Tíminn - 08.09.1993, Blaðsíða 6
6 Tfminn
Miðvikudagur 8. september 1993
V._____________________________
... Danska landsliAlfi I knatt-
spyrnu sem leikur gegn Albönum f
kvöld (Albanlu fór ekki alveg tóm-
hent aö heiman. Fyrir utan hinn
heföbundna farangur þá voru tek-
in með 1100 klló af dönskum mat
og ástæöan fyrir þessum matar-
flutningi er hræðslan við matareitr-
un. Þess má geta aö Skagamenn
léku sama leik þegar þeir fóru til
Albanlu á dögunum og spiluöu
gegn Partizani Tirana en tóku með
sér heldur færri klló.
... Mönakfi varö þriöja liöiö til aö
hafna þátttöku I Evrópukeppni
meistaraliöa I kjölfar brottvikningar
Marseille úr þeirri keppni. Hin liðin
tvö voru Paris St.Germain og Bor-
deaux sem Arnór Guðjohnsen lék
eitt sinn meö. Forseti Bordeaux
sagði það vera eins og að trampa
á Ifki ef þeir tækju sæti Marseille.
Auxerre sem lenti I sjötta sæti I
fyrra hefur tilkynnt að þeir hafi
áhuga að taka sæti Marseille.
Franska knattspyrnusambandið
hafði tlma þar til I dag aö útnefna
nýja fulltrúa Frakka I keppninni.
... írar mæta Litháum I kvöld á
heimavelli slnum og styrkja stöðu
slna mjög með sigri. Irar sem eru
ósigraðir I slnum riðli eru ekki sig-
urvissir. Framherjinn Niall Quinn
sagöi að þegar annar aðilinn virt-
ist sterkari þá væru mestar Ifkurn-
ar á ósigri. Sex leikmenn Irska
liðsins fara I bann I næsta leik
gegn Spánverjum ef þeir fá gult
spjald I kvöld en meðal þeirra eru
Roy Keane, Ray Houhton og Ste-
ve Staunton. Paul McGrath missir
af leiknum I kvöld vegna leik-
banns og David O’Leary er
meiddur.
... Frakkar eru I svipaðri stöðu
og írar og færast mjög nálægt HM
I Bandarlkjunum á næsta ári með
sigri á Finnum I kvöld I Finnlandi.
Frakkar ættu aö óttast mest fram-
llnumanninn finnska, Tommi Paa-
vola, sem Rnnar kalla „finnska
Papin'.
... Vegna mikilla óláta I ftölsku
knattspyrnunni á slðasta tlmabili
þá ákvaö (talska knattspyrnusam-
bandið að leika llka leiki 11. deild-
inni I miðri viku og fara fyrstu leik-
irnir fram I kvöld. Juventus mætir
þá Sampdoria en þrlr máttarstólp-
ar I Juventus spila ekki með
vegna meiðsla en þeir eru: Gi-
anluca Vialli, Jurgen Koehler og
Diono Baggio. David Platt mun
ekki leika með Sampdoria vegna
leiks Englendinga og Pólverja I
kvöld og samtals eru það 20 út-
lendingar sem ekki geta leikið leiki
slna með (tölsku félagsliðunum
vegna sömu ástæöu. AC-Mdan
tapar þar mestu á útlendinga-
missinum en þeir Jean- Pierre
Papin, Rúmeninn Florin Raduciuiu
og Daninn Brian Laudrup verða
allir I eldllnunni með landsliðum
slnum. Ekki bætir það á að Marco
van Basten er meiddur en AC-MII-
an á aö mæta nýliöunum Piac-
enza I kvöld.
... Mlklfi er I húfi fyrir enska
knattspyrnu I kvöld þegar Eng-
lendingar mæta Pólverjum á
Wembley. England á þrjá leiki eftir
og verður að vinna þá alla ef
möguleiki að komast til Bandarlkj-
anna á aö vera fyrir hendi. Skipu-
leggjendur HM I Bandarlkjunum
segja þaö vera mikið áfall fyrir
keppnina ef Englendingar komist
ekki áfram. Búiö er að velja byrj-
unarliö Englendinga og er það
þannig skipað: Seaman, Rob Jo-
nes, Pearce, Tony Adams, Gary
Pallister, Paul Ince, Platt, Gasco-
igne, Wright, Les Ferdinand,
Sharpe.
... Wales-búar eiga I fyrsta
skipti mikinn möguleika á komast I
úrslit HM en þeir eiga I mikilli bar-
áttu viö Rúmena og Tékka/Sló-
vaka um laus sæti þar. Wales spil-
ar viö Tékka/Slóvaka I kvöld og
eiga slöan eftir að leika við Rúm-
ena og Tyrki og fara allir þessir
leikir fram I Wales. Leikið verður á
Cardiff Arms Park og má segja
að hjátrúin hafi ráöið vali á leik-
vangi þvl Wales hefur aldrei tapað
þar I nlu leikjum, unniö átta og
gert eitt jafntefli.
