Tíminn - 24.08.1993, Qupperneq 11
Tfminn 11
Þriöjudagur 24. ágúst 1993
Heimsmeistaramótið í Hollandi:
Tóku mótið
í nefið
Frá Áma Gunnars-
syni í Hollandi
íslendingar eru ótvíræðir sigur-
vegarar heimsleika íslenska hests-
ins sem lauk í Hollandi á föstudag.
íslenska landsliðið hreppti fem
gullverðlaun í íþróttakeppnunum
og tvenn í kynbótasýningum. Sig-
urbjöm Bárðarson var stigahæsti
einstaklingur mótsins. Hann sigr-
aði í samanlögðu á Höfða með ein-
kunnina 8.08. Önnur í röðinni var
þýska hestakonan Jolly Schrenk
með slétta 8 í einkunn.
Reynir Aðalsteinsson stóð sig frá-
bærlega á mótinu en hann vann
sig upp úr tölti B2 upp í A-úrslit í
fimmgangi og hafnaði þar í öðm
sæti á hestinum Skúmi frá Geirs-
hlíð.
íslenski landsliðshópurinn var
þreyttur en að vonum ánægður
eftir erfiða keppni á sunnudags-
kvöld þegar úrslit lágu fyrir. Þetta
var sætur sigur eftir fremur slakan
árangur á síðustu tveimur heims-
meistaramótum eða eins og annar
af íslensku farastjómnum orðaði
það að keppni lokinni: „Við tókum
þetta mót í nefið frá A til Ö.“
Þess má geta að nánar verður
fjallað um Heimsmeistaramótið í
sérstöku aukablaði Tímans síðar í
vikunni.
fslenskir fréttamenn fylgdust grannt með mótinu og hér má sjð kunnug-
legt sjónvarpsfólk að störfum og I baksýn er enginn annar en Guðlaugur
Tryggvi Karisson, hestafréttarítarí Tímans.
Bikar hampað, Sigurbjöm Bárðarson var ánægður á slgurstund.
Sfðasta mótsdaginn rígndi mlkiö eftir aö veöríö haföl leikiö við mótsgestl allan tfmann.
Búist við 1.600 tonna birgðum af kindakjöti í byrjun sláturtíðar:
Sala kindakjöts
minnkað um 1.300
tonn milli ára
Samstarfshóp um sölu á lambakjöti sýnist nú blasa við að aðeins
um 7.100 tonn af kindakjöti seljist á innanlandsmarkaði á því verð-
lagsári sem nú er að Ijúka. Þetta er kringum 1.300 tonnum minni
sala heldur en þrjú næstu ár þar á undan.
Ahrifamesta ástæða þessa sam-
dráttar er talin mjög mikil verð-
lækkun á lambakjöti í ágúst í fyrra,
sem skilaði þá mjög mikilli sölu f
ágústmánuði (1.560 tonum), en að
sama skapi minni næstu mánuðina
á efdr (þ.e. fyrstu mánuðum þessa
verðlagsárs), „þar sem varan fór að
langmestu leyti til kjötvinnslna og
verslana en komst ekki alla leið til
neytenda". Og af þessu leiðir að enn
einu sinni standa menn nú frammi
íyrir miklum birgðum eða um 1.600
tonnum, þann 1. september, þ.e. f
byrjun sláturtíðar.
Þetta kom fram f yfirliti Bjöms
Jónssonar um sölu á kindakjöti á að-
alfúndi Landssamtaka sauðfjár-
bænda sem haidinn er á Hvanneyri
23. og 24. ágúst.
,Á síðustu fjórum árum hefur rík-
isvaldið freistast til þess að vera með
útsölur á kindakjöti í águst til að
minnka birgðir í upphafi nýs verð-
lagsárs. Með þessum aðgerðum hef-
ur sölu verið haldið uppi með sífellt
meirí tilkostnaði og birgðavandan-
um verið ýtt yfir á nýtt verðlagsár í
stað þess að lausna hafi verið leitað,"
segir Bjöm. í tölulegu yfirliti kemur
fram að síðustu fjögur árin hafa á
bilinu 60% til 80% af allri kinda-
kjötssölu águstmánaðar verið á til-
boðsverði. Það hlutfall fer hins veg-
ar niður í 12-13% á yfirstandandi
verðlagsári.
Þá segir Bjöm að kostnaðurinn við
að halda sölunni uppi hafi farið vax-
andi á undanförnum árum. Há-
marki hafi hann náð á síðasta verð-
lagsári þegar nærri þriðjungur
framleiðslunnar, eða um 2.400
tonn, var seldur á lækkuðu verði.
Þær verðlækkanir hafi kostað um
160 milljónir kr., eða sem svarar
5,6% af heildsöluverðmæti.
Á því verðlagsári sem nú er að ljúka
hefúr hlutfall tilboðskjöts minnkað
niður í um 900 tonn, eða um og inn-
an við helming þess sem það var á
árunum 1989/1990 og aðeins rösk-
lega þriðjung af tilboðssölu síðasta
verðlagsárs. Og niðurgreiðslur á
þessu verðlagsári hafa þó minnkað
enn meira, eða niður í 40 milljónir
kr.
Bent er á, að í framangreindum töl-
um um sölusamdrátt „er eftir að
taka tillit til aukins magns af heima-
slátruðu kjöti á markaðnum, sem
flestir eru sammála um að hafi auk-
ist verulega." - HEI
HEILSUGÆSLUSTÖÐIN Á ÍSAFIRÐI
Staöa heilsugæslulæknis er hér meö auglýst laus til
umsóknar. Stööunni fýlgir 25% aðstoöarlæknisstaöa hjá
FSÍ.
Umsækjandi þarf að vera sérfiræðingur í heimilislækn-
ingum.
Umsóknarfrestur er til 30. september 1993 og umsókn-
um skal skila á þar til gerðum eyðublööum.
Staðan er veitt frá 1. nóvember 1993 eða eftir nánara
samkomulagi.
Nánari upplýsingar veitir Einar Axelsson, yfirlæknir HFÍ,
í símum 94-4500 og 94-4307.
Heilsugæslustöðin ísafiröi.
£júferahúsid í Húsnvík s.f.
Hjúkrunarfræðingar
Deildarstjórí óskast frá 1. október næstkomandi á 30
rúma blandaða sjúkradeild.
Hjúkrunarfræðingar óskast nú þegar eöa eftir sam-
komulagi.
Komið ( heimsókn eða hringið og kanniö aðstæður og
aöbúnað.
Upplýsingar veitir Aldís Friðriksdóttir hjúkrunarforstjóri í
sfma 96-41333.