Tíminn - 09.09.1993, Qupperneq 3
Fimmtudagur 2. september 1993
Tíminn 3
Guðrún Ebba Ólafsdóttir, formaður Kennara-
félags Reykjavíkur:
Villandi upplýs-
ingar um heils-
dagsskólann
„Það er villandi að gefa upp kostnað við heilsdagsskóla án þess að
nefna fæðiskostnað," segir Guðrún Ebba Ólafsdóttir, formaður
Kennarafélags Reykjavíkur, sem veit dæmi þess að í stað 6.500 kr.
fyrir hvem mánuð þurfi að greiða 10.500 kr. sé fæðiskostnaði bætt
við. Guðrún Ebba telur að vanda hefði þurft undirbúning miklu bet-
ur og bendir á að bekkir hafi veríð færðir til á stundaskrá til að
rýma fyrír húsnæði undir starfsemina.
Guðrún Ebba veit dæmi þess að mjög misjafnlega búna til að takast á
feði fyrir böm á dag kosti 200 kr. í við þetta verkefni. „Það er í mörgum
heilsdagsskólum. Þetta þýðir því að tilfellum aukastarf fyrir skólastjóra
4.000 kr. bætast við þær 6.500 kr. að halda utan um þetta,“ segir Guð-
sem foreldrum er gert að greiða fyr- rún.
ir vistun bama sinna í heilsdagsskól-
anum kjósi þeir að nýta alla þjónust-
una.
Aðspurð segir Guðrún Ebba að
skiptar skoðanir séu meðal kennara
á heilsdagsskóla. „Það sem við vilj-
um benda á er að þetta nafn er vill-
andi. Þetta er ekki skóli þar sem öll-
um bömum á skólaskyldualdri á að
standa til boða ókeypis skólavist
Þetta er einungis fyrir hluta bam-
anna gegn gjaldi," segir Guðrún
Ebba og vísar til þess að ekki sé
möguleiki á að koma öllum bömum
inn í heilsdagsskóla. Þá bendir hún á
að þetta fyrirkomulag sé ekki í
tengslum við daglegt starf skóla.
Guðrún segir skóla borgarinnar
Henni finnst að betur hefði mátt
standa að undirbúningi þessa starfs.
Þar vísar hún m.a. til þess að mjög
seint hafi verið hafist handa með
undirbúning og bendir á að í vor hafi
verið erfitt að meta þörfina og vísar
til óvissuþátta eins og húsnæðis og
fjölda bama.
Þá segir Guðrún að í minnsta kosti
tveim skólum hafi þurft að færa
bekki til og böm sem gert var ráð
fyrir að yrðu fyrir hádegi í skólanum
hefðu verið færð til og þurft að vera
eftir hádegi. „Foreldrar sem gerðu
ráð fyrir að bömin yrðu fyrir hádegi
neyðast þá til að kaupa þessa þjón-
ustu fyrir hádegi," segir Guðrún.
-HÞ
Geir Magnússon, forstjóri Olfufélagslns hf, Halldór Blöndal samgönguráðherra og Guðlaugur Björgvinsson, for-
stjóri Mjólkursamsölunnar, undlrrita samnlng um Feröaátak 1994. Tlmamynd Aml Bjama
y íslendingar hvattir til að ferðast innanlands á nýju ári:
Atak í ferðamálum á
afmæli lýðveldisins
Halldór Blöndal samgönguráðherra Geir Magnússon, forstjóri Ol-
íufélagsins hf, og Guðlaugur Björgvinsson, forstjórí Mjólkursam-
sölunnar, undirrituöu í gær samstarfssamning um átak í islenskri
ferðaþjónustu á afmælisári íslenska lýðveldisins 1994. Markmið
átaksins er að hvetja íslendinga til ferðalaga um eigið land og njóta
um leið óspilltrar náttúru, fjölbreyttrar menningar og annars sem
land og þjóð hefur aö bjóða. Þannig verður stuðlað að eflingu ís-
lenskrar ferðaþjónustu og annarra atvinnugreina sem henni tengj-
ast um land allt.
