Tíminn - 09.09.1993, Blaðsíða 12
Áskriftarsími
Tímans er
686300
NYTT OG
FERSKT
DAGLEGA
reiðholtsbakarí
VÖLVUFELU 13-SlMI 73655
labriel
HÖGG-
DEYFAR
Verslið hjá fagmönnum
Qjvarahlutir
Hamarshöfða 1
Tímiiui
FIMMTUDAGUR 9. SEPT. 1993
Framkvæmdanefnd um debetkort:
Nauðsyn að stemma
stigu við vaxandi
kreditkortaviðskiptum
„Með upptöku debetkorta er m.a. stefnt að þv( að beina greiðslu-
háttum í landinu inn á heillavænlegri braut, en segja má að kredit-
kortaviðskipti séu orðin meiri en æskilegt getur talist. (f þeim eru
Islendingar orðnir margfaldir heimsmeistarar) Það er í raun aö
verða mjög nauðsynlegt að stemma stigu við hratt vaxandi kredit-
kortaviðskiptum, sem hafa íþyngjandi áhrif á rekstur kaupmanna
og munu að óbreyttu kosta enn meiri þjónustugjöld en greidd eru
i dag.“
Þessi athyglisverða lýsing á íslensk-
um kreditkortaviðskiptum kemur
fram í „Nokkrum staðreyndum" frá
Framkvæmdanefnd um debetkorL
Nefndina skipar framkvæmdastjóri
Visa-ísland, Einar S. Einarsson, ásamt
bankastjórunum Halldóri Guðbjam-
arsyni og Bimi Bjömssyni.
Markmið þessarar nefndar er að
„selja" þjóðinni debetkort Þau eiga
nú að hafa til að bera alla þá ofurkosti,
sem kreditkortunum hafa verið eign-
aðir til þessa auk fjölda annarra.
Nefndin boðaði fréttamenn fyrirvara-
laust til fundar í gær í kjölfar heilsíðu-
auglýsingar í Mogga; „Látum ekki ráð-
ast að okkur með korti og klóm“. En
þar skora Kaupmannasamtök íslands
og fjöldi stórra samstarfsaðila þeirra á
neytendur og kaupmenn að standa
gegn einokunarhugmyndum bank-
anna, sem hyggist spara sér 800-900
milljónir með upptöku debetkorta. fs-
lenskur almenningur verði hins vegar
að afla sér allt að 1.400 milljóna við-
bótartekna til að standa undir viðbót-
arkostnaði vegna kortanna.
Nefndin segir stefnt að því að koma
kortunum sem fyrst á markað,
væntanlega í október eða nóvember.
Seljendum vöm og þjónustu verður
gert að greiða 0,5-1,596 þjónustugjald
vegna viðskiptanna. En neytendur
verða mkkaðir um 800- 1.200 kr. fast
árgjald og þess utan 10 króna gjald
vegna hverrar greiðslu með kortinu
(þ.e. millifærslu af reikningi neytanda
inn á reikning seljanda).
Þótt debetkortanefndin segi að fólk
muni hafa frjálst val, verður ekki bet-
ur séð en debetkortunum verið troðið
inn á hvem mann, hvort sem hann vill
eða ekki. Ekki aðeins ætla bankamir
a.m.k. að þrefalda kostnað neytenda af
hverjum notuðum tékka (í um 30 kr.
af þeim 55 sem hann er sagður kosta).
Heldur mun það væntanlega hafe enn
meira afgerandi áhrif að bankamir
ætla að afleggja núverandi bankakort.
Nefndarmenn viðurkenna að það verði
til þess að nær enginn muni taka við
tékka frá öðmm en þeim sem geta
framvísað debetkorti. Fólki sem vinn-
ur á algengasta vinnutíma og kemst
þar með ekki í banka á afgreiðslutíma
til að taka út peninga virðist því tæp-
ast komast hjá að kaupa sér debetkort.
Á debetkortanefndarmönnum var að
skilja að allir ættu að græða á nýjung-
inni.
„Debetkortin munu þegar á allt er lit-
ið kosta neytendur svipað og tékkavið-
skiptin núna og kaupmenn og þjón-
ustuaðila fljótlega — minna en ekki
neitt!"
