Tíminn - 21.07.1993, Blaðsíða 12
Áskriftarsími
Tímans er
686300
JiCmabricl
högg-
DEYFAR
Verslið hjá fagmönnum
GJvarahlutir
Hamarshöfða 1
Simi676744
Tíminn
MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ1993
Tvær stórar gengisfellingar benda til að stöð-
ugleika í verðlagi hafi ekki verið náð:
Er verðbólgu-
draugurinn
farinn að
rumska á ný?
„Tvær nokkuð stórar genglsfellingar á 8 mánaða tímabill gefa til
kynna að varanlegum stöðugleika í verðlagi hafi ekkl verið náð hér
á landi. Þess vegna er mikilvægt að öll skref í þá átt að afnema
verðtryggingu séu íhuguð gaumgæfilega. Aö beíta lögvaldi til þess
á annars frjálsum fjármagnsmarkaði ætti ekki að koma til greina."
Þetta segir Ólafur K. Ólafs viðskiptafræðingur í grein i Vísbend-
ingu, þar sem hann fjallar um það hvort afnám verötryggingar leiði
til lægri vaxta. Og spuminguna: Hvers vegna lækka ekki vextirnir
þrátt fyrir verulegan samdrátt í efnahagslífinu og atvinnuleysi um
þessar mundir?
Astæðumar geta, að mati Ólafs,
verið margar. Mikil lánsflárþörf rík-
isins og þar af leiðandi samkeppni
um sparifé landsmanna milli bank-
anna hafi þannig spennt upp banka-
vexti, einkum á verðtryggðum inn-
og útlánum. Einnig virðist gæta
vissrar tregðu að koma vöxtum nið-
ur. Erfitt hafi reynst að lækka vexti
ríkistryggðra verðbréfa. „Smæð ís-
lensks fjármagnsmarkaðar og ein-
angrun kann einnig að hafa áhrif þar
sem vaxtamyndunin er í höndum
fárra aðila."
í því vaxtaumhverfi sem þjóðin er,
segir ólafur að það mundi ekki hafa
áhrif til lækkunar vaxta að afnema
verðtrygginguna.
Hann rifjar m.a. upp hvemig raun-
vextir hafi þróast á skuldabréfum hjá
bönkunum frá því innlánsstofnanir
fengu fullt frelsi til ákvörðunar vaxta
í nóvember 1986. Þegar verðbólga
var mikil og sveiflukennd, td. árin
1987—1989, hafi bankamir átt erf-
iðara með að iáta raunvexti óverð-
tryggðra lána ná vöxtum verð-
tryggðra lána heldur en á tímum lít-
illar verðbólgu. En frá 1990 hafi
raunávöxtun ætíð verið talsvert
hærri á óverðtryggðum lánum en
verðtryggðum.
„Það er ljóst að á tímum frelsis í
ákvörðun vaxta munu bankar leitast
við að hafa vexti óverðtryggðra lána
hærri en verðtryggðra þar sem f
vöxtum óverðtryggðra Iána hlýtur
ætíð að vera nokkurt áhættuálag
vegna óvissu um verðlagsbreytingar.
Raunkjör verða ljósari á verðtryggð-
um markaði og samkeppnin harðari.
Það er því erfitt að ímynda sér að af-
nám verðtryggingar leiði til lækkun-
ar vaxta í því vaxtaumhverfi sem við
erum núna í,“ segir Ólafur K. Ólafs.
- HEI
Fluglelðafólk gerðl sér glaðan dag I tilefnl tvítugsafmælisins og hér snæða afmællstertu þær Una Eyþórsdóttir
fræðslustjóri og Margrét Hauksdóttlr forstööumaður kynningardelldar. Tlmamynd Aml Bjama
j Flugleiðir 20 ára:
Akveðið að gera
við Pál Sveinsson
„Viö ætlum að gera við flugvélina. Hún þarfnast töluverðra endur-
bóta,“ segir Einar Sigurðsson hjá Flugleiðum. Flugleiðir héldu upp
á 20 ára afmæli sitt í gær og af því tilefni hefur stjóm félagsins
ákveðið að styrkja starfsemi Landgræðslu ríkisins með því að
framkvæma nauðsynlega viðhaldsvinnu á DC-3 flugvél Land-
græðslunnar, Páli Sveinssyni.
„Það voru töluverðar áhyggjur af
jjví að það væru ekki til aurar til þess
að gera þessa breytingu. Þannig að
félagið ætlar að taka þetta að sér,“
segir Einar. Samkvæmt nýlegum
lofthæfnisfyrirmælum bandarísku
flugmálastjómarinnar þarf að
styrkja vængi flugvélarinnar og
skipta um hreyfil. Að sögn Einars
hefði kostnaðurinn við breytingarn-
ar orðið töluverður biti fyrir Land-
græðsluna. Kostnaðurinn liggur þó
ekki alveg á ljósu enn sem komið er.
