Tíminn - 11.08.1993, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.08.1993, Blaðsíða 1
Frétta-Tíminn...Frétta-síminn—68-76-48... Frétta-Tíminn...Frétta-síminn—68-76-48«-Frétta-Tíminn...Frétta-síminii—68-76-48 Miðvikudagur 11. ágúst 1993 148. tbl. 77. árg. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 125.- Leynimakk um framtíð herstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli. Ólafur Ragnar Grímsson: Hér er ekki einveldi Jóns Baldvins Hvorki utanríkismálanefnd Al- þingis né ríkisstjóm íslands fá að fylgjast með þeim viðræð- um sem nú fara fram um framtíð herstöðvarinnar í Keflavík. Þetta kom fram á fundi utanríkismálanefndar með utanríkisráðherra og tveimur starfsmönnum hans í gær. Fundurinn var haldinn að kröfu Ólafs Ragnars Grímssonar, for- manns Alþýðubandalags, en hann segir það lögbrot að hafa ekki sam- ráð við nefndina um stefnumótun í utanríkismálum. Hann lagði firam þá kröfu að utanríkismála- nefnd fengi skýrslu um stöðu mála áður en næsti viðræðufundur á milli samninganefnda íslands og Bandaríkjanna færi fram. „Kjarapunkturinn er bara sá að við búum í lýðræðisríki. Það er ekki einveldi Jóns Baldvins Hanni- balssonar á íslandi og þama er verið að fjalla um afdrifaríka hluti sem að geta skipt þúsundir íslend- inga miklu máli,“ sagði Ólafur Ragnar eftir fundinn í gær. Utanríkismálanefnd fékk skýrslu um fund viðræðunefnda íslands og Bandaríkjanna um framtíð NATO-stöðvarinnar f Keflavík, sem haldin var fyrir um mánuði. „Nú gerist síðan sá stórfurðulegi at- burður að utanríkisráðherra til- kynnir að slíkur leyndarhjúpur hvíli yfir hugmyndum og tillögum Bandaríkjamanna frá viðræðu- fundinum í síðustu viku, að hvorki utanríkismálanefnd né ríkisstjóm íslands verði skýrt frá þeim,“ sagði Ólafur Ragnar. „Samt eiga að fara fram í þessum mánuði áframhald- andi viðræður um þessar tillögur og ljúka á viðræðunum í septem- ber. Þetta er auðvitað fáheyrt. Þetta em tillögur sem að snerta gífúrleg hemaðarumsvif á íslandi, atvinnuhagsmuni þúsunda Suður- nesjamanna og íbúa á höfuðborg- arsvæðinu, en Jón Baldvin Hanni- balsson tilkynnir að hann einn ásamt kannski forsætisráðherra, ætli bara að ákveða hver stefria og viðbrögð íslands eigi að vera.“ - Fenguð þið eitthvað að vita um þessar síðustu viðræður á fundin- um? „Nei, við fengum að vita það eitt að við fengjum ekki að vita neitt. Það hefðu komið fram ítarlegar tillögur. Þær væm leyndarmál. Bandaríkjamenn hefðu óskað eftir því að þær væm leyndarmál, en ís- lenska viðræðunefndin hefði eig- inlega óskað eftir því að þær væm líka leyndarmál og þetta væm svo heitar kartöflur að hvorki mætti segja frá þeim í ríkisstjóm né ut- anríkismálanefnd." -ÁG Stjómvold taka við sér um úrbætur í fangelsismálum: Nýtt fangelsi fyrir árið 1995? bimffi KVUlll icuni Borið hefúr á j förmi að þvotti >ví að undan- sé rænt af diiu* um » miuuœ ivcyivjavuvur, Samkvæmt heimildum Tím- arn lenti maðt ir nokkur á Lokastígnum í því að vera rændur nokkru m af sínum Destu sKyrtum ai bakgarðinum. Af Týsgötunni pvottasnuru i bárust aftur á móti j>ær fréttir hefði séð eftir fl fóiklæturfblanc að fjölskyida estu því sem aðavél ujargraoanna c að á þessum síðc tímum. r pvi vioa leu- stu og verstu -GKG. Á ríkisstjómarfundi í gærmorgun var samþykkt að veita 10 millj. kr. auka- fjárveitingu til fangelsismála. Jafn- framt var kynnt framkvæmdaáætlun um byggingu nýs fangelsis fyrir árið 1995. Dómsmálaráðherra gerði á fúndin- um grein fyrir þeim ráðstöfúnum sem grípa þyrfti til í fangelsum landsins. Meðal þeirra er úttekt á starfsháttum og stjómun á Litla- Hrauni og stofnun starfshóps sem á að meta ástandið og koma með tillögur um úrbætur í fang- elsismálum. Nota á 10 millj. kr. aukafjárveiting- una til að treysta öryggiskerfið á Litla- Hrauni og annars staðar. Haft var eftir formanni fangelsismálastofnunar í gær að fyrirhugað sé að leita eftir er- lendri sérfræðiaðstoð til þess að byggja upp öryggismál fangelsa lands- ins. Stórbruninn á Njarðargötunni. Maður fórst f eldsvoðanum. Tfmamynd Ámi Bjama íbúðarhúsbruni við Njarðargötu í Reykjavík síðdegis í gær: Maður ferst í stóreldsvoða Stórbruni varð við Njarðargötu i Reykjavík í gær er raðhúsið nr. 39 brann. Einn maður fórst f eldlnum. Eldurinn kom upp um kl. 17 í gær og þegar slökkvilið Reykjavíkur kom á staðinn var hús- ið alelda. Slökkviliðinu tókst að koma í veg fyrir að eldur breiddist út í næstu hús sem sambyggð eru húsinu nr. 39 og í húsin við Haðarstíg sem liggur samsíða Njarðargötunni að vestanverðu. Slökkviliðinu tókst síðan að ráða niðurlögum eldsins á rúmum hálftíma. Allir tiltækir slökkviliðsmenn voru kallaðir út vegna ótta um að eldurinn næði að breiðast út en komið var í veg fyrir það sem fyrr segir. Eldurinn virðist hafa komið upp á fyrstu hæð en hann var magnaðastur á annarri hæð þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang. f húsinu, sem er steinhús, voru trégólf og í gegnum þau virðist eldurinn hafa átt greiða leið. Þegar slökkviliðið kom á vettvang kváðu við sprengingar, gluggar sprungu og eldtungur stóðu út um gluggatóttimar. í húsinu eru tvær íbúðir en það er tveggja hæða auk kjallara og riss. Báðar íbúðim- ar eyðilögðust. Tveir reykkafarar voru þegar í stað sendir inn í íbúðina og fundu þeir í eldhafinu og reykkófinu mann. Hann reyndist látinn. —sá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.