Tíminn - 11.08.1993, Síða 5

Tíminn - 11.08.1993, Síða 5
Miövikudagur 11. ágúst 1993 Tíminn 5 Magnús H. Gíslason: Umskiptingar Hér í árum áður sat eg nokkrum sinnum landsfundi hemámsandstæð- inga. Á þessum fundum, sem vora bæði fjölmennir og ákaflega ánægju- legir, fékk eg færi á að kynnast ýmsum mðnnum, sem síðan hafa verið mér eftirminnilegir. Maður gleymir nefnilega ekki auðveldlega mðnnum eins og Jóhannesi úr Kðtlum, Þóroddi frá Sandi, Hlððver frá Sigluflrði, Þórarni í Laufási í Kelduhverfl, svo að fáir einir séu nefndir af þeim, sem settu svip sinn á þessa fúndi. Hér skal samt til viðbótar getið eins manns, þó að síðari tímar hafi nú raunar sýnt að það nálg- ist að vera hreint guðlast að nefna hann í sömu andrá og hina. Þessi maður er Jón Baldvin Hannibalsson, núverandi utan- ríkisráðherra og formaður „Al- þýðuflokksins — Jafnaðar- mannaflokks íslands", hvorki meira né minna. Eg man eftir Jóni Baldvin á einum þessum landsfundi hemámsandstæðinga og var hann, ef eg man rétt, hald- inn í Mývatnssveitinni. Jón talaði mikið á þessum fúndi og af mikl- um sannfæringarhita. Barst mik- iðáf ræðustólnum, ef svo má að orði komast Hann fordæmdi hersetuna harðlega og fann henni flest til foráttu. Mér þótti sýnt, að þama hefði ötull liðs- maður bæst þeirri fýlkingu, sem hreinsa vildi óvæm hersins af ís- lenskri gmnd. Því snart það mig óþægilega, sem Þórarinn í Lauf- ási sagði er eg vék talinu að ræðuhöldum Jóns: „Já, það lætur svo sem vel í eyrum, sem þessi ungi maður er að segja, en samt get eg ekki að þvf gert, að mér fínnst gæta einhvers hoíhljóms í allri þessari mælgi." Síðan Jón Baldvin flutti sínar tilþrifamiklu ræður gegn herset- unni norður í Þingeyjarsýslu hef- ur mikið vatn mnnið til sjávar. Hann mun þá hafa talið sitt pólit- íska heimilisfang í Alþýðubanda- laginu. Þaðan hvarf hann hins- vegar þegar hann hreppti ekki það sæti á framboðslista, sem hann taldi sér samboðið. Það tal- ar svo, út af fyrir sig, sínu máli um stefnufestuna. Næst var numið staðar í röðum Samtaka frjálslyndra og vinstri manna. Þau samtök liðu undir lok, illu heilli, af því að fyrirliðana vant- aði bindiefhið: sameiginlegt markmið ofar persónulegum metnaði. Jón Baldvin virtist hinsvegar ákveðinn í því að bijót- ast til pólitískra valda og metorða með einhveijum hætti og gekk í þvf skyni í Alþýðuflokkinn. Hvað stjómmálaskoðanir snerti hefði hann alveg eins getað stiklað yfír krata og gengið milliliðalaust inn í íhaldið, en þar var bara þrengra á jötunni. Það er nefini- lega auðveldara að olnboga sig áfram í fámennum flokki en fjöl- mennum, keppinautamir era þar fterri. Og Jóni Baldvin hefur líka svo sannarlega vel tekist til við metorðastreðið. Hann hefur, með umdeilanlegum aðferðum vægast sagt, troðið sér til for- mennsku í Alþýðuflokknum og hefur þar þó færra til branns að bera en allir forverar hans í því starfi. Hann hefiir verið utanrík- isráðherra í tveimur ríkisstjóm- um. Fyrst í einskonar „vinstri" stjóm, þar sem hann átti auðvit- að engan veginn heima og verk- aði þar eins og skemmd kartafla á umhverfi sitt, og svo í ómengaðrí íhalds-frjálshyggjustjóm, sem er hans