Tíminn - 24.07.1993, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.07.1993, Blaðsíða 3
Laugardagur 24. júlí 1993 Tíminn 11 sem eru að koma í fyrsta skipti inn á slík svæði. Ferðamenn eru því hvattir til að hafa samband við landverði og spyrjast íyrir um hvaða gönguleiðir og hvaða fræðsla sé í boði. eld úti í náttúrunni nema á sandi. 2. Akstur utan vega Akstur utan vega veldur í flest- um tilfellum ef ekki öllum, skemmdum á náttúrunni. Slemmdirnar eru oft ekki aug- ljósar strax eftir verknaðinn og koma jafnvel ekki í ljós fyrr en löngu síðar. Þjöppun jarðvegsins undan hjólbörðum bifreiða dregur úr flæði lofts og vatns um jarðveginn og veldur þannig eðlisbreytingum jarðvegsins. Hjólbarðarnir skaða einnig í mjög mörgum tilfellum gróður- inn og í kjölfarið getur vatnsrof byrjað og síðan uppblástur. Um- merki eftir akstur utan vega eru í mörgum tilfellum vel sýnileg 30-40 árum eftir verknaðinn. Það er því nauðsynlegt að ferða- menn geri sér grein fyrir afleið- ingum af slíkum akstri og þekki þær reglur sem í gildi eru. Nátt- úruverndarráð hefur bannað akstur utan vega á friðlýstum svæðum og brot á þeim reglum varða sektum. Landverðir á veg- um ráðsins eru starfandi á mörgum friðlýstum svæðum og ferðamenn ættu að hafa sam- band við landverði til þess að fá upplýsingar um þær reglur sem gilda um viðkomandi svæði. 3. Friðlýst svæði Náttúruverndarráð hefur frið- lýst 70 svæði á landinu og auk þeirra eru önnur tvö friðlýst samkvæmt lögum. Mörg þessara svæða eru vinsælustu ferða- mannastaðir landsins t.d. Gull- foss, Geysir, Landmannalaugar, Dettifoss, Dyrhólaey, Skógafoss, Þjóðgarðarnir í Skaftafelli og Jökulsárgljúfrum og á Þingvöll- um. Um verslunarmannahelgina safnast venjulega saman mikill fjöldi manna á friðlýstum svæð- um og ekki er óalgengt að tjald- svæðin fyllist. Það er því nauð- synlegt að ferðamenn hlíti sett- um reglum og fari að tilmælum landvarða. Landverðir Náttúru- verndarráðs eru ferðamönnum til aðstoðar og upplýsingar. í þjóðgörðunum er venjulega boðið upp á gönguferðir undir leiðsögn landvarða sem nýtast vel óvönu göngufólki og þeim 4. Rusl og um- gengni Umgengni um landið hefur á und- anförnum árum batnað mikið. Það er þó svo að hún má enn batna til þess að hægt sé að segja að hún sé fullkomin. Þetta kom bersýnilega f Ijós eftir mótið í Þjórsárdal í júní. Nú fer í hönd mesta ferða- helgi ársins og fólk safnast fyrir á mörgum stöðum á landinu. í sum- um tilfellum á stöðum sem ekki eru tilbúnir að taka á móti slíkum fjölda. Það er því mikilvægt að fólk gangi vel um og virði þau lög og reglur sem gilda um umgengni um náttúruna. í reglugerð um náttúruvernd er kveðið á um að öllum sé skylt að sýna varúð í um- gengni landsins svo að henni verði ekki spillt að óþörfu. Enginn má fleygja frá sér eða skilja eftir rusl á víðavangi, sem er til hættu eða óprýði. Menn skulu ávallt yfirgefa áningarstaði hreina og snyrtilega þannig að ekkert sé skilið eftir sem lýti umhverfið. í reglugerð- inni er ennfremur kveðið á um að vegfarendur skuli gæta þess að kasta eigi frá sér umbúðum eða öðru slíku rusli við vegi eða vega- slóðir. Eigi má að óþörfu eyða eða spilla gróðri, hvorki með mosa- lyng- eða hrísrifi, né á annan hátt, segir í reglugerðinni. Það ætti að vera öllum ljóst eftir þessa upptaln- ingu að náttúruverndarlög kveða skýrt á um það hvernig umgengni við landið og náttúru þess skuli hagað og að viðurlög við broti gegn þessum reglum geti verið fjársektir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.