Til þess að sem flestir taki þátt í
átakinu og ferðist um landið er stefnt
Samkeppnisstofnun kannaði verðhækkanir 170 vörutegunda í 30 búðum:
Verðhækkanir frá 0,3% upp
í 6,5% í einstökum búðum
Verðlag í matvöruverslunum og
mörkuðum hækkaði að meðaltali
um 3,7% frá því í apríl og fram til
ágústloka, samkvæmt könnun sem
Samkeppnisstofnun gerði á verði
170 vörutegunda í 30 matvöru-
verslunum og stórmörkuðum á
höfuðborgarsvæðinu. Bent er á, að
gengi íslensku krónunnar var feUt
um 7,5% á þessu tímabili. Veruleg-
ur munur var milli verslana á verð-
breytingum þessa fjóra mánuði.
Þannig var meðalhækkun aðeins
0,3% þar sem verð hækkaði minnst
en síðan allt upp í 6,5% að meðal-
tali í verslunum sem mest höfðu
hækkað vöruver.
Verðþróun þessa ijóra mánuði
reyndist töluvert breytileg eftir
vöruflokkum. Þannig lækkaði verð á
kjötvörum, þ.e. dilkakjöti, svínakjöti
og nautakjöti að jafnaði um 0,2% og
allt upp í 6,5% á tímabilinu. Verð á
kjúklingum og kjötfarsi hækkaði
hins vegar um 3% að meðaltali.
Sem dæmi um aðrar verðbreyting-
ar nefnir Samkeppnisstofnun að
komvörur, sykur, grjón og pastavör-
ur hækkuðu um 2,6% að meðaltali.
Niðursuðuvömr hækkuðu jafhaðar-
lega um 3,7%. Kex hækkaði um
4,8%, kaffi um 5,4% en morgun-
kom, flögur og þessháttar hækkaði
hvað mest af matvælum, eða um
7,5%.
Af öðmm nýlenduvörum má nefna
að þvottalögur hækkaði jafnaðar-
lega um 3,6%. Bleiur hækkuðu um
rúmlega 5%. En hreingemingalög-
ur hækkaði um 8,3%, sem var mesta
meðalhækkun í einstöku vömflokk-
um.
Sambærilegar kannanir voru gerð-
ar á Akureyri og nágrenni og á Aust-
fjörðum. Kom í ljós að verðþróun á
Austfjörðum var mjög áþekk því
sem að ofan greinir, þar sem verð
hækkaði þar um 3,4% að jafnaði.
Niðurstaða fyrir Akureyri liggur enn
ekki fyrir. - HEI
að því að efna til auglýsinga- og kynn-
ingarherferðar um ferðaþjónustu á
íslandi og möguleika til ferðalaga
innanlands. Þá er ætlunin að gefa út
veglegan kynningarbækling sem
dreift verður á hvert heimili í landinu
næstavor.
Olíufélagið og Mjólkursamsalan
munu hvort um sig leggja til átaksins
fimm milljónir króna. Alls er áætlað
að saftia 25 milljónum króna til
átaksins. Að auki er gert ráð fyrir að
ýmsir aðilar, stofnanir, samtök o.fl.
muni tengjast átakinu með ýmsum
hætti.
Undanfarin ár, í kjölfar stöðugt auk-
ins áhuga íslendinga á eigin landi,
hafa umræður um ferðamál og ferða-
þjónustu aukist mjög. í ljós hefúr
komið að ferðaþjónustan sem at-
vinnugrein getur aukið afköst sín og
umfang ef rétt er á málum haldið.
Ennffemur er ljóst að ferðaþjónusta
hefúr mikilvægu hlutverki að gegna í
hagvaxtarþróun landsins í ffamtíð-
inni. Hlutur ferðaþjónustunnar er
um 10% af gjaldeyristekjum þjóðar-
innar. Árlega skilar ferðaþjónustan
u.þ.b. 13 milljörðum gjaldeyristekna
til þjóðarbúsins. Þjóðhagsstofnun
telur að hverjir 45 ferðamenn skapi
eitt nýtt starf.
