Tíminn - 20.07.1993, Síða 3

Tíminn - 20.07.1993, Síða 3
Þriðjudagur 20. júlí 1993 Tíminn 3 Leitað að sex tonna plastbáti: Lét ekki vita af sér Umfangsmíklar fyrirspumir og leít var gerð að sex tonna plast- báti, Blakki RE, si. sunnudags- kvöld og aðfaranótt mánudags þar sem hann hafði hvorid til- kynnt sig né svarað ítrekuðum köllum í talstöð. í fyrstunni var talið að báturinn hefði ætlað frá Rifi til Suðureyr- ar í Súgandafirði en í gærmorg- un fann flugvél Landhelgisgæsl- unnar, TF-Sýn, bátinn þar sem hann var á veiðum á Breiðafirði og amaði ekkert að. Fljótlega eft- ir að vélin hafði flogið yfir bátinn tilkynnti hann sig á leið til Rifs. FVrr um nóttina höfðu varðskip og TF-Sýn leitað að bátnum auk þess sem strandstöðvar báðu skip og báta að svipast eftir hon- um. Bátum undir 30 tonnum ber að tilkynna sig tvisvar á sólarhring en ekki er vitað hvers vegna bát- urinn tilkynnti sig ekki eða svar- aði fyrr en flugvél Gæslunnar fann hann. -grh Velta fyrir vestan: brotnaði Kona fótbrotnaði þegar biU sem hún var farþegi í, valt í Mjóafirði í ísafjarðardjúpi á föstudaginn. Þrennt var í bflnum og voru þau öll flutt suður með sjúkra- flugi. Enginn annar slasaðist. -GKG. Bruni í Keflavík: Kviknaöi í út frá sjónvarpi Eldur kom upp í tveggja hæða einbýlishúsi að Austurgötu 8 í Keflavík aðfaranótt sunnu- dags. Enginn íbúanna var heima þegar eldurinn kom upp. Táls- verðar skemmdir urðu á hús- inu bæði af eldi og reyk og er talið að kviknað hafi í út frá rafinagni. -GKG. Ökufantar hræðast menn ísbergs „Lögreglumennimir mínir eru úti að vinna í stað þess að sitja inni á rassinum. En við erum ekkert að básúna það þótt við tökum nokkra tugi bflstjóra fyr- ir of hraðan akstur. En héma í umdæminu eru góðir og beinir vegir og mönnum verður það á að þiýsta of mikið á bensínfót- inn,“ segir Jón ísberg, sýslu- maður á Blönduósi. Lögreglumenn í Húnaþingi hafa gengið vasklega fram í því að koma í veg fyrir of hraðan akstur á þjóðvegum í umdæm- inu. Enda er nú svo komið að ökumenn sem leið eiga um Húnaþing hafa nær allan vara á þegar þeir fara þar um og reyna eftir megni að koma í veg fýrir að of mikill þrýstingur verði á bensíngjöfinni. Jón ísberg segir að það sé alltaf átak í gangi í umferðarmálum í sínu umdæmi og sé það eina sem dugi í baráttunni gegn hraðakstri. Hann segir að þetta hafi leitt til þess að alvarlegum umferðarslysum hafi fækkað í Húnaþingi. -grh Skilningur á stöðu Akureyringa. Form. TR: Hvorki rök né siðferði fyrir því að unnin sé yfirvinna á meðan hundruð manna eru atvinnulaus: Deilt um milljarðinn og úthlutun verkefna „Ég held að flestir sem komu að gerð síðustu kjarasamninga hafi veríð meðvitaðir um að það værí ekki óeðlilegt að meirihlutinn af þessum milljarði rynni til verkefna á suðvesturhominu. Hins veg- ar tek ég undir þau sjónarmið að það em öll rök fyrír því að einhver hluti þessara fjármuna verði nýttur á Akureyrar-svæöinu, því þar er atvinnuástandið mjög slæmt. Að öðm leyti er ég tiltölulega sátt- ur við þetta,“ segir Grétar Þorsteinsson, formaöur Trésmiðafélags Reykjavíkur. Einstakir þingmenn á Norðurlandi eystra, og skiptir þá ekki máli hvort þeir eru í stjóm eða stjómarand- stöðu, og bæjarfulltrúar á Akureyri hafa gagnrýnt það harðlega að ekki hafi verið tekið tillit til bágborins at- vinnuástands þar í bæ við úthlutun atvinnuskapandi verkefna upp á röskan einn milljarð króna. Ekkert verkefni er sérstaklega eymamerkt því svæði en aftur á móti em ýmis fjárfrek verkefni sem á eftir að út- færa nánar og því ekki útilokað að eitthvað af þeim komi í hlut þeirra norðanmanna. „Auðvitað gráta menn yfir þessu og ég á ákaflega auðvelt með að segja að ég hefði viljað fá meira hingað o.s.frv. Þannig að það er endalaust hægt að togast á um þennan eina milljarð. En að hinu leytinu tek ég alveg undir það að atvinnuástandið á Akureyri er mjög alvarlegt og ég hefði ekki orðið hissa þótt eitthvað sérstakt hefði verið gert þar,“ segir Jón Karlsson, formaður Verka- mannafélagsins Fram á Sauðárkróki og varaformaður Verkamannasam- bands íslands. Jón segir að fljótt á litið stingi 140 milljóna króna framlag til Þjóðar- bókhlöðunnar töluvert í augu. Sér- staklega þegar það er haft í huga að stjórnvöld tóku að sér þetta verkefni með miklum „bravor" hér um árið. „Þeir sem eru famir að grána í vöngum muna það. En fjárveiting- arvaldið og alþingi hafa lagt áherslu á að klára það verkefni." Þar fyrir utan minnir Jón á að í ráð- herratíð Sverris Hermannssonar bankastjóra var Þjóðarbókhlöðunni ánafnaður sérstakur skattur til að standa straum af byggingarkostnaði hennar. „Ég veit ekki betur en þessi skattur sé enn innheimtur," segir Jón Karls- son. Grétar Þorsteinsson, formaður TR, leggur afar þunga áherslu á það að viðkomandi verkefni verði unnin í dagvinnu og það ætti að verða tekið sérstaklega ffam í komandi útboð- um. „Við þessar aðstæður í atvinnu- málunum á það ekki að þekkjast að það sé unnin yfirvinna. Það era hvorki rök fyrir því né siðferði þegar hundrað manna ganga um atvinnu- Iaus.“ -grh Sérstök framlög ríkissjóös 1993 til atvinnuskapandi aögerða I. Sérstakt átak til atvinnuskapandi verkefna í fjárlögum 1993 . . . 1.850,0 Framkvæmdaátak í vegagerÖ ............................................... 1.550,0 Hæstaréttarhús, nýbygging ................................................. 100,0 ÞjóÖminjasafn, viöhald .................................................... 100,0 Stofnanir heilbrigðisráöuneytis ............................................ 80,0 RáÖherrabúsiaðurinn ........................................................ 20.0 II. Verkefni samkvæmt vaentanlegu fjáraukalagafrumvarpi, ákveöin í tengslum viö kjarasamninga .................................... 1.045,0 Viöhald húseigna ríkisins ................................................. 184.0 Skólar og stofnanir menntamálaráÖuneytis .................................. 150,0 Hæstaréttarhús ............................................................. 25.0 Viðhald og breytingar á húsnæði StjómarráÖsins ............................. 35,0 Viöhald húscigna heilbrigÖisráÖuneytisins .................................. 25,0 ÞjóÖgarÖar, viðhald ........................................................ 15,0 Vettvangur, HALIOS samstarfsverkcfni ráöuneyta, FÍI o.fl..................... 5,0 Sjóvamargaröur, Höfn í HomarfirÖi........................................... 15,0 Flýting hafnarframkvæmda á Ólafsfiröi ...................................... 30,0 Matvælaþróun í sjávarútvegi................................................. 10,0 Atvinnumál kvenna, samkvæmt sérstöku samkomulagi ........................... 60,0 Til eflingar heimilis- og listiönaöi ....................................... 20,0 Bessastaðir, endurbætur..................................................... 42,5 Þjóögaröur á Þingvöllum, viðhald............................................. 5,0 Nýr framhaldsskóli í Grafarvogi............................................. 42,5 Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum ........................................... 8,0 Menntaskólinn á Laugarvatni ................................................ 10,0 Framhaldsskólar, aðrir...................................................... 40,5 ÞjóÖarbókhlaÖa............................................................. 140,0 HúsfriÖunarsjóÖur, viöhaldsverkefni ........................................ 10,5 HúsnæÖi löggæslustofnana, viöhald ........................................... 4,0 Húsnæöi sýslumanna ......................................................... 12,0 Fangelsisbyggingar.......................................................... 24,0 FramkvæmdasjóÖur fatlaöra .................................................. 32,0 Sjúkrahús í Reykjavík, endurbætur .......................................... 40,0 Sjúkrahús og læknisbústaðir ................................................ 10,0 Hafnaframkvæmdir............................................................ 50,0 Samtals til atvinnuskapandi aögeröa............................................. 2.895,0 þ.a. til stofnkostnaöar....................................................... 2,113.5 þ.a. til viöhalds ............................................................. 781,5 Rannveig Guðmundsdóttir segist ekki hafa trú á að verið sé að reyna að ýta Jóhönnu Sigurðardóttir út úr pólitík: Hörmulegt væri það tilfellið Rannveig Guömundsdóttir, nýkjörinn varaformaöur Alþýðu- flokksins, segist telja að því farí fjarri að einhverjir séu að vinna að því að bola Jóhönnu Sigurðardóttur út út Alþýðuflokknum. „Ef að þannig væri, þá værí það hörmulegt, ef einhverjir væru með slíkar hugrenningar," segir hún. Hún treystir sér ekki til þess að svara því hvort hún styðji Jóhönnu, bjóði hún sig fram gegn Jóni Bald- vini á næsta flokksþingi. „Mér finnst of snemmt að tala um næstu forystuskipti," segir Rannveig. En hvemig metur hún stöðuna í Al- þýðuflokknum? Ríkir sátt eða er þetta biðstaða? „Ég reikna með að þetta sé nokkurs konar sáttastaða." -Nú störfuðuð þið Jóhanna nokkuð náið saman áður, hvað þýðir þetta fyr- ir ykkar samstarf? „Við höfum alltaf unnið mikið saman við Jóhanna og ég reikna með að við munum starfa á sama hátt áfram." -Samt ferð þú í varaformanninn í óþökk Jóhönnu, ekki satt? .Jóhanna hefúr ekkert latt mig til þess að fara í þetta, hún gerði sér full- komlega grein fyrir þeirri stöðu sem að þama var komin upp.“ -Hvemig metur þú stöðu Jóhönnu eftir þetta, er hún ekki á niðurleið innan Alþýðuflokksins? ,J4ei. Jóhanna Sigurðardóttir er AI- þýðuflokknum ákaflega mikilvæg. Hún kaus að víkja úr starfi varafor- manns, úr forystunni, og ég tek það fram að þar var ég ritari í þriðja emb- ætti. Þetta er ákvörðun sem hún segir að hafi haft langan aðdraganda. Hún er ekki að víkja úr störfum fyrir flokk- inn. Hún er í mikilvægu starfi og er mjög miklivæg í okkar pólitísku for- ystu, sem að hún heldur áfram að vera í þó að hún hafi farið úr nákvæmlega varaformannsembættinu." -Nú gagnrýndi Jóhanna starfshætti Alþýðuflokksins á flokksstjórnar- fundinum á sunnudag. Ert þú ekki í raun og veru að mótmæla hennar gagniýni með því að taka varafor- mannsembættinu? ,AHs ekki. Menn mega ekki gleyma því að Jóhanna var ekki að fara úr Al- þýðuflokknum. Jóhanna tók sjálf- stæða ákvörðun um það að víkja úr varaformannsembætti, vera áfram ráðherra fyrir flokkinn og vinna að framgangi mála hans. Ég hafði tekið ákvörðun um það að vera þingflokks- formaður - starfa með félögum með féiögum mínum í þingflokki, alveg óháð því sem áður hafði gerst - Ég hef unnið bæði með Jóhönnu og Jóni Baldvini. Mitt nána samstarf hefur verið meira með Jóhönnu og ég á ekk- ert von á að það breyti svo mjög miklu um mína stöðu þó að ég taki að mér þetta embætti." -ÁG Rífandi veiði á loðnumiðunum og er aflinn orðinn rúm 70 þúsund tonn: Hvalurinn farinn að venjast skipunum „Það er bjart framundan og við vonum að viö getum fljótlega skál- að fyrír vaxandi afla og hækkgndi prís,“ segir Snorrí Gestsson, skipstjórí á loðnuveiðiskipinu Gígju VE frá Vestmannaeyjum. Gígjan kom inn til löndunar á Siglu- firði í fyrrakvöld með um 740 tonn af ágætis loðnu. Þar af fengu skipsverjar á Gígju VE um 350 tonn gefins frá Sunnuberginu. Rífandi loðnuveiði hefur verið á loð- numiðunum djúpt út af norðaustur- landi og eftir sl. helgi var heildaraflinn frá 1. júlí orðinn rúm 70 þúsund tonn. Um 20 skip hafa þegar hafið veiðar af um 40 sem leyfi hafa til loðnuveiða. Sökum góðrar veiði hafa skipin orðið við þeim tilmælum verksmiðja að stoppa í landi í 36 tíma og ef ekkert lát verður á mokinu er viðbúið að sá tími verði lengdur upp í tvo sólarhringa, eða 48 tíma. Enn er eitthvað um átu í loðnunni og því þarf að vinna hana hratt þegar í land er komið. Þurr- og fituinnihald loðnunnar mælist nú samtals sum 30% sem þykir ágætt. Enn sem komið er þá greiða verksmiðjur um 4 þúsund krónur fyrir tonnið af loðnunni. Þótt töluvert hafi orðið vart við hval á miðunum þá virðist sem hann sé farinn að venjast loðnuskipunum. Snorri Gestsson segir að hvalurinn sé farinn að synda út úr nótinni í tíma og því sé minna um skemmdir af hans völdum en oft áður. Þá fögnuðu Vopnfirðingar því sl. laugardagskvöld að sameign þeirra og Þórshafnarbúa, Júpiter RE, kom með fullfermi á miðunum eftir skamma útivisL En eins og kunnugt er þá keyptu þeir skipið af þrotabúi EG í Bolungarvík á dögunum til að tryggja hráefni fyrir bræðslumar á Þórshöfn og Vopnafirði. -grfa

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.