eðlilegi pólitíski starfsvett- vangur, svo skothent sem það í fljótu bragði kann að sýnast með formann þeirrar furðuskepnu, sem sæmt hefur sjálfa sig með öfugmælanafninu „Jafnaðar- mannaflokkur íslands". Fáir fslenskir valdamenn eða engir hafa sýnt aðra eins hnjá- liðamýkt, auðsveipni og undir- lægjuhátt gagnvart erlendri her- setu á íslandi og Jón Baldvin. Hann hefur kropið betlandi fyrir Bandaríkjamönnum um nýjan hemaðarflugvöll á íslandi. Kanar litu hinsvegar ekki svo á, að það væri í verkahring íslenska utan- ríkisráðherrans að ákveða hem- aðarframkvæmdir þeirra hér- lendis né annarsstaðar, svo hann varð að sjá af herflugvellinum. Um alla Evrópu era Bandaríkin nú að draga úr hemaðaramsvif- um sfnum. Það er eðlileg afleið- ing af endalokum kalda stríðsins. En þegar um það er rætt, að sam- drátturinn nái einnig til hemað- aramsvifa á íslandi þá þykja ut- anríkisráðherranum það skelfi- legar fréttir. Samdráttur í hem- aðarframkvæmdum og batnandi friðarhorfur era honum mikið angursefni. En í öllu því friðarmyrkri, sem umlykur utanríkisráðherrann, eygir hann þó eina ljóstýra: Kan- ar ætla ekki að skilja ísland eftir munaðarlaust með öllu f bráð, því nú efna þeir hér til heræf- inga, einn ganginn enn. Og utan- ríkisráðherrann tekst allur á lofL Þetta er nú starfsemi sem honum er að skapi. Er helst á honum að skilja að sjálfur ætli hann að taka þátt f heræfingunum, í það minnsta að efla, með nærvera sinni, hugrekki og baráttuþrek dátanna. Ætla má, að áður en á hólminn væri komið hafi utan- ríkisráðherrann orðið sér úti um tilsögn í hemaðarkúnst, svo sem að ganga í takt, hjá Amóri Sigur- jónssyni, yfirgenerál okkar ís- lendinga. Og mikið má þjóðin vera stolt af utanríkisráðherra sínum þar sem hann skálmar á stríðsrosabullunum við hlið Kanadátanna uppi á Sprengis- andi. Slíkur utanríkisráðherra er svo sannarlega ekki á hverju strái. Og nú eram við aftur komin að því, að eitt sinn stóð ungur mað- ur í ræðustóli norður í Mývatns- sveit og þramaði þar „gegn her í landi“. „Hættan liggur m.a. f því,“ sagði hann, „að með tíman- um fari þjóðin að líta á vera hers- ins hér á landi sem sjálfsagðan hlut og meira en það: hersetan sé orðin okkur fjárhagsleg nauð- syn.“ Hvemig gat Þórarinn í Laufási skynjað holhljóm í þess- um orðum? Eg veit það ekki og vissulega voram við Þórarinn hjartanlega sammála Jóni Bald- vin. Það hefur á hinn bóginn sannast æ betur á undanfömum árum, að granur Þórarins reynd- ist réttur, — eða var það e.Lv. vissa? Kannski. Að minnsta kosti er víst, að þau áhrif hersetunnar, sem Jón Baldvin varaði hvað ein- dregnast við, hafa fáa íslendinga heltekið f meira mæli en hann sjálfan. Það er ömurlegt hlut- skipti að verða þannig sjálfur til þess að urða æskuhugsjónir sfn- ar. Höfundur er fyirum blaðamaður. Frá F innlandi Hluti sýningarsalarins með myndverkum Mörttu Wendelin. Þann 14. júní kom út frímerkja- hefti í Finnlandi, með frímerkjum teiknuðum af Mörttu Wendelin. í heftinu eru flmm frímerid, sem öll kosta 2,30 flnnsk mörk og heftið kostar 11,50 mörk. Martta Wendelin var mikil listak- ona og var uppi frá 1893-1986. Hún teiknaði einhver ósköp af