Tíminn - 27.07.1993, Blaðsíða 8

Tíminn - 27.07.1993, Blaðsíða 8
12 Tíminn Þriðjudagur 27. júlí 1993 Finnur Jónsson Kveðja frá Listasafni íslands Aldursforseti íslenskra myndlistar- manna, Finnur Jónsson listmálari, er látinn á hundraðasta og fyrsta aldursári. Finnur var einn virtasti listamaður þjóðarinnar og þátttak- andi í mótun íslenskrar myndlistar- sögu allt frá þriðja áratug aldarinn- ar. Hann sýndi abstraktverk íyrstur íslenskra myndlistarmanna, fyrst í Berlín á vegum hins fræga Sturm- hóps, en síðan á sögufrægri sýningu í Reykjavík árið 1925 og var lands- þekktur fyrir málverk sín af íslensku landslagi og úr lífi sjómanna. Fram- an af ævi var Finnur í fylkingar- brjósti íslenskra myndlistarmanna, þar sem hann barðist ötullega fyrir réttindum þeirra og starfsgrund- velli. Listasafh íslands stendur í mikilli þakkarskuld við Finn Jónsson, enda einn mesti velgjörðarmaður safns- ins. Finnur og kona hans, Guðný EI- ísdóttir, gáfu Listasafninu alls 850 verk Finns, í tilefni aldarafmælis þess árið 1985 og var þar á meðal meiri hluti abstraktverka hans frá þriðja áratugnum. Þessari gjöf fylgdu einnig allar skissubækur Iistamannsins og urmull teikninga og þar með lykillinn að þróun margra málverka hans. Einnig gáfu þau hjónin merkilegt bréfa- og heimildasafh, ljósmyndir og silfur- gripi eftir Finn, auk verkfæra og steypumóta. Þessi gjöf hefur ómet- anlegt gildi fyrir Listasafnið og gefur einstakt tækifæri til að kynna og rannsaka lífsstarf Finns Jónssonar um ókomna framtíð. Listasafnið sýndi úrval úr gjöfinni í tilefni aldaraftnælis listamannsins á síðasta ári. Þá var einnig gefin út vegleg bók um þessa gjöf. Við opnun sýningarinnar afhentu þau hjónin, Finnur og Guðný, safninu vandaðan flygil af Steinway- gerð sem síðan hefur verið safninu afar mikilvæg lyftistöng. Finnur Jónsson var alinn upp í sveit og kynntist jafnframt sjó- mennsku frá unga aldri. íslensk náttúra og hafið leituðu því sterkt á hann. Auk þess hafði hann brenn- andi áhuga á bókmenntaarfi þjóðar- innar. Hins vegar var hann ótrúlega næmur og opinn fyrir því róttæk- asta í alþjóðlegri myndlist, sem hann kynntist af eigin raun við nám erlendis. Þessi andstæðu öfl áttu eft- ir að togast sífellt á f persónu hans og list alla ævi. Finnur fæddist árið 1892 að Strýtu í Hamarsfirði, sonur hjónanna Ólaf- ar Finnsdóttur frá Tunguhóli í Fá- skrúðsfirði og Jóns Þórarinssonar af Berufjarðarströnd. Ungur réðst Finnur til sjós, en árið 1915 fluttist hann til Reykjavíkur og hóf gull- smíðanám við Iðnskólann í Reykja- — if listmálari vík og hjá Jónatan Jónssyni. Finnur var ungur staðráðinn í að leggja myndlist fyrir sig, en taldi gullsmíðanámið góðan bakhjarl áð- ur en hann hafði fjárhagslegt bol- magn til að fara í formlegt myndlist- arnám. En á þeim tíma þurftu allir, er áhuga höfðu á myndlistamámi, að sækja það til annarra landa. Áður en Finnur hélt utan fékk hann nokkra tilsögn í teikningu í Iðnskól- anum hjá Þórami B. Þorlákssyni og í kvöldskóla hjá Ríkarði, bróður sín- um, en hann hafði komið heim frá myndlistamámi í Kaupmannahöfn við Konunglegu dönsku listaaka- demíuna árið 1914. Finnur lauk sveinsprófi í gullsmíði árið 1919 og hélt þá strax til Kaup- r--------------------> mannahafnar, þar sem hann dvaldi í tvö ár. í stað þess að fara í Listaaka- demíuna eftir undirbúningsskóla Viggos Brandts, fór hann í einka- skóla