íslendingar U-21 árs unnu sanngjarnan 3-0 sigur á Luxemborg í gærkvöldi. Ólafur Pétursson fyrirliði:
„BASLLEIKUR“
íslenska landsliðið skipað leikmönn-
um 21 árs og yngri mætti jafnöldrum
sínum frá Luxemborg í gær á Varm-
árvelli í Mosfellsbæ og vann sann-
gjarnan sigur 3-0. Staðan í hálfleik
var 1-0. Leikurinn var ágætlega leik-
inn af íslands hálfu og oft sást góð
spilamennska en hún datt alltof oft
niður.
Ólafur Pétursson markvörður var
fyrirliði í gær og var hann að leika síð-
asta landsleik sinn f þessum aldurs-
flokki og stóð sig vel. Þetta var 15.
leikur hans í U-21 árs liðinu. „Þetta
var mikill baslleikur og ekkert var ör-
uggt fyrr en við skoruðum þriðja
markið, því þeir voru hættulegir og ef
þeir hefðu skorað mark þá hefði leik-
urinn getað endað öðruvísi. Annars
lékum við ágætlega og stjómaði Pétur
Marteinsson vöminni eins og herfor-
ingi. Luxemborgíska liðið kom mér
ekkert á óvart. Þeir vom bara svipaðir
og í fyrri leiknum sem við unnum 3-
1,“ sagði Ólafur. Ólafur sagði markmið
sitt núna vera að komast í A-landsliðið
og hann teldi sig tilbúinn í það hve-
nær sem væri og ef kallið kæmi bráð-
lega þá væri hann til.
Islenska liðið var mun meira með
boltann á fyrstu mínútum leiksins en
tókst ekki að skapa sér nema hálffæri.
Luxemborgarar vom óheppnir að
komast ekki yfir á 10. mínútu þega
Marc Lamborelle komst einn inn fyrir
en Ólafur markvörður bjargaði meist-
aralega með úthlaupi. Ríkharður
Daðason átti gott skot úr miðjum víta-
teignum um miðbik fyrri hálfleiks en
Philippe Felgen, markvörður Luxem-
borg, varði vel. íslendingar komust
síðan yfir á 35. mínútu. Finnur Kol-
beinsson sendi þá boltann upp vinstri
kantinn á Kristófer Sigurgeirsson sem
sendi fyrir á Helga Sigurðsson og átti
hann ekki í neinum vandræðum með
að setja boltann í netið.
Helgi skoraði annað mark sitt á 53.
mínútu eftir að hafa fengið stungu-
sendingu inn fyrir vöm Luxemborgar.
Það var síðan Finnur Kolbeinsson sem
innsiglaði sigur íslands á lokamínút-
unum eftir að Ágúst Gylfason hafði
brotist upp hægri kantinn og átt gott
skot sem markvörðurinn hálfvarði og
Finnur skoraði af stuttu færi. íslend-
ingar fengu nokkur dauðfæri í seinni
hálfleik og voru Ríkharður Daðason
og Helgi Sigurðsson klaufar að skora
ekki. Lið Luxemborgar fékk líka sín
íæri en ekki eins góð og það íslenska.
Ólafur stóð sig mjög vel í íslenska
markinu og gerði það sem hann þurfti
til að halda markinu hreinu. Pétur
Marteinsson lék þó manna best í lið-
inu, stjómaði vöminni mjög vel og
var mjög sterkur í návígum. Ágúst
Gylfason og Láms Orri Sigurðsson
gerðu báðir góða hluti og Helgi Sig-
urðsson var alltaf mjög hættulegur í
sókninni. Lið Luxemborgar var frem-
ur slakt og ekki líkamlega sterkt og
höfðu íslensku strákamir algera yfir-
burði á því sviði. Fyrirliði Luxemborg-
ara, Patrick Feyder, var þeirra besti
maður.
Þórður Guðjónsson verður I byrj-
unarllðl Islands í kvöld I fyrsta A-
landsleik sínum þegar leikið verður
gegn Luxemborg á Laugardal-
svelll. Undirbúningur fyrir lands-
leiki er meö ýmsu móti og I gær fór
landsliðlð f keilu og þar var þessi
mynd tekin og vonandi sýnir Þórð-
ureins góöa takta f kvöld og hann
gerði f keilunnl. Aðrir á myndinnl
eru Daði Dervic, Haraldur Ingólfs-
son og Andri Marteinsson.
Timamynd Ami Bjama
ÍÞRÓTTIR
UMSJÓN: KRISTJÁN GRÍMSSON
L - ...... ............
