Tíminn - 24.07.1993, Blaðsíða 5

Tíminn - 24.07.1993, Blaðsíða 5
Ttminn 5 Laugardagur 24. júlí 1993 m «§ J|J» mt RíkisQármálin - atvinnustigið Jón Kristjánsson skrifar í síðustu viku tilkynnti ríkisstjómin um ráðstafanir vegna kjarasamninga um framlög til stoftikostnaðar og viðhalds umfram fjárlög ársins 1993. Þessi Iisti birtist í fjölmiðlum um síðustu helgi og hafði að geyma fjárveitingar til ýmissa verkefna upp á 1045 milljónir króna. Slakt samráð Ég á sæti í fjárlaganeftid Alþingis, sem á samkvæmt stjómskipun okkar að fjalla um og undirbúa til samþykktar á Alþingi allar fjárveitingar. Almenna reglan er sú að enga greiðslu má inna af hendi úr rík- issjóði nema að undangengnum lögum. Hins vegar hefur það verið og er svo að lagaheimilda fyrir viðbótarútgjöldum er aflað með fjáraukalögum. Hins vegar er nú reynt að herða reglur hvað þetta varð- ar og nauðsynlegur undanfari ákvarðana ríkisstjóma um viðbótarútgjöld er sá að málið hafi verið lagt fyrir fjárlaganefnd, sem situr nú allt árið, og kannað hafi ver- ið hvort þingmeirihluti sé fyrir málinu. Ekki síst á þetta við um útgjöld upp á hundmð milljóna króna. Umræddur listi var ekki lagður fyrir fjár- laganefnd á vinnslustigi og eitthvað virð- ist hafa farið á milli mála með að bera hann undir stjómarliðið, því einstakir þingmenn byrjuðu fljótt að segja sig frá málinu og má þar nefna Tómas Inga 01- rich. Blekkingar? Guðmundur Bjamason krafðist því fund- ar í nefndinni og varð formaður hennar greiðlega við þeirri ósk og var fundurinn haldinn síðastliðinn miðvikudag. Fjár- málaráðherra mætti síðan á fundinn og gerði grein fyrir málinu. Ég vil, til að allr- ar sanngimi sé gætt, þakka þessiviðbrögð formanns fjárlaganefndar og ráðherra, því það er engin regla nú um þessar mundir að rokið sé til þótt stjórnarandstaðan biðji um þingnefndarfundi á sumrin. Það reyndist líka svo að ekki var vanþörf á því að fara yfir málið. Mér er til efs að verkalýðshreyfingin og fjölmiðlar hafi rennt gmn í hvemig listinn var saman- settur. Staðreyndin var sú að af 1045 milljón króna framlagi vom 470 milljón króna fjárveitingar inni á fjárlögum 1992, en af ýmsum ástæðum höfðu þær ekki verið nýttar fyrir áramót 1992 og 1993. Venjan hefur verið sú að fella þær heim- ildir ekki úr gildi, þótt þannig standi á að þær em ekki nýttar fyrir áramót. Ýmsar aðstæður geta valdið því. Krafa um skiljanlega framsetningu Nú er þessi venja notuð af ríkisstjóminni til þess að efna kjarasamninga og raun- vemlegar nýjar heimildir em 575 milljón- ir króna, sem fara að langmestu leyti til viðhalds á húseignum ríkisins, þar með talið skólahúsnæðis. Nú skal ég ekkert um það segja hvort verkalýðshreyfingin sættir sig við þessa uppsetningu mála. En það er alveg nauð- synlegt að fólk geri sér grein fyrir því að engar nýjar heimildir em um fjárveitingar til viðhalds á Bessastöðum, þjóðarbókhlöðu, framhaldsskóla í Grafarvogi, framkvæmda- sjóðs fatlaðra, fangelsisbygginga eða endurbóta á sjúkra- húsum í Reykjavík, svo nokkur atriði séu nefnd. Þetta em allt ónýttar heimildir frá árinu 1992. Stjórnvöldum ber auðvitað að setja hlut- ina þannig fram að þeir séu skiljanlegir venjulegu fólki. Staðreyndin er einfald- lega sú að ákveðið hefur verið að afla nýrra heimilda fyrir útgjöldum upp á 575 millj- ónir króna með fjáraukalögum í haust. 