Tíminn - 24.08.1993, Page 1

Tíminn - 24.08.1993, Page 1
Frétta-Tíminn.Frétta-síminn—68-76-48...Frétta-TíminnFrétta-símínn...6Ö-76-48...FréttaTíminnFrétta-síinmn..>68-76-48 Þriðjudagur 24. ágúst 1993 157. tbl. 77. árg. VERÐí LAUSASÖLU KR. 125.- Maður á reynslulausn drepur mann í Reykjavík: Nýleg reglugerð hefði komið í veg fyrir reynslulausn Þijátíu og tveggja ára Reykvíking- ur var myrtur aðfararnótt sunnu- dags. Þórður Jóhann Eyþórsson, 36 ára gaf sig fram við lögregluna í Reykjavík um morguninn. Hann hefur áður gerst sekur um morð og var á reynslulausn. Ari Edvald, aðstoðarmaður dómsmálaráð- herra, segir Þórð hafa verið á skil- orði reynslulausnar frá árinu 1989 sem hann hafi ekki rofíð fyrr en nú. Hann segir að nýleg reglugerð hefði samt komið í veg fyrír reynslulausn hefði hún verið ígildL Þórður Jóhann stakk með hnífi húsráðanda kjallaraíbúðar við Snorrabraut en fyrrverandi sam- býliskona Þórðar var þar einnig. Húsráðandinn lést af völdum áverkanna seinna um nóttina. Umræður hafa vaknað í kjölfar þessa um reynslulausn fanga sem hafa framið alvarlega glæpi. Ari minnir á nýja reglugerð um reynslulausn á föngum sem gefin var út í upphafi þessa árs. Þar er dregið úr möguleikum á náðun efdr helming afþlánunartímans hjá þeim föngum sem gerst hafa sekir um alvarlega glæpi. Ari bendir því á að sá afbrotamað- ur sem um ræðir hefði því ekki fengið reynslulausn, hefði beiðni þar að Iútandi komið ffam í dag en honum var veitt reynslulausn í lok árs 1989. Ari segir að það hafi ver- ið eðlilegt miðað við þá reglugerð sem þá var í gildi. Ari segir að Fangelsismálastofh- un ríkisins sjái um framkvæmd reglugerðarinnar. Synji stofnunin um reynslulausn er hægt að skjóta þeim úrskurði til sérstakrar náð- unamefhdar sem leggur sitt mat á úrskurðinn sem síðan er skotið til dómsmálaráðherra. Það er svo hann sem á síðasta orðið en að sögn Ara fer ráðherra undantekn- ingalaust eftir áliti náðunamefnd- ar. Ari bendir á að umræddur af- brotamaður hafi setið af sér 7 ár fyrir morð sem hann ffamdi í upp- hafi ársins 1983 og því hafi hann sem nær lokið helmingsrefsingu. í frétt DV í gær er sagt að viðkom- andi brotamaður hafi rofið skilorð þar sem hann gerðist sekur um ölvunarakstur. Þetta segir Ari vera ranga fullyrðingu og veit ekki til að þessi maður hafi gerst sekur um ölvunarakstur. „Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef hefur hann ekki rofið það skilorð," segir Ari og bendir á að þótt viðkomandi hafi gerst sekur um ölvunarakstur dugi það ekki til að rjúfa skilorðið. Þar vísar hann til þess að saka- menn þurfi að brjóta ákvæði al- mennra hegningalaga en ölvuna- rakstur brjóti í bág við umferðalög. Þá bætir hann við að dómarar dæmi um þetta og ákveði mönn- um eftirstöðvar refsinga brjóti þeir skilorð. „Framkvæmdavald, eins og Fangelsismálastofnun getur ekki kallað menn til afplánunar nema um sé að ræða ótvírætt brot á hegningalögum," segir Ari. Ari segir að sakamönnum sem hefur verið veitt skilorðsbundin refsilausn beri að tilkynna sig reglulega. „Ég veit ekki til annars en það sé í sæmilegu horfi," segir Ari og veit ekki betur en að Þórði hafi verið gert að sæta því. -HÞ METÞATTTAKA var í Reykjavíkurmaraþoni um helgina þegar 3.546 manns tóku þátt f fjórum flokkum. Hlaupið þótti heppnast sérstaklega vel, þrátt fyrir að eldri maður hafi fengið slag og látist þegar hann var að hlaupa. Sjá íþróttaumfjöllun á bls. 7-10 Tfmamynd G.E. Fækkar í Smugunni Nokkrir fslensku togaranna sem hafa verið á veiðum í Smugunni svonefndu í Barentshafí eru lagðir af stað heimleiðis sökum lélegra aflabragða og einnig vegna þess hversu hátt hlutfall af smáfíski er í aflanum. Þegar mest var voru hátt í 30 togarar á veiðum í Smugunni. í morgun lagði íslenska sendi- nefndin af stað til Stokkhólms til viðræðna við Norðmenn um veið- amar í Smugunni. Þann fund munu Rússar ekki sitja að sögn Kristjáns Ragnarssonar, formanns LÍÚ. Hann segir það jafiiframt ekki vera neina forsendu í málinu að íslensku togar- amir haldi áfram veiðum á meðan viðræður þjóðanna fari fram í Stokkhólmi eins og sjávarútvegs- ráðuneytið mun hafa kvatt skip- stjórana til að gera. Um helgina stóð jafnvel til að ís- lensku skipin myndu færa sig yfir á fiskverndunarsvæðið við Svalbarða. Þessi ákvörðun var tilkynnt til sjáv- arútvegsráðuneytisins sem hvatti skipstjórana eindregið til að hætta við þá ákvörðun þar sem búast mætti við beinum afskiptum Norð- manna og þeir myndu jafnvel færa viðkomandi skip til hafnar fyrir landhelgisbrot. „Þettajjefur gengið allt á afturfót- unum aðþví4eytinu til aðafli er lít- ill og mjög smár fiskur. Ástandið er þannig núna að þeir eru að meta sína stöðu og sumir em lagðir af stað heim. Ég geri ráð fyrir að þar sé aðallega um ísfisktogara að ræða en ég veit ekki hvað þeir em margir," segir Kristján Ragnarsson. Svo virðist sem ásakanir Norð- manna í síðustu viku, að í afla ís- lensku skipanna væri of hátt hlutfall af smáfiski, hafi verið á rökum reist- ar. „Það má ekki gleyma því að okkar menn hlýddu, tóku upp og fóm út fyrir það svæði þar sem mikið var um smáfisk. Þeir ráku svo í ágætis fisk á öðm svæði en þar sem mörg skip vom á litlu svæði fór aftur að bera á of háu hlutfalii af smáfiski í aflanum. Mörgum finnst af þeim sökum að þeir séu komnir í stöðu sem ekki er réttlætanleg." -grh Davíð Scheving Thorsteinsson leitar hófanna hjá erlendum og innlendum kröfuhöfum Smjörlíkis hf. í bréfí sem Davíð Scheving Thorsteinsson, forstjóri Sóiar Smjörlík- is h.f., sendi nýlega eríendum kröfuhöfum fyrirtækisins er leitað eftir meömælum þeirra með nauðasamningum sem byggi á því að 30% af upphaflegum kröfum fáist greidd. „Undirtektimar hjá þeim aðilum sem ég hef talað við, erlendum sem innlendum, hafa verið afskaplega jákvæðar," segir Davíð og telur því fyllstu ástæðu til bjartsýni. Davíð hefur að undanförnu róið líf- róður til að bjarga fyrirtækinu og m.a. fallið frá kröfum um eftirlaun sem hann hefur unnið sér á fjörtíu ára ferli. Eins og kunnugt er flutti dótturfyr- irtæki Sólar, íslenskt bergvatn, ís- lenskt vatn í neytendapakkningum til Bandaríkjanna. Þar brást salan og tapaði fýrirtækið 6 millj. $ eða rúm- lega 420 millj. íslenskra króna vegna rangra ákvarðana við mark- aðssetningu að sögn Davíðs. Hann segir að til viðbótar þeim 30%, sem hann býður kröfuhöfum, komi 14% virðisaukaskattur sem þeir fái endurgreiddan og því sé í raun verið að fara fram á að kröfú- hafar fái 44% greidd af kröfúm sfn- um. „Málið er ekki komið lengra en það að við erum að reyna að fá leyfi til nauðasamningaumleitana," segir Davíð og bendir á að einungis sé um þreifingar að ræða. „Fyrst þurfum við að tala við þessa menn og það tekur langan tfrna," bætir Davíð við. Davíð segir að aðallega sé um er- lenda kröfuhafa að ræða eða erlenda birgja eins og hann orðar það sem hafi selt fyrirtækinu hráefni en hann vill ekki greina frá heildarupp- hæð skuldanna. „Það þarf 25% atkvæðis manna og 25% upphæða og þessu erum við ekki búnir að ná,“ segir Davíð um það sem þurfi til að geta lagt fram beiðni um nauðasamninga til yfir- valda. Hann á von á að þetta takist í vikunni. í lok júlí tók Sól rekstrarfélag við rekstri Smjörlíkis Sólar og segir Davíð að frá þeim tíma hafi allir reikningar verið greiddir. „Menn eru kannski miklu rólegri því það hafa streymt til þeirra tugir milljóna kr. frá þeim tírna," segir Davíð en geta má þess að Sól rekstrarfélag er rekið sem dótturfyrirtæki Smjörlíkis Sól- ar h.f. Davíð segir að gangi nauðasamn- ingarnir eftir sé bjart framundan. Hann vísar m.a. til þess að fyrr í Davið Schevlng Thorstelnsson. mánuðinum yfirtók breska fyrir- tækið Seltzer rekstur íslensks berg- vatns og leigir hann til að byrja með til sex mánaða. Davíð bendir á að með þessum ráð- stöfunum takist að forðast að nokk- ur starfsmaður verði atvinnulaus. „Útflutningurinn heldur áfram á ftillu og það markaðsstarf sem búið var að vinna hérlendis og erlendis glatast ekki,“ bætir hann við og seg- ir að með þessu hafi sér tekist að forða fyrirtækinu frá gjaldþroti. „Að öðrum kosti hefðu 70 manns misst vinnuna," bætir hann við og ótryggðir kröfuhafar tapað öllu sínu. Davíð segir að erlendir lánadrottn- ar séu yfirleitt tryggðir gegn áhættu við útflutning og oftast sé það hið opinbera í viðkomandi löndum sem tryggi þá. „Það verða því skattgreið- endur víða um lönd sem borga þetta þegar upp er staðið," sagði Davíð að lokum. -HÞ

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.