Tíminn - 04.06.1993, Blaðsíða 5

Tíminn - 04.06.1993, Blaðsíða 5
Föstudagur 4. júní 1993 Tíminn 5 Þjóðverjar borga rússneskum Þjóðverjum fyrir að vera um kyrrt Katarina A. Zarya er ein af mörgum þeim þúsundum sem eru af þýsku bergi brotín og hafa snúið aftur úr útlegð í Mið-Asíu til landsins sem forfeður þeirra settust að í fyrir meira en 200 árum, við fljótið Volga í miðhluta Rússlands. Bærinn hennar heitir Bezymyannoye og er í Rússlandi. Katarina talar reiprennandi rúss- nesku, en hún getur líka talað svab- isku, mállýsku frá suðurhluta Þýska- lands, sem hún lærði af foreldrum sínum og geymdi í hjarta sínu eins og lín forfeðranna. Og hún ætlar að byggja aftur upp líf sitt hér, þar sem foreldrar hennar fæddust. Skv. samkomulagi, sem undirritað var í júlí sl., við Rússland íjármagnar þýska ríkisstjómin „aðdráttarland- nám“ í bæ Katarinu til að letja þá sem eru af þýsku þjóðemi þess að yf- irgefa fyrrverandi Sovétríki. En mörg þúsund Þjóðverjanna, þ.á m. flestir ættingjar Katarinu, kjósa heldur að nota lagalegan rétt sinn til að flytjast til Þýskalands. Katrín mikla fékk þá til staría Volgu-Þjóðverjar komu fyrst til Rússlands skv. boði Katrínar miklu keisaraynju, sem sjálf var þýsk, sem fékk þá tií að kenna Rússum þróaðri landbúnaðarvinnubrögð og aðra verkkunnáttu á ofanverðri 18. öld. En þegar nasistar gerðu innrás í Sovétríkin 1941, leysti Stalín upp hið sjálfráða lýðveldi Volgu- Þjóð- verja og flutti borgara þess, sem álitnir vom hugsanlegir njósnarar og hjálparmenn óvinarins, burt og dreifði þeim um Síberíu og Mið-As- fu. Katarina Zarya er 38 ára, en lítur út fyrir að vera 15 ámm eldri, grönn með litlaust hár og margar gulltenn- ur. „Foreldrar mínir fóm burt með litl- ar ferðatöskur," segir hún. „Alla ævi dreymdi þau um að koma hingað aft- ur. Amma mín var níræð þegar hún dó í Kazakstan, og dreymdi enn um þennan stað, foreldrar mínir dóu þar einnig og þau dreymdi líka um þennan stað.“ Foreldrar hennar töluðu ekkert nema þýsku og Katarina ólst upp í litlu þorpi í suðurhluta Kazakstan, sem heitir Gagarin. Þar eltu krakk- amir á staðnum hana og hrópuðu: „Fasisti! Fasistil" Jafnvel þegar hún var orðin fullorðin, þegar Sovétríkin féllu, hræktu böm í Kazakstan á hana og kölluðu hana öllum illum nöfnum. „Kazakamir álitu sjálfa sig meira og minna herraþjóð þar,“ segir hún. Því var það að hún fluttist, ásamt manni sínum, Úkraínumanni, á þetta sa- myrkjubú í eigu hersins, Military Sovkhoz No. 23,30 mflur suðaustur af Saratov, farið framhjá bænum Engels og pínulitla þorpinu Bezymy- annoye (sem þýðir nafnlaust) og áfram eftir holóttum sveitavegi. Þýska ríkisstjómin er að reyna að laða fólk af þýsku þjóðemi að þess- um stað með því að byggja hús, brauðgerðarhús og pylsuverk- smiðju, skóla og heilsugæslustöð, og með því að bjóða upp á námskeið í byggingarframkvæmdum í dreifbýli. Hugmyndin er sú að vinna gegn að- dráttarafli þess að flytjast til Þýska- lands, lands sem á meira en nóg með að sinna þeim sem leita hælis og fást við kostnaðinn af sameiningu lands- ins. En af þeim u.