Tíminn - 24.08.1993, Qupperneq 2
2 Tíminn
Þriðjudagur 24. ágúst 1993
Verðkönnun Neytendasamtakanna í samvinnu við neytendafélög í
öllum landshlutum og verkalýðsfélögin á Eskifirði og Eyjum:
Verulegar hækkanir
og mikill verðmunur
JVuövitað stingur það ( stúf þegar maður sér innfluttar vörur
hækka talsvert meira í verði en sem nemur gengisfellingunni.
Þannig aö mér finnst margir hafa gengið glannalega um gleðinnar
dyr þegar gengið var fellt á sama tíma og kaupmáttur heimilanna
minnkar," segir Jóhannes Gunnarsson, formaöur Neytendasam-
takanna.
Ráðstefna um verslun, tjárfestingu
og vamir:
Samskipti íslands og Bandaríkj- ur haldin í samvinnu við Útflutn-
anna á sviði verslunar, fjárfest- ingsráð íslands, Verslunarráð fs-
inga og vamarmála verða rædd á iands og sendiráð íslands í Wash-
ráðstefnu sem haldin verður af ington. Umræðuefnið er valið í
íslensk- ameriska verslunarráð- Ijósi þeirra öru breytinga sem
inu þann 1. október n.k. í Wash- eru á sviði viðskipta og stjóm-
ington D.C. Af ræðumönnum má mála í heiminum. Meðal ræðu-
m.a. nefna Bond Evans, fostjóra manna verða þrír íslenskir ráð-
Alumax, sem ætlar að ijalla um herrar: Jón Baldvin Hannibals-
gárfestingar í orkufrekum iðnaði son, Friðrik Sophusson og Sig-
á íslandi frá sjónarhorni Banda- hvatur Björgvinsson og tveir
ríkjamanna og Ron Bulmer, bandarískir aðstoðarráðherrar;
framkvæmdastjóri kanadíska Walter B. Slocombe I varnar-
fiskveiðiráðsins, ætlar að fræða málaráðuneytinu og Peter F. All-
ráðstefnugesti um reynslu Kan- geiner aðstoðviðskiptaráðherra.
adamanna af fríverslunarsamn- Af öðrum umræðuefnum má
ingi við Bandaríkin. td. nefna erindi um ástand og
Aukin viðskipti milli íslands og horíur í íslenskum efnahagsmál-
Bandaríkjanna og aukinn skiln- um, stöðu íslands í vamarsam-
ingur á mikiivægi þeirra er sagt starfi vestrænna þjóða, mögu-
helsta markmið íslensk-ameríska leika útlendinga til fjárfestingar á
verslunarráðsins, sem íslandi og stöðu íslands í alþjóða-
starfað hefur f Bandaríkjunum viðskiptum.
frá árinu 1985. Ráðstefhan verð- - HEl
Verð á matvöru hækkaði verulega í
júlí og fram í byrjun þessa mánaðar,
samkvæmt verðkönnun sem Neyt-
endasamtökin gerðu á þessu tímabili.
Sem dæmi þá hækkaði verð á t.d.
Jacob’s tekexi að meðaltali um rúm-
lega 10% en mest um 38% í einni
verslun. Sömuleiðis hækkaði verð á
Silkience sjampói að meðaltali um
rúmlega 10% á milli kannana og mest
um 49% í einni verslun.
Þá reyndist einnig vera verulegur
verðmunur á milli verslana. Mestur
var munurinn á grænmeti og ávöxt-
um eða á bilinu 152%-479%. Þannig
var hægt að kaupa kfló af grænni
papriku á 171 krónu en 990 krónur í
annarri. Af 147 vörum var verðmunur
í 19 tilvikum 100% eða meira og f
90% tilvika var munurinn 50%-100%.
Samkvæmt útreikningum á meðal-
verði reyndist verðið lægst í Bónus í
Hafnarfirði en hæst f Kaupfélagi ís-
firðinga í Súðavík.
Fyrri könnun Neytendasamtakanna
var gerð 5. júlí og náði til 18 verslana
víða um land. Síðari könnunin var
gerð dagana 5.-9. ágúst sl. í 41 verslun
og var sú könnun gerð í samvinnu við
neytendafélögin í Grundarfirði, Stykk-
ishólmi, ísafirði, Akureyri, Húsavík,
Egilsstöðum, Suðurlandi og Suður-
nesjum, auk verkalýðsfélaganna í
Vestmannaeyjum og verkalýðsfélags-
ins Árvakurs á Eskifirði.
í þessum könnunum var kannað verð
á 147 vörutegundum og þá einkum al-
gengum dósa- og pakkavörum, en
einnig nokkrum tegundum kjöt,- fisk-
og mjólkurvörum, ávaxta og græn-
metis.
Jóhannes Gunnarsson segir að það sé
ekkert launungarmál að verkalýðsfé-
lagið Árvakur á Eskifirði og verkalýðs-
félögin í Eyjum hafi haft samband við
samtökin og óskað eftir samstarfi.