íslendingar mæta Luxemborgurum í undankeppni HM í kvöld. Ásgeir Elíasson landsliðsþjálfari:
Osáttur vió annað en sigur
ísland og Luxemborg leika knatt-
spyrnuleik á Laugardalsvelli í
kvöld klukkan 20 og er leikurinn
liður í undankeppni HM í knatt-
spyrnu. Hvomgt liðið á möguleika
á að komast áfram í úrslitakeppn-
ina í Bandaríkjunum á næsta ári
en talsvert er þó í húfi því íslend-
ingar ættu að geta hækkað sig um
styrkleikaflokk með sigri í kvöld
því átta stig í riðlinum ættu að
nægja til þess. Fyrri leik liðanna í
Luxemborg lauk með með jafntefli
1-1. Hlynur Stefánsson var valinn í
landsliðið fyrir helgi en gaf ekki
kost á sér vegna persónulegra
ástæðna og var Amar Grétarsson
UBK valinn í hans stað. Amar var
upphaflega valinn í U-21 árs liðið
og því tók Ómar Bentdsen úr KR
við sæti hans í gær.
Blaðamaður Tímans náði tali af
Ásgeiri Elíassyni landsliðsþjálfara í
gær og spurði hann fyrst hvort
hann yrði ósáttur með eitthvað
annað en sigur í kvöld. „Já. Við
þurfum að vinna þennan leik og
maður er alltaf út af fyrir sig ósátt-
ur við að vinna ekki en þennan leik
verðum við að vinna. Ég held að
við séum sterkari en þeir þótt þeir
séu alveg í lagi miðað við okkar
„standard". Að auki spilum við á
heimavelli og undir eðlilegum
kringumstæðum þar sem við leik-
um okkar bolta þá ættum við að
vinna.“
- Heldur þú að það blundi vanmat
í íslenska hópnum?
„Það held ég að geti ekki gerst þar
sem við spiluðum við þá í vor og
gerðum jafntefli þannig að vanmat
held ég að sé ekki fyrir hendi í lið-
inu, frekar virðing." Aðspurður að
því hvort hópurinn sem leikur í
dag sé sterkari eða veikari en í öðr-
um HM-leikjum sem Ásgeir hefur
stýrt, sagði hann að það vantaði
Eyjólf Sverrisson og Hlyn Stefáns-
son frá því í undanfömum leikjum
en það kæmi náttúrulega alltaf
maður í manns stað. „Ég held þó
að hópurinn sé svona áþekkur en
það er kannski spuming um
áherslu eins og Eyjólfur er sterkur
skallamaður og við söknum hans
úr hópnum þess vegna, en við
verðum bara að byggja á einhverju
öðru í staðinn."
- Hvert var markmið þitt í undan-
keppninni með landsliðið, t.d. á
hvað mörg stig stefndir þú í riðl-
inum?
„Það var náttúmlega stefnan að
komast út úr riðlinum og því taldi
maður svona upphaflega að sigur
þyrfti að vinnast í heimaleikjunum
og jafntefli í útileikjunum sem
gera eitthvað um 12 stig. Þetta
vom kannski of háleit markmið en
svona 10-11 stig var maður að
gæla við. En úr þessu sem komið
er verða þau vonandi átta“.
- Skiptir þessi leikur ekki miklu
máli fyri áframhald þitt sem
landsliðsþjálfara?
Jú, en við klámm bara þennan
leik og sjáum svo til hvað gerist,"
sagði Ásgeir Elíasson að lokum.
Asgeir hefur valið byrjunarliðið
sem leikur í kvöld og er það skipað
eftirtöldum leikmönnum:
Markvörður
Birkir Kristinsson Fram
Varaarmenn
Hlynur Birgisson Þór
Guðni Bergsson Tottenaham fl.
Kristján Jónsson Fram
Miðjumenn
Sigurður Jónsson ÍA
Rúnar Kristinsson KR
Ólafur Þórðarson ÍA
Haraldur Ingólfsson ÍA
Sóknarmenn
Amór Guðjohnsen Hacken
Þórður Guðjónsson ÍA
Amar Gunnlaugsson ÍA
Varamenn
Friðrik Friðriksson ÍBV
Izudin Daði Dervic KR
Þorvaldur Örlygsson Stoke
Amar Grétarsson UBK
Andri Marteinsson FH
Markvörður Ungverja látinn
Ungverski landsliðsmarkvörðurinn í knattspymu,
Gabor Zsiboras, lést í gær af völdum blóðtappa í heila.
Gabor sem var 35 ára var búinn að vera meðvitundar-
laus síðan á miðvikudaginn, en þá féll hann niður á
æfingu með landsliðinu sem var að undirbúa sig fyrir
leik gegn Rússum í kvöld. Gabor lék 361 leik í ung-
versku deildinni með Ferencvaros og MTK og var fyr-
irliði landsliðsins í fjögur skipti. Hann var í landsliðs-
hóp Ungverja sem lék hér á landi í júní þegar íslend-
ingar unnu 2-0.
í kvöld:
Knattspyma:
Undankeppni HM Ísland-Luxemborg ...kl. 20
4. deild
Undanúrslit-seinni Ieikir
Höttur-Ægir ...kl. 17
KBS-Fjölnir ...kl. 17