Tíminn - 24.07.1993, Blaðsíða 11

Tíminn - 24.07.1993, Blaðsíða 11
Laugardagur 24. júlí 1993 Tíminn 19 Vaöiö yfir Bláfjallakvísl. Á leiðinni þarf aö vaða yfir nokkrar ár. Ftestir fara úr skóm og sokkum, bretta buxurnar upp fyrir hné og láta sig hafa þaö. búnir að leggja á sig göngu frá fjór- um klukkutímum upp í 6-7 tíma á dag með poka á bakinu. Það getur reynst óvönu göngufólki ansi mik- ið puð, en er þó langt frá því óyfir- stíganlegt, enda er ekki eins og menn séu eitthvað að flýta sér. Heilbrigt fólk á öllum aldri getur gengið Laugaveginn, þó ekki sé mælt með því að ungir krakkar séu með í för. Á leiðinni eru heldur engar sjoppur til að kaupa í mat eða önnur þjónusta. Aðeins svefn- skálar. Og kamrarnir eru þess eðl- is, að það er mælt með því að menn gangi ákveðnir til verks og syngi hástöfum á meðan á athöfn stend- ur. „En við höfum verið að byggja upp aðstöðuna. Það hefur sýnt sig að skálarnir eru takmarkaðir að vissu leyti og það þarf að endur- byggja hús og bæta og laga. Á Álftavatni, sem er ákveðin miðstöð á leiðinni, er komin föst skála- varsla og þar er verið að koma upp vatnssalernum," segir Kristján. „Svo dreymir okkur um að endur- nýja húsið í Hrafntinnuskeri. Það hefur verið unnið að gönguskála- teikningu í vetur. Vonandi verður hægt að byggja eftir henni á þessu ári. Það er þörf á því.“ Ef ekki væri brú, þá væri mönnum ekki mögulegt aö komast yfir Fremri- Emstruá og hiö stórbrotna gijúfur. Áöur fyrr kræktu menn fyrir ána og gengu upp á Mýrdaisjökut. — Hvað finnst vinum þínum um þessar ferðir? „Þeir vildu gjarnan koma líka. En kærustur þeirra fá þá yfirleitt til að fara til Mallorca eða eitthvað slíkt. Þeim finnst þetta heldur kalt,“ seg- ir Stephan og var ákveðinn í því að koma oftar til íslands. Stephan, faðir hans, og Möhlen- beck eru frá Kiel í Þýskalandi. Þeir fóru með rútu frá Reykjavík til Skóga og gengu Fimmvörðuháls- inn inn í Þórsmörk. Nú var leiðinni heitið inn í Landmannalaugar og þaðan til Lakagíga og Kirkjubæjar- klausturs. En er svona ferð dýr? „Ferðin er dýr til ísiands. Flugið kostar það sama og til Bandaríkj- anna. Verðlag hér er einnig mun hærra en í Þýskalandi," segir Mö- hlenbeck. „En það er ekkert vanda- mál ef maður fer í tjaldútilegu. Þá er ákaflega erfitt að eyða pening- um. Að minnsta kosti eru litlir möguleikar til þess hér.“ GS. Viö skála F.í. hjá Álftavatni. Stephan Heber (t.v.), Dr. Fritz Möhlenbeck og Kristján Birgisson skálavöröur ræöa málin. eru mjög áhugaverð/segir dr. Mö* ^ ^ ^ ^ hlenbeck. „Okkur er alveg sama þótt hér séu ekki tré. Við vlldum þó gjarnan hafa þau til þess að geta ? „ . . i kveikt eld.“ Stephan Heber er 16 ára gamall (■ og var að koma til íslands í þriðja | skipti. Hann kom fyrstþegar hann g var 14 ara og hefur kpnjið livtp-t B sumar síðan. ■* , ; ; ■ Vinir mínir fara frekar til Mallorca „Yfirleitt eru gistihús í Ölpunum. Það er auðveldara að ferðast þar. Skálarnir eru svipaðir þessum hér, en þessi er frumstæðari," segir þýskur fepðamaður, Dr. Fritz Mö- hlenbeQk,;í samtali við blaðamann. Möhlenjbétk vár_staddur í skálun- um á AJftavatni ásamt ferðafélög-’ um sír(uih, '.hinöm únga Stephan mrnuixf GÚMMÍVINNUSTOFÁN HF EyjafjaÍiájökUV (bakgrgnni og Þórsmörk ar 1 nánd. RÉTTARHÁLSl'i. S.81*008 & «14009 SKIPHOO 35. S. 3\055 * 30ÓÍ8 1FARAHBRODDI k ..:! pjöRUTju m. •: Ar! Eigum á lager flestar geröir af legum og hjöruliðakrossum í bíla og vinnuvélar. Ennfremur legur fyrir hverskonar framleiðsluvélar, iðnaðarvélar og bátagíra. Útvegum allar fáanlegar legur með hraði. Það borgar sig að nota það besta! FÁE kúlulegur og rúllulegur SKAGFIRÐINGAR FERÐAFÓLK leguhús Veitingar - verslun Stórbætt aðstaða Allt fyrir bílinn Bensín - olíur Verið velkomin KS VARMAHLÍÐ SÍMI 95-38160 - FAX 95-38861 Þekking Reynsla Þjónusta n|h precision hjöruliðakrossar TIMKEN keilulegur SUÐURLANDSBRAUT 8 • 108 REYKJAVÍK SÍMI: 91-81 46 70 • FAX: 91-68 58 84 Styrkjum Landgræðslu með VCLAOEILL' F ál.KANS • VÉLADEILD FÁL-.ANS • VÉLADEILD FÁI KAUS • VÚLADEILD FA'.KAN. VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS • VÉLADEILD FÁLKANS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.