Tíminn - 08.09.1993, Blaðsíða 5

Tíminn - 08.09.1993, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 8. september 1993 Tíminn 5 Gunnar B. Guðmundsson og Halldór Pétur Þorsteinsson: Beitukóngur í umræðunni undanfama mánuði um vanqýtt sjávarfang hefur beitu- kóngur oft verið nefndur. Beitukóngur (Bucdnum undatum) er sæsnig- ill sem finnst á grunnsævi alh í kringum landið. Talið er að mest sé af beitukóngi í Faxaflóa og Breiðafirði, en hann sé einnig í veiðanlegu magni á mun fleiri stððum, s.s. í ísafjarðardjúpi, Húnaflóa og Aust- fjörðum. Beitukóngur heldur sig aðallega á 15-40 metra dýpi, en það getur verið mjög breytilegt eftir árstíðum og svæðum. Beitukóngur hef- ur ekld verið nýttur að neinu marid hingað til, en þær stofnstærðarmæl- ingar, sem Hafrannsóknastofnun hefur framkvæmt undir stjóm Sól- mundar T. Einarssonar, gefa til kynna að hægt sé að veiða þó nokkuð magn af honum áriega. anlegt vandamál, en því miður höfðu engar markvissar rannsókn- ir verið gerðar á veiðum og veiði- taekni. Því var rennt nokkuð blint í sjóinn þegar ákveðið var að hefja markvissar veiðar í eitt ár. Verkefrii þetta var styrkt af sjávarútvegs- ráðuneytinu, þó aðeins að litlu leyti og kom Miðnes h.f. í Sand- gerði inn í verkeínið og bar hita og þunga af kostnaði þess. Verkefnið átti að skera úr um hvort hægt yrði Gunnar B. Guömundsson. Beitukóngar í vinnslu hjá íslenskum skelfiski h.f., sem rætt er um f greininni. Gildruveiðar Beitukóngur er veiddur í gildrur og þykja veiðamar henta smábát- um sérstaklega vel. Það litla, sem unnið hefur verið af beitukóngi á íslandi, hefur aðallega verið fryst í blokk og selt til frekari vinnslu í Austurlöndum fjær. Hér á eftir verður rakin saga veiða og vinnslu beitukóngs, en aðeins lítillega farið í vinnslutæknina. Að lokum verður gert örstutt mat á mögulegu framhaldi veiða og vinnslu beitukóngs. Saga veiða og vinnslu beitukóngs Það var fyrst árið 1986 að ein- hveijar markvissar veiðar og vinnsla á beitukóngi voru fram- kvæmdar á íslandi. Gerðir voru út smábátar frá Akranesi og var beitu- kóngurinn handunninn þar með sérstökum hætti. Tálsvert magn af beitukóngi var unnið þetta fyrsta ár, en fljótlega komu upp vanda- mál, bæði við veiðar og vinnslu, sem gerðu það að verkum að starf- semin lagðist niður. Arið 1987 kom til sögunnar fyrirtækið ís- lenskur skelfiskur h.f., sem átti eft- ir að bera hita og þunga af frekari þróun næstu árin við veiðar, vinnslu og markaðsleit fyrir beitu- kónginn. Frumkvöðlamir hjá íslenskum skelfiski h.f., þeir Eiríkur Sigur- geirsson og Þorbjöm Daníelsson, ásamt Rannsóknastofnun fiskiðn- aðarins festu kaup á vinnslulínu frá Færeyjum til vinnslu á beitu- kóngi. Vinnslulína þessi var frum- hönnun og þurfti mikið að endur- bæta hana og breyta áður en full- nægjandi árangur skilaði sér. Sam- hliða þróun vinnslulínunnar var reynt að markaðsfera beitukóng- inn á hinum ýmsu markaðssvæð- um. Sænskir aðilar, Vesterhavsfisk A/S, sýndu beitukóngnum mikinn áhuga og vom tilbúnir að greiða allt að 800 krTkg fyrir stærsta flokkinn af unnum beitukóngi. Beitukónginn átti m.a. að selja í skemmtiferðaskipum og fóm menn utan á sýningu í Svíþjóð sem ætluð var veitingahúsum. Með í för var einn fremsti mat- reiðslumaður okkar íslendinga, Rúnar Marvinsson, sem matreiddi fyrir sýningargesti. Sýningin þótti takast með ágætum og töldu menn að nú væri fúndinn markaður fyrir beitukónginn. Einn ljóður var þó á þessum markaði, því Svíar vildu fá beitukónginn hráan og stærðar- flokkaðan. Til að hægt yrði að upp- fylla þessar kröfúr varð að breyta vinnslulínunni talsvert og þar sem tilraunimar höfðu kostað mikið fé og tíma og ekki reyndist unnt að fá styrki til þeirra breytinga, lagðist frekara markaðssamstarf við