Tíminn - 21.07.1993, Blaðsíða 7

Tíminn - 21.07.1993, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 21. júlí 1993 Tíminn 7 Bandaríkin berskjölduð fyrir hermdarverkum Það hefur gerst að undanfömu sem áður þótti óhugsandi. Sprengjutilræði hermdarverkamanna hafa verið framin í Banda- rftjunum sjálfum og Ijóstrað hefur verið upp um undirbúning fleiri slíkra. Bandaríkjamenn hafa til þessa haft þá trú að þeir væru óhultir fyrir slíkum aðgerðum heima fyrir, þær fremdu að- eins útlendir öfgasinnar í öðrum löndum. Við sprenginguna í tví- buraturaum World Trade Center í febrúar sl. vöknuðu Banda- ríkjamenn því upp við vondan draum, hryðjuverkamenn voru komnir inn fyrir þröskuldinn hjá þeim og nú þurfti að takast á við nýtt vandamál af fullum þunga. í eftirfarandi grein úr New York Times neðir Douglas Jehl um annars vegar snögg viðbrögð Bandaríkjastjóraar við hryðjuverkum á erlendri grundu og hins vegar þá staðreynd að enginn viðbúnaður er fyrir hendi þegar slíkt gerist á heimaslóð. Það vafðist ekki fyrir ráðamönn- um í Hvíta húsinu í síðustu viku júní að lýsa því yfir að misheppnað launmorðsbrugg íraka gegn fyrr- um forseta Bandaríkjanna, George Bush, væri „bein árás á Bandarík- in“. En þar á bæ hafa menn verið ófærir um að koma fram með nokkuð sem Iíkist svo snyrtilegri greinargerð um hermdarverk sem framin hafa verið nær heimaslóð- um. Ríkisstjómin hefur brugðist með aukinni árvekni við sprengingunni í Tvíburatumunum í World TVade Center og sönnunargögnum um áætlanir um að sprengja upp önn- ur skotmörk í New York og morð á embættismönnum. En ef ekki er fyrir hendi skýr skilgreining á vandamálinu, hafa yfirvöld búið þannig um hnútana að þau hafa ekkert að styðjast við í ákvarðana- töku um hvað eigi að gera meira. Að sumu leyti var auðvelt fyrir Clinton að komast að niðurstöðu, þegar hann var loks orðinn sann- færður um að írakar stæðu að baki tilrauninni um að ráða Bush for- seta af dögum þegar hann kom í heimsókn til Kúveit í apríl sl. Slík- ur verknaður var stríðsaðgerð og Clinton átti ekki annað eftir en að velja hefndarráðstöfunina — þá að ráðast með stýriflaugum á mikil- vægar aðalbækistöðvar leyniþjón- ustunnar í Bagdad. En jafnvel hryðjuverkaleyni- bmgg, sem olli usla f tumunum á World TVade Center í febrúar og fyrir skömmu ógnaði Lincoln- göngunum og byggingum Sam- einuðu þjóðanna, ber enn merk- inguna „glæpir heima fyrir“. Og enn er tilhneigingin sú að ríkis- stjómin meðhöndli glæpi af mis- mikilli alvöm eftir flokkun þeirra. Ólík viðbrögð bandarískra yfir- valda í þessum tveim málum em sláandi. Eftir öllu að dæma finnst Bandaríkjunum enn hreinlegra að fást við vandræði utan landamæra sinna en innan. Það að yfirvöldum f New York tókst að fletta ofan af síðasta sprengjuráðabmgginu og hand- taka níu gmnaða samsærismenn á tveim vikum er auðvitað hug- hreystandi. En síðan kom í Ijós að vel heppnuð endalok málsins náð- ust ekki fyrr en eftir mörg mistök og farið var að benda á að Alríkis- lögreglan (FBI) hefði látið ógert að fylgja eftir vísbendingum um að hermdarverk væri í bígerð. Meðal þeirra