Tíminn - 24.07.1993, Page 10

Tíminn - 24.07.1993, Page 10
22 Tíminn Laugardagur 24. júlí 1993 Þorbjörg Ólafsdóttir Fædd 12. janúar 1906 Dáin 17. júlí 1993 Nú er hún elsku Þorbjörg amma mín og nafna, dáin. Hún fæddist þann 12. janúar 1906 á Starrastöðum, Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði, elst þriggja bama þeirra hjóna Margrétar Eyjólfsdótt- ur og Ólafs Sveinssonar stórbónda. Amma þótti snemma hinn besti kvenkostur, sem sannaðist er hún, einungis 16 ára, tók við húsfreyju- hlutverkinu á Starrastöðum, sem þá voru eitt mesta stórbýli í Skagafirði, eftir fráfall móður sinnar. Þætti það sennilega flestum ungum og lífs- glöðum stúlkum erfitt hlutskipti í dag, enda tíðarandinn annar. Oftsinnis sagði amma mér það, að sín mesta gæfa í lífinu hefði verið að fá að kynnast honum afa, Birni Hjálmarssyni. Þau giftu sig í Mæli- frá Mœlifellsá fellskirkju í Skagafirði á gamlársdag árið 1936. Bömin urðu þrjú: Marg- eir, bóndi á Mælifellsá, fæddur 1938; Rósa, húsfreyja á Hvíteymm, fædd 1941; og Anna Steingerður, kaup- maður á Akranesi, fædd 1946. Ömmu þótti alla tíð sérlega vænt um heimahagana í Skagafirðinum og vildi hvergi annarsstaðar vera. Hún var óvenju ljóðelsk og gat allt þar til hið síðasta þulið hvert kvæð- ið á fætur öðru. Mér þykja því eftir- farandi Ijóðlínur Hallgríms Jóns- sonar frá Ljárskógum lýsa lífshlaupi hennar betur en orð mín: Undir Dalarma sól við minn ein falda óð hef ég unað við kyrrláta för, undir Dalarma sól hef ég lifað mín Ijóð, ég hef leitað og fundið mín svör, undir Dalanna sól hef ég gœfuna gist, stundum grátið, en oftast í fógnuði kysst. Undir Dalanna sól á ég bú mitt og ból og mirrn bikar, minn arin, mirm svefhstað ogskjól. Það er svo skrítið að þegar einhver, sem manni þykir svo óendanlega vænt um, kveður okkur endanlega, þá streyma minningarnar fram. Ég gæti talið endalaust upp. Ég var svo heppin að fá að búa í nokkurra metra íjarlægð við ömmu og afa á Mælifelísá fyrstu 5 ár ævi minnar. Hversu oft hef ég ekki brosað að minningunni um litla stelpu sem afi og amma pössuðu á meðan mamma var að kenna á daginn. Lífið var leik- ur einn og eftir margar og langar salíbunur á snjóþotunni var ekkert betra en að fara inn í „gamla bæ“ til ömmu, sem alltaf virtist geta töfrað fram rjómapönnuköku og kakó. Fylgja henni svo inn í stofu og hlusta á hana fara með vísur eða segja söguna um það þegar hún slökkti eld í sæng gestkomandi stráks með innihaldinu úr koppnum hans afa. Ég gat hlustað endalaust á þessa sögu og hafði alltaf jafn gaman af. Á meðan sat amma og spann á rokkinn sinn eða prjónaði sokka og vettlinga á þurftafrek bamabömin. Auðvitað fannst mér litla vemdaða veröldin mín fullkomin, ég miklu þægari og betri en aðrar litlar stúlk- ur og amma og afi best af öllum ömmum og öfum sem til vom. Með auknum þroska breytist lífssýnin og maður kemst að því að það er ekki alltaf jafn gaman og gott að vera til. Eitt hefur þó aldrei breyst. í huga mínum sem fullorðinnar