Olafs Rudes (1886-1957), sem þá var einn framsæknasti listamað- ur Dana og kenndi í þeim anda. Kennslan í Listaakademíunni var aftur á móti í hefðbundnu formi og nánast í upplausn og taldi Finnur sig eiga fátt þangað að sækja. Þá ákvað Finnur að söðla um og halda til Þýskalands til frekara náms, fyrst til Berlínar, en síðan var ferðinni heitið til Dresden. Nær allir myndlistarmenn okkar höfðu ein- vörðungu stundað nám í Kaup- mannahöfri. Jón Stefánsson braust reyndar út úr því fari og fór til Paris- ar. En undantekningamar em fáar. Á fyrri hluta þriðja áratugarins verð- ur þó sú breyting að Kaupmanna- höfh varð oft aðeins fyrsti viðkomu- staður íslenskra listamannsefna. Sú ákvörðun Finns að halda til Þýskalands var að mörgu leyti ný- stárleg og einnig hið róttæka mynd- mál, sem hann tileinkaði sér þar. Hann hóf að mála undir áhriftim þýsks expressjónisma og sfðar eink- um rússnesks konstrúktífisma og síð- kúbisma og varð þannig í fram- varðarsveit þeirra er tileinkuðu sér óhlutlægt myndmál á Norðurlönd- um. Þessar stefnur vom þá í mikilli gerjun í Þýskalandi, þó að express- jónisminn hefði reyndar að vissu leyti mnnið sitt blómaskeið. Finnur hélt fyrst til Berlínar og var í nokkra mánuði í námi hjá Karl Hofer, frægum expressjónista. Sýn- ing er hann sá í Potsdamerstrasse 134a opnaði augu hans, eða eins og hann komst að orði í viðtali við Gísla Sigurðsson árið 1974: „... sá [ég] þar í fyrsta sinn myndir eftir Kandinsky, Chagall, Franz Marc, Paul Klee, Kokoschka, August Macke og fleiri. Þá hafði ég aldrei heyrt á þessa “N menn minnzt, hvorki til góðs né ills. En ég hreifst alveg á augnablikinu og sá, að hér var á ferðinni geysileg bylting. Þó að ég þekkti nútíma list frá París, þá snertu verk expressjón- istanna mig miklu dýpra.“ Upp frá því varð ekki aftur snúið fyrir Finn og frá Berlín hélt hann síðan til Dresden í ársbyrjun 1922. Emil Thoroddsen stundaði nám í lista- sögu við Kaupmannahafnarháskóla um sama leyti og Finnur var í námi í Kaupmannahöfn. Emil varð síðar nemandi í tónlistarsögu í Der Weg- skólanum í Dresden og það var hann sem benti Finni á skólann og vom þeir þar samtímis í námi. Der Weg-skólinn var einkaskóli, en í nánum tengslum við Bauhaus- og Der Sturm-hreyfingamar. Margir af forsprökkum þeirra, listamenn og sérfræðingar, héldu fyrirlestra við Weg-skólann og kynntist Finnur því stöðugt því ferskasta sem var að ger- ast í myndlist samtímans. En áður hafði hann verið um skeið við nám í útlendingadeild Listaakademfunnar í Dresden, einkum í teikningu. Aðal- kennari hans þar var hinn þekkti ex- pressjónisti Oskar Kokoschka. Kynni Finns af þessum listamanni áttu eftir að skipta miklu máli, því það var einmitt fyrir tilstilli Koko- schka að Finnur hélt til Berlínar ár- ið 1925 á hinn örlagaríka fund við Herwarth Walden, aðaldriffjöður Der Sturm. Þar hitti Finnur einnig fyrir Kandinsky. Valin vom átta verk eftir Finn til sýningar í Sturm-gall- eninu og öðmm sýningum sem vom tengdar því. Finnur sá aldrei þessar sýningar og vissi ekki afdrif verka sinna fyrr en fyrir rúmum ára- tug að hann frétti að tvö málverka hans hefðu að lokum hafnað í Yale University Art Gallery. Annað þess- ara verka er nú í langtímaláni hjá Listasafni íslands. Um svipað leyti og verk Finns vom tekin til sýning- ar ákvað hann að halda til íslands og setjast þar að. Þegar Finnur kom heim árið 1925 