Tíminn - 24.07.1993, Blaðsíða 6

Tíminn - 24.07.1993, Blaðsíða 6
14Tíminn Laugardagur 24. júlí 1993 Akureyringar gera sér vonir um aö fá fimm til sex þúsund gesti um verslunarmannahelgina. Og þaö er nóg pláss á nýja Fláöhústorginu. Fjölskylduhátíðin „Halló Akureyri1' Framlag Akureyringa til skemmtana og dægrastyttíngar um verslunar- mannahelgina veröur fjölskylduhátíöin „Halló Akureyri". Þetta er í annað skiptíð sem „Halló Akureyri" er haidin, en þessi tílbreýtni var reynd í fyrsta skiptiö í fyrra og þóttí þá takast vel, þrátt fyrir skamman undirbú ningstíma. Að sögn G. Ómars Péturssonar, framkvæmdastjóra hátíðarinnar, er stefnt að því að fjölga bæjarbúum um fimm til sex þúsund um versl- unarmannahelgina. „Halló Akur- eyri“ er hugsuð sem hátíð fyrir alla fjölskylduna og þess vegna tekið nokkuð mið af þörfúm bama fyrir skemmtan og afþreyingu. Þannig verður tívolíið, sem nú er staðsett við Reykjavíkurhöfn, flutt norður og sett upp á Akureyri fyrir helgina, þar sem það verður opið alla daga hátíð- arinnar til miðnættis. Þá verða til leigu línuskautar fyrir börn og boð- ið upp á siglingar á hjólabátum, svo eitthvað sé nefnt. Pollurinn og Eyja- fjörðurinn verða samt meira nýttir fyrir fullorðna. Þar verður boðið upp á sjóstangaveiði, skemmtisiglingar og sæsleða, ásamt aðstöðu til sjó- skíða- og seglbrettaiðkunar. Yfir daginn verður útimarkaður í miðbæ Akureyrar. Þar verða til sölu handunnir munir frá Akureyri og nágrenni, skiptimarkaður á leik- föngum fyrir krakka, leiktæki fyrir böm og einnig er í deiglunni að halda þar rokktónleika á laugardeg- inum. Ef af þeim verður, munu þar fyrst og fremst koma fram hljóm- sveitir frá Akureyri. Á eyrunum norðan Glerár setja Þórsarar upp 400 fermetra stórt tjald, þar sem boðið verður upp á skemmtanir á daginn og unglinga- dansleiki á kvöldin. Þar verður síðan, eftir að hefð- bundnu dansleikjahaldi lýkur, starf- rækt svokallað pakkhús, sem verður opið frá klukkan þrjú til fimm á nóttunni. í pakkhúsinu geta þeir, sem vilja skemmta sér ögn lengur, komið saman og gert sér glaðan morgun. Þar verða seldar veitingar og jafnvel boðið upp á einhver skemmtiatriði. Hljómsveitimar Pelican og Rokka- billyband Reykjavíkur halda uppi stemningunni í Sjallanum um versl- unarmannahelgina. í skemmti- staðnum 1929 verða Skriðjöklar og Pláhnetan. Neskaupstaður bætist í ár í hóp þeirra sveitarfélaga, sem bjóða upp á opna fjölskyldudagskrá án sérstaks aðgangseyris um verslunarmanna- helgina. Þeir bæta þó um betur en aðrir með fríum tjaldstæðum og vægu verði á dansleiki í Egilsbúð. Þessi heimabær Hjörleifs Gutt- ormssonar verður opinn gestum og gangandi frá föstudegi til mánu- dags; boðið er upp á líflega skemmtidagskrá og allir em vel- komnir á „Neistaflug ‘93“. Ferða- málafélag Neskaupstaðar og ná- grennis stendur fyrir þessari hátíð, auk flestra hagsmunahópa í bæn- um. Hvað varðar gestafjölda, segir Þröstur Rafnsson framkvæmda- stjóri að menn renni dálítið blint í sjóinn, en þeir vonist til að fá sem flesta. Form: Fjötskytduhátíð Aðgangseyrír Enginn á hátiðina, en greltt fyrir hverja skemmtan fyrir sig. Meðal þess, sem boðið verður uppá, er: útimarkaður, tívolí, sjóskíðasýn- ing, sæsleðaferðir, skoðunarferðir á sjó og landi, götuboltakeppni, flug- eldasýning, útibíó, briddskeppni, dansleikir og tónleikar. Verð inn á dansleiki í Egilsbúð er 600 kr. á föstudagskvöld og 1200 á sunnudagskvöld og laugardag. Þess utan verða ókeypis útidansleikir í miðbænum. Eftirtaldar hljómsveitir koma fram á „Neistaflugi ‘93“: KK-Band, Rand- vers-félagar, Bogomil Font og millj- ónamæringamir, Sú Ellen, Hljóm- sveit Magneu, Ózon og Allod Imm- ug. Form: FJölsKykiuhátíð Aðgangseyrin Ókeypls, en greltt sér fyrir dansieikl og afþreyingu Náttúmn er viðkvæm! Hún er auðlind sem við verðum að hlúa að og virða. Látum náttúruna ekki verða hugsunarleysi og leikaraskap að bráð. U MHVERFBRÁÐUNEYHÐ _____ Neistaflug á Neskaupstað Neskaupstaður bætíst í ár í hóp þeirra sveitarfélaga, sem bjóða upp á opna fjölskyldudagskrá án sérstaks aðgangseyris um verslunarmannahelgina. Þeir bæta þó um betur en aðrir með frium tjaldstæðum og vægu verði á dansleiki í Egilsbúð. ÞAÐ ER BARA BÆJARLEIÐ I BORGARNES \ Komið við í einni glæsilegustu þjónustumiðstöð landsins. Opið frá kl. 8-23.30 alla daga. Kjörbúð með miklu matvöruúrvali - Veitingasalur - Greiðasala - Olíu- og bensínsala - Útibú Sparisjóðs Mýrasýslu - Upplýsingamiðstöð ferðamanna - Úrvals snyrtiaðstaða með skiptiborði fyrir kornabörn. sjálfsali allar riœtur KA UPFÉLAG BORGFIRÐINGA — OLÍUFÉLAGIÐ HF. (93)7**00

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.