Blaðamaður Tímans fær hins vegar
ekki betur séð en að neytendur sem
notað hafa tékka í hófi muni hafa
a.m.k. þrefalt meiri kostnað af notkun
debetkorta en þeir hafi af notkun
tékka nú. En áframhaldandi hófleg
tékkanotkun verði hins vegar a.m.k.
fimm sinnum dýrari en til þessa —
þ.e. ef fastagjald fyrir debetkort er
reiknað með.
Að viðskiptin kosti „minna en ekki
neitt" fyrir kaupmenn og þjónustuað-
ila byggist hins vegar á þeirri spá
debetkortanefndar að staðgreiðsluvið-
skipti muni stórlega vaxa. Fólk muni
þannig á föum árum færa nærri helm-
„Athugun hefur sýnt að kostnaður við hvem tékka sé f kringum 55 krónur
eöa jafnvel melri, en neytendur borga nú bara 10 krónur," sagöl Halldór
Guðbjamarson, bankastjóri og formaður debetkortanefndar, sem hér er
ásamt Elnart S. Einarssyni, framkvæmdastjóra Visa island.
Tfmamynd Áml BJama
ing þess sem það ella greiðir með
kreditkortum yfir á debetkortin.
Minnkandi þjónustugjöld og vaxta-
kostnaður af kreditkortaviðskiptum
muni því gera meira en vega upp á
móti kostnaði kaupmanna af debet-
kortaviðskiptunum.
Það má hins vegar velta fyrir sér,
hvers vegna almennur neytandi skyldi
ffekar staðgreiða með debetkortinu
sínu og þurfa að borga 10 kr. fyrir, en
að borga með kreditkortinu sínu og fá
þannig úttektina lánaða vaxtalaust í
allt að 45 daga og án sérstaks þjón-
ustugjalds?
- HEI
Lyst hf. lætur undan innlendum og norrænum þrýstingi og mun inn-
heimta lögboðin gjöld af starfsmönnum:
Samið til að tryggja frið
„Staðan var orðin þannig að við áttum orðið afskaplega erfitt með
að ganga ekki til svona samkomulags. En ég vona aö þetta verði
góð lausn fyrír báða aðila. Við erum raunverulega að ganga að
þeirra kröfum til þess að fá frið til að opna okkar veitingastað. Við
eigum eftir að ganga til sérkjarasamninga við FSV sem hentar eðli
okkar starfsemi. Þannig að við erum bjartsýnir á að þetta sé komið
Deila Lystar hf. við Félag starfsfólks
í veitingahúsum virðist vera leyst.
Fyrirtækið hefur ákveðið að ganga
að kröfum verkalýðshreyfingarinnar
og ætlar að innheimta stéttarfélags-
gjald, sjúkra- og orlofssjóðsgjald.
Svo virðist sem hótanir norrænna
verkalýðsfélaga um aðgerðir gegn
McDonalds hér heima og ytra hafi
ráðið úrslitum í þessari deilu. Að
mati forráðamanna Lystar hf. voru
of miklir hagsmunir í húfi og því
létu þeir undan kröfum verkalýðs-
hreyfingarinnar.
Á samningafundi forráðamanna
Lystar hf., umboðsaðila McDonalds á
íslandi í gær með fulltrúum frá Fé-
lagi starfsfólks í veitingahúsum og
ASÍ var gert samkomulag um að
ganga til samninga um kaup og kjör
starfsmanna Lystar hf. á grundvelli
almennra kjarasamninga og laga.
Jafnframt óskaði Lyst hf. eftir því að
gengið yrði til sérkjarasamninga um
tiltekin atriði vegna eðlis starfsemi
fyrirtæksins og hefjast þær viðræður
væntanlega í dag.
Ingvar Ásgeirsson, aðstoðarveit-
ingastjóri McDonalds á fslandi, segir
að það sé erfitt að segja til um hvort
þessi slagur við verkalýðshreyfing-
una hafi skaðað fyrirtækið og þá sér-
staklega ímynd þess. Hann segir að
þetta hafi allavega ekki verið sú aug-
lýsing sem fyrirtækið hafi verið að
sækjast eftir.
-grh
...ERLENDAR FRÉTTIR...
