Tíminn - 10.08.1993, Side 3
Þriðjudagur 10. ágúst 1993
Tíminn 3
Salan í hámarki hjá lceiand Seafood og birgðir safnast upp. Magnús Friðgeirsson:
Allar pípur fullar
til Bandaríkjanna
„Þær pípur sem eru fýrír hendi til Bandaríkjanna eru fullar," segir
Magnús Fríðgeirsson, forstjórí lceland Seafood, í samtali við Tim-
ann. Það sem af er þessa árs hefur orðið söluaukning hjá lceland
Seafood í Bandaríkjunum sem nemur að meðaltali 13% f magni og
9% í verðmætum. Segja má að salan hjá lceland Seafood sé í há-
marki um þessar mundir á öllum tegundum nema ufsa.
Framleiðsla á Bandaríkjamarkað
hefur verið mikil einkum vegna þess
hversu hár dollarinn hefur verið. Að
sögn Sæmundar Guðmundssonar, að-
stoðarframkvæmdastjóra íslenskra
sjávarafurða, hefur þess vegna verið
reynt að fylla allar pípur, eins og
Magnús bendir á, að hafi tekist
„Þannig að við liggjum nú með tölu-
verðar birgðir," segir Sæmundur.
J>etta eru helst birgðir af þorski og
við erum núna að koma fram á haust-
ið og það er minnkandi kvóti. Þannig
að ég myndi segja að það gæti farið
svo, þegar kemur fram á vetur, að
mönnum þykji ágætt að eiga einhveij-
ar birgðir. Það gæti orðið hið besta
mál.“
Á sama tíma og sala og framleiðsla á
Bandaríkjamarkað hefur aukist hefur
salan á Evrópumarkaði dregist saman.
J»að hefur orðið samdráttur á Evr-
ópumarkaði, það er alveg rétt, bæði í
Frakklandi og Bretlandi. Það er aðal-
lega efnahagsástandið í þeim löndum
sem hefur þau áhrif og það er líka
töluvert framboð af fiski,“ segir Sæ-
mundur. „Þetta sveiflast alltaf milli
markaða eftir því hvemig gengið og
efnahagsástand landanna er.“
Söluaukningin hjá Iceland Seafood
hefur átt sér stað þrátt fyrir að margir
af stórum kaupendum íslensks þorsks
í Bandaríkjunum hafi snúið sér til
annarra tegunda. Stórar veitinga-
húsakeðjur eins og Long John Silver,
Burger King og Macdonalds hafa vikið
sér að verulegu leyti frá þorski yfir í
Alaska-ufsa.
„Þessi þróun hefur verið að eiga sér
stað á síðustu tveimur til þremur ár-
um. Þorskverðið keyrði fram úr öllu
hófi á fyrstu mánuðum 1991. Þá fóru
þessir stóru aðilar að líta í kringum
sig og fóru í sínar breytingar. Þar af
Ieiðandi má segja sem svo, að þorsk-
notkun í Bandaríkjunum hefi farið
verulega mikið niður," segir Magnús.
„Við höfum reynt að bæta upp í þetta
með því að auka viðskiptin við smærri
aðilana. En það er að sjálfsögðu sein-
unnara, því hvert smátt vígi sem mað-
ur vinnur gefur minni aukningu held-
ur en þegar stóru aðilamir hreyfa sig.“
Verðið hefur sigið nokkuð og á þessu
ári hefur þorskblokkin lækkað úr 2.10
Bandaríkjadölum allt niður í 1.75.
Samningur um
sölu á ufsa
Salan er í hámarki á Bandaríkja-
markaði, en að sögn Magnúsar gæti
Iceland Seafood þó vel selt umtalsvert
meira af ufsa. Nú hafa íslenskar sjáv-
Curver - Rubbermaid:
Zimsen fær
einkaumboð
Jes Zimsen hf., sem rekur tvær
heimilsvöruverslanir í Reykjavík,
hefur tekið að sér einkaumboð fyrir
Curver - Rubbermaid á íslandi. Cur-
ver-Rubbermaid er eitt þekktasta
vörumerkið í plastvörum sem flutt
er til landsins.
Jes Zimsen hf. og Mikligarður hafa
um langt árabil flutt inn Curver -
Rubbermaid samhliða, en við fráfall
Miklagarðs varð Jes Zimsen hf.
einkaumboðsaðili.
arafurðir gert samning við rússneska
útgerðarfyrirtækið UTRF í Kamchatka
um sölu á Alaska-ufsa, en eins og áður
segir, nýtur hann talsverðrar eftir-
spumar á Bandaríkjamarkaði um
þessar mundir.
„Við gerðum samning um sölu á af-
urðum frá einum frystitogara fyrir-
tækisins. Við tókum hann yfir í endað-
an júní og erum með tvo menn úti,
sem eru þar við leiðbeiningarstörf og
við að koma þessu í gang," segir Sæ-
mundur. „Fyrsta sendingin, 140 tonn,
er á leiðinni á markaðinn." GS.
Nýr forstjóri Landhelgis-
gæslunnar:
Hafsteinn
ráðinn
Hafsteinn Hafsteinsson
hæstaréttarlögmaður hefur
verið skipaður í starf for-
stjóra Landhelgisgæslu ís-
lands frá 1. september n.k.
Hafsteinn hefur meðal ann-
ars starfað sem lögfræðingur
Landhelgisgæslunnar og
sinnt ýmsum trúnaðarstörf-
um svo sem formennsku
Mönnunamefndar frá árinu
1985.
-GKG.
Nu er
ÞrefaMur
1 .viimingur
\
Spilaðu með fyrir kl. }t 16 á miðvikudag
Verður liami
100.000.000 kr.?