mann- eskju skipa afi og amma enn sama sess og í bamssálinni, þau verða alltaf þau bestu. Sumarið 1977 er mér ofarlega í huga. Mamma og ég vomm nýflutt- ar til Reykjavíkur og um haustið f---------------------------------------------'N skyldi stúlkan hefja skólagönguna. Amma og afi höfðu dvalist á Heilsu- hælinu í Hveragerði um vorið og í júní átti ég að fara með þeim norður og vera hjá pabba og Helgu í nokkr- ar vikur. Mér fannst ég ótrúlega mikil manneskja og fær í flestan sjó. En eitthvað hefur mér þótt ömggara að sofa inni í stofu hjá afa úti í „gamla bæ“, þar sem amma hitaði iðulega upp rúmið mitt með gamla græna hitapokanum, heldur en að hætta á að þurfa að vera ein í her- bergi úti í „nýja húsi“, því það fór reyndar á þá leið að ég var mest hjá þeim þetta sumar. Þetta vom yndis- legar stundir. í ágústlok þetta ár bmgðu þau amma og afi búi og fluttu út á Sauð- árkrók. Ég þykist vita að fyrir jafn mikla búkonu og ömmu vom þetta erfið spor, en aldrei heyrði ég hana kvarta, enda annáluð fyrir skynsemi og góðar gáfur. Hún amma hafði óvenju heilbrigða lífssýn, sem við nútímafólkið mættum oft taka okk- ur til fyrirmyndar. Það endurspegl- ast best í atviki sem kom upp í huga minn morguninn sem ég frétti af andláti hennar. Nútímabarnið ég, 4 ára, smituð af bfladellu pabba og stórabróður taldi upp 5 til 10 bflategundir fyrir ömmu og tíundaði auðvitað kosti og galla hverrar og einnar af mikilli „kunn- áttu“. Sú gamla gaf nú lítið fyrir svona nútímadrasl, heldur leiddi mig við hönd sér út í gömlu fjárhús- in á Mælifellsá og nefndi nöfn allra kindanna, sem þar vom inni, og sagði: „Þetta er það sem skiptir máli, nafna mín, lifandi vemr sem finna til og enga björg geta sér veitt, en ekki dauðir hlutir sem þú ert tilbúin að henda um leið og þér býðst eitt- hvað nýrra og betra." Ég skildi ekki boðskapinn þá, en ég skil hann nú og er þess fullviss að amma kvaddi okkur öll sátt við Guð og samtíma- menn. Elsku afi. Ég er svo stolt og ánægð yfir að hafa fengið að kynnast og bera nafn jafn viturrar og góðrar konu og amma var. Ég veit samt, að þó að amma væri búin að vera jafn lasburða og hún var hin síðustu ár, þá er alltaf erfitt að kveðja þá sem maður elskar jafn mikið og þú elsk- aðir ömmu. Hins vegar veit ég líka að hún er hvfldinni fegin, því að það samræmist ekki lífsstfl jafn mikillar baráttu- og dugnaðarkonu og henn- ar að vera upp á aðra komin líkt og hún var hin síðustu ár. Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu’og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mérhjá. (Herdís Andrésdóttír) Guð blessi elsku ömmu mína. Þorbjörg Margeirsdóttir _ Innilegar þakkir færum viö öllum þeim er sýndu okkur samúö, hlýhug og vinsemd viö andlát og útför eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu Viktoríu Kristínar Guðmundsdóttur Björk, Sandvfkurhreppi Sérstakar þakkir færum viö starfsfólki Sjúkrahúss Suöurlands. Guö blessi ykkur. Jón Gfslason, böm, tengdabörn, bamaböm og bamabamabörn ______________________________________________________/ Bridge UMSJÓN: BJÖRN ÞORLÁKSSON Þraut24 NORÐUR ♦ ÁDT V ÁK7 ♦ GT872 ♦ KG Á KG97 V GT986 ♦ Á9 * ÁD Sagnir: suður vestur norður austur IV pass 24 pass 2gr. pass 6 gr. pass pass pass Útspil: lauftía Hvemig er best að spila eftir að vestur spilar út lauftíu? Það eru 9 toppslagir í spilinu og valið stendur á milli tíguls og hjarta. Ef sagnhafi fer í hjartað (með hefðbundinni íferð, toppa og svína síðan) þá gefur liturinn fimm slagi ef drottningin er stök, ef vestur á Dx eða Dxx. Hins veg- ar ef það bregst þá er gamanið á enda. Þá er of seint að reyna að gera tígulinn góðan, burtséð frá því hversu vel liturinn liggur. Mestar líkur á vinningi eru að prófa tígulinn FYRST. Þá stendur sagnhafi spilið ef austur er með tígulháspil stakt, háspil annað eða ef austur er með bæði háspil- in. Og ef ekkert af þessu gengur, er hægt að reyna hjartað. Best er að drepa útspilið í blind- um og spila tígultvisti. Ef austur drepur með háspili yfirdrepur sagnhafi og spilar tígulníunni sem tryggir spilið auðveldlega. Ef austur setur lítið spil, þá svínar sagnhafi. Ef nían á slaginn þá er sagnhafi hólpinn (skiptir yfir í hjarta) og ef nían er yfirdrepin af vestri þá er enn möguleiki að fella hitt háspilíð annað. Ef það geng- ur ekki er sem áður segir hægt að ráðast á hjartalitinn. Með öðrum orðum; með því að byrja á tíglin- um er hægt að standa spilið ef annar liturinn gengur upp. Með því að byrja á hjartanu, verður sá litur að liggja rétt. Allt spilið: NORÐUR A ÁDT V ÁK7 ♦ GT872 * KG VESTUR AUSTUR * 639 A 854 V 54 V D32 * D987 ♦ K6 * T743 * 65432 SUÐUR A KG97 V GT986 ♦ Á9 * ÁD Hvað gera hinir? í þrautinni hér fyrir ofan er spurt um bestu líkurnar á því að standa samninginn. Spilarar standa iðulega frammi fyrir því að velja á milli leiða og oft er far- in önnur leið en sú sem gefur mestar líkurnar á vinningi. Með I öðrum orðum; öryggisspila- mennska á ekki alltaf rétt á sér og þá sérstaklega f tvímenningi. Hins vegar er sú staða sjaldgæfari að sagnhafi ákveði að tryggja sér að tapið verði sem minnst en fyr- irgeri með ákvörðuninni vinn- ingsleiðinni. Það er þó oft á tíð- um réttlætanleg ákvörðun. Valið ræðst iðulega af því að hugsa áður en spilið er spilað, hvað sé að gerast á hinum borð- unum. Sem þýðir að ef sagnhafi hefur ofsagt á spilin og er kominn í mjög erfiðan samning þá er lík- legt að spilið gefi hvort eð er mjög slæma skor ef talan lendir hjá andstæðingunum. Og skiptir þá ekki öllu máli hvað hún verður há. Tökum sem dæmi hart geim. Austur gefur; AV á hættu NORÐUR ♦ ÁT5 V T954 ♦ 9975 ♦ KT VESTUR AUSTUR ♦ DG ♦ 975 V D72 V G3 ♦ ÁKG6 ♦ T42 ♦ D965 * G9432 SUÐUR ♦ K9432 V ÁK96 ♦ D3 ♦ Á7 Spilið kom fyrir í heimsmeist- arakeppninni í parakeppni í Amsterdam, árið 1966 og keppn- isformið var tvímenningur. Sagnir gengu: vestur norður austur suður pass 1* pass 2 ^ pass 3* 4+ allirpass Eftir einfalda hækkun í spaða voru 3+ geimtilboð ef N væri í hámarki og ætti