Tíminn - 21.07.1993, Page 3
Miðvikudagur 21. júlí 1993
Tíminn 3
Fé úr sjóðum stórfyrirtækja til útgáfu frjálshyggjurits:
Barist viö verka-
lýðskolkrabbann
Hannes Hólmsteinn Gissurarson hyggur á útgáfu nýs tímarits í
stað hins gjaldþrota Frelsis. Því er ætlað að efla hægri strauma í
þjóðlífinu og berjast gegn jafnaðarmennsku með aðstoð flár-
sterkra fyrirtækja.
Stórfyrirtækin, sem blaðið á að styðja, — altént þó þau, sem ekki
eru rekin af feitum körium með einokunaraðstöðu —, eru mikilvæg
fyrir flármögnun útgáfunnar. í nefndum drögum segist Hannes
Hólmsteinn ætia að leggja sitt af mörkum til að treysta fjárhags-
grundvöllinn „með því að tala við nokkur stórfyrirtæki um auglýs-
ingasamninga," — vegna þess að „okkur frjálshyggjumenn vantar
málgagn, sem stefnir að miklum áhrifum án þess að skeyta um
sölu.“ Ekki er reiknað með meira en 750 áskrifendum, en vænst að
5-6 stöndug fyrirtæki greiði 100-200 þúsund krónur hvert fyrir aug-
lýsingar í hvert hefti.
Enn liggur ekki fyrir hvort tak-
ist að fjármagna blaðið, en Hannes
Hólmsteinn segist ætla að taka
endanlega ákvörðun um útgáfu
þess innan viku: „Ég hefði gaman
af að gera þetta. Mér finnst þetta
vanta. Ég er samt ekki viss um að
það gangi."
Þjóðfrægir menn í
ritstjórn
í drögum Hannesar Hólmsteins
að frjálshyggjublaðinu stillir hann
upp eftirfarandi mönnum í ritráð:
Gísla Jónssyni cand.mag., Matthí-
asi Johannesen ritstjóra Morgun-
blaðsins, Jónasi H. Haralz fv.
bankastjóra, Ólafi Bjömssyni fv.
prófessor og dr. Þorsteini Sæ-
mundssyni stjameðlisfræðingi.
í hugsanlegri ritnefnd blaðsins
eru Ld. Hreinn Loftsson, fv. að-
stoðarmaður forsætisráðherra,
Þór Sigfússon, Bessí Jóhannsdótt-
ir, Erlendur Jónsson heimspekidó-
senL Amór Hannibalsson prófess-
or, Þór Whitehead sagnfræðingur,
Óli Bjöm Kárason, Guðmundur
Magnússon þjóðminjavörður,
Gunnar Jóhann Birgisson lögmað-
ur, Jón Steinar Gunnlaugsson lög-
maður og Hrafn Gunnlaugsson
framkvæmdastjóri.
Efnistökum blaðsins em einnig
gerð nokkuð ítarleg skil. Verka-
lýðshreyfingin er þymir í augum
aðstandenda blaðsins. Til að
mynda er sett fram hugmynd um
forsíðufrétt þar sem verði rökstutt
að hinn raunverulegi kolkrabbi sé
verkalýðshreyfingin og opinberir
sjóðir, sem hvíli á nauðungarfram-
lögum. Önnur hugmynd að for-
síðuefni er „hin hliðin“ á Hrafns-
málinu. Þar yrði farið í saumana á
fréttaflutningi RÚV á fréttamálinu
og aðrir fjölmiðlar gagnrýndir um
leið. Eins má nefna hugmynd um
að láta Davíð Oddsson prýða káp-
una undir fyrirsögninni: Svip-
mynd af stjórmálamanni. Hannes
Hólmsteinn hyggst sjálfur fjalla
um hugsuði félagshyggjunnar
Fyrsta stefnumál nýja blaöslns er að
„þora að styðja Davíð Oddsson."
Frjálshyggjumaðurinn.
Byggingarvísitalan:
Hækkaði nú meira í
júní en á heilu ári
Vísitala byggingarkostnaðar hækkaöi um 1,3% milli júní og júlí.
Þetta er nærri tvöfalt meiri hækkun heldur en á heilu ári þar á und-
an, þar sem byggingarkostnaður hækkaði aðeins um 0,8% frá júní
í fyrra til júnímánaðar á þessu ári.
Fara verður rúm tvö ár aftur í
tímann, eða til júní 1991, til þess
að finna dæmi um eins mikla
hækkun vísitölunnar á einum
mánuði eins og nú. Undanfarna
þrjá mánuði hefur byggingar-
kostnaður hækkað um 1,4% sem
jafngildir 5,8% hækkun á heilu ári.
Launavísitala fyrir júlímánuð er á
hinn bóginn einungis 0,1% hærri
heldur en í júní. Á heilu ári hefur
launavísitalan aðeins hækkað um
0,9%. Það samsvarar t.d. að
1 M
^||
undir samheitinu Vitlausu megin
við miðju, en ýmsir aðrir yrðu til
þess að skrifa um frjálshyggju-
hugsuði og yrði greinum þeirra
safnað á bók. (Sjá aðrar hugmynd-
ir hér til hliðar).