sýndi hann verk sín frá Þýskalands- ámnum í Café Rosenberg í húsi Nat- han & Olsen, þar sem nú er Reykja- víkur apótek. Þar sýnir hann abst- raktverk, expressjónísk verk og landslags- og sjávarmyndir, alls 40- 50 verk, þar af tólf abstrakt. Þó að skilningur almennings væri lítill á framúrstefnuverkunum, þá olli sýn- ingin blaðadeilum sem vakti athygli á henni og fékk hún góða aðsókn. Finnur seldi margar myndir, þar af tvær kompósisjónir. Eftir sýninguna árið 1925 má segja að Finnur lagi listsköpun sína að þeim markaði, sem var að mótast á þessum tíma í Reykjavík, í þjóðfélagi sem bar enn öll einkenni 19. aldar og var langt á eftir því samfélagi, sem Finnur hafði kynnst í Þýska- landi. Finnur var raunsær og hann hafði fullan hug á því að framfleyta sér á myndlist eingöngu, þótt um tíma ynni hann við gullsmíðar og kennslu eftir að hann kom heim. Hann var kominn hátt á fertugsald- ur og það var ljóst að áhugi íslend- inga á óhlutlægum verkum hans var nær enginn. Finnur sýndi aftur nokkrar óhlut- lægar myndir á sýningu Listvinafé- lagsins árið 1926 ásamt öðrum verk- um. En síðan einbeitti hann sér að því að mála landslags- og þjóðlífs- myndir, einkum úr lífi sjómanna, meiri hluta ævi sinnar eða allt til sjötugs. í þessum verkum gætir expressjón- ískra áhrifa með notkun afmarkaðra og sterkra útlína og kröftugra forma. Með tímanum verður þetta hlutlæga myndefni æ huglægara. Þessi verk hafa afar persónulegan og eftirminnilegan stfl og það eru þau sem báru hróður Finns og öfluðu honum vinsælda. Finnur hóf á ný að mála óhlutlæg verk á sjöunda áratugnum, en hafði áður gert tilraunir í þá átt á þeim fimmta. Verkin frá sjöunda áratugn- um höfðu beina skírskotun til eldri expressjónískra verka hans. Þessi expressjónísku verk, sem höfðu mjög ákveðnar táknrænar vísanir, voru ótrúlega fersk og er athyglis- vert að benda á að Finnur var kom- inn um sjötugt er hann hóf að mála þau. Finnur var einn af stofnendum Bandalags íslenskra listamanna og Félags íslenskra myndlistarmanna og sat lengi í stjóm þess og sýning- amefndum. Hann var einn aðal- hvatamanna að byggingu Lista- mannaskálans. Finnur skóf aldrei af skoðunum sínum og lét þær óspart í ljós, enda lenti hann oft í hörðum ritdeilum í dagblöðum landsins. En Finnur var sterkur persónuleiki, viljafastur, traustur og fylginn sér. Hann var vinnusamur með afbrigð- um og einbeittur í list sinni og trúði á það sem hann var að gera, enda bera verk hans þess merki. Finni hlotnaðist margvíslegur heiður og má þar nefna að hann var á heiðurslaunaskrá Alþingis frá ár- inu 1973 og var sæmdur stórridd- arakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir myndlistarstörf árið 1976. Þá var Finnur gerður að heiðursfélaga Félags íslenskra myndlistarmanna árið 1968 og Félags íslenskra gull- smiða árið 1987. En mestan heiður hlaut hann árið 1970 er abstrakt- verk hans vom valin, fyrir tilstilli Listasafnsins, til sýningar á vegum Evrópuráðsins árið 1970 á sýningu er nefndist Evrópa 1925. Þar vom verk Finns í félagsskap með lista- mönnum eins og Kandinsky, Klee og Léger. Loksins komu þessi verk Finns frá þriðja áratugnum fram í dagsljósið og framlag Finns var met- ið að verðleikum í alþjóðlegu sam- hengi. Þessi viðurkenning gladdi mjög hjarta listamannsins. Finnur Jónsson skildi hvers virði það er að eiga gott þjóðlistasafn og mikilvægi þess að þar sé