hann segir að bandarískur kvik- myndaframleiðandi, James Stark að ntóii, kosti líklega myndina að mestu leyti. Á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi var verðlaunamynd Frið- riks, „Börn náttúmnnar", sýnd á bamasýningu. „Það var mjög skemmtilegt,“ segir Friðrik og bætir við að bamasýning á myndinni hafi ekki farið fram áður. .Myndin var sýnd ásamt fleirum, sem taldar em hafa uppeldislegt gi!di,“ segir Frið- rik og bendir á að þessar sýningar hafi verið á dagskrá samhliða keppn- inni, en ekki í tengslum við hana. „Ég kom á sýninguna þegar hún var byrjuð, og hélt að inni sæti fúll- orðið fólk, en heyrði samt ekki nema bamahlátur. Þegar ljósin vom kveikt, kom í ljós að salurinn var fullur af um níu ára börnum og ekk- ert þeirra gekk út af sýningunni," segir Friðrik, greinilega ánægður með viðtökumar, þar sem myndin hefur yfirleitt þótt njóta mikillar hylli meðal eldri kynslóðarinnar. „Bömin sátu bara stillt og þurrkuðu tár af hvörmum," heldur Friðrik áfram og segir að viðtökumar hafi komið sér á óvart Áður en Friðrik fór á kvikmynda- sýninguna í Cannes leitaði hann með logandi ljósi að dreng í aðal- hlutverk „Bíódaga". „Það hafa um 60 strákar komið í pmfumyndatöku og ætli við veljum ekki leikarann um helgina," segir Friðrik. -HÞ Landssamband aldraðra mótmælir hugmyndum stjórnvalda: Aldraðir eiga líka að fá að vinna Landssamband aldraðra hefur mót- mælt þeirri hugmynd stjómvalda að Iáta aldraða víkja af vinnumarkaðin- um fyrir þeim sem yngri eru, vegna bágs atvinnuástands. Skora þau á stjómvöld að leyfa öldmðum að vinna eins Iengi og þeim er unnL Samtökin hafa sent frá sér tillögu um atvinnumál, þar sem segir að svipting Alþingis á ígildi gmnnlíf- eyris almannatrygginga, taki aldrað- ir upp atvinnuleysisbætur, sé gróf árás á kjör þeirra. Löggjöf þessa efri- is var samþykkt á síðustu fundum Alþingis með breytingum á lögum um atvinnuleysistryggingar. Ólafur Jónsson, formaður Lands- sambandsins, segir ekki einungis tekjumar skipta aldraða máli, held- ur einnig það að halda sinni stöðu í þjóðfélaginu. „Undirbúningur er þegar hafinn hjá Ólafur Jónsson, formaöur Landssam- bands aldraöra. Tfmamynd Aml Bjama Reykjavíkurborg á því að fólk hætti þar störfum um leið og sjötugsaldri er náð. Sama hefur heyrst frá ýms- um stéttarfélögum; vilja sum þeirra ganga enn lengra og er talað um 65 ára aldurinn. Þegar svona Iög em einu sinni komin á, getur verið mjög erfitt að koma þeim af aftur," segir Ólafur. „Landlæknir hefur þegar tek- ið undir okkar málstað, enda segir hann að margsannað sé að atvinnu- leysi er skaðlegt heilsunni. Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, hefur jafn- framt lýst því yfir við samtökin að verkalýðshreyfingin styðji þau í bar- áttunni.“ Ólafur furðar sig á að viðhorf stjómvalda skuli vera óbreytt, í ljósi þess að fólk nýtur góðrar heilsu stöðugt lengur og öldruðum íjölgar jafnt og þétt í þjóðfélaginu. -GKG. Skartgripif frá Viðey smíðaðir a Arbæjarsafni Sumarstarfið er hafið á Árbæjar- safni. Að veqju verður fjölbreytt dagskrá á safninu í allt sumar. Meðal nýjunga í sumarstarfinu er að ýmis verkstæði verða opin alla daga vikunnar, nema mánu- daga, og þar verður fólk, sem kann gömul vinnubrögð, að störfum. Prentari og bókbindarar verða við vinnu í Miðhúsi, og á gull- smíðaverkstæðinu í Suðurgötu 7 verður gullsmiður að störfúm flesta daga. Hann mun vinna við að gera eftirlíkingar af skartgrip- um, sem hafa fundist við fom- leifauppgröftinn í Viðey undan- farin ár. í gamla Árbænum verður einnig fjölbreytt starfsemi, en þar sitja konur við tóvinnu alia daga. Einnig má sjá Árbæjarbóndann sinna skepnuhirðingu, en nú í sumar verður í fyrsta sinn kýr í fjósi allt sumarið, auk kinda á túni og hænsna sem vappa um víðan völl. Á sunnudaginn, sjómannadag- inn, verður dagskrá safnsins Smiðaðar veröa skelfur á ArbæJ- arsafnl f sumar. helguð sjómönnum. Sýnd verða gömul sjóklæði í eigu safnsins og fengist verður við netahnýtingu. Jón fisksali gengur um svæðið og selur harðfisk, auk þess sem Ieik- ið verður á harmóníku við Dill- onshús. Árbæjarsafn verður opið alla daga vikunnar í sumar nema mánudaga. & Tökum að Komumu okkur að skoðum'og, slágarða gerum verðtilboð Kantklippum og Upplýsingar tjarlægjum í síma heyið 41224 eftir kl. 18 Vanirmenn - Geymið auglýsinguna mA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.