Tíminn - 24.07.1993, Blaðsíða 10

Tíminn - 24.07.1993, Blaðsíða 10
18Tíminn Laugardagur 24. júlí 1993 Þaö eru mikil viöbrigöi eftir göngu á gróöursnauöu hálendinu aö koma inn I skóglendi Þórsmerkur. Loksins er tak- markinu náö og menn orönir sárfættir og haltir. Tfmamvndir: gums ER EKKILIFID DASAMLEGT? -© Þeaar konan skammast í framsætinu, kallinn gleymdi heymarhlífunum, uppahalds liðiö aö spila í beinni útsendingu, krakkamir snarvitlausir aftur í, kærulausar rollur við þjóðveainn og gamall kall með hatt búinn aÖ vera ó undan þér ó sínum Moscovits síðustu 100 kílórpetranna. Hvað er þó betra en að stoppa í Veitingaskólanum BRU, teygja úr sér, nærast og hlaða rafhlöðurnar. Munau svo bara að vera 6 undan Moskovitseigandanum út. VERIÐ VELKOMIN AfCIÐ VARLEGA MEÐ BELTIN SPENNT OG SYNIÐ TILITSEMII UMFERÐINNI. Hundruð ferðamanna ganga Laugaveginn á hverju sumri: Sandur, skógur, jökull og hver Hinn svokallaði Laugavegur hefur notið vaxandi vinsælda á undanförnum árum. Þúsundir einstaklinga, innlendra sem er- lendra, hafa gerst svo frægir að ganga þessa rómuðu leið milli Landmannalauga og Þórsmerkur og orðstír hennar hefur borist víða. Þeir, sem gerst þekkja til gönguleiða um víða veröld, út- lendir fræðimenn á þessu sviði, ganga jafnvel svo iangt að skipa Laugaveginum í flokk með merkilegustu gönguleiöum veraldar og tala í sömu andrá um annálaðar gönguleiðir í Perú og víðar, sem þykja ákaflega skemmtilegar. Blaðamaður Tímans lagði land undir fót á dögunum og skipaði sér í hóp þeirra fjölmörgu sem gengið hafa Laugaveginn. Vitaskuld hafði snápi til eyrna borist frægðarorðið og var ætlunin, öðru fremur, að kynnast af eigin raun hinni marg- umtöluðu náttúrufegurð. Von- brigðin urðu að sjálfsögðu engin. Andstæður og fjölbreytni Laugavegurinn einkennist af and- stæðum og fjölbreytileika. Leiðin hefst í litríku jarðhitasvæði og liggur síðan upp snævi þaktar hlíð- ar í nágrenni Torfajökuls. Á miðri snjóbreiðunni er skálinn á Hrafn- tinnuskeri, þar sem ferðamenn gista að jafnaði fyrstu nóttina. Þeg- ar blaðamann bar þar að, var held- ur hryssingslegt um að litast, snjó- koma og þoka. Skálinn þar að auki fullur af fólki og ekki álitiegt að bregða upp tjaldi. Gekk því hópur- inn í snjónum enn um sinn þar til komið var niður að Álftavatni, sem er eins konar miðstöð á leiðinni. Frá Álftavatni er gengið niður á svarta sandana á Emstrum, vaðið yfir nokkrar ár og loks komið að skálanum í Botnum. Margir ganga lengra og tjalda í einhverri grös- ugri laut við Fremri-Emsturá. Það- an er leiðinni haldið áfram, með fagra fjalla- og jöklasýn á báðar hendur, í gegnum Slyppigil og gil- ið með hinu aðlaðandi nafni, Bjór- gil. Nú er gengið um öllu gróður- sælla land en áður, allt þar til kom- ið er á ekki ófegurri leiðarenda en sjálfa Þórsmörk. Troðnar slóðir „Það eina sem er leiðinlegt við þetta, er það hversu margir hafa gengið þessa leið,“ sagði göngufé- lagi blaðamanns einhvern tímann á leiðinni. Hann gerði sér vitaskuld grein fyrir því að hann var ekki að ganga ótroðnar slóðir. „Sá fiöldi ferðamanna, sem gengur Lauga- veginn á hverju sumri, skiptir hundruðum, ef ekki þúsundum," segir Kristján M. Baldursson, framkvæmdastjóri Ferðafélags ís- lands, í samtali við Tímann. „Laugavegurinn er langvinsælasta gönguleiðin rnilli skála hér á landi og reyndar sú fyrsta af því tagi hér- lendis." Vissulega var það ekki sérstaklega uppörvandi að frétta það á miðri leið, sárþjáður, þreyttur og þjakað- ur af harðsperrum, að einhverjir piltar hefðu skokkað Laugaveginn á átta og hálfum klukkutíma fyrir nokkrum árum. Flestir ganga Laugaveginn á fiórum dögum og gista þá í þremur skálum á leið- inni: í Hrafntinnuskeri, Álftavatni og Botnum, eða tjalda í næsta ná- grenni við þá. Að sögn Kristjáns er búið að bóka svo til hverja nótt í skálunum í júlí og langt fram í ág- úst. Um miðjan ágúst fer straum- urinn minnkandi. Skálarnir voru byggðir á árunum 1976-79. Brúin yfir Fremri- Emstruá var byggð 1979. Áin er ófær mönnum og urðu menn því áður að ganga upp á Mýrdalsjökul til þess að krækja fyrir hana. Síðan áin var brúuð hafa fleiri og fleiri ferðamenn gengið veginn á sumri hverju. „Útlendingar hafa talað um það að þetta sé ein skemmtilegasta gönguleiðin í heiminum og eru stundum að bera hana saman við einhverjar þekktar gönguleiðir í Perú og víðar, sem ég þekki ekki til,“ segir Kristján. ,Á síðustu tveimur árum höfum við greint vaxandi áhuga á þessum ferða- máta. Enn sem komið er hefur ekki verið um marga möguleika að ræða, en Ferðafélagið er að marka ákveðna stefnu í þessum málum. Það eru komnar þrjár sambærileg- ar leiðir, t.d. leiðin um Kjöl sem er reyndar auðveldari en Laugavegur- inn. Menn ættu að byrja á henni.“ Laugavegsfarar verða að vera til-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.