þ.b. 700 Þjóðverjum, sem em í meirihluta á þessu 1000 manna búi, hafa 80% þegar útfyllt umsóknir sínar um að flytjast úr landi, þó ekki nema til að hafa örygg- islúgu á svæði þar sem sérstöku frí'ð- indin, sem Þjóðverjamir njóta, eru litin homauga. Slétta, engin tré, en mikil for Raunvemleikinn hér er því sem næst trjálaus slétta, sem verður ein botnlaus forarvilpa á vorin og haust- in og bakast f steikjandi hita á sumr- in. Samyrkjubúið, sem nær yfir 47.000 ekrur, er yfirleitt kallað Bmni eða Rok, sem er vel við hæfi Þjóð- verjanna sem hafa síst átt storma- minna líf en aðrir í Sovétrfkjunum. Þegar Katarina er spurð hvort land- ið svari til lýsinga foreldra hennar hlær hún, ofurlítið beisklega. „Það var ekki þvílík „bardak" þegar þau bjuggu héma,“ segir hún og notar slanguryrði fyrir algera óreiðu. „Þeg- ar við komum, vomm við hissa á því að sjá engin tré. Og fólkið sagði: „Af hverju ættum við að planta trjám? Við viljum heldur fá vodkaflösku“.“ Þjóðverjar em vinnusamari en Rússar, segir hún og bergmálar þar með algengt álit, jafnvel meðal Rússa sjálfra. Sú var ástæðan til að Þjóðverjunum var boðið til Rúss- lands á sínum tíma, þegar allt kemur til alls. Þeir vom flestir menónitar Saratov/t RtíSSW,— -VEngolsX *i ) »S#íynír«nnoye Vo/psf'Milas R'vatJ ] . o 100 wkazakhstan Moskva Area of Detail Cr kazakhstan ' VolgaV) .'■Calpkr, .GEORGlA /gMHBC k/ZBBj Fyrrum Volgu- lyðveldi og rómversk-kaþólskir og bjuggu í stómm samfélögum sem vom sjálf- um sér næg. 1924 stofnuðu bolsé- vikar sjálfstjómarríkið Þýska Volgu- lýðveldið á um 11.000 fermílna svæði. Markmið samningsins, sem Bóris N. Jeltsín forseti Rússlands og Helmut Kohl kanslari Þýskalands undirrituðu í júlí 1992, er að endur- reisa lýðveldið með aðstoð Þýska- lands. En á þessum slóðum hefur verið talsverð andstaða, þar sem Rússar lögðu undir sig heimili og lönd brottfluttu Þjóðverjanna þegar Stalín leysti upp lýðveldið á fimmta áratugnum. Nú em aðeins um 30.000 Þjóðverjar á gamla svæðinu í Volgu-lýðveldinu, innan um þrjár milljónir Rússa. „Spennan á að hluta til rót í minn- ingum frá stríðinu, að hluta stafar hún af ýktum ótta og að hluta breyttu, and-vestrænu hugarfari," segir ritstjóri dagblaðs á staðnum. „Enn lifa heilmörg gömul slagorð eins og „Betri er þurr rússnesk brauðskorpa en safarík þýsk steik". Hann segir að meðal íhaldssamra stjómmálamanna sé sterk andstaða gegn sjálfstjóm og „það er auðvelt að stýra ótta fólks". Forseti sveitarstjómarinnar segir að meira en 85% manna á svæðinu séu á móti sjálfstjóm. „Það setur rússnesku Þjóðverjana í viðkvæma stöðu," segir hann. „En lögin em of grófgert tæki til að leysa þessi þjóð- Erna Miller sneri aftur til Rússlands úr útlegöinni í Kazakstan meö gömlu, þýsku fjölskyldubiblluna. Hún geröi sér vonir um aö gamla Volgulýöveldiö yröi endur- reist. Nú vill hún bera beinin I Þýskalandi. emisvandamál. Margt hefúr breyst á undanfömum 50 ámm, svo var líka stríðið og við getum ekki látið eins og það hafi ekki átt sér stað. Það væri best fyrir okkur að læra bara að búa saman.