Tíminn - 11.08.1993, Qupperneq 12

Tíminn - 11.08.1993, Qupperneq 12
Áskriftarsími Tímans er 686300 NYTT OG FERSKT DAGLEGA 91 reiðholtsbakarí VÖLVUFELLI 13-SlMI 73655 ^aoabriel HÖGG- DEYFAR Verslið hjá fagmönnum CJvarahlutir Hamarshöfóa 1 Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra: Þjónustuíbúðir fyrir aldraða óhóflega dýrar Það vlrðist vera töluvert um að þjónustuíbúðir séu óhóflega dýrar," segir Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra og vitnar í skýrslu nefndar sem hefur unnið að úttekt þessara mála. Henni finnst sérstakt að Reykjavíkurborg skuli stundum skilyrða lóöaút- hlutun til aldraðra við ákveðna verktaka. f skýrslunni er vakin at- hygli á því aö stundum láni bankar væntanlegum kaupendum á yf- irdráttarvöxtum meðan þeir bíði eftir að geta selt íbúðir sínar. Á ríkisstjómarfundi í gær kynnti félagsmálaráðherra niðurstöður nefndar sem gert hefur úttekt á byggingakostnaði og söluvirði á þjónustuíbúðum fýrir aldraða. Gerð var úttekt á 300 íbúðum á vegum 9 framkvæmdaaðila. Jó- hanna segir að tilefnið hafi verið Keppa Jón Sæmundur Sigurjónsson og Karl Steinar Guðnason um forstjórastöðu Tryggingastofnunar? Ekki ólíklegt að ég sæki um stöðuna „Það er ekki alveg komið á hreint en er ekki ólíklegt," segir Jón Sæmundur Sigurjónsson, deildarstjóri í heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneyt- inu, um það hvort hann ætli að sækja um stöðu forstjóra Tryggingastofnun- ar ríkisins sem auglýst hefúr verið laus til umsóknar. Eins og kunnugt er hefur Karl Stein- ar Guðnason, formaður fjárveitinga- nefndar, og flokksbróðir Jóns Sæ- mundar verið orðaður við þessa stöðu. Um það hvort Karl Steinar hyggist ekki sækjast eftir stöðunni segir Jón. „Þú verður að spyrja hann. Það er hvorki krafist menntunar né reynslu og hann uppfyllir þau skilyrði þannig að hann ætti að geta sótt um stöð- una." Um það hvort Jón Sæmundur telji sig eiga möguleika á stöðunni sæki Karl Steinar um segir Jón: „Eftir fjölmiðla- umfjöllun að dæma ætti ég ekki að eiga nokkra möguleika." Um það hvort það sé ekki óheppilegt fyrir flokkinn að tveir flokksmenn keppi um sömu stöðu segir Jón Sæ- mundur. „Ég veit ekki hvemig það ætti að virka óheppilega fyrir flokkinn. Það getur komið fyrir að flokksmenn hafi áhuga á sömu málunum og til þess höfum við td. prófkjör þar sem flokksmenn hafa áhuga á sömu sæt- unum," segir Jón Sæmundur og bætir við að það eigi auðvitað að fara eftir menntun, reynslu og hæfileikum hver verði fyrir valinu. -HÞ fullyrðingar um að byggingakostn- aður hafi verið óhóflega mikill og fólk hafi ekki átt fyrir lítilli þjón- ustuíbúð þó að það væri að selja stórar séreignir. „Það kemur í ljós að kostnaður þjónustuíbúða fyrir aldr- aða er mjög mismunandi og í mörg- um tilfellum mjög hár,“ segir Jó- hanna. Um það hvað skýri háan kostnað við þjónustuíbúðir segir Jóhanna að sameiginlegt rými í þjónustuíbúð- um sé yfirleitt meira en í venjulegu íbúðarhúsnæði eða 23% á móti 14%. Jóhönnu finnst þetta samt ekki skýra þetta nægjanlega og nefnir dæmi um 57 fermetra þjónustuíbúð þar sem hver fm kosti tæp 137.000 kr. og íbúðin kostar þá um 7.8 millj. kr. „Eg held að það sé töluvert yfir markaðsverði og sameignin geti vart skýrt svona mikinn mun. Þá er spurning hvort að það hafi verið nógu hagkvæmt að þessu staðið," segir Jóhanna og vísar til þess að íbúðin hafi verið afhent án gólfefna og skápa. Þá vekur Jóhanna athygli á því að samkvæmt úttekt nefndarinnar komi í ljós að lóðaúthlutanir sveit- arfélaga séu stundum háðar við- skiptum við ákveðna verktaka. Þar neftiir hún sem dæmi að Reykjavík- urborg hafi með úthlutun Ióða sett hömlur á að útboð gæti átt sér stað. Þar vísar hún til þess að samtökum eldri borgara hafi verið sett þau skil- yrði að ákveðin byggingafyrirtæki önnuðust byggingaframkvæmdir. Þetta finnst Jóhönnu mjög sérstakL „Það er algengara að það sé hag- kvæmara að fara í útboð heldur en að það séu einn eða tveir aðilar sem fái að standa að þessu," segir Jó- hanna. Þá vísar Jóhanna til þess sem kem- ur fram í skýrslunni að stundum láni bankar fé til framkvæmdaaðila meðan beðið sé eftir að kaupendur selji sínar eignir. Hún segir