póstkortum á sínum tíma og auk þess mikið af forsíðum á vikublað- ið Kotiliesi. í frímerkjaheftinu era tvær forsíðumyndir úr þessu viku- blaði. Það era fyrsta og síðasta frí- merkið í heftinu, sjá mynd. Frí- merki 2 og 3 í heftinu, talið frá vinstri, era svo myndir úr bókinni „Kodin ja koulun ensimmáinen kirja“ frá 1931, eftir Lindu Pylkkanens. Forsíðumynd heftis- ins af gangandi dreng er einnig úr þeirri bók. Síðasta frímerkið er svo mynd af korti frá 1935. Af þessu tilefni hélt svo Póst- minjasafnið í Helsinki sýningu á hinum mörgu verkum sem þekkt era eftir Mörttu Wendelin, en þar ber mest á póstkortunum og viku- blaðsforsíðunum. Mér verður oft hugsað til forsíðnanna eftir Snorra Arinbjamar á Sunnudagsblaði Al- þýðublaðsins. Ég held að það sé að verða kominn tími til að athuguð sé útgáfa slíkra skemmtilegra hluta á frímerkjum hér á landi. Það var eitthvað skemmtilegt og ferskt yfir þessum forsíðum á sín- um tíma. Martta Wendelin var á sfnum tíma ein af þekktustu og vinsæl- ustu listamönnum þjóðar sinnar. Eins og talað er um frímerki til al- mennra nota, eða brúkunarfrí- merki, þá var hún svo sannarlega brúkunargrafíker almennings. Hún teiknaði forsíðumar og kort- in, sem send vora við öll tækifæri, innan fjölskyldu sem utan. Sveita- sælan var efni sem hún sífellt fann nýjar hliðar á. Bærinn, túnið, hús- dýrin og böm að leik ásamt for- eldram og vinnufólki. Allt átti þetta sinn sess í myndum hennar. Martta Wendelin var ein af stofti- endum listasambands Finna um aldamótin ásamt Eero JámefeldL sem jafnframt var kennari hennar, Jean Sibelius, Pekka Halonen og fleiram. Frímerkjasala finnska póstsins hefir gefið út samstæðu af jóla- merkjum sem hún teiknaði og er hægt að fá þau keypL Martta Wendelin er fedd í Kym- mene, en skóla sótti hún í Hels- inki. Listanám sitt stundaði hún við háskólann í Helsinki. Fyrst hafði hún atvinnu af því að mynd- skreyta bækur hjá Wemer Sö- derströms- forlaginu í Borgá. Síð- ar vann hún fyrir fleiri bókaforlög. Einna þekktastar era myndir hennar við bækur Topeliusar og síðan við myndskreytingar finnska stafrófskversins og fjöldann allan af lestrarbókum fyrir skólaböm. Þar era myndir hennar orðnar einskonar hugtak, eins og myndir Bjama Jónssonar og Halldórs Pét- urssonar í fslenskum lestrarbók- um. Auk allra þessara skreytinga og korta, sem hún teiknaði og mál- aði, var hún einnig afkastamikill olíumálari. Aðalefni hennar í þeim verkum vora landslagsmyndir og mannamyndir. í mannamyndun- um varð hún einnig eins konar hugtak, eins og í skólabókunum. Allir forstöðumenn stofnana á þessum tíma eiga mynd sína eftir Mörttu Wendelin uppi á vegg í við- komandi stoftiun. Fijósamasti tími hennar era árin frá 1920 firam til um það bil er síð- ari heimsstytjöldin hefsL Þá er hún orðin einhver best þekkti málari og skreytilistamaður Finn- lands. Auk útgáfu frímerkjaheftisins og kortasamstæðunnar, er myndin af drengnum á bæði framhlið heftis- ins og fyrstadagsbréfinu. Þá er myndmerking hennar í fyrsta- díigsstimplinum. Sigurður H. Þorsteinsson Frfmerkjaheftiö meö myndum Mðrttu Wendelin.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.