vísbendinga, sem áttu þátt í að hindra ráðgerða árás á Lincoln-göngin og Sameinuðu þjóðimar, að því er upplýst var eft- ir á, vom upplýsingar í skjölum á arabísku, sem FBI kom fyrst hönd- um yfir 1990. En engum hug- kvæmdist að þýða skjölin fyrr en eftir árásina á WTC. Egypski upp- ljóstrarinn, sem gaf upplýsingam- ar sem reyndust skipta höfuðmáli þegar máíið var loks leyst, virðist nú líka hafa verið yfirvöldum inn- an handar með upplýsingar í meira en ár, sem vekur spumingar um hvers vegna ekki hafi verið látið til skarar skríða fyrr. Þar til viðbótar var sprengingin sem skók WTC aðeins augljósasta táknið um að hryöjuverkastarf- semi Miðausturlanda hefði stungið upp kollinum í Bandaríkjunum. Pakistanskur byssumaður hafði þegar skotið til bana tvo starfs- menn bandarísku leyniþjónust- unnar CIA fyrir utan höfuðbæki- stöðvar CIA í Virginia. Eftir þann atburð hafa fjórir Palestínumenn verið kærðir fyrir að gera áætlanir um að sprengja f loft upp sendiráð ísraels í Washington sem hluta af hryðjuverkastarfsemi hóps Abus Nidal. En það sem er enn meira ógnvekjandi, að sögn embættis- manna yfirvalda, er að því sem næst áreiðanlega hefur sístækk- andi vefur hryðjuverkastarfsemi með stuðningi Irana gert samtök- unum Party of God kleift að koma á fót starfshópum í Norður-Amer- íku. Vald til aðgerða Samt sem áður, sé borið saman við fjölda stofnana sem hafa það verkefni að fylgjast með hryðju- verkastarfsemi erlendis, er aðeins lítill hluti alríkisvaldsins helgaður því að hafa eftirlit með hryðju- verkastarfsemi innanlands. Þegar ríkisstjóm Clintons var að gera til- raun til að meta umfang þátttöku íraka í morðsamsærinu varðandi Bush, var hún gerð undir yfir- stjóm ráðgjafa Clintons um þjóð- aröryggi. En þegar yfirvöldin voru að vega og meta, síðustu vikuna í júní, hvort ætti að taka höndum Sheik Omar Abdel Rahman, músl- ímaklerkinn sem sagt er að gefi innblásturinn fyrir sprengjusam- særin á New York-svæðinu með f----------------------^ kennisetningum sínum, var dóms- málaráðuneytinu látið eftir að taka ákvörðunina (sem loks hneppti hann í gæsluvarðhald á grundvelli innflytjendalaga). Embættismenn ríkisstjómarinnar sögðu að Þjóð- aröryggisráðið hefði ekki fundið hjá sér neina skyldu til að hafa af- skipti af ákvörðuninni. Hluti mismununarinnar á sér rætur í amerískum Iögum, sem gefa leyniþjónustum og hemum frjálsari hendur til starfa í öðrum löndum en í Bandaríkjunum sjálf- um. En þjóðfélagið er vamarlaus- ara vegna þess hvað hugsanlegir hermdarverkamenn em lausir við nákvæmt eftirlit í Bandaríkjunum, og það hversu koma innflytjenda til landsins og skriffinnskan í framhaldi af því er auðveld, eykur á áhættuna. Þegar fréttamenn heimtuðu að fá að vita hvað væri hugsanlega hægt að gera á annan hátt í kjölfar nýju handtökulot- unnar í sprengjumálinu í New York, gaf Clinton í skyn að þama lægi vandinn. Hann benti á fyrir nokkru að öll frjáls þjóðfélög séu alltaf að nokkru leyti berskjölduð gagnvart hryðjuverkastarfsemi. Jafnvel Bretar hafa komist að raun um að það er því sem næst ómögu- legt að hindra árásir