Samstarf við
Prcssuna
Um framkvæmdir er gert ráð fyr-
ir samstarfi við Friðrik Friðriks-
son, útgefanda Pressunnar og
kosningastjóra Davíðs Oddssonar í
formannsslagnum í Sjálfstæðis-
flokknum; sæu starfsmenn Press-
unnar um umbrot, auglýsinga-
söfnun, dreifingu í verslanir,
áskrifendaskrá og auk þess reiknað
með samnýtingu á ljósmynda-
safni. Segir í drögunum: „Gerður
yrði nákvæmur samstarfssamn-
ingur um greiðslur fyrir þessa
þjónustu á kostnaðarverði."
Vinnsluheiti á blaðinu mun vera
Betri Ieiðir. Fyrirmyndin er Na-
tional Review. Blaðið á að vera 48
síður með glæsilegri kápu. Rit-
stjóralaun yrðu 100 þúsund krón-
ur á mánuði.
Helstu keppinautar um auglýs-
ingar og lesendur eru taldir vera
tímaritin Frjáls verslun, Vísbend-
ing, Heimsmynd og hugsanlega
Stefnir.
ÁRNI GUNNARSSON
ÞÓR JÓNSSON
höfundar
r*
Blaðlnu er sérstaklega beint gegn svokölluöum færeyskum stjómmála-
mönnum og á að taka óvægilega á Stelngríml Hermannssynl, Guðna Ág-
ústssynl, Ólafl Ragnari Grímssyni og „krónprínsinum og skuldakónglnum"
Guðmundl Áma Stefánssyni.
í drögutn að útgáfu blaðsins
er að finna nokkuö
höfúndum, sem hér er gripiö
niöurí:
Guðmundur Árni Stefánsson -
skuldakóngur og krónprins
(farið í saumana á fjármálum
Hafnarfiarðar); Reynslan af
stjómum Reagans og Thatchers
(Hannes Hólmsteinn); Einka-
vinavæðing Ólafe R. Grímssonar
(Hvíta húsið íyrir kosningar,
gagnagrunnur Svarts á hvítu,
Þormóður rammi o.fl.); Hvemig
spiiltí HaildÓr Ásgrímsson víg-
stöðu okkar í hvalamálinu?
(Björn Bjamason); Steingrímur
Hermannsson - spilltur stjóm-
málamaður (Halldór Halldórs-
son o.fl.; allt málið rifjað upp,
atkvæðakaupin af Stefáni Val-
geirssyni, af Borgaraflokknum,
áfengfekaupin, laxeldið, grænu
baunimar forðum); Viðtal við
Magnús Thoroddsen (upprifjun
á brennivínsmálinu); Rökin fyr-
ir þvf að almenningur eignist
Búnaðarbankann (minnt yrði á
gjaldeyrfebrask náfrænda eins
bankastjóra, vopnabrask ;
tengdamanns annars banka-
stjóra, ferð Guðna Ágústssonar,
þíngmanns Framsóknarflokks-
ins, til Marokkó, áróður banka-
stjóranna gegn yfirlýstri stefnu
rfkisstiómarinnar o.fl.); Jón
Sigurðsson forseti - frjáis-
hyggjumaður (Guðmundur
Magnússon); Endurskoðun ís-
íandssögunnar (Gísli Gunnars-
son); Kvótakerfið er hagkvæmt!
(Viðtal við Ragnar Áma-
son/Grein eftír Birgi Þór Run-
ólfeson); Nánara samstarf við
Þýskaland (kenningin ætti að
vera þessi: Þýskaland kemur f
stað Breta 1914-1941 og Banda-
ríkjamanna 1941-199? sem það
stórveldi, sem ísland hallar sér
að; Þór Whitehead). Auk þess er
áformað að hafa ýrasa fasta
dálka, s.s. óvægna fjölmiðla-
gagnrýni, ritdóma, fjörug skoð-
anaskipti og sérstaka umfjöllun
um glæsibíla eins og ,Áudi,
BMW, Mercedec Benz, Mitsubis-
hi sportbflinn, Mazda sportbfl-
inn, Nissan NX100 o.s.frv., jepp-
ana", Hannes Hólmsteinn Giss-
urarson hefur í hyggju að skrifa
sjálfur um veitingahús og
heilsuræktarstöðvar.
100.000 kr. mánaðarlaun hafi
hækkað um 900 krónur síðan f júlí
í fyrra.
Lánskjaravísitalan hækkaði aftur
á móti um tæplega 0,8% milli júní
og júlí, í 3307. Þessi vísitala, sem
verðtrygging fjárhagsskuldbind-
inga er oftast miðuð við, hefur
hækkað um 2,3% frá því í júlí í
fyrra. Það þýðir t.d. að 5 milljóna
kr. húsbréfalán hefur hækkað um
115.000 kr. á einu ári.
- HEI
: cARARBRODDI
FJÖRTÍU
ÁR!
VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKAN
MwmrmWmmMj U i
optibelt kílreimar - viftureimar - tímareimar
REINOLD og OPTIBELT eru leiðandi merki á heimsmarkaði
fyrir drif- og flutningskeðjur og reimar.
Vörur frá þessum framleiðendum eru
þekktar íyrir gæði. Eigum á lager
allar algengar stærðir af keðjum,
tannhjólum, reimum og reimskífum.
Útvegum með skömmum fyrirvara
allar fáanlegar stærðir og gerðir.
Veitum tæknilega ráðgjöf
við val á drifbúnaði.
Þekking Reynsla Þjónusta
RENOLB
keðjur og tannhjól
FALKINN
SUÐURLANDSBRAUT 8 • 108 REYKJAVÍK
SÍMI: 91-81 46 70 • FAX: 91-68 58 84
VÉLADEILD FÁLKANS* VÉLADEILD FÁLKÁNS • VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS