Tíminn - 11.08.1993, Blaðsíða 7

Tíminn - 11.08.1993, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 11. ágúst 1993 Tíminn 7 Frá áramótum hefur viðvarandi atvinnuleysi á Akureyri verið frá 400 til 500 manns og því til viðbótar bíða hundruðir vinnandi manna í óvissu meðan undirstöðufyrirtæki í bænum berjastfyrir lífi sínu: Svartnætti yfir Akureyrí Frá Akureyri. „Fólk hérna er orðið viridlega niðurdregið og áhyggjufullt," sagði einn viðmælenda Tún- ans í gær um það ástand sem ríkir á Akureyri. í síðasta mánuði voru tæplega 400 manns á atvinnuleysisskrá, en í janúar voru rúmlega 500 sloráðir atvinnulausir. Slipp- stöðin-Oddi hf. er með greiðslustöðvun en þar vinna um 180 manns. Hjá íslenskum skinnaiðnaði starfa um 120 manns, en bráðabirgðafé- lag sér um reksturinn út septem- ber. Hjá Strýtu, sem tók við rekstri K. Jónsson og Co, vinna um 80 manns. Strýta mun starfa til 15. september. Hjá ullarvinnslufyrir- tækinu Foldu starfa um 100 manns. Þrátt fyrir að þar hafi tek- ist að hagræða og sala sé yfir áætl- un á þessu ári er reksturinn ekki tryggur þegar til lengri tíma er lit- ið. 100 milljón króna hlutafjáraukning uppurin Nú er um ein vika liðin síðan Slippurinn-Oddi hf. fékk þriggja viloia greiðslustöðvun. Fyrirtækið er einn af burðarásum atvinnulífs á Akureyri, en þar vinna um 180 manns. Það hefur verið lagt upp með það fyrir augum að lækka skuldir Slippsins um a.m.k. 200 milljónir króna og fá inn nýtt hlutafé, en í því sambandi hafa verið neftidar 40 milljónir króna. Samhliða þessu á að leita leiða til þess að hagræða enn í rekstri. Það er reyndar ekki nema tæpt ár síðan Vélsmiðjan Oddi, sem var að mestu leyti í eigu KEA, og Slipp- stöðin sameinuðust Markmiðið var að hagræða og spara í rekstri, en það hefúr að huta til tekist að sögn Halldórs Jónssonar, bæjar- stjóra á Akureyri. En það verður að gera betur. Við sameininguna voru lagðar inn í Slippstöðina-Odda hf. 105 milljónir króna í nýtt hlutafé. Síðan hefur þetta fé að mestu leyti tapast Staðan í málefiium Slippsins er óljós og líkur á að þær tvær vikur sem eftir eru af greiðslustöðvunar- tímabilinu dugi ekki til þess að ganga frá skuldaefdrgjöf ef hún fæst og endurskipuleggja rekstur- inn. Það er þó enn tími til stefnu og fyrirtækið er alls ekki komið f þrot „Þama hafa menn ákveðið að fara af stað með þessa aðgerð — skapa sér svigrúm tíl þess að leita leiða áður en flestar eða allar Ieiðir eru lokaðar," segir Halldór Jónsson bæjarstjóri. „Það hefði örugglega verið mögulegt að halda þessum rekstri áfram eitthvað lengur, en það hefði þá fyrr eða síðar komið að því að það hefði þrengt að og fyrirtækið síður getað staðið við sfnar skuldbindingar. Ég held að það sé skynsamleg ráðstöfun að leggja þetta dæmi upp á þessum tímapunktí." Hvað gera stjóravöld fyrir skinnaiðnaðiim? Hjá íslenskum skinnaiðnaði unnu um 120 manns, en fyrirtæk- ið varð gjaldþrota fyrir skömmu. Hömlur, dótturfyrirtæki Lands- bankans - sem stofnað var tíl að halda utan um rekstur fyrirtækja Sambandsins, eftir að bankinn tók þau yfir - reka íslenskan skinna- iðnað út september, að sögn Bjama Jónassonar, framkvæmda- stjóra rekstrarfélagsins. Hvað þá tekur við hjá fyrirtækinu og 120 starfsmönnum þess liggur ekki