409 milljónir fara til viðhalds opinberra eigna af ýmsu tagi, 60 milljónir til at- vinnumála kvenna og 20 milljónir til efl- ingar heimilis- og listiðnaðar. Aðrir liðir em smærri. Þörf verkefni sem vart nægja Þessi verkefni em þörf, en hvort þau nægja til þess að snúa vöm í sókn í at- vinnumálum er önnur saga. Þróunin er ískyggileg fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Verðbólga fer vaxandi og bankamir kepp- ast við að hækka vextina, þvert ofan í fyr- irheit sem gefin vom við kjarasamninga. Vaxtahækkanir em auðvitað verðbólgu- valdur, orsök verðbólgu ekki síður en af- leiðing, þótt forsvarsmenn bankanna vilji halda öðm fram. Ef þessi þróun heldur áfram, sá vítahringur vaxta- og verðhækk- ana sem er kominn af stað, er hætt við að 575 milljónir króna verði eins og dropi í hafið til að hamla á móti atvinnuleysinu. 800 þúsund fyrir hvert tapað starf Hins vegar er til mikils að vinna, að koma í veg fyrir atvinnuleysi. Ég rakst nýlega á úttekt á því í fréttabréfi Sambands ís- lenskra sveitar- félaga, hvað hvert tapað starf kostaði ríki og sveitar- félög. Niður- staðan var að það kostaði 800 þúsund krónur, en 1.040 þúsund ef einstaklingurinn nýtur hús- næðisaðstoðar. Þessi upphæð saman- stendur af töpuðum atvinnutekjum og greiðslum atvinnuleysisbóta og annarrar félagslegrar aðstoðar. Þetta er hin bein- harða fjárhagslega hlið atvinnuleysisins og ekki er sú félagslega glæsilegri. Forgangsverkefni Það ætti því að vera forgangsverkefni áfram að efla atvinnulífið í landinu. Til þess verður að vinna á mörgum vígstöðv- um. Þar skiptir miklu máli að reyna að gera sem mest úr sjávaraflanum. Besta Ieiðin er auðvitað sú að vömþróun fari fram innan fyrirtækjanna. Hins vegar er staðan sú núna að sjávarútvegsfyrirtækin róa lífróður og þurfa aðstoð til þess að sinna þessu bráðnauðsynlega verkefni. Það má ekki missa niður þráðinn í þessum verkum, því á þeim byggist framtíðin og það hvort sjávarfangið verði unnið af ís- lenskum höndum og hvort fiskvinnslan fer fram í landinu. Viðhald húsbygginga er þarft verkefni og getur sparað peninga þegar til lengdar lætur, en hins vegar er það skammtíma- lausn í atvinnumálum. Það má ekki missa sjónar á öðmm markmiðum sem geta tryggt gmndvöll atvinnu til langframa, eins og þeim að styrkja gmndvöll inn- lendrar framleiðslustarfsemi og skapa ís- lenskum iðnaði starfsskilyrði. Ríkisfjármálin — samdrátturinn Ég minntist á ríkisfjármálin hér í upp- hafi. Það er alveg ljóst að það nást aldrei endar saman hjá ríkinu í samdrætti og vaxandi atvinnuleysi. Það veldur óviðráð- anlegum vanda bæði tekju- og gjaldameg- in. Því er það forgangsverkefni að halda atvinnustarfseminni í landinu gangandi, en því er þó ekki að leyna að skuldastaða einstaklinga nálgast það hraðfara að verða óviðráðanleg með því vaxta- og verðtrygg- ingakerfi sem er við lýði. Seinlæti er dýrt Það er einkennandi fyrir þær aðgerðir, sem ríkisstjómin grípur til í aðsteðjandi vanda, hvað þær em seint á ferðinni og það eykur á vandann. Þar kemur tvennt til: Afskipti ríkisvaldsins passa ekki við kenningar frjálshyggjunnar um lögmál fmmskógarins og innan stjómarflokk- anna er sundurþykkja. Þetta seinlæti er þjóðinni dýrt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.