Tíminn - 24.07.1993, Blaðsíða 11
Laugardagur 24. júlí 1993
Tíminn 23
Betri er krókur en
keda
Smábæir eins og Spring Valley, Kaliforníu, eru
þekktir fyrir náin kynni íbúanna á meðal. Allir
þekkja alla og fólk stendur saman og hver veitir
öðrum aðhald þar sem samfélagið verndar íbú-
ana í heild sinni svo framarlega sem allir hlíti
reglum og „normum“ samfélagsins. Menn starfa
saman, eyða frítíma sínum saman og eru á flest-
an hátt eins og ein, stór fjölskylda.
Charles Schmidt ætti aö vera þjóöféiagsfræöingum ráögáta.
Þess vegna tóku íbúar smábæjar-
ins það mjög nærri sér þegar frétt-
ist að Patricia Elaine, 26 ára gam-
all hjúkrunarfræðingur, hefði ver-
ið myrt á hrottafenginn máta.
Reyndar urðu vibrögðin hjá blóð-
heitari íbúum snábæjarins á þann
veg í fyrstu að þeir fóru út á göt-
umar með byssur sínar og hugð-
ust finna morðingjann upp á eigin
spýtur, og „fullnægja réttlætinu"
án dóms og laga. Blessunarlega
tókst þeim þó ekki að taka lögin í
sínar hendur.
Fimmtudagsmorguninn, 15.
júní, 1989 lögðu Patricia og sam-
býlismaður hennar, Charles
Schmidt, af stað í daglegan skokk-
túr. Þau skokkuðu ætíð sama
hringinn, fyrst framhjá verslunar-
miðstöðvum, skrifstofum og verk-
stæðum og síðan til Quarry Road,
sem var afskekktur stígur í útjaðri
smábæjarins, mjög eftirsóttur af
útivistarfólki. Patty var í betra
formi en hinn 28 ára gamli sam-
býlismaður hennar og seig fjótlega
fram úr og jók stöðugt forskot sitt.
Henni fannst alltaf jafn gaman að
því að „taka sambýlismann sinn í
bakaríið" eins og hún kallaði það
þegar hún hafði betur.
Þennan dag náði hún óvenju
miklu forskoti. Charlie sagði síðar
að hann hefði fengið krampa í
hægri fót og þurft að stoppa um
stund þangað til verkurinn leið
hjá. Á nokkrum sekúndum missti
hann sjónar á konunni sinni um
það leyti sem hún hvarf á milli
trjánna við Quarry Road.
Þegar Charlie lagði aftur af stað
hljóp hann jafn hratt og hann
komst til að ná Patty en fóturinn
var aftur til vandræða og því stað-
næmdist hann eftir nokkur
hundruð metra og kastaði mæð-
inni. Hann settist niður á bekk og
kom þá skyndilega auga á hreyf-
ingarlausan líkama í stuttri fjar-
lægð, skammt frá hlaupastígnum.
Konan var í íþróttagalla og Charlie
sá strax að þetta hlyti að vera
Patty. Hann taldi í fyrstu að hún
væri að bregða á leik, en þegar
hann kom nær henni og lagði
höndina á brjóst hennar, fann
hann að líkami hennar var and-
vana.
Lést samstundis
Hið fríðsæla útivistarsvæði
breyttist á nokkrum mínútum í
vettvang hávaða og ringulreiðar.
Nágrannar komu æðandi að, lög-
reglan þandi sírenur sínar og allir
virtist í uppnámi. Læknir sem
kom á staðinn staðfesti að Patty
væri látin en enn var ekki ljóst
hvort hún hefði verið myrt. Eina
huggunin sem hægt var að veita
syrgjandi ástmanni hennar var að
Patty hafði látist skyndilega og þan
þess að þjást.
Eftir að Charles hafði jafríað sig
nægjanlega til að geta gefið lög-
reglunni skýrslu, var hann keyrð-
ur heim til sín. Nágrannar hans
tóku á móti honum og vöktu með
honum fram eftir nóttu. Aðalum-
ræðuefnið var gott samband þeirra
og missir hans við fráfall hennar.
Patricia Elaine hafði verið mjög
aðlaðandi kona, íþróttamannslega
vaxin og fögur. Hún naut starfs
síns sem hjúkrunarfræðingur og
gegndi ýmsum trúnaðarstörfum á
spítalanum sem hún vann á í bæn-
um. Charles var sjálfur sjóliðsfor-
ingi og hafði kynnst konu sinni á
ferðalagi nokkrum árum áður.
„Það var ást við fyrstu sýn,“ sagði
Charles síðar.
Þau höfðu notið virðingar í hnu
litla samfélagi í Spring Valley. Þau
voru samlynd að talið var, eyddu
mestum frítíma sfnum saman og
ekkert benti til annars en að sam-
band þeirra hefði verið til fyrir-
myndar á flestum sviðum.
