Tíminn - 24.07.1993, Blaðsíða 6
6 Tíminn
Laugardagur 24. júlí 1993
ARfÐ 1956 varð gríöarlegt
landflæmi i Afríku norð-
austanverðri, sem veríð hafði
bresk nýlenda frá því um alda-
mót, sjálfstætt ríki undir nafn-
inu Súdan. Þegar áríö áður var
hafiö þar borgarastríð, sem að
því sinni stóö til 1972. Síðan
var fríður í landinu aö kalla í
rúman áratug, en 1983 hófst
þar aftur borgarastríð. Stendur
það enn.
Þetta víðlendasta ríki Afríku
(2.503.890 ferkílómetrar) hefur
sem fiest önnur ríki í álfunni
sunnan Sahara reynst heldur
vandræðalegur samsetningur.
Norðan til er það mikið til eyöi-
mörk, sunnar tekur viö sav-
annagróður og syðsti hluti
landsins, sem er hálendari en
aðrír hlutar þess, er frumskógi
vaxinn. Þar eru og fenjaflóar
miklir. Um þrír af hverjum fjór-
um landsmönnum, sem ails
eru um 30 milljónir, eru músl-
ímar, flestir þeirra súnnítar. Ar-
abíska er móöurmál flestra
þeirra eöa aö þeir tala hana
öðrum þræöi. Hinir skiptast í
þjóðflokka, sem tala afrísk mál
og aðhyllast í trúarefnum
blöndu af krístni og afrískri
heiöni. Byggð íslömsku ar-
abanna er mest viö Níl og
þverár hennar og í savanna-
beltinu, hinna krístnu og
heiðnu blökkumanna á frum-
skógasvæöi suöurhlutans.
Markalínan milli þessara
tveggja menningarheilda, sem
landsmenn skiptast í, er ekki
allfjarri fljótunum Bahr el-Arab
og Bahr el-Ghazal, sem falla í
Hvítu Níl aö vestan. Það er
milli þessara aðila, íslamskra
araba norður- og miölandsins
og krístinna og heiðinna Afr-
íkumanna suöuríandsins, sem
borgarastríö hafa staðið lengst
frá því að landið varð sjálfstætt
ríki.
Þrælahalds- og
heittrúarríki
Sá ágreiningur á sér rætur sem liggja
djúpt. Útþenslu araba og íslams inn á
svæðið sem varð ríkið Súdan, einkum
að norðan frá Egyptalandi, var sam-
fara hemaður araba á hendur blökku-
mönnum, aðallega í þeim tilgangi að
ræna fólki til að hneppa það í þræl-
dóm. Þetta færðist í vöxt eftir að Eg-
yptar höfðu lagt undir sig svæðið
1821, en með þeim landvinningum
má segja að grundvöllurinn hafi verið
lagður að því að umrætt svæði varð
eitt ríki.
Jafnframt því sem Bretar tóku að
sækja til áhrifa í Egyptalandi á síðari
hluta 19. aldar, lögðu þeir fast að Eg-
yptum að banna hjá sér þrælahald og
þrælaverslun og það sagði til sín í eg-
ypska Súdan. Þrýstingur frá Bretum
varð til þess að Ismail kedífi (jarl) af
Egyptalandi reyndi að útrýma þræla-
haldinu og beitti hann til þess hörku-
aðferðum. Það olli mikilli reiði meðal
íslamskra Súdana, enda var þá svo
komið að efnahagslíf þeirra byggðist á
þrælahaldi öðru fremur. Þeir litu svo
á að þrælahald væri löghelgað sam-
kvæmt íslam og varð það til þess að
heittrúarmanni að nafni Muhammed
Ahmed ibn al-Sayyid Abdullah, sem
nefndist Mahdi (svo eru kallaðir frels-
arar í íslam), varð gott til liðs er hann
hóf uppreisn 1881. Hafði hann náð
mestum hluta egypska Súdans á sitt
vald 1885 og var það þar með orðið
sjálfstætt ríki í fyrsta sinn. Sjálfstæð-
isbarátta Mahdis gegn Egyptalandi og
breska heimsveldinu, sem á þeim ár-
um lagði Egyptaland undir sig í raun,
var ekki hvað síst barátta fyrir hags-
munum þrælahaldara og þrælasala í
nafni íslams. Út á það er Mahdi síðan
þjóðhetja í föðurlandi sínu.
Eftirmenn hans biðu mikinn ósigur
fyrir Bretum í orrustunni við Omdur-
man 1898 (sem margir kannast við úr
æviminningum Churchills, er þar var
með). Þar með komst landið undir yf-
irráð Breta og var eftir það (þangað til
það varð sjálfstætt á ný) kallað ensk-
egypska Súdan, af því að svo hét að
Bretar og Egyptar stjómuðu því í fé-
lagi.
Suöursúdðnsk börn I flóttamannabúöum: miklu fleiri væru fallnir úr hungri ef hjálparstofnana hefði ekki notið við.
s
Útrýmingarhernaður bókstafsíslams:
Arabískir Súdanir fordæma Bandaríkin fyrir árásir á Jraska bræður okkar“:
bróðurhugurinn nær ekki til kristinna og heiðinna blökkumanna suðurlandsins.
ÞJOÐAR-
HREINSUN
SÚDAN
Óhressir með
sjálfstæðið
Heiðingjar suðurhlutans undu
bresku yfirráðunum fremur vel, enda
bundu þau endi á mannaveiðar arab-
ískra þrælasala meðal þjóðflokka þar.
Að skapi sunnlendinga var einnig að
Bretar aðskildu suðurhlutann stjóm-
arfarslega að nokkm frá íslömskum
hlutum landsins. Sunnlendingar tóku
kristni og tileinkuðu sér evrópska
menningu að einhverju marki. Þann-
ig var í raun í haginn búið fyrir það að
suðurhlutinn yrði sérstakt ríki. í sam-
ræmi við þetta tóku sunnlendingar
sjálfstæði Iandsins sem heildar með
tortryggni.
Þeir þóttust fá gmnsemdir sínar
gagnvart ríkisstjóm sjálfstæðs Súd-
ans staðfestar er sú stjóm hófst þegar
að sjálfstæði fengnu handa við að að-