Tíminn - 24.07.1993, Blaðsíða 12

Tíminn - 24.07.1993, Blaðsíða 12
20 Tíminn Laugardagur 24. júlí 1993 UÍA vildi fá körfuknattleiksmann úr NBA-deildinni á Eiðar: Ekki von á neinum vegna sumarleyfa UÍA bar víuraar í Körfuknattleikssamband íslands um að það hefði miliigöngu um komu körfuknattleiksmanns úr bandarísku NBA- deildinni á útihátíðina á Eiðum um verslunarmannahelgina. Sigurður Amar Helgason, framkvæmdastjóri UÍA, segir að enn hafi ekki neinn fengist til að koma þar eð körfuknattleiks- mennirnir eigi svo stutt sumar- frí og ekki hefði verið byrjað að biðla til þeirra fyrr en í júní sem er of stuttur undirbúningstími. „Ég býst ekki við að neitt af því að við fáum hingað körfubolta- mann úr því sem komið er,“ seg- ir Sigurður. „Engin sérstök nöfn höfðu verið nefnd heldur var bara verið að leita að þekktum íþróttamanni úr NBA- deildinni sem fólk hér þekkir. Kaupið höfðum við enn ekki rætt enda gætum við ekki borgað neitt sem skipti þessa íþróttamenn máli. Þess í stað ætluðum við að bjóða þeim eitthvað skemmtilegt eins og ferð fara upp á jökul.“ — GKB GRILLSKÁLINN HELLU Veitingar við allra hæfi. Opið alla daga frá kl. 8.00-23.00. VERIÐ VELKOMIN • SÍMI98-75881. FERÐA- MENN Við bjóðum ykkur velkomna til Hvammstanga í verslun okkar fáið þið flestar þær vörur sem ykkur kann að vanhaga um á ferðalaginu. Kaupfélag Vestur-Húnvetninga Hvammstanga FERÐAFÓLK GOÐAFOSS ÁSBYRGI ALDEYJARFOSS DIMMUBORGIR DETTIFOSS Verió velkomin á félagssvæöi okkar, sem býöur upp á marga fegurstu staöi landsins Við bjóðum þjónustu okkar á HÚSAVÍK í: K.Þ. Matbæ (matvöruverslun) K.Þ. Miðbæ (fatnaður - ferðavörur - iþróttavörur o.fl.) K.Þ. Smiðjunni (vélavarahlutir - byggingavörur - verkfæri o.fl.) \ Söluskálanum Naustagili (matur - drykkur o.fl. o.fl.) I útibúum að: Fosshól við Goðafoss - Laugum, Reykjadal - Reykjahlíð við Mývatn - Ásbyrgi - Gljúfrabúi við Laxárvirkjun - sem öll veita ferðamönnum margvíslega þjónustu. ESSO þjónusta. KAUPFÉLAG ÞINGEYINGA Axel Fiedler skipsfiórí í brúnni. Tímamynd: Ami Bjama Danskt varðskip í höfn í tilefni af hafnardegin- um sem er í dag: Vædderen í Reykjavíkurhöfn Danska varðskipið Vædderen liggur nú við Reykjavíkurhöfn. Þetta er eitt af fiórum nýjum varðskipum sem Danir hafa nýiega tekið í notkun. Það er um 3.500 rúmlestir og um borð eru alls 62 menn. Skipstjóri Vædderen, Axel Fiedler, segir skipinu sérstaklega vera ætlað að hafa eftirlit með kafbátum og flugvélum auk fiskveiða. „Við erum að koma frá Grænlandi þar sem við vorum í þrjá mánuði en skipið er sérstaklega hannað til að vera í Norður-Atlantshafi og getur siglt í gegnum eins metra þykkan ís. Það getur jafnframt verið heilan mánuð á siglingu í einu án nokkurra vand- kvæða,“ segir Axel. Um helgina gefst almenningi tæki- færi til að skoða Vædderen en á þriðjudag heldur það til Færeyja. Dönsk varðskip hafa verið tíðir gestir í Reykjavíkurhöfn þótt íslend- ingar hafi tekið eigin landhelgis- gæslu að sér árið 1926. Eftir að danski sjóherinn tók nýju varðskip- in í notkun hafa þau legið í Sunda- höfn en nú eftir að Gamla höfnin var dýpkuð geta þau komið þar að landi og fagnar Axel því. -GKG. VINDHEIMAMELAR 1993 Dagskrá: Föstudagurinn 30. júlí < . Kl. 9.00 Dómar kynbótahrossa Laugardagurinn 31. júli Kl. 10.00. Töltkeppni - 200 m völlur Kl. 10.00. Eldri flokkur unglinga Yngri flokkur unglinga Kl. 13.00. Gæðingaíþróttir, A fl. Gæðingaíþróttir, B fl. Skeið, fyrri sprettur Yfirlitssýning kynbótahrossa Björn og Hrímnir Sigurbjörn og Vídalín Opin keppni í gæðingaíþróttum. Opin keppni í tölti og gæðingaskeiði. 1 unglingakeppni leiða saman hesta sína Olafsfirö- ingar, Siglfirðingar, Húnvetningar og Skagfirðingar. Sunnudagurinn 1. ágúst Kl. 11.00. Gæðingaskeið Kl. 13.00. Töltúrslit Yngri fl. unglinga, úrslit Eldri fl. unglinga, úrslit Björn og Hrímnir Sigurbjörn og Vídalín Kynbótahross, úrval Kl. 16.00. Skeið, seinni sprettur Gæðingaíþróttir, B fl. - úrslit Gæðingaíþróttir, A fl. - úrslit Verðlaun í skeiöi: 250 m-1. verðl. 75.000 2. verðl.. 30.000 3. verðl. 20.000 150 m -1. verðl. 40.000 2. verðl. 20.000 3. verðl. 15.000 Skráning hjá Magnúsi Lárussyni á Hólum í síma 95-36587 dagana 26. og 27. júlí frá kl. 10-22. Aðgangseyrir kr. 1.500 fyrir alla dagana. Kr. 1.000 á sunnudag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.