Ljóst var að Patty hafði ekki dáið
af eðlilegum orsökum (líkamleg-
um). í fyrstu var talið að hún hefði
verið vegin úr launsátri, það er að
segja að morðinginn hefði beðið
hennar á afviknum stað og flýtt sér
síðan af vettvangi strax eftir morð-
ið. Enginn hafði séð til manna-
ferða eða bílferða en hins vegar
Noel Armstrong sá verulega
ágóöavon I aö gera vini sínum
„greiöa".
hafði sést til ferða bifhjóls á svip-
uðum tíma og morðið átti sér stað.
Fyrsta læknisskoðun leiddi í ljós
að Patricia hafði orðið fyrir þungu
höggi, mögulega eftir að hafa orð-
ið fyrir bifhjólinu. Vitni sem taldi
sig hafa séð „slysið“, hafði þó ekki
náð að sjá númerið á hjólinu en
þetta var það sem lögreglan gaf sér
snemma við rannsókn málsins að
hefði gerst.
Þrátt fyrir að yfirvöld gerðu það
sem í þeirra valdi stóð til að upp-
lýsa málið, fannst sjóliðsforingjan-
um, sambýlismanni Patriciu, ekki
nóg að gert og gekk sjálfur hús úr
húsi til að afla sér upplýsinga um
málið. Hann bað fólk um að hjálpa
sér við að finna manninn á bifhjól-
inu og hvatti hugsanleg vitni til að
gefa sig fram og skýra frá því sem
þau kynnu að hafa séð.
Óljós vitnis-
buröur
Það kom á daginn að margir þótt-
ust geta hjálpað til en hins vegar
var erfitt að færa sönnur á hverjir
væru trúanlegir og hverjir ekki. í
meginatriðum stönguðust vitnis-
burðir flestra þeirra á. Einn sagði
að blökkumaður á Yamaha hjóli
hefði keyrt Patty niður án þess að
stöðva hjólið og brunað síðan
burt. Annar sagði að maður af
spænskum uppruna hefði keyrt á
Patty á Kawasaki hjóli og enn aðr-
ir sögðu að hjólið hefði verið af
Harley Davidsson gerð.
Samt virtist mönnum bera saman
um að bifhjólið hefði verið græn-
eða bláleitt með hvítum röndum.
Eftir fjölmargar ábendingar
komst lögreglan að þeirri niður-
stöðu að maðurinn hefði verið
hvítur með skollitað hár, fremur
barnalegt andlit og skegglaus.
Hann var talinn vera um tvítugt,
stuttklipptur og í hermannajakka.
Skotin á bakiö
Það var ekki fyrr en 16. júní sem
málinu var slegið upp á forsíðum
dagblaða og fékk upp úr því mikla
athygli í fjölmiðlum. Það var eftir
að krufningarskýrslan leiddi í ljós
að það hafði ekki aðeins verið
keyrt á fórnarlambið heldur hafði
árásarmaðurinn líka skotið Patty í
bakið af stuttu færi með 22ja kal-
íbera skammbyssu. Skotið hafði
farið í hjartað og hún hafði látist
samstundis.
Það var engum vafa undirorpið að
maðurinn á mótorhjólinu hafði
skotið Patty en hvers vegna? Og
hvernig stóð á því að ekkert hinna
„fjölmörgu vitna að atburðinum"
hafði heyrt skothvellinn? Þetta
voru meginspurningar sem lög-
reglan varð að finna svör við. Á
meðal fyrstu tillagna var að öku-
maður hjólsins hefði ekið um
hljóððkútslaus til að hávaðinn í
vélinni yfirgnæfði skothvellinn. Ef
svo var hlaut að vera um þaul-
skipulagt ásetningsmorð að ræða
en tilgangurinn var enn óljós.
Ef um skipulagðan glæp var að
ræða, var líklegast að morðinginn
tengdist fórnarlambinu á einhvern
hátt. Ekki var lengur hægt að úti-
loka afbrýðisemi eða hefrídar-
ásetning svikins elskhuga þótt
ekki væri vitað til annars en Patr-
icia hefði ætíð verið manni sínum
trú.
Þegar rannsókn málsins bar eng-
an áþreifanlegan árangur, voru yf-
irvöld í nærliggjandi borgum og
byggðarlögum látin vita og lýst
eftir manninum á hjólinu. Lög-
reglan gerði rassíu í að stöðva
ökumenn á hjólum, svipuðum í
útliti og því sem til hafði sést og
síðan var kannað hvort eigendur
ættu 22ja kalíbera skammbyssur.
Þrír þeirra reyndust eiga skotvopn
af sama tagi en þeir höfðu allir
pottþétta Oarvistarsönnun og voru
brátt leystir undan öllum grun.
Líftryggingin
Um hríð hvarflaði að lögreglunni
að einhver náinn aðstandandi
hefði fengið leigumorðingja til að
myrða Patty. Sú tilgáta kom upp í
kjölfar þess að líftrygging Patriciu
var óvenju há og komu 50.000
dollarar f hlut sambýlismanns
hennar og aðrir 50.000 í hlut ætt-
ingja. Það mál var rannsakað út og
suður en allt bar að sama brunni,
ekkert benti til þess. Eiginmaður
hennar, Charles, virtist samt ná
sér snemma á strik og aðeins
þremur mánuðum eftir jarðarför-
ina kynntist hann nýrri konu sem
hann trúlofaðist og hóf sambúð
með.
