Tíminn - 08.09.1993, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 8. september 1993
Tíminn 7
Eftirleikur
harmleiks-
ins í Waco
Enn er deilt um upptök eldsvoðans, en allt brann I bækistöövum Branch Davidians, Mount Car-
mel, og ekki hefur enn tekist aö bera kennsl á öll líkin 80.
Morðákærur
vegna fjögurra
leyniþj ónustumanna
Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna
Janet Reno, tók ákvörðun um að
ráðast til atlögu við sértrúarsöfnuö
David Koresh eftir 51 dags umsátur
lögreglumanna. Það voru ekki sfst
börnin, sem til stóö að bjarga. 17
þeirra fórust I eldinum.
David Koresh, sem stundum hélt þvf fram aö hann væri Jesús Kristur, náði
fullkomnum tökum á llfi fylgispökustu lærisveina og -meyja sinna. En hann
kunni llka biblluna svo gott sem utan að og engum tókst að reka hann á gat
þegar hann hélt fram kenningum sínum.
t fyrravetur birtust daglega eins
og í framhaldssögu fréttir af við-
ureign yfirvalda og sértrúarsafn-
aðar í smábænum Waco í Texas.
Upphaflega var sagt frá því að
leyniþjónustumenn hefðu ráðist
til atlögu við David Koresh og
fylgismenn hans, sem höfðu búið
um sig á búgarðinum Mount Car-
mel. Safnaðarmeðlimir svöruðu
atlögunni með skothríð, sem lauk
með því að fjórir laganna verðir
lágu í valnum og 15 höfðu særsL
Eitthvert mannfall varð í búðum
trúaðra.
Við svo búið varð auðvitað ekki
hægt að láta sitja. Til liðs við leyni-
þjónustumenn Áfengis-, tóbaks-
og skotvopnaþjónustunnar, sem
höfðu hrundið atburðarásinni af
stað, voru sendir alvanir starfs-
menn alríkislögreglunnar á vett-
vang og nú upphófst umsátur Iög-
gæslunnar um bækistöðvar sér-
trúarhópsins undir árvökulum
augum sjónvarpsmyndavéla og
fréttahauka. Og spámaðurinn Dav-
id Koresh var óspar á yfirlýsingar
um kenningar sínar og spádóma.
Hámarki náði spennan 19. apríl sl.,
þegar FBI gerði árás á búgarðinn
með brynvörðum vögnum, varpaði
táragasi þar inn — og húsin stóðu
í ljósum Iogum. Lögregluyfirvöld
álíta að allt að 80 safnaðarmeðlim-
ir hafi látið lífið, þar af 17 böm.
Ekki hefur enn tekist að bera
kennsl á öll líkin.
Samsærí um
„heilagt stríð“
En þetta urðu ekki málalok í
Waco. Þrír Bretar, sem lifðu af
harmleikinn, eiga yfir höfði sér
morðákærur og réttarhöld í Texas
síðar á þessu ári. Þeir em kærðir
fyrir morð á bandarískum leyni-
þjónustumönnum. í ákæmnni á
hendur þeim er því haldið fram að
þeir hafi verið þátttakendur í sam-
særi um að heyja „heilagt stríð“
gegn bandarískum yfirvöldum.
Renos Avraam, Norman Allison
og Livingston Fagan em meðal
þeirra 12 stuðningsmanna sértrú-
arflokksleiðtogans Davids Koresh
sem kviðdómur í Texas hefur
ákveðið að kæra fyrir að myrða
fjóra leyniþjónustumenn í ríkis-
þjónustu og gera tilraun til að
drepa aðra, sem gerðu áhlaup á
bækistöð Branch Davidian-safnað-
arins fyrr á þessu ári.
Derek Lovelock, fjórði breski sér-
trúarflokksfélaginn sem af komst,
er f haldi saksóknara sem aðal-
vitni. Ef Lovelock sætir ekki
ákæm, kann að verða stuðst við
vitnisburð hans sem sjónarvotts til
að sakfella hina Bretana þrjá, sem
eiga yfir höfði sér ævilangt fengelsi
ef þeir verða sakfelldir. Öllum fjór-
um verður haldið í fangelsi þar til
málflutningur hefst fyrir dómstóli,
en búist er við að það verði innan
sex mánaða.
