Tíminn - 24.07.1993, Blaðsíða 7

Tíminn - 24.07.1993, Blaðsíða 7
Laugardagur 24. júlí 1993 Tíminn 15 Landsmót skáta í Kjarnaskógi Skátar taka verslunarmannahelgina snemma, en þeir halda sitt árlega landsmót í Kjamaskógi við Akureyri dagana 25. júlí til l.ágúst Búistervið 1500-2000 þátttakendum. Skipulag mótsins verður með svip- uðu sniði og verið hefur. Búðum al- mennra þátttakenda verður skipt upp í minni einingar, eða svokölluð „þorp“. í hverju þorpi verða síðan nokkur félög eða hluti félaga. Auk þess verða sérstakar fjölskyldubúðir, starfsmannabúðir o.fl. Dagskrá móts- ins verður miðuð við þátttöku flokka. Venjubundin flokkadagskrá hefst kl. 10 að morgni og lýkur kl. 17 síðdegis. Á kvöldin verður sérstök kvölddag- skrá, sem miðast við þátttöku sveita og félaga. í tengslum við dagskrá mótsins verða félagakeppnir, flokka- spil og landskeppni í skátaíþróttum. í tilefni þessa 21. Landsmóts skáta hefur sérstök fígúra verið hönnuð fyr- ir mótið og hefur hún hlotið nafnið Laufi. Þátttökugjald er tæplega 15 þúsund krónur, en þar vegur matur þyngst af einstökum liðum. Mótsgestum gefst kostur á að fara í ferðalög með sér- stakri ferðaskrifstofu mótsins. Kostn- að við þær ferðir og ferðir til og frá mótsstað verður að greiða aukalega. Form: Skátamót Aðgangseyrír Mótsgjald fyrir alla dagana er 14.700 kr. Gert klárt fyrir Landsmót skáta I Kjarnaskógi. Atlavík endurvakin Ungmennasamband Austurlands stefnir að því að endurvekja Atlavík- urstemninguna á Eiðum um versl- unarmannahelgina. Eiðahátíð var haldin í fyrsta skiptið í fyrra, við dræma aðsókn. í ár er markið sett hærra, en aðstandendur segjast fara mjög létt með að taka á mótí fjögur þúsund manns. Haukur Hauksson „ekkifréttamað- ur“ verður kynnir á útihátíðinni á Eiðum. Þær hljómsveitir, sem halda uppi íjörinu yfir helgina þar eystra, eru: GCD, Ný dönsk, Jet black Joe og Sú Ellen. Útihátíðin er haldin í sam- vinnu við Hótel Valaskjálf á Egils- stöðum. Þar treður upp hljómsveit- in Bogomil Font og gildir aðgöngu- miði á Eiða einnig fyrir böllin í Vala- skjálf. Aðstandendur hátíðarinnar auglýsa „loftbrú" á milli Egilsstaða og Reykjavíkur, en Flugleiðir munu væntanlega bjóða upp á pakkaferðir þama á milli um verslunarmanna- helgina. Á milli Egilsstaða og Eiða verður síðan „landbrú" rútuferða. Á Eiðum verður hópur bestu fall- hlífarstökkvara landsins á laugar- deginum. Þeir ætla að haldast í hendur í loftinu og reyna að mynda stærstu stjörnu, sem mynduð hefur verið í fallhlífarstökki hérlendis til þessa. Þá verður viðamikil flugelda- sýning á staðnum og varðeldur. Uppbygging útihátíðasvæðis á Eið- um er langtímamarkmið þeirra Austfirðinga og gert er ráð fyrir að það taki nokkur ár. Á sunnudeginum fer fram hljóm- sveitakeppni og verður hún með svipuðu sniði og þær í Atlavík forð- um. Það verður fróðlegt að sjá hvaða nýjar hljómsveitir skjóta þarna upp kollinum, en í því sambandi má minna á að Skriðjöklamir eru t.d. skilgetið afkvæmi Átlavíkur. Form: Útihátið Aögangseyrir 6000 kr. Skagfirska sveiflan í Galtalæk: Búist við 10 þúsund á 26. Bindindismótið í HJulba IvIhII DRÁTTARVÉLAHJÓLBARÐAR EIGUM MIKIÐ ÚRVAL HJÓLBARÐA UNDIR ALLAR GERÐIR ÖKUTÆKJA. HAGSTÆTT VERÐ GÚMMÍVINNSLAN HF. Réttarhvammi 1 - Akureyri - sími 96-12600 i i i i i i i n ri i i i i i i i i i-i-i í Galtalækjarskógi verður haldið bindindismót í tuttugasta og sjötta skiptið í röð. Bindindismót- ið hefur verið vinsælt undanfarin ár og trónað á toppnum hvað að- sókn snertir, ásamt Þjóðhátíð í Eyjum. Mótshaldarar búast við um tíu þúsund manns í ár. Geirmundur Valtýsson og félagar koma suður heiðar með skagfirsku sveifluna í farteskinu, en auk þeirra troða upp í Galtalæk, Örkin hans Nóa, Pandemonium og Tánn- pína. Hörður Torfason kemur fram einn með gítarinn, kvartettinn Raddbandið lætur í sér heyra, sömuleiðis séra Pálmi Matthíasson og Magnús Scheving erobikk- meistari leikur listir sínar. Af ann- arri afþreyingu má nefna ökuleikni BFÖ, karaokekeppni, flugeldasýn- ingu. þrautaleiki og minigolf. Bindindi verður í heiðri haft þessa verslunarmannahelgi sem aðrar í Galtalækjarskógi. Til þess að koma í veg fyrir að áfengi verði smyglað inn á svæðið, verða 150 sjálfboða- liðar til reiðu, gerist þess þörf að leita að víni við innganginn á svæðið. Nýjung í ár er forsala miða inn á svæðið, en miðar keyptir í forsölu eru 500 kr. ódýrari en þeir sem keyptir eru við hliðið í Galtalæk. Sætaferðir verða famar frá eftir- töldum stöðum: Umferðarmiðstöð BSÍ, öllum áfangastöðum Sérleyf- isbfla Keflavíkur, Njarðvík, Sand- gerði, Garði, Keflavík, Grindavík, Vogum og Selfossi. Forsala að- göngumiða fer fram á sömu stöð- um. Form: Bindindlsmót Aðgangseyrir: Fullorönlr: 4800 kr., ungllngar: 4300 kr., böm: ókeypis. Verðið er miðað við að keypt só I for- sölu IG TA-88268 staögreitt á aöeins kr. GASGRILL :MS90 án gaskúts Olíufélagiö hf. hefur nú til afgreiöslu, á ESSO bensínstöðvum um allt land, fullkomið gasgrill á einstaklega hagstæöu verði. Eiginleikarnir eru þessir: • Afkastamikill 30.000 BTU (8,8 kW) tvöfaldur H-laga brennari sem tryggir jafna dreifingu á eldunarflötinn. • 1809 cm2 eldunarflötur. • 1040 cm2 færanleg efri grillrist. • Fellanleg tréhilla aö framan. • Tvær hliðarhillur úr tré. • Botnhilla úrtré. • Glerrúða í loki og hitamælir. • Örugg festing fyrir gaskút. • Leiöbeiningar um samsetningu á íslensku. • Notkunarleiöbeiningar á íslensku. Gaskútar fyrir grilliö fást á ESSO bensínstöðvum um land. Skiptiþjónusta á tómum og áfylltum kútum. Olíufélagið hf Sími: 60 33 00

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.