hryðjuverka- manna, þó að þeir hafi gripið til ýmissa heldur harkalegra öryggis- ráðstafana. Forsetinn hét líka þjóð sinni því að stjóm hans yrði „mjög óvægin" í baráttu við hryðjuverkastarfsemi heima fyrir. En það var mikilvægt að hann vísaði til reynslunnar í New York sem staðal tímabærrar aðgerðar. Það voru svo ekki liðnar margar klukkustundir þar til hann Í[af skipun um eldflaugaárásina á rak, hefndaraðgerð sem óhugs- andi hefði verið að væri hrint í framkvæmd svo snarlega og svo þunglega heima fyrir. En það er ekki hægt að skýra slíka vanhæfni í heimalandinu ein- göngu með virðingu íyrir borgara- legu frelsi. Gömul viðhorf um þjóðaröryggi eru Iífseig, hug- myndin um hryðjuverk heima fyr- ir er ennþá álitin fjarstæðukennd. Bandaríkin hafa verið svo lengi óhult fyrir slíku ofbeldi að Amerík- anar hafa enn tilhneigingu til að leita ógnananna erlendis. Að þær kunni þegar að vera famar að læð- ast um innanlands er erfiðara að horfast í augu við. Loksins hefúr að undanfömu mátt greina merki þess að yfirvöld- in séu farin að bæta fyrir mistök fyrri tíma. Allt að hálf milljón doll- ara hafði verið tekin frá til að greiða uppljóstraranum í málinu í New York, er haft eftir einum rannsónarmanna. Eftir að hafa rætt málið í áratug ákvað kjam- orkunefndin upp á eigin spýtur að borgaralegar kjarnorkurafstöðvar ættu að vera búnar undir árásir sprengjuflutningabíla. Langvarandi viðvörun Samt sem áður undirstrikuðu þessar ráðstafanir hið geysilega umfang þess bils, sem er milli af- stöðu yfirvaldanna til þess sem gerist heima fyrir og þess sem ger- ist erlendis. Þó að árás Tomahawk- eldflauganna á Bagdad kunni að hafa virst skyndileg, var hún fyrst og fremst staðfesting á því að stað- ið væri við langvarandi viðvömn, þ.e. að hryðjuverkum undir ríkis- vemd verði svarað af fúllu afli. Þetta heit hefur verið undirstaða yfirlýsinga, sem í meira en áratug hafa skipað hryðjuverkum innan ósveigjanlegs ramma. í Austur- löndum nær hefur ríkisstjóm Clintons gert þessa meginreglu að stefnu sinni og gefið viðvömn um að viðhorf hennar gagnvart írak og íran verði „tvíþætt hömlunar- stefna" — þ.e. snúið verði baki við tveim vemdurum hryðjuverka- starfsemi þrátt fyrir daður við þá í fortíðinni. Og nú hafa Bandaríkin reynt að hleypa nýjum krafti í frið- arviðræðumar milli ísraels og grannríkjanna. Þessi stefna endurspeglar í ósveigjanleika sínum þá skoðun æðstu ráðgjafa Clintons að Mið- austurlönd rambi milli þess að geta valið milli „kosta á framtíð". Með því að deila svæðinu í raun f tvennt vonast Bandaríkjastjóm til að afstýra hryðjuverkastarfsemi sem afli sem gæti lagt í rúst friðar- viðleitnina og leitt til þess að vin- samlegum ríkisstjómum verði steypt af stóli. En ekkert merki þess hefur borist frá yfirvöldum í Hvíta húsinu að svipuð athygli beinist að and- hryðjuverkastarfsemi innanlands. Amerísk þráhyggja um forystu í er- lendum málefnum gerir yfirvöld- um alltof auðvelt að líta framhjá — eða afneita — þeim möguleik- um sem einstaklingar hafa til at- hafna á eigin spýtur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.