“ Allt að 5 milljónir eiga rétt á að flytjast úr landi Opinberlega em tvær milljónir manna skráðir „þýskur" í vegabréfið víðs vegar um fýrrverandi Sovétríki, þar af næstum helmingur í Kazakst- an. En séu blönduð hjónabönd og fyrrum mismunun, þegar það var betra að vera rússneskur en þýskur, tekin með í reikninginn, getur verið að allt að 5 milljónir uppfylli skilyrð- in til að fá útflutningsrétt," segir Heinrich Groth, forstjóri Wiederge- burt, eða Endurfæðjng, sem kemur fram fyrir hönd rússnesku Þjóðverj- anna. ^ ^ Þýska stjómarskráin viðurkennir þjóðemi eftir ættemi og í Þýska- landi, eins og fsrael, gilda „lög vegna endurkomu". Skv. lögunum um stríðsskaðabætur fá 225.000 Þjóð- verjar frá Austur-Evrópu og Sovét- ríkjunum að koma til Þýskalands á ári hverju, segir Horst Waffen- schmidt, ráðuneytisstjóri í þýska innanríkisráðuneytinu. Á árinu 1992 fluttust næstum 196.000 til Þýskalands frá fyrrum Sovétríkjum, og um 147.000 komu 1990 og 1991, hvort árið um sig. En 557.000 höfðu lagt inn umsókn um að flytjast þangað 1991 og 402.000 til viðbótar 1992, og Waffen- schmidt sagði að um 650.000 um- sóknir biðu úrlausnar. Um 100.000 Þjóðverjar hafa fengið Ieyfi til að flytjast inn, en hafa ekki gert það enn og „sumir þeirra eiga aldrei eftir að gera það,“ segir hann. Það hentar yfirvöldum í Bonn ágætlega. Þau eru þegar að reyna að ráða við að innlima Austur- Þýska- land og með aukna pólitíska gremju vegna innflutnings, þ.m.t. velaug- lýstar árásir á Týrki og Víetnama. Flestum fyrrverandi Sovét- Þjóðverj- um þarf að halda uppi með kostnað- arsamri aðstoð til að koma sér aftur fyrir og finna vinnu, á sama tíma og margir Austur- Þjóðverjar finna enga vinnu sjálfir. Stefna Þýskalands er ljós, en e.t.v. bjartsýn. Innanríkisráðuneytið sér fyrir stórauknum fjárframlögum til að reyna að bæta hag fólks af þýsku bergi brotið þar sem það þegar á heima, til að reyna að fá það ofan af því að koma til Þýskalands, þar sem nærveru þess er í rauninni ekki óskað. Á síðustu þrem árum hefúr Þýska- land varíð um 240 milljónum doll- ara til svæða þar sem yfirgnæfandi hluti íbúa er þýskur, í Sovétríkjun- um og Austur-Evrópu, til að bæta húsakost, menningarmiðstöðvar, verksmiðjur, bakarí o.þ.h. Aðeins fyrir árið 1993 hafa 155 milljónir dollara verið lagðar til hliðar og bíða þinglegs samþykkis. Flestir vilja fara tíl Þýskalands En mikill meirihluti Þjóðverjanna, sem nú eru dreifðir um landsvæði fyrrverandi Sovétríkja — allt að 90% að sögn Groth — vilja flytjast burt. Þýskur stjómarerindreki í Kazakst- an, sem hefur það verkefni'að reyna að fá þá ofan af því að fara, segir: „Þeir vilja ekki skapa sér betri fram- tíð hér. Þeir vilja fara.“ í fyrra fóru um 150.000 af Þjóðverj- unum burt frá Kazakstan, þó að sumir þeirra, eins og Katarina, hafi flutt sig til svokallaðra „aðdráttar- aflssvæða". „Þeir flýta sér burt,“ segir talsmað- ur forseta Kazakstans. „Okkur þykir mjög miður að missa þá, þeir kenndu mörgum Kazakanum að vinna.“ Groth segir að aðdráttaraflssamfé- lög eigi eftir að mistakast. „Ég lít hreint ekki eins jákvæðum augum á þessi verkefni og þýsk yfirvöld vilja halda fram,“ segir hann. „Þau geta ekki f raun og veru breytt ástandinu með skipulögðu byggingunum sín- um á skólum, verksmiðjum og íbúð- arhúsum. Þetta veikir aðeins um stundarsakir þrá fólksins eftir því að komast til Þýskalands. Hvaða ffam- tíð bíður þessa staðar?