eitthvað í laufi. Norður var ekki svartsýnn og ákvað að segja 4*. Vestur spilaði út ♦Á og skipti síðanyfir í ♦G sem sagnhafi drap í blindum. Nú sá sagnhafi fyrir sér auknar líkur á að spaðinn lægi 1-4 og ákvað að tryggja sig einn niður. Þess vegna spilaði hann V4 á kónginn og Á3 að T. Vestur drap á drottningu og samningurinn var einn niður — tveir tapslagir á tígul, einn á spaða og tromp. „Öryggisspilamennska" sagði suður við makker, „til að fara ekki tvo niður," bætti hann við. Hér átti „öryggisspilamennsk- an“ alls ekki við. Sagnhafi gat séð það að litlar líkur væru á að NS pörin væru yfirleitt í geimi (hjartasamningur eða 3 grönd eru ekki líklegri) og þess vegna átti sagnhafi allt undir því að vinna spilið. Hann gat gefið sér að meðalskor væri 120, 140 eða eitthvað því um líkt í NS dálkinn og allar tölur í AV væru nálægt núlli. Það kom líka á daginn að fyrir að segja og vinna fjóra spaða hefðu NS fengið 110 stig en 50-kallinn í AV gaf aðeins 5 stig. Tveir niður hefðu varla gefið mikið minna! Útspilið Stefán Guðjohnsen sýndi nýlega fram á, í vikulegum bridgeþætti sínum í DV, að útspilin heppnuð- ust oft á tíðum mjög vel hjá ís- lensku spilurunum í Menton. Tugir LMPa geta oltið á útspilinu og því hefur mikið verið pælt í þessum hluta spilsins sem hvað erfiðast er að nálgast út frá fræðilegum grundvelli. Á meðal góðra bóka má nefna „Udspelet" eftir Jan Wohlin og fleiri og fleiri. Marty Bergen er dálkahöfundur í bridgetímariti Granovetter hjónanna. Lítum á nokkrar teór- íur sem hann hefur sér til full- tingis við val á útspilinu í grand- samningi. Vonandi nýtast þau einhverjum lesenda en birtast þau hér samt án ábyrgðar. 1) Forðastu að spila laufi eftir sagnröðina: 1 ♦ pass lgr. allir pass Hér meinar Bergen að sá sem á út ætti að forðast laufútspil þar sem venjan sé í sagnröð sem þessari að svarhöndin lofi laufiit. Reyndin sé oft sú að svarhöndin (sagnhafi) eigi 5-6 lit í laufi Dæmi: + 974VG^T6 +ÁD8643 2) Komdu aldrei út í lálit mak- kers með tvíspil ef hann hvorki tvísegir litinn né doblar sem beiðni. Dæmi: makker móth. þú móth. 1 ♦ lgr. allir pass Rökin eru sú að mestar líkurn- ar séu á að að makker sé með 4-lit og því sé óráðlegt að ráðast á lit sem mótherjarnir séu sennilega lengri í. Með þrflit væri eðlilegt að spila hæsta (toppi af engu). 3) Vertu óhræddur við að út- spilsdobla 3 grönd með sterk spil í fyrsta sagnlit blinds. Dæmi: + 853 VÁDG9 ♦ 6 * 97643 eftir sagnir sem þessar: móth. makker móth. þú 1 + pass IV pass lgr. pass 2gr. pass 3gr. pass pass DOBL Dobl í þessari stöðu er beitt vopn þar sem það er í raun eina leiðin til að gefa makker upplýs- ingar. Flestir þróaðir spilaðir nota þetta kerfi og uppskera oft vel (ekki alveg laust við áhættu þó). 4) Komdu út í lit blinds eftir sagnröðina: lx— lx — 3 grönd. Yfirleitt vísar þriggja granda sögnin til þess að sagnhafi sé stuttur í lit makkers sem e.Lv. sagði aðeins á fjórlitinn sinn.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.