Það liðu löng þrjú ár fyrir yfirvöld
í Spring Valley og hvorki gekk né
rak í málinu. Lögreglan velktist
enn í vafa um hvort tilviljun hefði
ráðið því að Patty féll fyrir kúlu
morðingjans, hvort einhver hefði
myrt hana vegna líftryggingarinn-
ar eða hvort um væri að ræða
ástríðuglæp einhvers sem átt hefði
vingott við fórnarlambið. Enn var
samt unnið að rannsókn málsins
þar sem ákveðnir menn innan
morðdeildar lögreglunnar neituðu
að gefast upp fyrr en í fulla hnef-
ana.
Máliö leysist
Loks bar þrautseigjan árangur.
Einn af „snuðrurum" lögreglunn-
ar sagðist vita af manni með mis-
jafnt orðspor sem hafði unnið á
hóteli í Spring Valley árið 1988. Til
hans hafði komið maður og beðið
hann að myrða konu að nafni Patr-
icia Schmidt fyrir ríflega þóknun.
Honum var stórlega misboðið og
hafnaði tilboðinu. Hann ákvað að
Ieggja nafn mannsins á minnið og
það reyndist vera Charles
Schmidt, hinn syrgjandi eigin-
maður.
Lögreglan hélt umsvifalaust á
fund Charles þar sem hann var
tekinn í stranga yfirheyrslu. Hinn
hægláti myndarlegi maður, með
hlédræga brosið, virtist snemma
ókyrrast þegar lögreglan beindi að
honum óþægilegum og nærgöng-
ulum spurningum. Það var ekki
tekið á honum með neinum silki-
hönskum og án þess að lögreglan
hefði nokkrar sannanir fyrir því að
Charles væri viðriðinn dauða konu
sinnar, var spurt hreint út: „Af
hverju reyndir þú að leigja morð-
ingja til að myrða konuna þína ár-
ið 1988?“
í fyrstu svaraði Charles ekki
þeirri spurningu en ítrekaði ein-
ungis að hann hefði ekki komið
nálægt dauða konu sinnar á nokk-
urn hátt. Með auknum þrýstingi
gaf Charles þó eftir og áður en yfir
lauk viðurkenndi hann að hafa lát-
ið myrða konuna sína í ábataskyni.
Hann hélt hins vegar fast við það
að hann hefði ekki sjálfur tekið í
gikkinn, til þess hefði hann fengið
vin sinn, Noel Patrick Armstrong,
22 ára gamlan.
Yfirvöld höfðu fljótlega uppi á
Armstrong og var hann ásamt
Charles handtekinn og þeir
ákærðir fyrir morð af fyrstu gráðu.
Við húsleit hjá Armstrong fannst
morðvopnið, 22 kalíbera Luger
skammbyssa.
Armstrong viðurkenndi fjótlega
að hann hefði tekið að sér að
myrða Patty fyrir 75.000 dala
þóknun. Charles hafði þó ekki
borgað honum nema 50.000 doll-
ara þegar upp var staðið, enda
gerði hann ekki ráð fyrir þeim
möguleika að líftryggingin skiptist
á milli fjölskyldu Patriciu og hans
sjálfs. Aðrar reglur gilda hins veg-
ar um skiptingu eigna og fjár þeg-
ar fólk er í sambúð en ekki vígðri
sambúð.
Schmidt hafði sjálfúr sagt að
hann ætlaði sér ekki að græða
annað á dauða konunnar sinnar en
full yfirráð yfir húseign þeirra
hjóna og frelsi til að lifa lífinu með
nýrri vinkonu sinni. Svo virtist
sem Schmidt hefði ekki viljað
skilja við konuna sína af ótta við að
samfélagið hafnaði honum þar
sem skilnaðir eru tiltölulega fátíð-
ir í hinu fámenna bæjarsamfélagi í
Spring Valley. Tilgátan er langsótt
en af tvennu illu hlýtur þó krókur-
inn að reynast keldunni betri.
„Til hvers eru
viniru
Langri baráttu var lokið hjá liðs-
mönnum lögreglunnar með fulln-
aðarsigri. í dómssalnum fór allt
eftir bókinni og minnast menn
enn svars Armstrongs þegar hann
var spurður af sækjanda hvers
vegna hann hefði látið undan
beiðni vinar síns, að myrða Patr-
iciu.
„Til hvers eru vinir," sagði Arm-
strong og brosti.
Enn er ekki búið að dæma endan-
lega í máli þeirra en í héraði var
Charles Schmidt dæmdur í lífstíð-
arfangelsi en Armstrong til 27 ára
fangelsisvistar.
Málið er vert athygli fyrir þær
sakir að í stað hins hefðbundna
skilnaðar valdi Charles Schmidt þá
leið að myrða eiginkonu sína án
þess að hagnast fjárhagslega á
dauða hennar. Þegar einfaldara
virðist að grípa til byssunnar en að
ganga til skilnaðar, er illa komið
fyrir amerísku þjóðfélagi.