Vest- erhavsfisk A/S niður. Sýningin í Svíþjóð fékk mikið umtal hér heima í blöðum og fjöl- miðlum, en einhverra hluta vegna virðist landinn ekki hrifinn af beitukóngi, þrátt fyrir margar til- raunir til að markaðsfæra hann, bæði á veitingahúsum sem og í stórmörkuðum. Nýting botnlægra skeldýra Japanir áhugasamir Arið 1991 kom hingað til lands umboðsaðili japanskra kaupenda á vegum Marbakka h.f. og leist hon- um vel á bæði vinnsluna og afurð- ina hjá íslenskum skelfiski h.f. Hann var reiðubúinn að kaupa allt það magn sem hægt væri að fram- leiða. Verðið var hinvegar fremur lágt eða um 350 krVkg, en arðsem- isútreikningar sýndu að veiðar og vinnsla gætu staðið undir sér mið- að við ákveðið lágmarksmagn af veiddum beitukóngi. Þá var komið að þeim þætti sem snéri að veiðum. Beitukóngur er veiddur í gildrur og að fenginni reynslu var það trú manna að veið- ar yrðu lítið vandamál. Þegar vinnslan á Akranesi stóð sem hæst virtust veiðamar ekki vera tiltak- að veiða nægjanlegt magn af beitu- kóngi til að vinnsla á honum borg- aði sig. Eftir hálft ár gáfust menn upp, þar sem veiðamar bmgðust algjör- lega og eiginleg vinnsla fór aldrei í gang. Engin viðhlítandi skýring hefúr fengist á því hvers vegna veiðamar bmgðust. Notaðar vom margar mismunandi tegundir af gildrum og beitu, en það virtist engin áhrif hafa á aflabrögðin, sem höfðu þó aðeins nokkmm ámm áður verið vel viðunandi. Frekari tilrauna þörf Ljóst er af framansögðu að gera þarf umfangsmiklar veiði- og veið- arferatilraunir áður en ráðist verður í frekari veiðar. Mat grein- arhöfunda er að þar verði hið opin- bera að koma með fjármagn til rannsókna, því óþolandi er að sjá framtakssama einstaklinga þurfa að leggja allar sínar eigur undir brautryðjendastarf, sem stuðlar að bættri nýtingu vannýttra tegunda. Þess má geta að Rannsóknastofn- un fiskiðnaðarins í samvinnu við fslenskan skelfisk h.f. hefur sent flölda umsókna til allra þeirra op- inbem sjóða og aðila, sem hugsan- lega gætu styrkt rannsóknir á beitukóngi síðastliðin fjögur ár, en næstum undantekningalaust verið hafnað. Það er fyrst nú síðustu mánuði að einhver hreyfing virðist ætla að verða á þessum málum, því Haf- rannsóknastofhun fékk styrk frá sjávarútvegsráðuneytinu til að Halldór Pétur Þorsteinsson. kanna stofnstærð og dreifingu ígulkera, sem einnig á eftir að nýt- ast að einhverju leyti við stofti- stærðarmælingar á beitukóngs- stofninum. Þá framkvæmdi Haf- rannsóknastofnun stofnstærðar- mælingu á beitukóngi á afmörkuðu svæði í Breiðafirði í samvinnu við Reykhólahrepp. Fyrstu niðurstaðna þessara mæl- inga er að vænta innan tíðar. Vinnslutæknin Vinnslutæknin, sem notuð hefúr verið hér á íslandi, er einstök að því leytinu til að ekki er vitað um að henni sé beitt annars staðar í heiminum við vinnslu beitukóngs. Aðallega hefúr verið um að ræða tvær tegundir vinnslurása, sem em þó að mörgu leyti svipaðar, en hafa þann mun að annars vegar er beitukóngurinn hitaður eða létt- soðinn og hins vegar er hann unn- inn hrár. Framtíðarmöguleikar Fyrirtæki og einstaklingar, sem em í ígulkeravinnslu og kúfisk- vinnslu, hafa sýnt veiði og veiðitil- raunum mikinn áhuga nú síðustu mánuðina, enda gæti beitukóngs- vinnsla komið inn sem hliðarbú- grein við aðra vinnslu. Þreifingar em í gangi um samstarfsverkefni, en trúlega mundi slíkt verkefni verða að byggjast á samheldni sem flestra smábátaeigenda þar sem menn væm fúsir að leggja sitt af mörkum, verkefninu að kostnað- arlausu. Von er þó um að örlítill styrkur gæti komið frá Vestnorden komitteen, sem notast gæti til frumhönnunar á gildmm eða öðr- um hentugum veiðarfæmm sem smábátaeigendur myndu síðan sjálfir geta framleitL Það er deginum ljósara að ekki getur talist ráðlegt að hefja eða svo mikið sem tala um beitukóngs- vinnslu fyrr en lausn hefur fengist á veiðitækninni. Höfundar eru sérfræðingar í Tækni- delld Rannsóknarstofnunar fisklðnað- arins. Hlutl þessarar grelnar hefur ið- ur blrst að stofni til I „Fiskvinnslunnl — fagblaði flskiðnaðarins". Bruno og Throckmorton-samsærið Giordano Bruno and the Embassy Affalr, eftir John Bossy. 