Tíminn - 27.07.1993, Blaðsíða 2
2 Tíminn
Þriðjudagur 27. júlí 1993
Rúm 26% atvinnulausra hafa gengið á sparifé, 12% selt bíl, 4% húseignir og 27% tekið lán
sökum atvinnuleysis:
Húsnæðiskostnaður 16.330 kr.
að jafnaði hjá atvinnulausum
Um 35% atvinnulausra voru einhleypingar (ógiftir, fráskildir, ekkj-
ur/ekklar) en um 65% gift eða í sambúð, þegar upplýsinga var leit-
aö i nýjustu vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar í marslok s.l. Þeir
einhleypu höfðu aðeins um 35.500 kr. heildartekjur að meöaltali
mánuðinn fyrir könnunina, en samanlagðar tekjur þeirra sem voru
í sambúö og maka þeirra voru um 108.200 krónur.
Þegar leitað var upplýsinga um
fjárhagsástæður kváðust 59% ekki
hafa gengið á eignir sínar. En
kringum 40% hafa gengið á eignir
og/eða tekið lán sökum atvinnu-
leysis. Húsnæðiskostnaður at-
vinnulausra var um 16.300 kr. að
meðaltali. Aðeins 5% atvinnu-
lausra eru öreigar, þ.e. sögðust
hvorki eiga eignir né sparifé.
Við könnun heildartekna voru at-
vinnulausir þátttakendur spurðir
um tekjur í síðasta mánuði, þ.m.t.
laun (ef þau voru einhver), at-
vinnuleysisbætur, tryggingabætur,
lífeyri og aðrar tekjur. Meðaltekjur
allra atvinnulausra voru um 38.200
kr. Yfir fjórðungur þeirra var alveg
tekjulaus og aðeins hjá fjórðungi
voru heildartekjur yfir 40.000 kr. á
nánuði. Fjórðungur heimila at-
vinnulausra í sambúð þurfti að
komast af með 65.000 kr. mánaðar-
tekjur eða þaðan af minna.
Með húsnæðiskostnaði er í könn-
uninni átt við mánaðarlegar af-
borganir af húsnæðislánum þeirra
sem eru í eigin húsnæði, húsaleigu
þeirra sem búa í leiguhúsnæði,
mánaðargreiðslu heima hjá þeim
sem enn búa í foreldrahúsum og
mánaðarlegan húsnæðiskostnað
hjá þeim sem búa við aðrar heimil-
isaðstæður. Þessi heimiliskostnað-
ur var um 16.300 kr. á mánuði að
meðaltali hjá öllum atvinnulaus-
um, en vitaskuld mjög mismun-
andi.
Fjórðungur atvinnulausra hefur
engan húsnæðiskostnað. En hjá
þeim fjórðungi sem mest þarf að
borga er húsnæðiskostnaðurinn
25.000 kr. eða meira á mánuði, sem
tæpast kemur á óvart í ljósi þess að
nærri 60% allra atvinnulausra eru
á aldrinum 20—39 ára, þ.e. á þeim
aldri sem algengast er að fólk sé
annað hvort á leigumarkaðinum
ellegar að borga af nýjum eða ný-
legum lánum vegna húsnæðis-
kaupa.
Sem fyrr segir voru 59% atvinnu-
lausra svo vel sett að þau höfðu
ekki þurft að ganga á eignir sínar.
Rúmlega fjórðungur (26%) hafði
hins vegar gengið á sparifé sitt Um
níundi hver (12%) hafði selt bfl,
einn af hverjum tuttugu (5%) hafði
selt húsbúnað eða aðra muni, álíka
margir selt verðbréf og litlu færri
selt húseign. Þá hafði rúmlega
fjórðungur (27%) atvinnulausra
bjargað málunum (í bili a.m.k.)
með lántöku, og um 12. hvert
heimili hafði fengið aðstoð sveitar-
félags. Athygli vekur að aðeins um
5% allra atvinnulausra eru öreigar,
þ.e. sögðust hvorki eiga eignir né
sparifé.
Rúmlega þriðjungur allra at-
vinnulausra hafði verið án vinnu
lengur en í hálft ár, um 40% án
vinnu í 3—5 mánuði og rúmlega
fjórðungur skemur. - HEI
Kríuvarp náði sér
ekki á strik:
Kuldi og væta
drap ungana
Víða um land hafa kríur ekki
náð að koma upp ungum í
sumar sökum óblíðrar veðr-
áttu.
„Ástandið er sérstakleg slæmt
á Norðurlandi og í varpinu í
Grímsbæ telst mér til að um
það bil 70-80% unganna hafi
drepisL Það má vel vera að
fæðuskortur hafi orðið þeim að
bana en líklegustu skýringuna
tel ég þó vera kulda og vætu.