Forystumenn í ferðaþjónustu hér á
landi telja að hægt verði að auka enn
hlut ferðaþjónustunnar. Talið er að á
síðasta ári hafi um 200 þúsund ís-
lendingar ferðast innanlands og um
140 þúsund hafi farið til útlanda.
Magnús Oddsson, markaðsstjóri
Ferðamálaráðs, sagði að markmiðið
með þessu ferðaátakinu 1994 væri
ekki að auka ferðalög íslendinga með
því að draga úr ferðalögum þeirra til
útlanda. Markmiðið væri að auka
ferðir íslendinga innanlands. Hann
sagðist líta svo á að ferðaþjónustan
stæði þar í samkeppni við ýmsa aðra
neyslu. Fólk stæði t.d. frammi fyrir
því vali að fara í ferðalag innanlands
eða kaupa sér nýjan ísskáp. -EÓ
r
Ólafur Ragnar og Steingrímur J. einir í framboði til
forystu Alþýðubandalags:
Sjálfkjörið í
forystusveit?
Ólafur Ragnar Grímsson skilaði einn
inn framboði í formannsembætti í
Alþýðubandalaginu, en framboðs-
frestur rann út í gær. Steingrímur J.
Sigfússon skilaði sömuleiðis einn
inn framboði í embætti varafor-
manns. Lög flokksins gera ráð fyrir
að þegar þessi staða kemur upp
framlengist framboðsfresturinn um
tvær vikur.
Berist aðeins eitt framboð í for-
manns- og varaformannsembættin
verður ekki efnt til allsherjarat-
kvæðagreiðslu meðal félagsmanna í
Alþýðubandalaginu. Formaður og
varaformaður skoðast þá sjálfkjöm-
ir.
Reiknað er með að Kristinn H.
Gunnarsson alþingismaður taki
ákvörðun eftir helgina um hvort
hann býður sig fram gegn Ólafi
Ragnari eða ekki. -EÓ
LEIKMANNASKOLI ÞJOÐKIRKJUNNAR
FRÆÐSLUDEILD KIRKJUNNAR
GUÐFRÆÐIDEILD HÁSKÓLA ÍSLANDS
Trúfræðsla fyrir almenning
Vetrarnámskeið
Haustönn 1993
Inngangsfræði Gamla testamentisins.
Kennari: Gunnlaugur A. Jónsson.
Miðvikudágskvöld (3x): 22. sept. - 6. okt.
Inngangsfræði Nýja testamentisins.
Kennari: Kristján Búason.
Miðvikudagskvöld (3x): 13.-27. okt.
Trúfræði.
Kennari: Einar Sigurbjörnsson.
Miðvikudagskvöld (5x): 3. nóv. - 1. des.
Vorönn 1994
Helgisiðir og táknmál kirkjunnar.
Kennari: Karl Sigurbjörnsson.
Miðvikudagskvöld (5x): 12. jan. - 9. feb.
Siðfræði.
Kennari: Björn Björnsson.
Miðvikudagskvöld (5x): 16. feb. - 16. mars.
Sálgæsla.
Kennari: Sigfinnur Þorleifsson.
Laugardagur 19. mars kl. 10-16.
Þjónusta leikmannsins í kirkjunni.
Kennari: Halla Jónsdóttir.
Laugardagur 26. mars kl. 10-16.
Styttri námskeið
Helstu trúarbrögð mannkyns.
Kennari: Gunnar Jóh. Gunnarsson.
Mánudagskvöld (4x): 4.-25. okt.
Um tilgang lífsins.
Kennari Páll Skúlason.
Miðvikudagskvöld: (4x): 3.-24. nóv.
Leiðsögn við lestur Biblfunnar.
Kennari: Sigurður Pálsson.
Þriðjudagskvöld (4x): 18. jan. - 8. feb.
Nýtrúarhreyfingar.
Kennari: Þórhallur Heimisson.
Miðvikudagskvöld (4x); 19. jan. - 9. feb.
Kristin íhugun.
Kennari: Guðrún Edda Gunnarsdóttir.
Miðvikudagskvöld (4x): 16. feb. - 9. mars.
Innritun og nánari upplýsingar á Biskupsstofu, Suðurgötu 22. S. 621500/12445.