“ segir hann. Ema Miller er 79 ára, andlitið skor- ið djúpum hrukkum utan um inn- fallinn munninn. Hún situr í setu- stofu dóttur sinnar í Bruna og les í þýskri biblíu, sem hún tók með sér ffá Kazakstan fyrir tveim árum. Hún kom til baka með sjúkum manni sín- um, sem vildi fá hinstu hvflu nærri fæðingarstaðnum. Hann var jarð- settur fyrir hálfú ári. Þau voru flutt nauðungarflutning- um til Kazakstan 1941 og bjuggu ásamt annarri fjölskyldu í hlöðu með gæsum og svínum. Þegar þau vom rekin þaðan út, fluttu þau upp í fjöll- in þar sem 7 ára gamall sonur þeirra svalt til bana. „Það gæti verið efni í heila bók,“ segir gamla konan nú. „En ég er að gleyma því öllu.“ Þegar þau komu aftur hingað, gerðu þau sér vonir um að Volgu- Iýðveldið yrði endurreist Núna von- ast hún til að komast til Þýskalands. „Ég fer að deyja bráðum," segir hún, „og ég vildi heldur að það væri á þýskri grund.“ Vandfýsnir kaupendur nýrra húsa í Bmna, á vægðarlausri sléttunni, em verkamenn af staðnum, á samn- ingi við þýska fyrirtækið Inkoplan, að byggja hús fýrir nýju íbúana ffá Mið-Asíu. Tveggja íbúða húsin, með bröttum þökum, steinhúðuðum veggjum og bflskúr, em vísvitandi andstæða niðumíddu sovésku fjöl- býlishúsanna, sem byggð vom fýrir 10 ámm þegar samyrkjubúið var sett á stofn. Rússneskir verkamenn segja að Þjóðverjamir séu vandfýsnir við- skiptavinir, sem neiti að taka við lé- legu byggingarefni. „Áður fýrr hefð- um við bara notað það,“ segir tré- smiður einn. Þegar hefur verið lokið við rúmlega hálfan tug húsa. Og enn em til pen- ingar fýrir 58 til viðbótar. Nýtt brauðgerðarhús bakar 1000 brauð- hleifa á dag fýrir um 2,50 ísl. kr. á brauð. Ný pvlsuverksmiðja nýtir kjöt af búinu. Áætlanir liggja fýrir um nýjan skóla, menningarmiðstöð og heilsugæslustöð. Ekki skiptir minna máli að Heinz- Jörg Wobst, rússneskumælandi verkfræðingur ffá Saxlandi og fýrr- um liðsforingi í austur-þýska hem- um, er búinn að vera á staðnum síð- an í október ásamt 12 öðmm til að skipuleggja tveggja ára námskeið í byggingum í dreifbýli. Það hófst 1. mars með 23 nemendum, 13 þeirra af þýsku þjóðemi. 25 til viðbótar byrja í september, þ.á m. fimm ung- ar stúlkur. Flytja svo ekki allir til Þýskalands með nýju fagkunnáttuna? Af hverju fara nemendumir ekki bara með nýju fagkunnáttuna sína og flytja til Þýskalands? „Sumir þeirra eiga eftir að hugsa þannig," segir Wobst. „En nemendumir em áhugasamir, og ef þeim finnst þeir vera að byggja eitthvað, sem eigi eft- ir að endast, er það ekki til einskis og allir njóta góðs af.“ Þeir, sem ljúka námi, fá rússnesk prófskírteini með þýskum stimpli, en ekki þýsk vottorð sem gætu gert þeim kleift að fá byggingarvinnu í Þýskalandi. Wobst og hans fólk höfðu enga vinnu í sameinuðu Þýskalandi, þegar hann stakk upp á þessu verkefni við þýska innanníkisráðuneytið. Hann segir þýsku Rússunum að lífið sé ekki dans á rósum þar. „Þeir hlusta gaumgæfilega á hvert orð,“ segir hann. „Ég segi þeim að Austur- Þjóð- verjar séu annars flokks borgarar og rússneskir Þjóðverjar yrðu þriðja flokks. Þeir hlusta, en vilja ekki trúa því." Þegar Wobst er spurður hvort það eigi eftir að takast að halda Þjóðverj- unum kyrmm á búinu, svarar hann einfaldlega: „Það verður að takast."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.