En þetta fer eftir svæðum og á
Barðaströnd hefúr varpið til
dæmis gengið mjög vel,“ segir
Guðmundur A. Guðmundsson,
fuglafræðingur hjá Náttúr-
ffæðistofhun.
Hann telur varpið í ár ekki
hafa nein alvarleg áhrif á stofn-
stærðina enda sé krían langlff
tegund og eru dæmi um að
hún hafi orðið 22ja ára.
-GKG.
Hvert tapað starf kostar
ríki og bæ um milljón kr.
Heilsársatvinna Atvinnuieysistr. sjóður Félagsmálastofnanir
A l vinnulekjur 1.170.000
Slyrklr 528.000 528.000 1
önnur félagsleg aðstoð 240.000 240.000 ||
Samtuls tekjur 1.170.000 768.000 768.0IX)
Tekjuskattur (rfkls) 114.700 -23.186 -23.186 1
L'tsvur (sveitarfélög) 82.368 54.067 54.067
VSK, toilar og vörugjöld 164.000 116.447 116.447
Tryggingargjald 58.500 0 0
Samtals skattar (rfki-ftvfél.) 419.568 147.329 147.329
L'tgjöld rfkls/sveilarfélaga 0 768.000 768000
Tekjur/gjöld rfkis og sv.féL 419.568 -620.671 -620.671
Athygllvert er m.a., að auk þelrra 197.000 kr. sem teknar eru í tekjuskatt og
útsvar af manni með 1.170.000 kr. árstekjur, þð er relknað með aö hann
borgl næstum jafnháa upphæö, eða 164.000 kr., ( vlrðlsaukaskatt, tolla og
vörugjöld. Belnlr og óbelnlr skattar viökomandl eru þannig um 361.100
krónur samtals.
Skálholtskirkja veröur 30 ára f sumar.
Kirkjusögusafn
í Skálholti?
Nefnd sem unnið hefur að tillögum um framtíð Skálholts leggur til
að komið verði upp kirkjumuna- og kirkjusögusafni í Skálholti.
Jafnframt leggur nefndin til að hafist verði handa um fomleifa-
rannsóknir í Skálholti á þessum áratug.
Hjá Sambandi sveitarfélaga hafa
menn reiknað út að hvert miðl-
ungslaunað starf sem tapast kosti
ríki og sveitarfélag allt frá
800.000 kr. upp í 1.040.000 kr. á
ári, annars vegar í beinum út-
gjöldum og hins vegar í töpuðum
skatttekjum. Hærri talan miðast
við einstaklinga sem auk atvinnu-
leysisbóta njóta húsaleigustyrkja
frá félagsmálastofnun/sveitar-
sjóði, sem ekki þarf að greiða öll-
um atvinnulausum einstakling-
um.
í útreikningum þessum er miðað
við meðalárstekjur upp á
1.170.000 kr. (97.500 kr. á mán-
uði). Af þeim tekjum mundi rfld og
sveitarfélag fá samtals um 420.000
kr. skatttekjur á ári.
Verði viðkomandi hins vegar at-
vinnulaus mundi það kosta um
528.000 kr. útgjöld fyrir Atvinnu-
leysistryggingasjóð og allt að
240.000 kr. til viðbótar í húsa-
leigustyrk, eða 768.000 kr. sam-
tals. Þar af fengju ríki og sveitarfé-
lag rúmlega 147.000 kr. til baka í
formi skatttekna.
Niðurstaða þessa dæmis verður
sú, að auk allt að 768.000 kr. bóta-
greiðslum ffá opinberum sjóðum
missa þessir sjóðir af skatttekjum
Lögreglan í Lundúnum íjarlægði
grænfriðungana, þar sem þeir höfðu
komið sér fyrir í anddyri viðskipta-
skrifstofu sendiráðsins. Utan á
sendiráðið hengdu Grænfriðungar
borða með ýmsum áletrunum, s.s.
,J4o Way Norway", og einnig var
áletrun sendiráðsins breytt í „Nor-
way Kills“.
Maður að nafni Tony Banks hlekkj-
upp á 274 þús. krónur. Kostnaður
(útgjöld og tekjutap) ríkis og sveit-
arfélags af einu töpuðu starfi getur
þannig orðið um 1.040.000 krón-
ur, samkvæmt útreikningum á
vegum Sambands ísl. sveitarfé-
laga.
Minna má á að spá Þjóðhagsstofn-
unar gerir ráð fyrir að 5% mann-
afla á vinnumarkaði verði að jafn-
aði atvinnulaus á þessu ári og að
aði sjálfan sig við grindverk fyrir ut-
an sendiráðið og var handtekinn.