294 bls., Yale Unlvetsity Press, £ 16,95. í bók sinni Sir Francis Walsing- ham and the Policy of Queen El- izabeth færði Conyer Read 1925 rök að því, að Walsingham hefði átt uppljóstrara, „Henry Fagot", það að þakka að honum tókst 1583 að koma upp um Throck- morton-samsærið gegn Elísabetu drottningu. Þann þráð hefur John Bossy prófessor tekið upp í nýrri bók sinni, Giordano Bruno and the Embassy Affair, og kemst hann að þeirri niðurstöðu, að „Henry Fagot" hafi verið sá frægi Giordano Bruno, sem brenndur var á báli fyrir villutrú árið 1600. í ritdómi um þessa bók Bossys í Times Literary Supplement 15. nóvember 1991 sagði: „Throckmorton-samsærið fólst í flóknum og ofetlunarsömum ráðagerðum um að steypa Elísa- betu 1 af stóli og hefja Maríu Skotadrottningu til rflcis með innrás f England til að styðja fyr- irhugaða uppreisn kaþólskra, en við samsærið voru riðnir hertog- inn af Guise, páfinn og Filippus II, auk margra annarra. Einn sam- særismanna var spánski sendi- herrann í London, Beoardino de Mendoza. Frönskum stallbróður hans, Michel de Castelnau, léns- herra af Mauvissiere, var sá vandi á höndum að gegna stjómarer- indrekstri við hirð Elísabetar og gæta um leið hagsmuna Maríu, franskrar ekkjudrottningar. Að tilmælum Frakklands var honum heimilað að eiga fundi með Maríu og sakir þess fóru orð á milli sam- særismanna og hennar öðru fremur um franska sendiráðið." „Fagot", sem sendiráðinu tengd- ist að einum eða öðrum hætti, varð á tvo vegu gagnnjósnurum Walsinghams að miklu liði. A mútur kom hann einum ritara Castelnaus, sem lagði síðan Wals- ingham til afrit af bréfum, sem fóru á milli Maríu og Castelnaus sumarið 1583, og hann fletti ofan af sendiboða á milli Maríu og eins samsærismanna, Francis Throck- morton, syni Sir Johns Throck- morton sáluga, dómara í Chester. John Bossy staðhæfir, að „Fagot“ hafi verið enginn annar en hinn ítalski fríhyggjumaður, farand- menntamaður og fyrrverandi munkur í Dóminíkanareglunni, Giordano Bruno, sem þá var til húsa hjá Castelnau." Og óneitan- lega virðast á því miklar líkur. Sir John Simon Slmon: A Polltical Blography of Slr John Simon, eftlr David Dutton. 364 bls., Aurum Press, £ 25,00. „Hrollur hefur farið um margan, þegar Simon hefur lagt hendi sína á handlegg honum." Þau orð felldi Kingsley Martin niður úr grein um Sir John Simon f New Statesman forðum daga, en flest- um fremur var Simon kenndur við friðþægingarstefnu milli- stríðsáranna. í ritdómi um þessa ævisögu í Finandal Times 30.- 31. maí 1992 sagði: „Simon var dómsmálaráðherra þegar fyrri heimsstyrjöldin braust út, en fjár- málaráðherra þegar hin síðari hófst. Á millistríðsárunum var hann innanríkisráðherra (tvisvar) og utanríkisráðherra... Simon var einn fárra forystumanna Frjáls- lynda flokksins sem f áhrifastöðu urðu eftir fall flokksins... Órétt- mætt er að kenna Simon um, að ekki var spomað fæti við yfirgangi Japana f Mansjúríu, meðan hann var utanríkisráðherra 1931-35. Veldi Bretlands vom takmörk sett.“ „Friðþægingarsinni var Simon engu að síður. Hann var mótfall- inn því, að Bretland og Frakkland ábyrgðust sjálfstæði Tékkóslóvak- íu... Hann hélt fast við þá skoðun, að Hitler væri sem hver annar þýskur forystumaður, sem taka bæri með þolinmæði sem stjóm- lagni... Þessi vandaða frásögn er ekki nándar nærri eins þurr af- lestrar og Simon var á manninn."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.