Flugvélin var áður í eigu Flugfélags
íslands og verður 50 ára í hausL
Verður vélin sem ný eftir þessar
breytingar?
„Hún verður alla vega mjög ung í
anda,“ segir Einar.
- Eiga Flugleiðir írumkvæðið að
þessu?
,Já, þetta er að okkar frumkvæði,"
segir Einar. „Þessi hugmynd kvikn-
aði meðal starfsmanna í tæknisviði.“
í gær gerði starfsfólk Flugleiða
bæði hér heima og erlendis sér glað-
an dag og gæddi sér á afmælistertu í
tilefni dagsins. GS.
...ERLENDAR FRÉTTIR...
DENNI DÆMALAUSI
GENF
Múslimar leggja fram
áætlun
Forsætisráð Bosniu lagði i gærfram
áætlun slna um sambandsriki að striði
loknu en stjómarerindrekar sögðu aö
múslimaforystan héldi sáttasemjumm I
óvissu um hvort þeir yrðu viöstaddir frið-
arviöræður siöar i þessari viku.
MOSTAR — Mörg hundmö karia sem
álitiö er aö séu múslimar vom teknir I
fylgd heriögreglu Króata til Mostar þar
sem þeir hurfu úr augsýn á vegi að
þyriuvelli borgarinnar, sem áður hefur
verið notaöur sem fangabúðir fyrir mús-
lima.
SARAJEVO — Starfsfólk geðsjúkra-
húss f Bosniu þar sem 230 böm fundust
yfirgefin án matar eða vatns, neita að
snúa aftur vegna þess að sjúkrahúsiö er
á hættulegri vlglfnu, að sögn embættis-
manna S.þ.
Næturhiminninn yfir Sarajevo var upp-
lýstur af blossum þungavopna og bar-
dagar geisuðu milli umsátursliðs Serba
og sveita múslima á fjalli i hllöunum fyrir
ofan höfuðborg Bosnlu.
TÓKÝÓ
Miyazawa gefur í skyn aö
hann hætti
Japanski forsætisráöherrann Kiichi
Miyazawa, sem er undir þrýstingi frá
valdamiklum fiokksféiögum um að segja
af sór eftir stórósigurinn I kosningunum
á sunnudag, gaf i gær f skyn aö hann
myndi fljótiega segja af sér embætti.
BAGDAD
Bagdad gortar af sigri
Yfirvöld I Bagdad héldu þvl ffam I gær
að þau hefðu farið með sigur af hólmi I
sföustu þrætunni við S.þ. vegna vopna-
eftiriits og sóru aö afhenda aldrei Jyki-
ana að frak*.
PEKING
Sihanouk hættir viö
Rauöa kmera
Norodom Sihanouk prins, þjóöhöföingi
Kambódlu, sem segir aö nistað land sitt
geti ekki staöið gegn ógnunum Banda-
rlkjanna, hefur lagt á hilluna áætlanir
um aö bjóða skæruliöum Rauöra kmera
hlutverk I nýrri stjóm hans eða hemum.
WASHINGTON
Óánægöir meö Clinton
Hópar sem berjast fyrir réttindum sam-
kynhneigöra mótmæltu I gær harðlega
hlnni nýju stefnu Bills Clinton forseta aö
leyfa samkynhneigöum aö ganga I her-
inn að þvi tilskildu að þeir séu sklriifir og
þöglir um kynhneigö sina.
WASHINGTON
Nýr FBI-stjóri útnefndur
Bill Clinton forseti útnefndi Louis Freeh
dómara nýjan yfinnann FBI. Útnefningin
var tilkynnt innan sólarhrings eftír aö
Clinton rak William Sessions úr stöðu
forstjóra FBI vegna ákæra um aö hann
hefði misnotað embættiö i eigin þágu
og glataö trausti starfsliös stofnunarinn-
ar.
MOSKVA
Fá landamæraveröir aö
fara til Afganistan?
Háttsettur aöstoðarmaöur öryggismála-
ráðherra Rússlands sagði I gær að
landamæravörðum ætti aö vera heimil-
aö aö fara i árásarferöir um afganskt
landsvæði til að hindra frekari árásir á
mssneska landamæraveröi.
BONN
Þjóöverjar senda 1700 til
Sómalíu
Þýsk yfirvöld Itrekuöu staðfestingu á
áætiunum um að senda um 1700 her-
menn til friðargæslu I Sómallu á vegum
Sameinuðu þjóðanna þrátt fyrir deilur
um þá hættu sem hermönnunum sé
stefnt f.
MlLANÓ
Fannst látinn í fangaklefa
Stórviðskiptajöfurinn Gabriele Cagliari,
sem hefur veriö hakfið I fangelsi vegna
gmns um aöild að spillingarhneykslinu á
Itallu, fannst I gær látinn með plastpoka
um höfuöiö og dómari sagöi að hann
heföi þvi sem næst áreiöanlega svipt
siglffi.
„Þótt Wilson llti út einsog afi, hefur hann enn ekki lært að
dekra við mann."