JERÚSALEM — Lögreglan beítti
háþrýstivatnsbunum og kylfum til að
dreifa mörg þúsund gyðingum sem
lokuðu götum við skrifstofur forsæt-
isráðherrans til að láta I Ijós and-
stöðu slna við friðarsamning Israela
við PLO.
MÚSKAT — Jassir Arafat, leiötogi
PLO, hefur kennt skilyrðum fsraela
um að hafa valdið töfum á gagn-
kvæmri viöurkenningu PLO og Isra-
ela.
WASHINGTON — Þegar aðeins
voru eftir tveir dagar af núverandi
lotu friöammræðna I Miö-Austur-
löndum tilkynntu samningamenn
Israela og Sýriendinga að engin
lausn hefði fundist I þrátefli þeirra
um Gólanhæðir.
SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR — Alija
Izetbegovic, Bosniuforseti, leggur
málstað sinn fyrir Bandarlkjaforseta
til að ná betri friðarsamningum fýrir
múslima, jafnvel þó að það heföi I
för með sér loftárásir á Serba um-
hverfis Sarajevo. Hann hvatti örygg-
isráðiö til aö hóta loftárásum til að
koma á tafariausu vopnahléi og
beita valdi gagnvart þeim sem
hindra ferðir flutningalesta með
hjálpargögn.
SARAJEVO — Bardagar geisuöu I
hverfi múslima I borginni Mostar (
suðvesturhluta landsins og sjúkra-
húsið á staðnum var sneisafullt að
þvl er útvarpiö f Bosnlu hermdi. Átta
manns vom drepnir.
S.þ. sagöi aö allir þrfr strfðsaðilam-
ir I Bosnlu starfræktu fangabúðir og
vlsuðu til mddalegra og niðuriægj-
andi aöstæöna I búðum þar sem
Bosnlu-Króatar hafa keppinauta
slna, múslima, I haldi.
TASHKENT, Úzbeklstan — Fimm-
tán flóttamenn hafa verið myrtir I
fyrrverandi sovéska lýöveldinu Tad-
sjikistan sem hindrar tilraunir S.þ. til
aö koma aftur til slns heima tugum
þúsunda Tadsjika sem flýöu til Afg-
anistan eftir borgarastriöið I fyrra,
að sögn embættismanna S.þ.
NÝJA DELHI — Yfir 15 milljónir
verkamanna og bænda um allt Ind-
land ætla I eins dags verkfall I dag
til aö mótmæla efnahagsumbóturn
sem þeir óttast að fækki störfum og
dragi úr niðurgreiðslum til bænda-
býla.
RlGA — Jóhannes Páll páfi kom til
Lettlands frá grannlandinu Litháen I
gær I öðmm áfanga vikulangrar
ferðar um Eystrasaltslöndin sem
hmn kommúnisma Sovétrlkjanna
gerði mögulega.
WASHINGTON — Yfirvöld I Rúss-
landi hafa afhent skjöl sem gefið er
til kynna að sýni fram á að Norður-
Vletnamar hafi haft I haldi mörg
hundmð fleiri bandarlska strlös-
fanga á ámnum upp úr 1970
en þeir viðurkenndu, að sögn
bandariska hermálaráðu-
neytisins.
JÓHANNESARBORG — Suður-
Afrikumenn stigu stórt skref I átt til
lýðræöis I gær þegar samþykkt vom
lög til að koma á fót fjölflokkastofn-
un til aö hafa eftiriit með þróun fram
aö kosningum allra kynþátta I apríl
nk.
EDINBORG — Fjórar milljónir
kvenna munu deyja úr eyðni á árinu
2000, og meira en ein milljón mun
smitast á llöandi ári einu, að þvf er
háttsettur embættismaður Alþjóða-
heilbrigðisstofnunarinnar sagði I
gær.
AGOO, Fllippseyjum — Mörg þús-
und Filippseyingar buðu monsún-
rigningum birginn og flykktust til
Agoo-bæjar I norðurhluta landsins I
þeirri von aö koma auga á það sem
sjáendur halda fram að sé enn ein
sýnin á Marlu mey.
DENNI DÆMALAUSI
vn
„Þú ætti að verða þér úti um vasapeninga og pa
þarftu ekki vandræðast við að gera þessar fjárhags-
og tekjuáætlanir. “