fyrir. Iðnþróunarfélag Eyjafiarðar vinnur nú af fullum krafti að stofnun nýs fyrirtækis er taki við rekstri ÍSÍ 1. október. Það eina sem liggur fyrir varðandi eignar- aðila að hinu nýja fyrirtæki, er að Akureyrarbær hefur lýst því yfir að hann leggi í það fé, en verði þó aldrei annað en minnihlutaeig- andi. Ekki hefur verið leitað hóf- anna hjá stómm fyrirtækjum í bænum eins og KEA og Útgerðar- félagi Akureyringa hf. varðandi hlutafé. Áður verða að koma til lof- orð um stuðning frá stjómvöldum er tryggi að grundvöllur sé fyrir rekstrinum. Þar vegur þyngst að ríkið greiði niður gæmr sem ÍSÍ vinnur úr. „Ég held að það sé mjög erfitt að meta einhverjar líkur í þessu máli,“ sagði Bjami Kristinsson hjá Iðnþróunarfélagi Eyjafiarðar í gær, aðspurður um líkumar á að það tækist að stofna nýtt fyrirtæki um skinnaiðnaðinn. „Ég held að dæmið sé í sjálfu sér ekki slæmt rekstrarlega séð.“ Tekst að tryggja rekstur lagmetisiðn- aðarins? Þann 11. mars á þessu ári var sjávarafurðafyrirtækið K. Jónsson & Co lýst gjaldþrota. Um það bil einni viku síðar tók rekstrarfélagið Strýta við starfseminni tíl bráða- birgða, en að Strýtu standa Lands- bankinn, Kaupfélag Eyfirðinga og útgerðarfyrirtækið Samheiji. Hjá Strýtu vinna um 80 manns. Fýrir- tækið mun starfa til 15. septem- ber, en stjóm þess sem er skipuð fulltrúum frá Landsbanka, KEA og Samherja, vinnur hörðum hönd- um að því að fá inn hlutafé til þess að tryggja áframhaldandi rekstur. Hvort það tekst liggur ekki fyrir ennþá. Strýta verkar rækju og leggur niður síld og kavíar. Verkefni hafa verið næg í sumar og unnið á 16 tíma vöktum mestallan tímann. Framtíðin ræðst hins vegar af því hvort fé fæst inn í reksturinn eða ekki. Folda berst áfram Folda hf. er arftaki Álafoss sáluga. Þar vinna nú tæplega 100 manns, en tekist hefur að hagræða í rekstri síðan fyrirtækið var stofnað árið 1991. Folda er opið almenn- ingshlutafélag, en stærstu eigend- ur era Framkvæmdasjóður Akur- eyrarbjæjar, Iðnþróunarfélag Eyja- fiarðar, Bændasamtökin og ístex hf. Meginvandi Foldu hf., eins og annarra fyrirtækja sem berjast fyr- ir lífi sínu á Akureyri, er vöntun á eiginfiármagni. Á síðasta aðalfundi var samþykkt að auka hlutafé úr 70 milljónum í 100 milljónir króna. Af því hefúr verið safnað 80 milljónum og stefnt að því að safna a.m.k. þeim 20 til viðbótar sem heimild er fyrir. Að sögn framkvæmdastjórans, Baldvins Valdimarssonar, hefur reksturinn gengið þokkalega það sem af er ársins. Sala hefur verið heldur meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir og kostnaðarliðir era undir áætlun, að frátöldum fiár- magnskostnaði, sem reynst hefúr þungur í skauti vegna hárra vaxta og gengisfellinga. Á fyrsta starfsári Foldu var hagnaður af rekstrinum, en í fyrra var 48 milljón króna tap. Vonast er til að ekki verði um tap að ræða á þessu ári, en sem dæmi um gott gengi má nefna að í síð- asta mánuði var slegið sölumet, þegar selt var fyrir tæpar 50 millj- ónir króna. Vegna sveiflna í sölu og fram- leiðslu milli árstíða er reksturinn fiármagnsfrekur. Þá liggur einnig fyrir að endurnýja vélabúnað, sem myndi aftur skila sér í betri nýt- ingu. „Það fylgir þessum rekstri auðvit- að áhætta," sagði Baldvin Valdi- marsson í samtali við Tímann í