Vandlega skipu-
lagðar aðferðir í
skotbardaganum
Leyniþjónustumennimir létu Iíf-
ið í blóðugum skotbardaga við
bækistöð sértrúarflokksins, Mount
Carmel, í febrúar, þegar þeir gerðu
tilraun til að taka Koresh höndum
og leita ólöglegra vopna í búðun-
um. í 12 síðna nákvæmu ákæm-
skjali em allir Bretamir þrír sak-
aðir í mörgum atriðum um morð,
morðtilraunir og samsæri um að
ganga af leyniþjónustumönnum á
vegum Áfengis-, tóbaks- og skot-
vopnaþjónustunnar (ATF) dauð-
um. Saksóknarar fullyrða að Avra-
am, 29 ára frá Manchester, og Fag-
an, 32 ára prestur frá Nottingham
sem sviptur hefur verið hempunni
og missti konu sína og móður í
harmleiknum, hafi „skipt yfir í
felu/bardaga-einkennisbúning og
útbúnað" og hafi það verið þáttur í
morðáætluninni, „safnað saman
skammbyssum sínum og rifflum,
hlaðið skotfærum, útdeilt hand-
sprengjum, tekið sér launsáturs-
stöður og tekið þátt í öðru því at-
ferli sem ætlað er til að drepa ...
leyniþjónustumenn ATF við komu
þeirra að Mount Carmel-búðun-
um.
Allison, sem er 28 ára og frá
Manchester, er líka sakaður um
morð, ólöglegan vopnaburð og til-
raun til að skjóta til bana Charles
Meyer, leyniþjónustumann ATF, í
átökum á akri utan búðanna.
íkveikja með
fjöldasjálfsmorð
að markmiði
Skotbardaginn markaði upphafið að
51 dags umsátri, sem Iauk 19. apríl,
þegar búgarðurinn stóð í ljósum log-
um eftir að FBI skaut táragasi inn í
búðimar. Lögreglan álítur að allt að
80 sértrúarflokksmeðlimir hafi látið
lífið í harmleiknum, þ.á m. 17 böm
og 24 Bretar.
Rannsókn á vegum ríkissaksóknara
Bandaríkjanna og alríkislögreglunn-
ar, FBI, sem staðið hefur í fjóra mán-
uði, hefur leitt til þeirrar niðurstöðu
að Koresh og háttsettir safnaðarmeð-
limir hafi lagt á ráðin um fjöldasjálfs-
morð með því að Ieggja eld að bygg-
ingunni.
„Það var þáttur í samsærinu að 18.
apríl 1993 (daginn fyrir brunann)
lögðu Vemon K. Howell, einnig
þekktur sem David Koresh, og Steven
Schneider (aðstoðarmaður hans) síð-
ustu hönd á áætlun um að brenna
niður Mount Carmel-búðimar, ef svo
færi að FBI gerði endanlega tilraun til
að binda enda á umsátrið," segir í
ákæruskjalinu.
Þar er fullyrt að Koresh hafi gefið
fyrirskipun um að eldsneyti yrði dreift
um allan búgarðinn og að þátttakandi
í samsærinu, sem ekki hefúr verið til-
greindur, hafi gefið fyrirmælin um
hádegisleytið 19. apríl 1993 um að
kveikja eldana innan Mount Carmel.
Þeir sem komust af og ættingjar
þeirra sem fórust hafa alltaf haldið því
fram að eldamir hafi kviknað þegar
skriðdrekar FBI mfú skörð í múrana
umhverfis búðimar og slegið eld í
steinolíulampa. Þeir hafa f hyggju að
ákæra yfirvöld fyrir að eiga sök á
óréttmætum dauða og fyrir að hafa
beitt óhóflegu valdi.
Erfitt að bera
kennsl á líkin
Bretamir þrír hafa fengið ókeypis
lagalega ráðgjöf réttarskipaðra lög-
fræðinga. Tim Moore, lögfræðingur
í Waco sem er fulltrúi Allisons, segir
að málsókn yfirvalda sé gmndvölluð
á eftirlitsmyndatökum og vitnis-
burði safnaðarmeðlima sem lifðu af
umsátrið en hafi ekki sætt ákæmm.
„Skjólstæðingur minn neitar öllum
atriðum í ákæmnni," segir hann.
Leynilögreglumenn frá umdæmis-
lögreglu Manchester, sem dánar-
dómstjóri Manchester hefur beðið
um að staðfesta nákvæmlega á hvem
hátt Bretamir 24 létu lífið, hafa rætt
við þremenningana í héraðsfangels-
inu í Waco.
Albert Yates aðalvarðstjóri, sem
stjómar rannsókninni, sagði að enn
væri eftir að bera kennsl á 14 af 24
bresku fómarlambanna. Hinn geysi-
mikli hiti í eldinum hefði í för með
sér að tilraunir til að bera kennsl á
líkin með stuðningi tannskoðunar
og fingrafara hefðu ekki borið árang-
ur.
Stutt er síðan yfirvöld í Waco sendu
með flugi frosin DNA úr líkamsleif-
um 40 óþekktra fórnarlamba til
Manchester.
Lögregla hefur hafist handa við að
taka blóðsýni úr nánustu ættingjum
til samanburðar. Blóðið verður sent
til réttarlæknisrannsóknarstofu inn-
anríkisráðuneytisins breska til sam-
anburðar við frosnu DNA. .Ættingj-
amir sýna okkur fúllan samstarfs-
vilja," segir Yates.