að þá hafi komið fyrir að bankamir hafi lánað öldruðum kaupendum á yfir- dráttarvöxtum í stað skuldabréfa- vaxta og þetta hafi oft hleypt kostn- aðinum upp. Jóhanna segir að það sé fyrst og fremst framkvæmdaaðilanna sjálfra að athuga að það sé gætt nægjan- legrar hagkvæmni í þessum málum aðspurð um það hvort þessum við- skiptum þurfi að setja ákveðnar leik- reglur. Eldur í rafmótor Slökkviliðið í Reykjavík var kallað út að bflapartasölu við Smiðjuveg 12 b í gær. Eldur hafði komið upp í gömlum rafmagnsmótor og hafði eldurinn Iæðst í millivegg. Eigendur bíla- partasölunnar höfðu reynt að slökkva eldinn með handslökkvi- tækjum en það hafði ekki tekist Eldinn gekk greiðlega að slökkva og olli hann ekki miklum skemmdum. Aftur á móti urðu töluverðar reykskemmdir. -GKG. ...ERLENDAR FRÉTTKR... SARAJEVO - Talsmenn SÞ segja aö hemrienn Bosnfuserba séu enn á Igman fjalli þrátt fyrir aö þeir hafi lof- aö aö flytja sig af hinum hemaöar- lega mikilvægu fjallatoppum um- hverfls Sarajevo. Serbar hafa þó yf- irgefið fjalliö Bjelasnica en skildu eft- ir jarösprengjur sem m.a. hafa eyöilagt sjónvarpsútsendingatum sem þar var. GENF - Friöarsamningamenn SÞ hafa kraflst þess af Radovan Kar- adzic leiötoga Bosnfuserba aö hann sjái til þess aö hersveitir Serba yflr- gefi Igman flall viö Sarajevo. Fyrr veröi ekki hægt aö setjast aö samn- ingaboröi um friö. Karadzic segist munu kalla hermennina af fjallinu um leiö og friöargæslulióar SÞ séu tilbúnir til aö taka viö varöstööunni á fjallinu. ZAGREB - Serbneskir uppreisnar- menn I Knóatlu gerðu I gær fall- byssuárás á brú á þjóðvegi sem tengir Adriahafsströndina öörum hlutum landsins aö þvl er króatlsk samgönguyfirvöld segja. LONDON - Læknar I London segja aö litJa stúlkan helsæröa sem flutt var I gær meö herflugvél frá Saraje- vo þjáist af heilahimnubólgu. Þeir segja aö hún virðist þó ekki hafa hlotiö varanlega heilasköddun. I Sarajevo sögöust hjálpariiöar SÞ gleöjast yfir þvl hve vel tókst til meö aö koma baminu, Irmu Hadzimur- atovic, til bjargar en minntu á aö fjöldi bama I Bosnlu llöi ómældar bjáningar vegna strlösins. Þá hafa Irar lýst þvl yfir aö þeir vilji annast fimm böm sem særst hafa I Bosnfu- striöinu. JOHANNESARBORG - S-afrlskur dómstóll heimilaöi I gær aö sleppa Gaye Derby-Lewis úr haldi gegn tryggingu. Derby-Lewis er einn þriggja hvftra manna sem sakaöir eru um aö hafa drepiö kommúni- staforingjann og svertingjann Chris Hani. Afrlska þjóöarráöið fordæmir úrskurö réttarins. I óeiröum I hverf- um svertingja austan viö Jóhannes- arborg I gær voru tólf manns drepnir I gær. ANKARA - Skæmliðar Kúrda hafa sleppt fjórum Frökkum sem þeir tóku I glslingu fyrir rúmum tveimur vikum og hafa geymt I suöaustur- hluta Tyrklands. Þetta þykir benda til þess aö bráðlega muni einnig hljóta frelsi tveir aörir glslar; Breti og Ástr- allumaöur sem rænt var af Kúrd- neska verkamannafiokknum þann 5. júlf sl. Mönnunum var rænt á svipuöum slóöum og hinum tveimur fymiefndu sem látnir hafa veriö lausir. BEIJING - Klnverjar hafa krafist þess aö Taiwanmenn framselji flug- ræningja sem rændi flugvél I Klna I gær og neyddi til aö lenda á Taiwan. Ræninginn, sem er farandsali, rændi vélinni meö þvl aö hóta aö sletta sterkri sýru á farþega vélar- innar. BONN - Gunther Rexrodt efna- hagsráöherra Þýskalands segir aö efnahagskreppan I landinu og sú versta slöan eftir strlö hafi nú náö þvl stigi aö neöar veröi ekki fariö og aö efnahagsbati sé á næsta leiti. TBLISI, GEORGIU - James Wools- ey forstjóri leyniþjónustu Bandarfkj- anna kom óvænt til Tblisi I Georglu I gær til þess aö sækja Ifk bandarfsks sendimanns sem haföi veriö myrtur. Koma hans ýtti undir oröróm um aö hinn látni hafi veriö starfsmaöur leyniþjónustunnar CIA TOKYO - Morihiro Hosokawa for- sætisráöherra Japans segist ætla aö leggja ofurkapp á nýja stjómar- hætti og þar veröi ekkert rúm fyrir spillingu. LUANDA - Hiö langvinna borgara- striö I Angóla hefur færst I aukana á ný en uppreisnarmenn hafa byrjaö sókn gegn hinni umsetnu borg Cuito og stjómvöld herja ákaft á UNITA- menn sem sitja gráir fýrir jámum I Huito. DENNI DÆMALAUSI

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.