gær. „Við vissum þegar við byrjuð- um héma að þetta væri áhættu- samur rekstur og það er þannig ennþá. Þar sem að þetta er fiár- magnsffekur og sveiflukenndur rekstur, aukast að sjálfsögðu lífs- líkumar eftir því sem eigið fé er sterkara. Þannig er félagið líka betur í stakk búið tíl þess að bregðast við sveiflum á mörkuð- um og til þess að geta tileinkað sér fljótt tækninýjungar." -ÁG Hlýindi næstu daga ráða úrslitum um berja- sprettuna í ár: Helst er von með krækiber Misjafnlega horfir með beija- sprettu á landinu í ár. Einna skást virðist útlitið vera á sunnanverð- um Vestfiörðum. Kalt vor og þurrkar í sumar valda því að ber eru með minnsta móti sunnan- lands og vestan. Á Norður- og Austurlandi vonast menn eftir góðviðri næstu daga svo allavega rætist úr með krækiberin. Al- mennt er talið að ekki sé tímabært að fara til berja fyrr en seinni hluta þessa mánaðar. „Ég hugsa að það geti orðið tölu- vert af krækiberjum ef það kemur góður hlýviðriskafli," segir Jó- hanna Lárusdóttir, húsfreyja á Brekku í Mjóafirði. Hún vísar til þess að krækiberin hafi náð að þroskast á stuttum hlýindakafla í vor og því geti ræst úr með þau. Um bláberin gegnir öðru máli að áliti Jóhönnu. „Þar eru varla kom- ir grænjaxlar og haustið verður að vera mjög gott eigi að rætast úr með þau,“ bætir hún við. Aðspurð neitar Jóhanna því að berjaspretta sé óvenjuslæm á þessu sumri. „Stundum hefur komið kuldahret á vorin sem hefúr eyðilagt berin en það gerðist ekki í vor sem leið," segir Jóhanna og kennir langvar- andi þurrkaleysi og kulda um lé- lega sprettu. „Það vantar sól og hita,“ segir Baldvin Haraldsson, bóndi á Stóru-Hámundastöðum á Ár- skógsströnd. Hann telur að kræki- berin muni ef að líkum lætur ná sér á strik. „Það er mikið af græn- jöxlum í bláberjum og þau eru rétt að byrja að blána en í aðalbláberj- um eru nánast sætukoppar enn,“ bætir hann við. Baldvin hefur frétt að berjaspretta sé misjöfn á Norð- urlandi og hefúr Ld. heyrt að í Laufási sé ekki búist við neinni sprettu í ár. Jóhann segir að þó þurfi ekki nema einn góðviðrisdag til að berin taki við sér. „Nætur- frost gæti hins vegar spillt öllu," bætir hann við. „Ég á ekki von á mikilli berja- sprettu, það var allt of kalt framan af,“ segir Kristján Bjamdal, ráðu- nautur á Suðurlandi. Þar vísar hann til þess að of fáir grænjaxlar hafi náð að myndast á köldu vori sunnanlands. Hann segir að blá- berin séu næmari fyrir vorkulda en krækiberin og telur að lítið verði af þeim í ár. í sama streng tekur Friðrik Jóns- son, héraðsráðunautur á Vestur- landi, og telur rysjótta tíð í maí og júní og þurrviðri í júlí orsök þessa. Friðrik telur þó að fúllsnemmt sé að geta sér til um hvemig berja- sprettan verði. Tálsvert kveður við annan tón hjá Ragnari Guðmundssyni, bónda á Brjánslæk á Barðaströnd. „Þetta Iítur bara þokkalega vel út,“ segir hann og telur að ef ekki kólni að ráði, megi gera ráð fyrir að mikið verði af berjum. Hann segir reynd- ar að þegar fólk á þessum slóðum tali um að vel horfi með berja- tínslu sé átt við aðalbláberin. Ragnar bendir samt á að berja- spretta sé meiri á sunnanverðum Vestfiörðum en á norðurfiörðun- um og þakkar það skjóli fyrir norðanátt. -HÞ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.