„Enginn handtekur norska hval-
veiðimenn fyrir að brjóta alþjóða-
lög,“ sagði Andy Ottaway grænfrið-
ungur eftir aðgerðimar í sendiráð-
inu. „En með því að sniðganga
norskar vömr getum við sýnt Norð-
mönnum fram á, að hvaladráp koma
illa niður á viðskiptunum."
það hlutfall hækki í 5,5% til 6% á
árinu 1994. Gangi það eftir verða í
kringum 7.500 manns atvinnu-
lausir að meðaltali allt næsta ár.
Það getur kostað ríki og sveitarfé-
lög allt að 2.000 milljónir króna
vegna samdráttar skatttekna og
þar á ofan 4-5 milljarða króna í at-
vinnuleysisbætur og framfærslu-
styrki á næsta ári, eða samtals 6 til
7 milljarðar króna. - HEI
Loðnuveiói
gengur vel
„Loðnuveiðin gengur bara vel
alltaf. Það er þó einhver kaldi
þama úti núna,“ segir Þórður
Jónsson, rekstrarstjóri Sfldar-
verksmiðju ríkisins á Siglu-
firði, í samtali við Tímann.
Engin skip vom á miðunum á
sunnudaginn. Þau vom öll
annað hvort að landa eða sigla
út á miðin. „Þeir komu þarna
út og þá hefur verið smá uppi-
hald í þessu, eins og hefur oft
orðið í nokkra klukkutíma, og
kaldaskítur," segir Þórður. „En
það er alveg greinilegt að þetta
er það mesta sem veiðst hefur í
júlímánuði. Það hefur aldrei
veiðst neitt í líkingu við þetta á
þessum tíma.“
GS.
Margt góðra muna hefúr varðveist
frá Skálholti hinu foma. Megnið af
þessum munum geymir Þjóðminja-
safn íslands og sumir þeirra koma
sjaldan fyrir almennings sjónir.
Nefndin vill að hluta þessara muna
verði komið fyrir í kirkjusögusafni í
Skálholti, en nefndin telur að Skálholt
sé þungamiðja í kirkjusögu íslands.
Nefndin var skipuð í maí 1991, en
hún var undir forystu Lám Margrétar
Ragnarsdóttur alþingismanns. Hlut-
verk nefndarinnar var að gera tillögur
um framtíðamppbyggingu Skálholts.
Unnið hefur verið að deiliskipulagi
TiIIagan var samþykkt með fimm at-
kvæðum gegn einu, en einn sat hjá.
Það var Ölafur Kristjánsson bæjar-
stjóri sem greiddi atkvæði gegn álykt-
uninni, en hann telur að ályktunin
hafi verið mistök.
í ályktun bæjarstjómarinnar er bent
á að eitt sveitarfélag á norðanverðum
Vestfjörðum uppfylli ekki það mark-
mið sem sett hefur verið fram að 90%
íbúanna séu í innan við 30 mínútna
fyrir Skálholt og lýsir nefndin stuðn-
ingi við þær hugmyndir sem nú em til
umfjöllunar hjá Skipulagi ríkisins og
ráðherra. Nefndin leggur til að eftir-
taldar bygðingar verði byggðar á
staðnum: lbúðarhús fyrir forstöðu-
mann skóla, viðbygging við sumar-
búðaskála, hús til móttöku ferða-
manna með bókasafni og sýningar- og
ráðstefnusal, viðbygging við skóla og
ein til tvær starfsmannaíbúðir. Enn
fremur leggur nefndin til að uppbygg-
ing Þorláksbúðar (skrúðhúss) verði
hafin. -EÓ
akstursvegalengd frá aðalþjónustu-
kjama og að það geti hvorki myndað
heildstætt samfélag né heildstætt at-
vinnusvæði. Einnig er minnt á að lega
Bolungarvíkur sé sem endastöð í
þessu sveitarfélagi sem talað er um að
búa til.
Það var Kristinn H. Gunnarsson al-
þingismaður sem bar tillöguna upp,
en hann á sæti í bæjarstjóm Bolung-
arvíkur. -EÓ
Grænfriðungar mótmæla í norska sendiráðinu í
Lundúnum:
Leggja áherslu
á viöskiptabann
Liölega þrjátíu Grænfríðungar gripu til aðgerða í norska sendiráð-
inu i miðborg Lundúna í gær. Grænfríöungarnir voru að mótmæla
hvalveiöum Norðmanna og leggja áherslu á stuðning sínn við al-
þjóölegt viðskiptabann á norskar vörur.
Bæjarstjórinn einn
vill sameiningu
Bæjarstjóm Bolungarvíkur hefur samþykkt ályktun þar sem hafnað er
tillögu nefndar á vegum Fjóröungssambands Vestfiröinga um samein-
ingu sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum i eitt.