sem best úrval verka eftir höfuðlistamenn þjóðarinnar. í Listasafninu verða verk Finns metin í samhengi við aðra myndlist í landinu og þau stöð- ugt til taks til sýningar og rann- sóknar. Eftirlifandi eiginkona Finns er ffú Guðný Elísdóttir. Listasafn íslands sendir frú Guðnýju innilegar sam- úðarkveðjur og þakkar hlýhug og höfðingsskap þeirra hjóna í sinn garð. Bera Nordal Kveðja frá Bandalagi íslenskra listamanna íslenskir listamenn kveðja í dag Finn Jónsson, listmálara, hinstu kveðju. Listsköpun Finns er fyrir löngu orðin þáttur í íslenskri menn- ingarsögu og myndir hans, eins ólíkar og þær geta nú verið hver annarri, orðnar sjálfsagður hluti þess myndheims sem íslendingar al- ast nú upp við. Finns er nú ekki síst minnst fýrir þær undurfögru og áhrifamiklu myndir sem hann mál- aði á þriðja áratugnum og eru kenndar við kúbisma. Með þessum myndum kynntust íslendingar í fyrsta sinni óhlutbundinni myndlist, en sú tegund listar átti síðar eftir að verða ríkjandi. Áður en þó svo varð var Finnur hins vegar búinn að snúa við blaðinu og málaði þá myndir sem höfðu greinilegar fýrirmyndir úr mannlífinu og náttúrunni. Þessar myndir eru oftar en ekki málaðar skörpum dráttum og þó svo að í þeim búi einhvers konar frásagnir, oftast af hafinu, smjúga þær inn í vitund áhorfandans sem örsnögg leiftur. í listinni þurfa menn að búa yfir djörfung ef þeir ætla að ganga gegn þeim stefnum sem eru ríkjandi hverju sinni. Þetta á ekki síst við í fá- mennu samfélagi eins og okkar þar sem minnstu frávik frá kreddunum geta kostað lítillækkun og jafnvel útskúfun. Finnur Jónsson fór svo sannarlega sínar eigin leiðir og valdi þær án tillits til þess hvort þær væru þóknanlegar ríkjandi listpáifum eður ei. Að þessu leytinu til getur Finnur verið okkur yngri listamönnum fýr- irmynd, — ekki veitir af styrk í bar- áttunni gegn því tildri og hégóma sem nú flæðir taumlaust inn á akra listsköpunarinnar. íslenskir listamenn eiga Finni ekki einungis að þakka þau verk sem komu úr smiðju hans, heldur einnig þau störf sem hann innti af hendi fýrir samtök þeirra. Hann var m.a. einn af stofnendum Félags íslenskra myndlistarmanna og í stjóm þeirra samtaka um margra ára skeið. Með Finni Jónssyni er fallinn í valinn maður, sem átti þá löngu ævi og miklu örlög með þjóð sinni að vinna sig úr hlekkjum hjáleigumennsku til sjálfstæðis, úr kotungsskap til ríkidæmis, og úr viðjum fáfræði til menntunar. Við, sem höldum áfram veginn, ættum að minnast þessara afreka aldamótakynslóðarinnar og láta þau afrek blása okkur í brjóst kraft og þor til þess að takast á við þá erfiðleika og þrautir sem framundan em. Með þessum orðum fýlgja dýpstu samúðarkveðjur til ástvina Finns og ættingja. Hjálmar H. Ragnarsson Móöir okkar, tengdamóöir og amma Ingibjörg Guðmundsdóttir fýmim húsfreyja aö Efra-Núpi Hraunbæ 42, Reykjírvík veröur jarösungin frá Fossvogskirkju miövikudaginn 28. júll kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er vinsamlega bent á Hjúkrunartieimiliö Laugaskjól. Pálfna Ragnhlldur Benediktsdóttir HJalti Jósefsson Guörún Benedlktsdóttir Hjördls Benedlktsdótör Brynhldur Benediktsdóttir Slgriöur Benedlktsdóttir Ketilríður Benediktsdóttír Alda Benediktsdóttír Aöalbjöm Benedlktsson Jón Þ. Eggertsson Elfs Jónsson Siguröur Þórhallsson Sigbjöm Páfsson bamaböm og önnur ömmuböm

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.