,Mér fannst það mjög ánægjulegt og
ég hefði gjaman viljað heyra í fleir-
um.“
Hins vegar vekur það athygli að Verð-
Iagseftirlit Verkamannafélagsins
Dagsbrúnar lagði þessum verðkönn-
unum ekki lið og mun ekki hafa haft
samband við Neytendasamtökin þar
að lútandi. -grh
Seðlabanka þykir athyglivert að vextir óverðtryggðra innlána hækki óverulega en þeir eru nú niður í 0,5% á
sparisjóðsbókum.
Allt að 41 % ávöxtun af 45
daga víxli sem velt er í ár
„Hvað kosta peningamir," er spurt og svarað, f nýjasta fróttabréfi
Félags íslenskra iðnaöarmanna. Og niðurstaðan er sú, að nafn-
ávöxtun fari í allt að 41% á ári hjá fslandsbanka og hefur þar hækk-
að úr 26% fyrir rúmu ári, eða um 15 prósentustig. Landsbankinn er
meö lægstu prósentuna, 33%. Viö útreikningana er miöað vlö
ávöxtun 45 daga 100.000 kr. viðskiptavfxils sem velt er í eitt ár og
tillit tekið til kostnaðar, þ.e. þóknunar banka og sparisjóða.
Á sama tíma og bankamir taka allt
að 41% í vexti og þóknun fyrir pen-
inga sem þeir lána, og rökstyðja
geysilegar vaxtahækkanir sínar með
mikilli verðbólgu um þessar mund-
ir, þá þykir Seðlabankamönnum
þeir ansi naumir á innlánsvextina. í
Hagtíðindum Seðlabankans segir
m.a.. ^thygli vekur að óverulegar
hækkanir hafa orðið á hreinum
óverðtryggðum innlánsreikningum
eins og almennum sparisjóðsbók-
um.“ Og þar á íslandsbanki líka
metið — þ.e. með lægstu innláns-
vextina. Þótt hann taki frá 17,7% til
23,7% nafnvexti af þeim peningum
sem hann lánar, þá virðist hann ekki
treysta sér til að borga nema 0,5%
nafnvexti á innistæður í almennum
sparisjóðsbókum og sértékkareikn-
ingum og 0,25% vexti af almennum
tékkareikningum. Þarna verður þvf
allt að 23% vaxtamunur, auk þókn-
unar af útlánum.
Þótt landsmenn hafi heldur verið
að minnka það fé sem þeir geyma á
almennum sparisjóðsbókum þá er
þar ennþá um geysimikið fé að ræða
sem bankamir greiða nær enga
vexti af. í lok júní voru rúmlega 13
milljarðar „ávaxtaðir" á almennum
sparisjóðsbókum í bönkum og
sparisjóðum. Eigendur þessara
milljarða verða nú af um 60 milljón-
um kr. vaxtatekjum á mánuði, þ.e. ef
miðað væri við það að bankamir
hefðu hækkað nafhvexti á þessum
óverðtryggðu innistæðum um 5-
7% eins og á sínum óverðtryggðu
útlánum.
Þar á ofan var svo tvöfalt hærri
upphæð, eða rúmlega 26 milljarðar
Nafnávöxtun 45 daga viöskiptavíxla í %, á ársgrundvelli miðaö við 100.000 kr. víxil
Við útreikning nafnávöxtunar
banka og sparisjóða á við-
skiptavtxlum er tekið tillit til
kostnaðar, þ.e.a.s. þóknunar
banka og sparisj. Gen er ráð
fyrir að 100.000 kr. 45 daga
viðskiplavíxli sé velt í eitt ár.
Ha’ldtin liuiskjaravísjiiilu stíinusta iuán-
iið.'ir umrt’iknuð <í ársgruáJvi))1
Hækkun iánskjaravtsitöju seinustu 3ja
máu. umrtiknuö 3 nrsgrundvOll 3.6%
Hækkuit lánskjaravísitölu seinustu
12 míínuöa 2,3%
■ pr. 11/7/92
: pr. 11/4/93 □ pr. 1/8/93 □ pr. 11/8/93
Seljaucli viðskijHávixils grctðir eínnig
0,25% stimpilgjúld tíl hins opinbem.*’
króna, innistæður á tékka/hlaupa-
reikningum í bönkum og sparisjóð-
um nú á miðju ári. Samanlagt var
þarna um að ræða rúmlega fjórðung
(26%) allra innlána í bankakerfinu.
í kjölfar gengisfellingarinnar 28.
júní segir Seðlabankinn banka og
sparisjóði hafa hækkað vexti óverð-
tryggðra útlána vemlega „enda útlit
fyrir aukna verðbólgu nú um sinrí'.
Nafnvextir óverðtryggðra útlána
hafi hækkað um 5,5 til 6,1 prósent-
ustig að meðaltali. Forvextir víxil-
lána og viðskiptavíxla hafi hækkað
um 6,1 prósentustig að meðaltali frá
21. júní. Hækkunin hafi verið mis-
munandi, allt frá 4,85 og upp í 7,5
prósentustig, mest hjá ísiands-
banka. Vextir yfirdráttarlána og
skuldabréfalána hafi hækkað um 5,5
prósentustig að meðaltali, enn einu
sinni mest hjá íslandsbanka, 7,0
prósentustig en minnst hjá Lands-
banka 4,5 prósentustig. - HEI